Morgunblaðið - 18.08.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MEÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1971
17
1
Þannig leit hann út Skoda-bíllin n, eftir að hafa farið þrjár velt-
ur út af vegrinum við Fornahvamm, en frá þvi var skýrt hér í
blaðinu sl. laugardag. I bílnum voru fimm manns á leið í sum-
arleyfi, en enginn mim þó hafa slasazt alvarlega.
— Nixon
Framhald af bls. 1
kom einnig fram, að Bretland,
sem væntanlegur aðili að
EBE, muni engar ráðstafanir
gera á eigin spýtur, og að allar
tillögur brezku stjómarinnar
verði lagðar fyrir EBE. Ráðstefn
urnar, sem Breta vilja halda, eru
fyrst með öllum fjármálaráð-
herrum EBE-landanna og síðan
ráðstefna 10 stærstu iðnaðar-
þjóða heims, Bandaríkjanna,
Bretlands, V-Þýzkalands, Belgiu,
Japans, Frakklands, Sviþjóðar,
Hollands og Kanada.
Flestar Evrópuþjóðir eru þeirr
ar skoðunar, að um gengisfell-
ingu dollarans sé að ræða, þó
að Nixon hafi lýst því yfir að
svo sé ekki. Byggja þjóðirnar
þetta á þeirri staðreynd, að
Bandaríkin hafi hætt að leysa
dollara út með gulli, 35 dollara
fyrir únsuna, eins og gilt hefur
frá þvi 1934. Vandamálin, sem
þessar þjóðir eiga nú við að etja,
er, hvernig haga skuli skipan
gjaldeyrismála og hvernig bregð
ast skuli við 10% innflutnings-
tollinum, sem Nixon setti á og
nær yfir flestar innfluttar vörur
til Bandaríkjanna.
1 Evrópu gætti vaxandi ótta
við að Evrópuþjóðir kynnu að
lenda á milli viðskiptastríðs
milli Bandarikjanna og Japans.
Telja ýmsir ráðamenn að Nixon
hafi með efnahagsráðstöfunun-
um lagt megináherzlu á, að
minnka flóð á ódýrum japönsk-
tun vörum til Bandaríkjanna.
Svo virðist sem Japanir ætli að
þverskallast við að verða við
tilmælum Nixons um alþjóðlega
samvinnu á sviði gjaldeyrismála.
I fréttum frá Tókíó segir, að
japanska stjórnin geri allt, sem í
hermar valdi stendur til að koma
sér undan því að hækka gengi
yensins og þannig minnka eins
og hægt er áhrif efnahagsaðgerð
anna á efnahagslíf landsins og
útflutning til Bandaríkjanna. Sat
stjórnin á fundi í allan dag til
að ræða málið. M.a. hefur hún
farið þess á leit við Bandaríkin,
að 10% tollurinn verði afnuminn
eins fljótt og unnt er. Evrópu-
þjóðir óttast mjög þessa stefnu
Japana, þvi að ef þær hækka
gengið miðað við Bandaríkja-
dollara, en Japanir ekki, mtm
það hafa i för með sér að jap-
anskar vörur lækki enn á
Evrópumarkaði og evrópskar
vörur hækki í Japan, þannig
að hætta er á að markaðir,
sem tekizt hefur að vinna, tap-
ist. Talsmaður Bandaríkjastjócm-
ar sagði í dag, að bandarískir og
japanskir embættismenn hefðu
ræðzt við í dag til þess að reyna
að varpa ljósi á málin, einkum
með tilliti til sérstöðu Japana á
sviði fjármála og viðskipta i
heiminum. Japanir áætla að
flytja út vörur fyrir um 24,3
milljarða dollara I ár, þar af er
áætlað að um 7,5 milljarðar fari
til Bandaríkjanna.
Nixon forseti hélt i dag fund
með helztu leiðtogum Banda-
ríkjaþings og ræddi við þá í
tvær klukkustundir. Sagði tals-
maður forsetans að viðræðurnar
hefðu verið mjög jákvæðar og
að þingmennirnir hefðu lofað
forsetanum að taka ráðstafan-
irnar þegar til afgreiðslu, er
þing kemur saman eftir sumar-
leyfi 8. september.
GATT tollabandalagið hefur
kallað saman framkvæmdaráð
sitt til aukafundar í vikunni og
er búizt við, að fundurinn verði
haldinn n.k. föstudag. Verða þá
rædd áhrif 10% aukatollsins.
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR
ÓHAGSTÆÐUR
Bandaríkjastjóm skýrði frá
því í dag að vöruskiptajöfnuður
landsmanna hefði á sl. þremfur
mánuðum verið óhagstæðari enn
nokkru sinei fyrr, eða sem
svarar 5,75 milljörðum dollara.
