Morgunblaðið - 18.08.1971, Síða 1

Morgunblaðið - 18.08.1971, Síða 1
28 SIÐUR 183. tW. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heath skrifar Wilson: Boðar ekki til aukafundar — ný stjórnmálasamtök stofnuð á N-írlandi London, Belfast 17. águst. AP—NTB. EDWARD Heath, forsætisráð- herra Bretlands hefur sagt, aS brezka stjórnin hafi íhugað, hvort boða beri til sérstaks þing- fundar til að ræða ástandið á Norður-írlandi. Hafi niðurstaðan orðið sú að slíkur fundur sé ekki æskilegur sem stendur. Þetta kom fram í bréfi Heaths til Ieiðtoga stjómarandstöðunn- ar, Harolds Wilsons, formanns Verkamannaflokksins, sem farið hafði fram á það við Heath, að hann kallaði þingið saman ein- hvern tíma í byrjun september til tveggja daga viðræðna um málið. Frá Belfast berast þær fregnir að um hundrað manns, sem flúðu frá Norður írlandi til írska lýðveldisins í átökunum á dög- unum, hafi snúið heim í dag og hafi þá nær þriðjungur þeirra sex þúsund manna, sem flúðu, snúið aftur til sinna heimila. Hafa margir komið að þeám í rúst eða húsum og íbúðum löskuðum eftir átöikin. Friður ríkti í Belfast og Londonderry í dag en ólga var undir niðri og stjórnvöld óttast Framhald á bls. 17 Réttarhöldin yfir Rahman: Verjanda vantar Þessi mynd var tekin í kauphöllinni í New York í dag, en þar var mikið um að vera og verð- bréf hækkuðu í verði. Enn mikil óvissa Rawalpindi, 17. ágúst — AP HEIMILDIR í Rawalpindi hermdu í dag, að réttarhöldun- um yfir Mujibur Rahman, leið- toga Awami-samtakanna, hefði verið frestað um tima vegna þess, að illa gengi að fá verj- anda handa honum. Stjórn V- Pakistans neitar enn að viður- kenna opinberlega að réttarhöld- in yfir Rahman séu byrjuð, þó að áður hafi verið tilkynnt að þau myndu hefjast 11. ágúst. Alþjóðasamtök lögfræðinga sendu í gær mótmælaorðsend- ingu til stjórnar V-Pakistans vegna réttarhaldanna yfir Rah- man og skoruðu á hana að falla frá málssókn. Skoruðu samtökin einnig á Sameinuðu þjóðírnar að bera fram svipuð mótmæli og gera ráðstafanir til að tryggja mannréttindi A-Pakistana á nk. allsherjarþingi. EBE-lönd hallast að sameigin- legum aðgerðum — Óttast deilur Japans og Bandaríkjanna New York, Washington, London, Briissel, Bonn og víðar, 17. ágúst — AP-NTB MIKIL óvissa ríkti áfram í dag í flestum löndum heims í kjölfar efnahagsráðstafana Nixons Bandaríkjaforseta í fyrrinótt. Flestir verðbréfa- markaðir, kauphallir og gjald eyrisdeildir banka ráku að- cins takmarkaða starfsemi. Fjármálasérfræðingar, hag- fræðingar og ríkisstjórnir margra landa sátu á fundum í allan dag til að fjalla um málið og taka ákvarðanir um, hvemig bregðast skuli við. í Bandaríkjunum voru við- brögð manna yfirleitt jákvæð og Nixon forseti fór í dag til New York sem er fyrsti áfang inn á umfangsmiklu ferðalagi hans um Bandaríkin, sem farið er í þeim tilgangi, að skýra nánar og afla fylgis við ráðstafanir hans. Að sögn fréttamanna virðist sem svo, að ráðstafanirnar muni ef tii vill hafa hvað mest áhrif á fjármálastefnu Efnahagsbanda lagsríkjanna. Fjármálasérfræð- ingar frá löndunum sex sátu á fundi í Brússel í allan dag til að ræða aðgerðir, og segja frétta menn að líkur