Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1971 31 í ------'J íslenzkt framlag til S.Þ. New York, 7. ágúst. AP. TILKYNNT var í aðalartöðv um Sameinuðu þjóðamna __ gærkvöldi að aimbasaador ís- lands, Hanmies Kjartamiason, hefði á mámudaig, æmt U Thant aðalframkvæmda»tjóira ávísuin að upphæð 5.000 doll- ara, sem er síðasta framlag falands til þess að ertianda straum af koatnaði við dvöl friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna á Kýpur. Ófært til Eyja í gær FLUGFÉLAG Islands hefur átt ammríkt við flutning þjóðhátíðar- gesta til Vestmiannaeyja, og sögðu Flugfélagsmenn í gær, að á föstudaginn hefðu vélar F. I. flutt 830 farþega til Vestmanna- eyja. Um hádegi í gæir var full- bóikað í fjórar ferðir með DC 3 og Fokiker Friendship-vélum fé- lagsins, alls með 110 farþega. Ófært var þá, lágskýjað, vind- ur stóð þvert á braut, veðurspáin slæm, og því ekki búizrt við neinu flugi þangað. — Þó getur þetta allt lagazt allt í einu, eins og rnenn vita, sögðu Flugfélags- menin, því að þeir geta allt í Eyj- um. — Hassan Framh. af bls. 1 arinnar er Mohamed Karaim Lamrani, fyrnverandi fjármála- ráðherra og kaupsýsHumaður, sem er kunnur fyrir heiðarleik. Has.san konungur sagði í ræðu þar sem hann skýrði frá stjóm- arskiptunum að víðtæk spilling væri í embættiskerfinu og sagði að henni yrði að útrýma. Kon- ungurinn hét því að dregið yrði úr skriffinnsku og skipaði sér- stakan stjómsýslumálaráðherra, Ahimed Majid Benjelloun. Utan- ríki.sráðherra er dr. Abdellatif Filali. Talið er að byltingartilraunin 10. júM hafi átt rætur að rekja tiH gremju hægrisinnaðra her- foringja vegna spillingar í stjómarfariniu. Tveimur stjórn- arandstöðuflokkum var boðin þátttaka í nýju stjóminni, en þeir svöruðu með kröfu um nýjar kosningar. Árekstur varð á gatnamótum Kringlúmýrarbrautar og Miklu- brautar á föstudagskvöld. Rákust tveir bílar á á mikilli ferð og köstuðust til. Bílarnir stórskemmdust og flytja varð fjóra slas- aða í sjúkrahús. Hér er annar bíllinn. Útsvör á Ólafsvík Fjárhagsáætlun 17 milljónir ÓLAFSVÍK 6. ágúst. — Skrá yfir niðurjöfnun útsvara og aðstöðugjalda 1971 í Ólafs- víkurhreppi hefur verið lögð fram. Niðurstöðutölur fjárhags- áætlunar eru 17 millj. kr. Helztu útgjaldaliðir eru: til almanna- trygginga 4 milljónir króna, til fræðslumála 1,9 millj. kr., til félags- og menningarmála 1 millj. kr., ýmis opinber þjónusta 2,1 miillj. kr., hafnarsjóður 1 millj. kr., verbúðarbygging 1,7 millj. kr., læknisbústaður 0,4 millj. kr.. Helztu tekjuiiðir eru: útsvör 10 millj. kr., aðstöðugjöld 2,5 millj. kr., jöfnunarsjóður sveit- arfélaga 2,2 millj., fasteigna- skattur 1,4 millj. kr. — Bruni Framh. af bls. 32 ekki er fullrannsakað hversu miklar skemmdir hafa orðið þar. Allar likur benda til þess að kveikt hafi verið I húsinu. Kassi hafði verið dreginn að dyrum á norðurhlið hússins og virtust þær hafa brunnið utan frá. Þar sem rannsókn var naumast haf- in, er þessi frétt er skrifuð, vildi lögreglan ekkert um málið segja. Þessi bruni mun hafa ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir