Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1971, Blaðsíða 21
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR ,13. ÁGÚST 1971 niiTi'fiiiiiiBin'ii í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★*■ Frábær, ★★★ rnjög góð, ★★ góð, ★ sæmileg, O léleg, immiiin Björn Sigurpálsson Erlendur Sveinsson fyrir neðan allar hellur, Sæbjörn V aldimarsson Háskólabíó: RÓMEO OG JULIA Hefðbundin kvikmyndadtgáfa á leikriti Shakespeare um Astir þessara sögufræga ungmenna mitt í blóðugu stríöi ætta þeirra í Verónu, og hvernig ást þeirra og átakanlegur dauöadagi varö ættunum sú refsing, er fékk lægt öldur hatursins. 1 titilhlutverk- um Olivia Hussey og Leonard Whiting, kvikmyndataka di Santis, leikstjórn Franeo Zeffir- elli. A A Trúverðug kvikmynda- útgáfa og laus við væmni (nema helzt tónlistin). Aðall myndariinmar er þó kvik- myndataka Di Santis, og frá- bær leikur Ann Heywood í hlutverki fóstrunnar. ★ ★ í eðli sínu á kvikmyndin erfitt með að ráða við bundið mál leikhússins, formin eru óskyld Leikhústextinn firrir verkið. Upplifunin yrði bein- líns óþægileg ef ekki kæmi til góður leikur, myndræn og frískleg kvi'kmyndun undir öryggri stjórn Zeffirellis. ★★ Zeffirelli hefur tekizt að gera dágóða mynd um hinar ungu og óhamingjusömu per- sónur Shakespears. Þó ekki svo mikið af eigin getu, né aðalleikaranna, heldur vegna sláandi fegurðar myndatöku De Santis, (Oscar 69), og raun veruleik búninga, sviðsetn- inga og leiktjalda. Laugarásbíó: Jim Schuyler (Kirk Douglas), einn af harðhentustu lögreglu- mönnum New York, verður að segja starfi sínu lausu af þeim sökum. Skömmu síðar er hann ráðinn lífvörður Renu Westa- brook, sem grunuð er um morð ásamt glaumgosanum Johnatan Fleming, á auöugum manni hennar. Réttarhöldin í málinu hefjast og Jim ákveöur að kom- ast að hinu sanna. Hann er viss um sakleysi Renu og telur að Fleming hafi framið morðið. En þetta reynist ekki auðvelt. Hann heldur áfram að leita sönnunar- gagna og liggur þá leið hans til nágrannans Finchley, og kem«t hann þá á snoðir um, að sá sé dauður, en bófi tekið hlutverlc hans til þess að komast yfir auð æfi Finchleys. En nú vill bófinn Renu feiga, því hún getur reynzt honum hættuleg, og hefst þá keppni um llf og dauða. Aðrir leikarar eru Eli Wallach og Sylva Koscina. ★ ★ Allgóð sakamálamynd af gamla skólarmm — auga fyr- ir auga og tönn fyrir tönn. Spenna helzt út alla myndiina, þrátt fyrir að efnisþráðurinn sé nokkuð óskýr. Eli Wallach og Kirk Douglas eru ágætir, en Koscina virðist aðeins hafa fegurðina til að bera. Tónabíó: MAZURKI A RUM- STOKKNUM Skólastjóraskipti standa fyrir dyrum í heimavistarskólanum. Um tvo kennara er að ræða sem eftirmenn, þá Max M. CO!e Sdltoft) og Herbert Holst, en Max er í uppáhaldi hjá nem- endunum og fráfarandi skóla- stjóri er einnig hlynntur hon- um. Þar er þó einn galli á, því að svo kveöur á um í reglum skólans, að skólast; órinn skuli „vera kvæntur maður". Max hef ur hins vegar aldrei verið við kvenmann kenndur, og aðeins mánuður til stefnu. Nemendurn- ir grípa til sinna ráða og senda honum fatafellu, en Max flýr undan ágengni hennar. Fráfar- andi