Morgunblaðið - 13.08.1971, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.08.1971, Qupperneq 30
30 MORGUiNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGtíST 1971 Keppt í sex greinum Japanska landsliðið kom til landsins í gær, og hér sést það á Laii gardalsvellinum, sem liðið skoð- aði og reyndi í gær. Japanir eru vaxandi knattspy r nuþ j óð Landsleikurinn í kvöld A EVRÓPUMEISTARAMÓTINU í dag er keppt til úrslita í eex greinum: 200 m hlanpi karia og kvenna, 100 m grindahlanpi kvenna, stangarstökki, 400 rn hlanpi, kúhivarpi karla og spjót- kasti kvenna. 200 M HLAUP Borzov keppir lika í 200 metr- unum og eftir yfirburði sina í 100 m á miðvikudag, hlýtur hann að teljast liklegur til sigurs. V- Þjóðverjinn Hofmeister og Frakk inn Fenouil eru skæðustu keppi- nautaur hans, hinn fyrrnefndi náði beztum tíma í undanrásun- um í gær, hljóp á 20.9 sek., sem er mjög góður timi. Borzov hljóp á 21.2 sek. og hafði yfir- burði í sínum riðli, en Fenouil hljóp á 21.1 sek. Stecher ætti líka að vera ör- ugg um sigur i 200 m hlaupinu, heizt er það pólski olympiumeist arinn Szewinska, sem gæti veitt henni einhverja keppni. 400 M HLAUP Heimsmetið í þessari grein á Evans frá Bandarikjunum, 43,8 sek, en Evrópumetið eiga V-Þjóð verjarnir Kaufmann og Jelling- haus 44,9 sek. Evrópumeistara- mótsmetið er hins vegar 45.7 sek, sem Wemer frá Póllandi setti á siðasta móti í Aþenu. Beztan tima í ár á þessar vegalengdir á Marcello Fiasconari, ítali, sem hefur aðsetur í S-Afríku, og hóf keppni fyrst á þessu ári, en hef ur tekið undraskjótum framför- um, og gæti sett punkt á þetta keppnistímabil sitt með sigri á Evrópumeistaramótinu. En varla verður það auðvelt verk að sigra þá Kohler frá V-Þýzkalandi og Jan gamla Werner, núvercindi Evrópumeistara. Werner og Fias- conaro hlupu saman í 1. riðli undankeppninnar í fyrradag, og þá hafði Werner betur, hljóp á 46,4 — 1/10 á undan ítalanum. Þá gæti Bretinn David Jenkins einnig sett strik í reikninginn. 100 M GRIND KVENNA 1 þessari grein er Evrópumeist arinn frá þvi i Aþenu, K. Baizer írá A-Þýzkalandi næsta öruggur sigurvegari, en hún á bæði heims metið og þar með einnig Evrópu- metið í þessari grein — 12,7 sek., sett í fyrra en hún hefur jafnað það í ár. Meistaramótsmet henn- ar er 13,3 sek. STANGARSTÖKK Stangarstökkið er að verða þjóðargrein Svia, því að þeir eiga nú um fjóra menn, sem stökkva að staðaldri yfir 5 metra. Það er fræðilegur möguleiki, að þeir geti hlotið þrenn verðlaun í þessari grein, þvi að þrir Svi- ar hafa tryggt sér rétt til keppni i úrsiitum, stukku allir fimm metra i fyrradag. Sterkastur Svianna er Kjell Isaksson og því h'kiegastur til gullverðlauna. Hann á bezta árangurinn í ár — 5,42 m. Helzti keppinautur hans verður fyrrum heimsmethafi og Evrópumeistarinn frá þvi í Aþenu, Nordwig frá A-Þýzkal. Heimsmetið á hins vegar Papan ikouaou frá Grikklandi, en hann varð fyrstur manna til að ná 18 feta markinu eða 5,49 m, sett i íyrra. Því var það einn drama- tlskasti atburður þessa Evrópu- móts, er Papanikolaou mistókst þrisvar í undankeppninni í fyrra- dag að fara yfir 4,80 m, sem var byrjunarhæð. kUluvarp Heimsmet í þessari grein á Matson Bandarikjunum, 21,78 m. í þessari grein eru annars A- Þjóðverjarnir i essinu stnu, og hafa orðið að skilja eftir heima nokkra kastara, sem vel hefðu getað skipað sér í sex