mjókurframleiðendur, þar sem þurrmjólkurgerðin vann úr 10 þúsund lítrum af mjólk á dag. Líkur eru til að mjólkursamlag- ið verði að taka þessa 10 þúsund lítra til kaseingerðar, sem er mikið verðminni vara. — St. Utsvör eru lögð á samkvæmt útsvarsstiga sveitarfélaga 1971 óbreyttum. Þeir gjaldendur er greiða að fullu öll gjöld fyrir 15. október fá 10% afslátt af út- svörum. Hæstu útsvör einstaklinga í Ólafsvik bera: Sveinbjöm Sig- tryggsson, trésmíðameistari, 179 þús. kr.; Hermann Hjartarsson, forstjóri, 166.600 kr.; og Tórnas Guðmundsson, rafvirkjameistari, 150.600 kr. Hæstu útsvör félaga greiða Hólavellir, hf., 196.300 kr.; Smári sf., 184.300 kr.; Vélismiðjíin Sindri, hf., 176.300 kr. Hæstu aðstöðugjöld bera: Hrað frystihús Ólafsvíkur, hf., 511.200 kr.; Hólavellir, hf., 353.300 kr.; Viglundur Jónsson 264.300 kr.; Kaupfélag Borgfirðinga, útibú, 216.800 kr. — Hinrik. — Hlébarðarnir Framh. af bls. 1 hlébarðana, sem hefðu aðeins skotið i sjálfsvörn. Engan sak- aði í átökunum, en hver sak- bofningur um sig var ákærður fyrir fimm morðtilraunir. Þegar dómurinn var lesinn upp var honum fagnað með hrópum í réttarsalnum. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman fyrir utan og hyilti dómarann og verjandann ákaft þegar þeir komu út. — Hvar voru Framh. af bls. 32 vel heim við lýsinguna á Furðu- strönduim og eftir því ætti Mark- 5 nyjar tegundir í íslenzku skeldýrafánuna 1 NÝJUM Náttúrufræðingi skýr- ir Lúðvlk Jónisison frá „skelja- nýj ungum“, en hamn hefur í tæpa tvo áratugi athugað og safn að skeldýrum umhverfis fsland, og einmig á landi og í vötnum og áan. í Náttúrufræðingnum ðkýrir hann frá fimrn nýjum tegundum fyrir íalenzku skeldýrafánuna. Eru það þrjáir tegundir sækuð- unga og tvær tegundir vatma- skelja. Hefur Lúðvík jafnframt gefið tegundum þessum íslenzk nöfn. Þessar tegundir eru rúðubobbi (Taranis Mörchi), ægisperla (Rissoa inoonspioua Ald.), þang- strýta (Hydrobia ulvai Penn.), hnúðskel (Pisidium personatum Malm.) og rákaskel (Pisidium pulchellum Jenyns). land að vera Labrador, en lýs- ingin á Hellulandi segir hann að komi heim við Baffinsiand. Þá rekur hann lýsingar Eiríks sögu rauða sem bendi til fjafishryggs á norðurhluta Nýfundnalands og fleiri staða. Birtir hann og ýms- ar myndir og kort til áréttingar staðhæfingum sínum. Samuel Morison er aldraður maður orðinn, fæddur árið 1887 og hefur sérþekkingu á siglinga- sögu. Hann hefur meðal annars skrifað sögulegt yfirlit í fimmt- án bindum um athafnir banda- ríska flotans í heimsstyrjöldinini síðari. Einnig hefur hann skrif- að bók um Christopher Oolumib- us en áður en hann sneri sér að siglingasögu sem sérgrein, hafði hann ritað um sögu Bandaríkj- anna almennt og sérstaka bók skrifaði hann um menningarlíí Nýja-Englands meðan það var enn brezk nýlenda. Morgunblaðið mun á næstu dögum segja frá upphafi bókar Morisons um Norður-Atlants- hafsferðirnar, fyrst það sem fjallar um hugmyndir manna um Atlantshafið til foma, ferðir Ira, — m. a. ferðir St. Brend- ans — og vikinga