Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 32
FUÓTVIRKARI, MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. SUNNUDAGUR 8. AGUST 1971 nucLvsmcnR — útskorinn Egilsstöðum, 7. ágúst. FORSETI íslands, herra Kristj- án Eldjárn og frú Halldóra for- setafrú gistu á Hallormsstað í nótt. Þegar komið var til Hail- ormsstaðar í gærkvöldi, var veð- ur eins og bezt varð á kosið. Eldur í bát RÉTT fyrir klukkan sex í gær- rnorgun kom upp eldur í vél- bátnum Sjóla, sem lá við ver- búðarbryggju við Grandagarð. Þegar slökkviMðið kom á vett- vang var talsverður eldur í lúk- ar skipsins. Slökkvistarfið tók klukkutima, og skemmdir urðu talsvert miklar. Báturimn var mannlaus, og eldsupptök eru ó- kunn. Skemmdir unnar í FYRRINÓTT var brotizt inn á tveimur stöðum í Reykjavík. Engu var stolið, en nokkrar skemmdir unnar. Þá voru unnar skemmdir á tveimur jeppum, rúður og ljós- ker brotin. Ekið á vegfaranda UM MIÐNÆTTI í fyrrinótt varð gangandi maður fyrir bifneið í Austurstræti. Lenti hann fram- ®n á bílnaun og á rúðu hang. Brotnaði rúðan og skaddaðist maðurinin á höfði og var skorinn á höndum. I hófi, sem sýslunefndir Suð- ur- og Norður-Múlasýslu héldu forsetahjónunum í gærkvöldi færði sýslumaður Suður-Múla- sýslu fórsetanum að gjöf Lagar- fljótsorminn, sem Rikarður Jóns son hafði skorið út. 1 dag er enn ágætis veður, 17 stiga hiti. Koma forsetinn og frú hans til Egilsstaða kl. 2.30. Kl. 3 verður boð inni í Valaskjáltf fyrir forsetahjónin og standa að því hrepparnir á Héraði. Var það ©kki hafið þegar þessi frétt er simuð, þar sem blöðin fara svo snemrna í prenitun á laugardög- u:m. í kvöld munu forsetahjónin fara til Reyðarfjarðar. — Hákon. ís á miðunum í SAMTALI sem Morgun- blaðið átti við Pétur Sigurðs- son forstjóra Landhelgisgæzl- unnar í gær, sagði hann, að eitt varðskipanna hefði verið við ísjaðarinn við Kolbeinsey. Kvað hann ísdnn nú held- ur vera að leggjast yfir mið bátanma, sem þar eru á grá- lúðuveiðum, en vena anmans óbreyttan. Enginn hafði verið tekinn í landhelgi. Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Kr. Ben., í umferð inni í miðborginni um miðjan dag í gær. Þurrmjólkurgerð KEA brann í fyrrinótt Milljóna tjón - framleiðsla stöðvast Grunur um íkveikju AKUREYRI, 7. ágúst. — A þriðja tímanum í nótt var slökkviliðið á Akureyri kall- að út vegna elds í Þurrmjólk- urgerð Mjólkursamlags KEA, sem er til húsa við Kaup- angsstræti. Er húsið mjög mikið skemmt eí ekki ónýtt, og allar vélar þurrmjólkur- gerðarinnar eyðilögðust. Hef- ur orðið þarna tugmilljón króna tjón, auk þess sem bruninn mun hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar fyrir llSíiiiWl Meiri kartöfluuppskera en neyzluþörfin er hér? Nýjar kartöflur komnar óvenju snemma á markaðinn FYRSTU markaðskartöflurn- ar af nýrri uppskeru komu úr Þykkvabænum til Reykjavík- nr sl. fimmtudag. Er það óvenjulega snemma. Mun kartöfluuppskera sunnan- lands vera allt að þremur vikum fyrr en undanfarin ár. Verði uppskeran sem nú horfir, má sennilega gera ráð fyrr allt að 130 þúsund tunnu uppskeru í haust, að því er E. B. Malmquist, ráðu- nautur, sagði í samtali við Mbl. í gær. Sagði hann að neyzla landsmanna virtist hafa verið 100—110 þúsund tunnur yfir árið, svo að gera mætti ráð fyrir því að ef upp- skera verði eins og nú horfir, þá verði hún 20—30 þúsund tunnur umfram neyzluþörf. En hafa