Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 23
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1971 23 Hljóðlátxun skrefum lœddist hann um á grasigrónum ár- bakkanum, brá vopni sínu og veiðimaðurinn með stöngina var á samri stundu allur. Þeir voru þama á árbakkanum hlið við hilið, stangrveiðimaðurinn og lax- ton. Ólafur Sigurjón Hannesson, simritari var fallinn frá, langt fyrir aldur fram, þó finnst mér ég mega imynda mér, að á þess- ari stumdu haifi lif og dauði mætzt í fufflri sátt Ólafur Sigurjón var fæddur í Hnífsdal við Isafjarðardjúp 2. október 1917, yngsta barn hjón- anna Hannesar Helgasonar og Jakobínu Ragnheiðar Guð- mundsdóttur. Þetta haust var frostavetur- inn mikli að undirbúa komu sina, og er litli glókollur heiis- aði þeirri veröld, er undi hon- um rúmrar hálfrar aldar dvöl I skauti sínu, gnauðaði vetrarbyl- urinn á lágreistri súðarþekjunni, er rúm móður hans stóð undir, og hvítfyssandi sjórinn sleikti hrjúfri tungu stóægrýtta fjör- una, er litla húsið stóð niðri við, en hörkuifrostgadidur færði sjávarlöðrið í klakadróma, er klæddi fjörugrjótið. Veðurofsinn og fannkyngið var slikt, að þrír fíiefildir kartoenn voru fengnir tl að flytja ljösmióðuirina á sleða frá Isafirði til Hnífsdals. 1 slikum veðurham hóf blá- eygði, fagurskapaði, ljóslokkaði snáðinn jarðvist sina. I hreinni andstæðu við þetta, lauk hann henni. Ólafur ólst upp í Hnífs- dal til 11 ára aldurs við kröpp kjör og þröngan kost. Faðirinn stundaði sjóróðra, sem gaf litlar tekjur í aðra hönd. Móðirin leitaðist því við að afla heimilinu tekna með fiskvinnu að sumrinu, en hún var harð- Minning ÞAÐ var mikið áfall að heyra um andlát minnar góðu og tryggu vinkonu, Hjördisar Pét- ursdóttur, en hún lézt skyndi- lega af hjartabilun að heimili sínU á Egilsstöðum þ. 1. ágúst sl. Hafði hún átt við vanheilsu að stríða um langt skeið, en þó var ekki búizt við svona snögg- um endalokum. Hjördis var fædd i Reykjavík 16. 10. 1919, dóttir hjónanna Svanfríðar Hjartardóttur og Péturs Þ. J. Gunnarssonar, stór- kaupmaniis. Hún ólst upp á glað- væru og mjög gestrisnu heimili foreldra sinna, ásamt samhent- um systkinum og menntaðist vel, bæði bóklega og eins á tón- listasviðinu. Hún tók stúdents- próf frá M.R. 1938 og stundaði að þvi loknu frönskunám í Frakkiandi um eins árs skeið. Er heim kom starfaði hún i utanríkisráðuneytinu og franska sendiráðinu við skrifstofustörf og gat sér ávallt hið bezta orð.. Vorið 1944 giftist Hjördís Bergi Sigurbjörnsssyni, við- skiptafræðingi, og áttu þau að- laðandi og hlýlegt heimUi, þar sem mjög ánægjulegt var að dvelja í vinahópi, alveg eins og forðum á æskuheimUi hennar I Aðalstræti. Hjördis og Bergur eignuðust fjögur mannvænleg börn, Hjör- dísi Guðnýju, sem gift er Tryggva Thorstensen, Fríðu Britt, sem gift er Kristni Gests- syni, Bjöm, við nám í Háskóla Islands og Þórunni Guðlaugu, sem nú er nýfermd. Dóttur- dóttir þeirra, Þórey Svanfríður, hefur dvalið á hetoili þeirra frá fæðingu þar til nú i sumar. Hjördis var afar félagslynd og tðk mikinn þátt í félagsmál- um, t.d. var hún lengi