og loks vist norrænna manna á Grænlandi og Vínlandsferðimar. Sjá fyrstu greinina á bls. 12 ag 13. Þrjár af nýju skeldýrategundunum. — rtiðubobbi, ráUaslkieil og þangstrýta. Vinstrimenn handteknir i Egyptalandi Beirút, 6. ágúst, AP. * DAGBLAÐIÐ „A1 Nahar" í Beirút skýrir frá því í dag, að egypzka lögreglan hafi hand- tekið tvo kunna vinstri sinnaða stjómmálamenn vegna gagnrýni þeirra á herferðina gegn komm- únistum í Súdan. Segir blaðið einnig, að talið sé í Kaíró, að sov- ézki sendiherrann þar, Vladimir Vinogradov, verði senn fluttur þaðan. Hinir handteknu eru Khaled Mohieddin, fyrirum vinur og stuðnimgsmiaður Gamals Abdels Nassens, fyrrveranxii forseta — og samherji hans í byltingunni gegn Farouk komungi fyrir 19 árum — og dr. Ibrahim Saad- eddiin, yfinmaður fræðlustofnun- ar sósíalista. Er Mohieddin í stofufamigelsi, að sögn blaðsins, en Saadeddin í svonefndu TURA- fangelsi suður óif Kaíró. A1 Nahar segir, að egypzk yfir völd telji þessa tvo menn hafa staðið að haki yfirlýsingar, sem haft forgöngu þar um. Verkalýðssamband Egyptalands gaf út, þar sem mjög var hörm- uð meðferð Súdansstjórnar á kommúnistum. Var yflrlýsing þessi birt 1. ágúst sl. og fyrör- skipaði þá Egyptalandsforseti, Anwar Sadat, þegar í stað, að raminsakað skyldi hverjir hefðu Mohieddin, sem stundum hef- ur verið kallaður „rauði ofurst- inm“, er formiaður Egyptalands- deildar Heimsfriðarráðskis. Loks segir AI Nahar, að sov- ézki sendiherramm í Kaíró sé heldur illa séður þar þessa dag- ama, hamm hafi eftir byltingartil- raunirua í Súdan farið þesa á leit við Sadat fyrir hönd Moskvu- stjórnarinnar, að Ekyptar viður- kenindu hina nýju komimúnisku herforingjastjóm, sem sett var ái laggirnar — þótt aðeins yrði i orði — eftir byltingartilraurána. Sadat hafi hins vegar tekið þá stefrau að styðja sinn fyrri banda mann, Gaafar Numeiry, segir A1 Nahar. — Apollo 4 Framh. af bls. 1 níu stundir. Þeir voru léttir I máli, er þeir skiptust á orðum við stjómstöðina í Hoixston, létu í ljós ánægju með „blaðamainna- fundirun“ í gær, fösitudag, og kváð ust hlakka til heimkomunnar. Tunglfaramir verða um borð í herskipinu Okiinawa fram eftir sunnudegi og ræða þar við vis- indamenn og læknar munu skoða þá vandlega til að athuga, hver áhrif tunglferðin hefur haft á likamsstarfsemi þeirra. Þeir munu ekki þunfa að fara í sótt- kví, þar sem sainmað þykir að eng ar bakteríur eða veirur þrífist á tungli. Siðdegis á sunniudag verða þeir Scott, Irwin og Word- en síðan fluttir með þyrlu til Hawaieyja. Vísindamenn eiga ekki orð til að tjá gleði sína og ánægju með ferð Apollo-I5, en þeir segja að allt bandi til að tunglfarann.ir hafi safnað svo miklu af upp- lýsingum, sýnishomum o. fl., að það getli tek)lð nokkur ár, að vinma úr því. — Uppskera Framh. af bls. 32 það er ágústmánuður og byrj un september, sem sker úr um það hver uppskeran að hausti verður, því þá geta næturfrost gert mikinn skaða, sem kunnugt er. Þegar talað er um fyrstu kartöfluuppskeruna, eru að sjálf- sögðu undanskildir nokkrir einkaræktendur, sagði