skuli þó í huga, að Framhald á bls. 31. mjólkurframleiðendur. En líkur benda til þess að kveikt hafi verið í húsinu og er mál- ið í rannsókn. Hús þetta er gamalt og merki- legt. Þar var elzta kjötbúð KEA til húsa. Einnig var þar um ára- bil kaffibrennsla og margar fleiri stofnanir hafa verið í þessu húsi á sl. 50 árum. Þegar slökkviliðið kom að, log- aði upp úr þaki hússins. Og er slökkvistarfi lauk, var ljóst að þarna hafði orðið tugmilljón króna tjón. Húsið er mjög mik- ið skemmt, ef ekki ónýtt. AUar vélar þurrmjólkurgerðarinnar eyðilögðust. 1 húsinu voru m.a. 20 tonn af nýmjólkurdufti og 10 tonn af undanrennudufti og eru þær birgðir sennilega 10 millj. kr. virði. Þá var þarna geymt mik- ið af umbúðum. Á neðstu hæð hússins hafði Járn- og glervöru- deild KEA vörugeymslu og munu þær vörur, sem þar voru geymdar mikið skemmdar, en Framhald á bls. 31. íslenzk stúlka fær N ansensver ðlaunin Hvar voru Furðustrandir, Helluland og Markland? Víkingaferðirnar reifaðar í nýrri bók eftir Samuel E. Morison prófessor við Harvard FYRIR skömmu kom út í Banda- ríkjunum fyrri hluti ritverks um iandafimdi Evrópumanna í Am- eríku eftir bandaríska sagnfræö- inginn, Samuel Eliot Morison, prófessor við Harvard háskóla. Nefnist fyrra bindið „THE NOBTHERN VOYAGES" og fjallar um könmmarferðir og rannsÓknir á Norður-Atlants- hafinu og strandríkjum Norður- Ameriku frá upphafi og fram á 16. öld. Höfundur vinnur nú að siðara bindinu, sem hann mun kalla „THE SOUTHERN VOY- AGES“ en þar f jallar hann með- ai annars um ferðir Kolumbusar. 1 bók sinni bygigir Morison mikið á frásögnum Islendinga- sagna og rekur nákvæmlega það, sem þar segir um þau ókunnu lönd, sem Leifur Eiríksson, Þor- finnur karlsefni og aðrir sigldu til. Af lýsingum Islendingasagna á staðlháttuan, setur hann fram sánar tilgátur um þessa staði og telur til dæmis, að Straumey og Straumfjörður, sem Þorfinn- ur karlsefni og félagar fóru um, séu Belle Island og Strait of Belile Island (Fagurey og Fagur- eyjarsomd). Tilgáta Helge Ing- stads um, að Vínland hafi verið þar sem nú heitir L’Anxe aux Meadows, telur hann mjög senni- lega. Þá birtir hann myndir af þrjátíu milna strandlengju á strönd Labrador, sem komi mjög Framhaid á bls. 31. frá Flóttamannastofnuninni ÍSLENZK stúlka mun í ár hljóta hin frægu Nansens- verðlaun Fióttamannastofn- unarinnar, sem njóta geysi- legs álits og sumir telja jafn- vel ganga næst friðarverð- launum Nobels. Mun hún fara út til Genf í haust til að veita viðtöku verðlaunapeningnum. Heitir stúlkan Svana Frið- riksdóttir, Eyjabakka 15 i Reykjavík, Verðlaun þessi eru veitt fyrir mannúðarstörf vegna flóttamanna og hefur frægt fólk eins og Júlíana Hollands drcttning, Ólafur Noregskon- ungur, Elenor Roosevelt, hlotið þau. í ár þóttu Norður- lönd hafa bezt unnið að flóttamannasöfnuninni og mun hafa verið ákveðið að veita þessi verðlaun óbreytt- um liðsmanni úr röðum unga fólksins, sem unnið hefur að söfnun til flóttamanna. Sadrudin Aga Kahn, fram- kvæmdastjóri Flóttamanna- stofnunarinnar i Genf hefur skrifað Svönu. Hún er áhuga- manneskja um söfnun til flóttamana og vann m.a. ötul- lega að söfnuninni til flótta- manna 25. apríl sl. Mbl. hafði í gær samband við Svönu Friðriksdóttur, sem vildi ekkert um málið segja að sinni. Forsetinn fékk Lagarfljótsorm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.