skólastjórafrú kemur Max óvænt til hjálpar, en einnig koma tvær dætur eins skðla- formannsins mjög náið við sögu. ★ ★ Kynlífskímni er að verða sérgrein Dana, og þessi mynd er dæmi um það, er þeim tekst hvað bezt upp, auk þess sem hún er fagmartnlega unnin að ytri gerð. ★ ★ Blandað hinni kunnu dönsku kímni verður hið djarfa ekki klæmið, heldur einungis góðlátleg skemmt- un þeim, sem ekki hafa áhyggjur af framtíð siðmenn ingarinnar. Tæknilega vel únnin. Klippingar eru fram- úrskarandi og tónlistin einkar skemmtileg. ★ Flestar danskar gaman- myndir þjóna aðeins einum tilgangi — að fá kvikmynda- húsgesti til að hlæja. Þá tekst þeim oft manna bezt að gera góðlátlegt grin að bless- uðu kiáminu. f þessari mynd heppnast hvort tveggja svona all bæiilega. Nýja bíó: ÆVINTÝRIO 1 ÞANGHAFINU Myndin gerist um borO i skipi, sem flytur hættulegan farm af sprengiefni, og mislitan hóp auönuleysingja, sem þurfa aö komast til S-Ameríku í felur und an réttvísinni. Skipið hreppir á leiöinni fellibyl, og allir farþegar veröa aö yflrgefa skipið. Þegar fellibylurinn gengur yfir um síö- ir rekst fólkið í björgunarbátun- um aftur á skip sitt, sem nú er þakið einkennilegu þangi. FólkiÖ kemst brátt að raun um að það er komið i framandi veröld, sem engan óraöi fyrir að til væri. Brátt fara aö gerast ókenntleg- ir atburðir. AÖalhlutverk Erik Porter. Hildegard Knef. Leik- stjóri Michael Carreras. ★ Atburðunum er hagað þann ig að allt passi til að hægt sé að leiða nokkuð hugmyndarík an efnisþráð til lykta, án þess þó að áhorfendur verði nokkru nær um fyrirætlanit persónanna. Myndin er ekki svo illa gerð að það örli ekki fyrir spennu (gæðamerki), enda leikur þokkalegur. O Næstum stórkostlegt sam- sull ólýsanlegrar vitleysu. Austurbæ jarbíó: LÖGREGLU- STJÓRINN Dönsk háðmynd um ameríska vestra. Gull finnst í landareign bónda eins, og þegar nágranni hans kemst aö því, lætur hann koma gullbóndanum fyrir katt- arnef, lætur líta svo út sem Indí- ánar hafi verið þar að verki, og eignast sjálfur jörðina. Litlu siðar er lögreglustjóri héraðsins myrtur, en þá kemur Biggi (Dirch Passer) til sögunnar. Hann er kú reki og slagsmálahundur, sem á langa fangelsissetu yfir höfði sér, nema hann taki að sér vara- lögreglustjóraembættið. — Það er betra en fangelsið, hugsar hann með sér, og þegar hann er kominn í embættið, byrjar hann að hreinsa hraustlega til. Leik- stjóri Carl Ottoson. O Það verður þeim mun sorg- legra að sjá hve höfundunum hefur misheppnazt, þegar svo augljóst er hver tilgangurinn hefui' verið. Uppbygging handrits, leikur, tónlist er í sMkum handaskolum að myndin er öll líkust lélegum inngangi einhvers, sem aldrei varð. I.S.I. Landsleikurinn K.S.Í ISLAND JAPAN fer fram á Laugardalsvellinum 1 kvöld f östudaginn 13. ágúst, klukkan 20.00. Dómari: T. MARSHALL frá Skotlandi. Línuverðir: Guðmundur Harald sson og Valur Benediktsson. Aðgöngumiðar er useldir úr sölutjaldi við Útvegs bankann og við leikvanginn eftir klukkan 18.00. Komið og sjáið hina frábæru japönsku knattspyrnusnillinga leika. Knattspyrnusamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.