fyrstu sætin, því að hámarksþátttaka frá einni þjóð í hverri grein eru þrir menn. Sterkastur A-Þjóð- verjanna er Briesenik frá A- Þýzkalandi, en hann hefur ein- mitt sett Evrópumet í sumar — kastað 21 m. Eini kastarinn, sem virðist geta komið í veg fyrir a-þýzkan sigur i kúluvarpinu er Komar firá Póllandi, en hann kastaði lengst í undankeppninni í gær, eða 19,65 m. Þá varð Briesenik þriðji með 19.55, en þeir hafa varla tekið á honum stóra sinum i undankeppninni þessir karlar. Alls komust 15 kastarar áfram í úrslitakeppn- ina. SPJÖTKAST KVENNA Gorchakova frá Sovétrikjunum sem kastað hefur 64,40 m á heimsmetið í þessari grein, en sigurstranglegastar í þessari grein núna eru pólsku stúlkum- ar Gryziecka og Jawocska, en hin fyrmefnda hefur kastað 62,10 m. Evrópumeistaramótsmet ið á ungverska stúlkan Nemeth, 59,29 m, sett í Aþenu. HAFNFIRÐINGAR hafa verið sigursælir á fslandsmótinu í handknattleik iitanhúss, og í fyrrakvöld sigruðu liðin þaðan báða leiki sína. HAUKAR—GRÓTTA 25:20 Markatalan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, því að yfirburðir Haukanna voru meiri en hún segir til um. Sigur þeirra var aldrei I hættu, en oft einkenndi kæruleysi leik þeirra og oft var teflt í tvísýnu, sér- staklega undir lokin. Bar leikur Haukanna það með sér, að þeir báru litla virðingu fyrir and- stæðingnum, og mátti ekki miklu muna að það kæmi þeim í koll. Hins vegar sýndu Gróttupiltam- ir einn bezta leik sinn til þessa, og má mikið vera, ef þeir eiga ekki eftir að láta verulega að Etns og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu leika fs- lendingar landsleik í knatt- spymu við Japani í kvöld kl. 20.00, en koma japanska liðsins hingað til lands er þáttur í undirbúningi þeirra fyrir næstu Olympíuleika. Dómari í leiknum verður T. Marshall frá Skot- landi, en línuverðir eru Guð- sér kveða í II. deildinni áður en langt um líður. Viðar var markhæstur Hauk- anna, en Stefán Jónsson var einnig drjúgur. Hjá Gróttu var Þór Ottesen drýgstur við að skora, og virtust Haukamir eiga erfitt með að sjá við honum. FH—VfKINGUR 28:19 FH-ingar unnu þama léttan sigur, og var aldrei nein spenna í leiknum. Einna athyglisverðast við leikinn var að þarna kom fram ungur handknattleiksmað- ur, Gunnar Einarsson (bróðir Ólafs) og vinstri handar lang- skot hans léku Víkingsvömina oft grátt. FH-ingar náðu strax góðri forustu í fyrri háifleik, og endataflið var því auðvelt, enda tóku þeir lifinu með ró í síðari hálfleik. Héldu Víkingamir þá að mestu í við Hafnfirðingana. mundiir Haraldsson og Valur Benediktsson. Hérlendis eru menn næsta fá- fróðir um japanska knatt- spyrnu, vita það eitt um þessa knattspyrnuþjóð, að hún kom mjög á óvart á Olympíuleikun- um í Mexikó, en þar varð Jap- an í þriðja sæti. Skal hér stikl- að á nokkrum fróðleiksmolum um japanska knattspymu. Jap- anir kynntust fyrst knattspyrnu árið 1874, er enskur kennari, Lionel Johns, kynnti þessa íþróttagrein þarlendis fyrstur manna. 1921 fór japanskt úrvals lið i fyrstu utanförina til þátt- töku í Knattspyrnukeppni A- Asiu í Shanghai, og sama ár er knattspyrnusamband Japans stofnað og meistarakeppni háð þar í fyrsta sinn. 1929 gekk Japan í FIFA, og 1936 sendu Japanir knattspymuQlið til keppni á Olympíuleikunum i Berlin. 