formað- ur Félags dægurlagahöfunda. Hún var söngelsk og söng um tima í Kvennakór Slysavama- félagsins og var ritari hans um langt skeið. Hún samdi mörg falieg lög og var pianóleikari góður. Var hún alltaf boðin og búin tU að spila undir söng á mótum og samkomum og var dugleg og afburða þrekmikil og þvi eftirsótt starfsmanneskja. Hún vann þvi mikið utan heim- ilisins, og kom þá í hlut eldri bræðranna tveggja að annast litla bróður, sem fyrir það varð þeim enn kærari. Ólafur fluttist með foreldrum sínum 11 ára gamaU eins og fyrr segir tU Isafjarðar og átti hann síðan heima þar tU ársins 1960, að hann fluttist tU Kópavogs og ári síðar tU Reykjavikur. Skólanáim sitt stundaði Clafur að mestu á ísafirði og lauk þar gagnfræðaprófi. Síðar stundaði hann nám við Loftskeytaskól- ann í Reykjavik. Ölafur gekk í þjónustu Landssíma Islands 14 ára gamaU, er hann hóf sím- skeyta-útburð og sendilsistörf hjá Landssímastöðinni á Isafirði, og hjá Landssíma Islands starfaði hann alla tið eða um 40 ára skeið. Lengst af var hann sim- ritari á ísafirði og í Reykjavík, en einnig á Siglufirði og i Vest- mannaeyjum. 1 fríum sínum var Ólafur oft loftskeytamaður á togurum og kunni hann þvi starfi vel og hafði ánægju af dvölinni á sjón- um. Ólafur gat ekki talizt heilsu- hraustur maður, þótt hann bæri ekki heilsubrest smn á torg. Á barnsárum sínum varð hann að dvelja á Sjúkrahúsi Isafjarðar um heils árs skeið og á fuU- orðinsárum kenndi hann oft las- leika, sem hann gjarnan reyndi að dylja. En Ólafur var að eðUsfari mjög dulur maður og hlédræg- ur um of. Hins vegar hafði hann fastmótaðar skoðanir og hélt fast á þeim meðan hann sá ekki færð fram nægileg rök tU annars. Dagfarsprúður var hann með þar jafnan hrókur alls fagnaðar. Hjálpsöm var hún með afbrigð- um ef á bjátaði hjá vinum eða ættingjum. Fyrir þrem árum fluttust þau Bergur og Hjördís búferlum austur að Egilsstöðum, þar sem hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra Sambands sveitar- félaga á Austurlandi. Þar tók hún strax þátt I félags- og mennúðarmálum, þrátt fyrir að hún væri aldrei heil heilsu, en viljinn og áhuginn ódrepandi. Hún var i stjórn Krabbameins- félags Austuriands á Egilsstöð- um og einn af stofnendum þess og stóð að stofnun tónlistarfé- lags á Egilsstöðum. Enn eitt skarð hefur verið höggvið í stúdentahópinn frá 1938, alltof snemma að okkar dómi, sem eftir sitjum. Við mun- um ávallt minnast Hjördisar sem elskulegrar og hjartahlýrr- ar vinkonu, sem við söknum öll. Viljum við hjónin votta eigin- manni hennar, móður, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum innilegustu samúð okkar. Margrét Sigurðardóttir. afbrigðum, og ég tel mig ekki halla réttu máli, þótt ég stað- hæfi, að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, er honum kynntist. Hann var skapríkur og þung- ur á bárunni, þegar því var að skipta, en tamdi sér fullkomið vald yfir ríku geði. Hann var mikill og traustur starfsmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita, og ekki er mér grunlaust um, að heilsa hans hafi ekki ávallt verið nægilega