Malm- quist. Og þá sérstaklega þeir, sem rækta til eigin heimilis og hafa fengið uppskeru fyrr. Að ekki sé talað um þá sem hafa forræktað I pottiun, mjólkur- hyrnum eða ræktað undir plasti. Það telst til undantekninga, en þegar miðað er við hinn al- menna markað og ræktun í heild, eins og hér hefur verið gert, má telja að horfur séu mjög góðar á Suðurlandi. Öðru máli er að gegna á Norðurlandi, þar sem júlímánuður var mjög kaldur og þar má ekki vænta fyrstu uppskeru fyrr en 20. ágúst. Verði uppskeran sem nú horf- ir, má sennilega gera ráð fyrir allt að 130 þúsund tunnum, sem skiptast sem næst þannig, að þvl er Malmquist gerir ráð fyr- ir: Eyjatfjörður, Akureyri og nágrenni með 15.500 tunnur, Austurland með um 3500 tunn- ur, A-Skaftafellssýsla með Hornafirði 5300 tunnur, Land- eyjar og Fljótshlíð með Vestur- Skaftafellssýslu 12.500 tunnur, Djúpárhreppur, betur þekkt sem Þykkvibær með 40—45 þúsund tunnur, Árnessýsla um 20 þúsund tunnur, Borgarfjörð- ur með Borgamesi og Akranesi 2000 tunnur. Síðan koma heim- ilisræktendur, svo sem i Reykja vík, kaupstöðum, kauptúnum og víðar um landið með samtals 18—20 þúsund tunnur. Yrði þá uppskeran 130 þúsund tunnur, sem er 20—30 þúsund tunnur umfram neyzlu. En hafa ber í huga, að vandkvæðúm er bundið að geyma uppskeruna lengur en fram í júnílok, þ. e. eftir að fer að hlýna. Hvernig er þá með geymslu á svo mikilli uppskeru til að byrja með? — Þykkvabæingar og aðrir stærstu aðilarnir á markaðinum hafa byggt sínar eigin heima- geymslur, sem yfirleitt hafa reynzt ágætlega, og svo mun vera um flesta þá, sem nú stunda kartöflurækt, sagði Malm quist. Enda ótækt annað en að menn hafi geymslu fyrir dýr- mæta uppskeru. Hafa sumir framleiðendur orðið fyrir dýr- keyptri reynslu i þeim efn- um. En hvað um offramleiðslu á kartöflum í ár? — Of snemmt er að tala um offramleiðslu á kartöflum, sagði Malmquist. Hins vegar hefur það gerzt áður, eins og 1953— ’54 og ennfremur 1961 að of mikil uppskera hafi orðið, en þá vildi svo vel til að hægt var að selja til Bretlands ofurlltið magn, aðaliega Bentje-afbrigði, sem matvælaeftirlitið brezka gaf sín beztu meðmæli. 1961 hagaði svo til að uppskeran var léleg á meginlandinu. Og það hefur oft sýnt sig að þegar beztu sumur eru hérlendis, þá hefur oftast verið léleg sumarsprettu- tíð vegna þurrka viða á megin- landinu. En þessu mun ekki þannig farið það sem af er þessu sumri. NÓG FRAMBOÐ A SUMARKARTÖFLUM Fyrir sumarsölu hér rækta mest framleiðendur á Suður- landi. Eyrbekkingar ásamt Flóa- mönnum hafa yfirleitt verið þeir fyrstu til að metta sumarmark- aðinn, sagði Malmquist. En eins og áður getur, er útlitið í Þykkvabænum og annars stað- ar það gott, að nægilegt fram- boð verður á íslenzkum kartöfl- um nú eftir helgina. Rétt er þó að taka fram, vegna breyttrar matreiðslu, og er þá átt við svo- kallaðar franskar kartöflur og bakaðar kartöflur, að þá henta ekki nema stærri kartöflur. Og því þarf að flytja inn eitthvað eftirleiðis til notkunar fyrir hótelin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.