bendi til þess, að þeir hallist að þeirri lausn að gjaldmiðill allra landanna verði látinn fljóta saman innan ákveð- ins ramma til þess að ákveða Genf, 17. ágúst. Einkaskeyti frá AP til Mbl. JOHN Graham, formaður sendinefndar Bretlands, sagði í ræðu á hafsbotnsráðstefn- unni í Genf í dag, að Bretar vísuðu á bug öfgafullum fiskveiðilögsögukröfum nokk- urra strandríkja. Hann sagði, að ef „öfgafullar“ kröfur nokkurra strandríkja næðu gengið gagnvart Bandarikjadoll- ara, svo og gjaldmiðlum þjóða ut- an EBE. Ekki er talið ólíklegt að verði ákvörðun þessa efnis tek- in, muni Bretum boðið að vera með. Áður en hægt er að taka slíka ákvörðun verður fram- kvæmdaráð EBE að leggja fram formlega tillögu þess efnis og fram að ganga, „myndu nokk- ur þeirra, sem væru vel stað- sett og langt frá því að vera fátæk, fá einkarétt á gífur- legum auðæfum“. Önnur, sem væru ekki eins vel í sveit sett, myndu fá yfirráða- rétt yfir lélegum fiskimiðum og þannig myndu mörg fátæk strandríki svipt möguleikum á að fá að taka áfram þátt í út- hafsfiskveiðum svo nokkru næmi. ríkisstjórnir allra landanna sex verða að samþykkja hana ein- róma. Ákveðið hefur verið að ráðherranefnd bandalagsins komi saman til fundar á morg- un, fimmtudag. Verði slík ákvörðun tekin, verður hún stórt skref x þá átt að sameina gjald- miðla EBE-landanna, sem fyrir- hugað hefur verið að taki gildi árið 1980. Brezka stjórnin sat á auka- fundi í gærkvöldi til að ræða efnahagsráðstafanirnar og segja áreiðanlegar heimildir að það sé álit brezku stjórnarinnar, að tvær alþjóðaráðstefnur þurfi til þess að fjalla um og endurskipu- leggja viðskipti í heiminum. Þar Framhald á bls. 17 Viðvikjandi staðhæfingum um hættu á ofveiði, ef ekki yrði spornað við henni, sagði Graham að stórkostleg minnkun síldar- afla í Atlantshafi ætti rætur sin- ar fyrst og fremst að rekja til nýrra og stórvirkra síldarnóta, sem væru miklu smáriðnari en áður hefði tíðkazt. Graham nefndi engin nöfn í þessu sam- bandi, en aðrir brezkir fulltrúar sögðu, að hér hefði hann greini- lega átt við Island og Noreg. Afli þessara landa minnkaði úr 1,72 milljónum lesta árið 1966 Brenndi sig lifandi Saigon, 17. ágúst — AP FYRRVERANDI s-vietnamskur hermaður brenndi sig til bana í gær i mótmælaskyni við útilok- un Kys, varaforseta, frá íram- boði í forsetakosningunum í október nk. Maðurinn kom sér fyrir á einum fjölfarnasta staðn- um í Saigon, hellti yfir sig bens- íni og kveikti í. Hundruðir manna urðu vitni að atburðinum. 1 daugateygjunum hrópaði mað- urinn: „Komum Ky á kjörseðil- inn.“ niður í 20 þúsund lestir árið 1970. Graham sagði, að hin geysi- lega öra þróun á sviði fiskveiði- tækni hefði gert úreltar þær kenningar vísindamanna, að ef fiskiðnaðurinn þróaðist hægt og sigandi væri ekki hætta á að gengið yrði of nærri stofninum. Þetta hefði gerbreytzt á síðustu árum með tilkomu hinna full- komnu sildarnætur svo og botn- vörpu, sem gerðu það að verk- um, að hægt væri að afla meira magns en nokkur hefði látið sér Framhald á bls. 17 Bretar vísa á bug öfgafullum fiskveiðilögsögukröfum — sagði fulltrúi Breta í Genf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.