góð, til þess að hann mætti til vinnu sinnar, þótt hann gerði það. Árið 1942 kvongaðist Ólafur eftirlifandi konu sinni, Önnu Jónsdóttur frá Siglufirði, mikilli ágætiis-, dugnaðar- oig fríðleiks- manneskju. Þau hófu búskap sinn á ísafirði og þar eignuðust þau yndislegu börnin sin tvö, sem ólust upp við mikið ástríki en styrka stjórn foreldra sinna. Börn þeirra Önnu og Ólafs eru: 1. Elva gift Birgi Hermanns- syni, cand. oecon. frá Akureyri. Þau eiga tvo sonu og eina dótt- ur. 2. Sigurjón Hannes, tann- læknir, en hans kona er Kristín Pálsdóttir Briem, cand. juris. og eiga þau einn son. — Úr verinu Framhald af bls. 3. landaði 226 lestum. Var sama sagan á A'kranesi og í Keflavík, að ailit lenti í verzlunarmanna- helginni, sam varð i lengra lagi. Bátar fóru þó yfirleitt út á mið- vikudaginn. SANDGEKÐI Aðallega var landað rækju i vikunni, og var aflinn góður eins og fyrri daginn. Einn dag vikunnar kamu inn 15 bátar með I8V2 lest og er það ágætt Þá komu inn í vikunni eito daginn 3 humarbátar með 500 kg. hver, sem er i minna lagi. Bergþór, sem er á trolii, kom með 8'/a lest eftir tveggja daga útivist. Minni handfærabáitar voru að fá 2—4 lestir eftir eins og tveggja daga útivist. Skipshöfn- in er tveir og þrír menn. GKINDAVlK Eingöngu eru stundaðar tog- veiðar frá Grindavík, ýmist með fisk- eða humartrolli. Á heima- slóðum er hrein ördeyða í fisk- trol'lið, en góð veiði hjá humar- bátto'um eins og áður. Þetta hefur verið bezta humarsumar í mörg ár. VESTMANNAEVJAR Siðustu bátamir, sem fóru út fyrir fyrri helgi, kornu inn á þriðjudaginn með heldur rýran afla. Eftir það fór enginn bátur út, og fór vikan úr því í þjóð- hátíðanhald. iíAdhkrka fer utan Dagar liða, vikur og mánuðir án þess tekið sé eftir því. Og það er komið haust og skamm- degi áður en nokkurn varir, og fóilkið fer að hlakka til, að dag- inn tafci að lengja á ný. Það eru tveim mánuðir síðan um bosningar og einn mánuður síðan nýja stjórnin tók við. Og það er alveg að koma að því, að ekki er nema ár, þangað ti'l ís- lendingar geta einir farið að veiða í sinni 50 mílna landhelgi. Þá verður gaman að lifa. Þá þarf ekki neina „105 tonna“ regiu, og ti2kuskipin verða úr móð. Þá verður svartur sjór af fiski, og hver fleyta kemur drekkhiaðin að landi. Þá verður ekki aimalegt að vera útgerðar- maður og sjómaður. Þá verður gaman að vera ísilendingur. öðru hvorum megin við ára- mótin verður „s£imkomulaginu“ við Breta og Þjóðverja sagt upp, ef stjórnin ætlar að standa við fyrirheit sitt um útfærslu landhelginna haustið 1972. Það er þvi ekki ýkja langur tírni til að kynna þeim þjóðnm, sem helzt ha;fa hagsmuna að gæta á ístandsmiðum, og öðrum vin- veittuim þjóðum sjónarmið ís- Barnabömin voru mikið augnayndi og eftirlæti Ólafs og þau unnu afa sínum heitt, og fögnuðu hverri samverustund með honum. Ólafur var mikill heimilisfað- ir og Anna og hann mjög sam- hent um að byggja upp ylríkan, bjartan rann, þár sem heiðríkja sáttar og friðar réði húsum. Fyrir réttum fimmtán mán- uðum kenndi Ólafur, þá stadd- ur uppi í Borgarfirði, snögglega þess sjúkdóms, er