Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1971 21 Rósa Vigfúsdóttir Minning Fædd 19/8 1917 — dáin 3/8 1971. Á xnorg'un, mánudaginn 9. ágúst, verður jarðsungin írá Fossvogs- kirkju Rósa Vigfúsdóttir Hólm- heilsuveil og oft miklu veik- ari en margan grunaði. Ég kynntist Rósu fyrir þremiur ár- um, þegar ég fluttist í nábýli við dóttur hennar. Svo urðu kynni oíkkar enn meiri og betri, er hún tók að sér að líta eftir litlum syni mínum, meðan ég vann úti, og esftir það var hún alltaf kölluð amma Rósa á okkar heimili, finnst mér það bezt lýsa persónu- leika hennar. Oft var mann- margt á heimili hennar, eftir að bamabörnin 8 komu, en aldrei svo margt, að ekki væri hægt að bæta við fleirum, þótt hús- næði væri þröngt, og ailtaf voru allir vel’komnir á heimiiið. Ung að árum heitbatzt hún manni, sem ekki verður nafn- greindur hér, og áttu þau 5 dætur, misstu þau eina þeirra á unga aldri. Þau slitu samvist- um eftir 23 ára sambúð. Rósa var sterkur persónuleiki. Hún var ein af þeim, sem lagði ekki áhyggjur sínar né veikindi á borð fyrir hvern sem var. Hún gat verið kát og fjörug, þegar það átti við, og oft var hlegið og masað yfir kaffibolla, og fundum við þá ekki fyrir aldurs- muni; hún var eins og ein af okkur. Mér finnst svo ótrúlegt að eiga ekki eftir að hitta hana aftur hér, hressa í tali og brosandi, en ég veit liika, að nú liður henni vel, allar þrautir á bak og burt Þær hafa misst mikið, dætur hennar fjórar, og bið ég góðan guð að styrkja þær og fjöl- skyldur þeirra i hinni þungu sorg, og bið þær að minnast góðrar og fómfúsrar móöur. Guð blessi minningu hennar- Vertu sæl amma Rósa og fyrir- gefðu þessar fátæklegu Knur, sem gerðar eru meira af huga en kunnáttu. — Hví'l i friði. Aldís Einarsdóttir og fjölskjida. garði 23. Hún andaðist í Land- spítalanum eftir stutta legu, andlát hennar bar mjög brátt að. Hún var flutt mikið veik á sjúkrahúsið á mánudag, og morguninn eftir var hún öll. Síðustu árin var hún mjög W SUNNA hefur ódýrustu og beztu utanlandsferðina KAUPiVIANNAHÖFN, 8—29 dagar. — Verð frá 9.950 krónum — Þér fljúgið með þotu beint milli íslands og Kaupmannahafnar. Innifalið i verði ferðanna eru flugferðirnar, ferðir milli flugvalla og hót- ela, gisting og tvær máltíðir á dag. Brottför: 11., 18., 24. og 31. ágúst og 7. og 14. september (uppselt 11. ágúst). Þér veljið um hótel og njótið aðstoðar og fyrirgreiðslu eigin skrifstofu Sunnu í Kaupmannahöfn með íslenzku starfsfólki. MALLORKA (London) — 15—29 dagar. — Verð frá 10.100 krónum Mallorka er fjölsóttasta og vinsælasta ferðamannaparadís Evrópu. Þar er hægt að fara í margar skemmtiferðir og njóta veðursældar og skemmtunar. Um 100 baðstrendur og hótel og íbúðir í sérflokki, sem Sunna hefur aðgang að vegna 14 ára starfa á Mallorka. — Eigin skrifstofa með íslenzku starfsfólki og símaþjónustu veitir farþegum öryggi og þægindi. Brottför alla miðvikudaga. Þotuflug 11., 18 og 25. ágúst; 1., 8., 15. og 22. september; 6. og 20. október og síðan allan ársins hring Uppselt 11. ágúst, 18. ágúst, 1 september og 15. september. Fjór ir dagar i London á heimleið í annarri hvorri ferð. KAUPMANNAHÖFN, RÓM, SAN SORENTO, 18 dagar. — Verð frá 26.700 krónum Þið fljúgið með veizluflugi Loftleiða til Kaupmannahafnar og þaðan með þotum Sterling Airways til Rómar. Dvalið á góðum hótelum i Róm og Sorrento Skoðuð borgin eilífa og sigit út til Capri. — Brottför alla mánudaga. KAUPMANNAHÖFN, RÍNARLÖND, 15 dagar. — Verð 21.800 krónur Flogið til Kaupmannahafnar, dvalið þar í nokkra daga og síðan far ið í 8 daga skemmtilegt bílferðalag til Rínarlanda og dvalið þar um kyrrt í nokkra daga. — Brottför 11., 18. og 24. ágúst. (Uppselt 11. ágúst). PARÍS, RÍNARLÖND og SVISS, 16 dagar. — Ve rð 34.700 krónur Flogið með hinum stóru þotum Loftleiða til Luxemborgar og ekið þaðan um fagrar og frjósamar byggðir Luxemborgar og Frakklands til Parisar, dvalið nokkra daga í París, ekið til Sviss Dvalið i Luz ern i hjarta Alpafjallalandsins. Ekið til Italíu og frá Sviss og að dvöl þar tokinni til Rínarianda, þar sem dvalið er á vínhátíðinni og tekið þátt i krýningarhátíð víndrottningarinnar. I þessari ferð fáið þér bílferð um fegurstu héruð Evrópu. Brottför 22. ágúst. (Fá sæti laus). EGYPTALAND, LÍBANON og LANDIÐ HELGA, 20 dagar. — Verð 38.600 ki ónur Flogið til Egyptalands. Skoðuð undur Faroalandsins og fegurð Líban ons. — Dvalið í Jerúsalem og heimsóttir allir helztu sögustaðir Bibliunnar. — Brottför 3. október. (Fá sæti iaus). K Y N N I D ykkur ferðaáætlun S U N N U með 70 utanlandsferðum. S U N N A selur farseðla með öllum flugfélögum um allan heim og pantar beint með fjarritunarsambandi hótel hvar sem er. Á ÞÖKIN sunna ferðaskrifstofa bankastræti7 símar 16400 12070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.