1946 hegnir FIFA Jap- an fyrir stríðsglæpi með þvi að útiloka þá frá keppni við aðild- arríki sambandsins, en banninu er aflétt f jórum árum síðar. Næstu tíu árin er unnið mark- visst að því að efla knattspyrn- una í Japan, en straumhvörf verða, er V-Þjóðverjinn Dettm- ar Cramer var ráðinn til að undirbúa japanska landsliðið undir Olympiuleikana í Japan 1964. Rak hann sig brátt á það, að mörg ljón voru í veginum fyr ir knattspyrnuiðkunum þarlend is, sérstaklega hvað mataræði snerti. Málitíðir Japana eru eklki rikar að hitaeiningum, og þurfti Cramer að tvöfalda hitaeining- amar í mataræði liðsmanna Jap anska landsliðsins til að þeir yrðu samkeppnisfærir hvað þrek snerti. Tókst þetta, og náði landsliðið dágóðum árangri á leikunum — sigruðu m.a. Arg entínu. Fram að 1964 hafði knatt spyrnan að langmestu leyti ver- ið skóiaiþrótt, í eldri flokkun- um léku aðalílega háskólastúd- entar, og forustumenn knatt- spyrnusambandsins voru flestir háskólaprófessorar, sem sinntu Ekki sjónvarpað SAMNINGAR tókust ekki milli Sjónvarpsins og Sundsambands íslands um sjónvarp frá Norð- urlandameistaramótinu i sundi, sem hér verður haldið um næstu helgi. Sjónvarpið bauð 15 þús. kr. fyrir útsendinguna, en Sund- sambandið taldi það fráleitt boð, þar sem það samsvaraði aðeins aðgangseyri 100 manns. Þótti það ekki svara kostnaði. bréfaskriftum fyrir saanbandið í tómstundum sínum. Nú á dögum er knattspyman mjög vel skipuiögð þar i landi, og hefur fastráðinn fram- kvæmdastjóra. Knattspyrna er iðkuð i allflestum skólum og aðalstyrkleiki eldri flokkanna hefur færzt frá háskólunum yf- ir til hinna risastóru iðnaðar- og verzlunarfyrirtækja. Dafnar knattspyrnan vel um þessar mundir, og vinnur stöðugt á kylfuknattílieikinn, sem er þjóðar íþrótt Japana. Fyrsta deild vár stofnuð í Jap an 1965 og er skipuð 8 liðum, sem öll eru frá stærstu iðnaðar héruðunum og njóta styrks frá risafyrirtækjunum. Knatt- spyrnumennirnir eru starfs- menn þeirra, en eru þó án und- antekninga álitnir áhugamenn, en njóta í flestum tilvikum ein- hverra hlunninda við vinnu. Fyr ir fáeinum árum voru áhorfend ur að knattspyrnuleik í L deildinni i Japan yfirleitt vart flieiri en 600 að meðaltali, en nú fer áhorfendafjöldinn upp i 30 þúsund. Sterkasta knattspyrnu- félagið er Toyo Kognyo frá Hirosima, og hefur félag þetta unnið Japansmeistaratitilinn fimm sinnum, en alls hefur mót- ið verið háð sex sinnum. 1 fyrra vann Mitsubishi frá Tokyo mót- ið. Landsliðsþjálfari nú er Shuni chiro Okano. Hann hefur ekki lagt mikia áherzlu á heimsmeist arakeppnina 1970, heldur hefur hann miðað við að lið hans geti sett strik í reikninginn á næstu Olympiuleikum í Munchen næsta ár. Hlaupa 400 m 1 leikhléi 1 LEIKHLÉI í landsleiknum við Japan verður hlaupið 400 m hlaup, og verða keppendur sex talsins. Þeir eru: Þorsteinn Þor- steinsson, KR, Stefán Hallgríms son, UlA, Borgþór Magnússon, KR, Vilmundur Vilhjáimsson, KR, Ágúst Ásgeirsson, IR, og Sigvaldi Júlíusson, UMSE, ailt okkar sterkustu hlauparar á þess ari vegalengd. Hver er fljótastur? I DAG kl. 5 gengst frjálsíþrótta deild KR fyrir móti fyrir börn á Melavellinum. Keppt verður i þremur aldursfloikkum —- 10, 11 og 12 ára, bæði fyrir stráka og stelpur. Barnablaðið Æskan veit ir sigurvegaranum í 60 m hlaupi í hverjum flokki verðlaun. Frá leik FH og Víkings. Þorvaldur skorar fyrir FH HAFNFIRÐINGAR SIGURSÆLIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.