varð honum að aldurtila. Hann var þá í skyndi fluttur á Borgarsjúkrahúsið i Reykja- vik og þótt hann losnaði þaðan á ný, var heilsa hans eftir þetta afar léleg og í þessa 15 máiniuði þurfti hann nokkrum sinnum á sjúkrahússvist að halda, og má því segja, að hið snögga fráfall hans, hafi ekki átt að koma okk- ur, sem næst honum stóðu, svo mjög á óvart. En hversu óvlð- búin erum við samt ekki þegar kallið síðasta kemur? Elskulegi bróðir, nú við frá- fall þitt reikar hugur minn hljóður um strönd minninganna, minninga barns- og æskuára okkar og minninga fuUorðins- áranna. Ég reika um hljóða minn- lendinga í mesta lifshagsmuna- máli þeirra — landihelgismálinu. Nú hefur verið skýrt frá þvi, að utanrikismálaráðiherra muni á næstunni fara utan þessara erinda. Hann hefur áreiðauilega ærið verk að vinna og ekki auð- velt. En islenzka þjóðin stendur einhuga í landhelgismálinu, og að vita það, ætti að vera honum nokkur styrkur á þessari Can- ossa-tgöngu. Tenmgunum hefur verið kastað, og aftur verður ekki snúið. Fylgja ráðiherranum óskir um góðan árangur. En það eru sjálfsagt margar þjóðir, sem þarf að ræða við. Bkki aðeins Englendinga og Þjóðverja, heldur og frændur ökkar á Norðuriöndum og aðrar Vestur-Evrópuþjóðir og svo ris- ana í austri og vesitri. Afstaða Bandarifcjamanna og Rússa til landhel g ismáls Islendinga verð- ur vafalaust þung á mietunum. Islendinigar munu vænta sér hins bezta af báðum þessuim þjóðum af fyrri reynslu í land- helgismálinu. Hvorug þessara þjóða hefur viljað viðurkenna meira en 12 milna fisfcveiðilög- sögu, og er ekki nokkur vafi á því, að hér er þeim mikill vandi á höndum vegna fordæmisins. Islendingar geta vart búizt við öðru betra af þessum þjóðum en að þær loki augunum fyrir yfiriýsingu Islendinga um út- færslu landhelginnar, þegar þar að kemur, og láti málið afskipta- laust fram yfir hafréttarráð- stefnuna 1973. Annars verður engu spáð um framvindu þess- ara mála, enda máiið til þess of heilagt 50 BKEZKIK FRYSTITOGARAR Bretar áforma að stórauka fiiskiskipastól sinn. Ætla þeir að veita 1200 milljóna króna lán og styrki til srniði nýrra skipa, þar af til 6 nýrra frystitogara. Eiga þá Bretar innan skamms meira en 50 stóra frystitogara. PERÚ SELFR KÍNA FISKIMJÖL Perú er, sem kunnugt er, mesta fiskveiðiþjóð í heiimi mið- að við lestatölu, en ekki verð- mæti. Var sett nýtt aflamet 1970 með þvt að veiða 12 milljón- ir lesta, sem úr fengust 2,3 millj. lesta af mjöli. Til samanburðar má geta þess, að ísland framleiddi aðeins tæp 3% — 59 þúsundir lesta — af þessu magni. Nú hefur Perú selt tU Kína 300.000 lestir af fiskimjöU eða sem svarar fimrn- faldrar ársframleiðslu Islend- inga. JAPANIR NR. 2 EBA NR. I Japanir eru taldir önnur mesta fiskveiðiþjóð í heimirium, og veiddu þeir á síðásta áiri 8,7 milljónir lesta af fiski, en mið- að við verðmæti voru Japanir langefstir. Aðeins einn hundrað- ingaströndina og safna sprek- um. Um dimma nótt stari ég út í sortann, sem að mér hefur sótt, en minningar samveru- stunda okkar að leik og í starfi greiða úr sortanum og á ný rof- ar til. Brosmild ásjóna þín, eins og hún birtist mér, er ég lyfti iikblæjunni frá andliti þinu o,g kyssti kalt enni þitt, fyUir huga minn mildi og fró. Við fráfaU þitt hefur háaldrað- ur faðir okkkar misst mikið og hann þakkar þér — syninum góða — aUt, sem þú varst hon- um. Og við öU, sem áttum þig A einn eða annan hátt þökkum tilvist þína. Kæra mágkona, bróðurbörn og fjölskyldur, ykkur flyt ég innilegár samúðarkveðjur okkar bræðranna, fjölskyldna okkar og föður. Minnumst þessara fögru ljóð- Una: „Ó, gleym því ei, að gróa jarð- arsárin, við geisla sólar, regn af himins brá. Eins græða hjartað geislarnir og tárin, sem gaf þér drottinn vinar augu frá.“ Helgi Hannessomu asti þjóðarinnar stundaði þó fiskveiðar sem aðalatvmnu. Eftir- spurn eftir fiski fer öxt vaxandi í Japan, og innflutninigur eykst árlega, þó að útfflutningur sé enn meiri. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna mun á naastunni senda sölumann til Japans til að kanna markaðinn, einkum með sölu á loðnuhrognum og öðrum hrogn'um fyrir augum. ÖTTINN VIÐ OFVKIDI Á fundi í Norður-AtlantshafS'- nefndinni, sem haldinn var í maí og 14 þjóðir eiga aðild að, þar á meðal Islendingar, gætti mjög ótta við ofveiði á hagsmuna- svæði aðildarríkjanna og að ekki væri gætt nægUegrar varfæmi í hagnýtingu auðlinda hafsins. Þar kom fram, að ef ekki yrði komið við alþjóðastjóm á þess- um málum, myndi það leiða til þess, að ein þjóðin á fætur ann- arri fetaði í fótspor Suður-Amer- íkuríkjanna með að krefjast um- ráða yfir breiðu landhelgisbeltL Mjög er talið ól'íklegt, að alþjóða- stjóm, til að mynda hinna yfir hundrað þjóða Sameinuðu þjóð- anna, nái fram að ganga, Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að slíkt væri útilokað fyrir Islendinga að fallast á. ÍSLAND ERLENDIS OG 50 MÍLURNAR Hér skal vakin athygli á nokkrum atriðum í grein i Fishing News: Svæðið fyrir utan 12 mílumar gefur Bretum um 100.CMX) lestir ciif fiski árlega, og em það 15—20% af því, sem Bretar veiða. Fiskverð hefur hækkað mjög mikið í Bretlandi síðustu 18 mánuði, þrátt fyrir það að brezkir togarar hafa streitzt við að halda sama afflamagni. Is- lendingar hafa i Norður-Atlants- hafsnefndinni krafizt veiðitak- markana fyrir Norð-Austurlandi, en án árangurs. Þó er að vænta vísindalegrar niðurstöðu um þetta í árslok. Þetta er augljós- lega samt ekki nægilegt til þess að friða islenzku þjóðina, sem býr í landi, sem á 9/10 hluta af útflutnmigi sínum undir þvi, sem fæst úr hafinu. Afkoma þjóðar- innar byggist á sjávarútvegin- um. Það var fyrst í fyrra, sem Island rétti við fjárhagslega eftir sildveiðibrestinn, og mátti rekja batann til aukinnar hráefnisöffl- unar fyrir frystihúsin og hækk- andi verðlags á frosnum fiski I Banda rikjun um. I síðasta „Veri“ var sagt frá þvi, að v/b Helga Björg hefðt verið keypt til Keflavíikur eins og segir: „af fyrirtækinu Útvör hf., en aðaleigandi þess er Hali- dór Ibsen“. Félagar Helga eru: öm IngóLfsson, Guðlaugur Tóm- asson og Jón Tómasson. Eiga þeir sinn fjórða hllutann hver. Hjördís Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.