Á fundi með fréttamönnuim sagði
John Connally fjármálaráðherra
að versnandi vöruskiptajöfnuður
hefði átt stóran þátt í að for-
setinn greip til efnahagsaðgerð-
anna. Sagði ráðherrann að ef svo
hefði haldið áfram, hefði vöru-
skiptajöfnuðurinn orðið óhag-
stæður um 22 milljarði dollara
á þessu ári.
Bandarískir verkalýðsleiðtogar
hafa tekið efnahagsráðstöfunun-
um fremur kuldalega og George
Meany forseti AFL-CIO verka-
lýðssamtakanna, sem telja 13.6
millj. félaganna sagði að með
ráðstöfununum væri stórlega
gengið á hlut hins bandaríska
verkamannis. Meany hefur kallað
framkvæmdaráð samtakanna
saman til aukafundar á morgun,
fimmtudag, þar sem talsmaður
Nixons mun gera nánari grein
fyrir ráðstöfununum.
PRAVDA
Moskvublaðið Pravda sagði í
ritstjóranrgrein að með efna-
hagsaðgerðunum væri Nixon að
styðja við bakið á einökunar-
fyrirtækjunum á kostnað banda-
rísks verkalýðs og að aðgerðirnar
jafngiltu gengislækkun dollar-
ams.
Um allan heim ríkti mikil
óvissa í sambandi við innflutn-
ingstollimn, og erfitt reyndist að
fá áreiðanlegar upplýsingar hjá
bandarískum embættismönnum
um hvaða reglur giltu. Varð
mikil töf á tollafgreiðsiu vara,
sem verið var að skipa upp, því
að tollgæziumenin vissu ekki
hverr.ig þeir ættu að afgreiða
vöruna. Talið er að nokkrir dag-
ar eigi eftir að líða áður en lín-
urnar skýrast.
— Heath
Framhaid af bls. 1
mjög, að lítið þurfi út af að
bregða til þess að allt fari í bál
og brand á ný. Líflegt var hins
vegar á stjórnmálasviðinu. Hefur
nú verið stofnaður nýr hægri
flokkur, sem hefur það að mark-
miði að varðveita N-írland sem
brezkt landsvæði. Aðstandendur
hans eru mótmælendur, flestir
fyrrum meðlimir í Einingar-
flokknum, hafa lýst því yfir að
þelr hafi misst trú á stjórn
Brians Faulkners, forsætisráð-
herra. Ekki er vitað, hversu
margir félagar eru í nýju stjórn-
málasamtökunum.
frÉttir
i stuttu máli
RUSSAR VILJA
HJÁLPA
Valetta- Möltu, 17. ág.
AP.
Haft er eftir áreiðanleg
um heimildum í Valetta í
dag, að sovézki sendiherr-
ann í Bretlandi, Mikhail
Svirmov, hafi tilkynnt
Möltustjórn að Sovétstjórn
in sé reiðuhúin að íhuga til
mæli hennar um efnahags
aðstoð.
MINNISMERKI
UM DE GAULLE
París, 16. ágúst. AP.
Franski ráðherramn, Henri
Duvillard, hefur skýrt frá því,
að franska stjórnin muni hefja
fjánsöfnun um allan heim til
þess að standa straum af gerð
minnáismerkis um Charles de
Gaulile, fyrrum forseta Frakk
lands. Er fyrirhugað, að minn
ismerkið verði í heimabæ
hans, Colombey-Les-Deux-
Englises. Segir Duvillard að
stjórnin geri þetta til að gefa
öllum þeim, sem nutu góðs af
gerðum forsietans fyrrver-
andi, tækifæri til að leggja
sitt af mörkum.
— Bretar
Framhaid af bls. 1
til hugar koma fyrir nokkrum
árum. Sagði hann, að það væri
ekki fyrr en barnið væri dottið
ofan í brunninn að menn færu
að hugsa um hættuna, og þannig
hefðu menn verið alltof seinir að
átta sig á þvi, að vísindalegu
kenningarnar þyrftu endurskoð-
unar við og að ofveiði hefði ekki
aðeins í för með sér minnkandi
afla, heldur gæti hún einnig haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyr-
ir framtíðarfiskistofna.
Graham gagnrýndi harðlega
ákvörðun íslenzku ríkisstjórnar-
innar um fyrirhugaða útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur
og sagði, að milli 40—60% af öll-
um afla brezkra skipa kæmi af
þessum miðum og því myndu
þessar útfærsluaðgerðir hafa i
för með sér mjög alvarlegar af-
leiðingar fyrir fiskiðnaðinn í
Bretlandi, einkum í helztu hafn-
arborgunum, sem byggja af-
komu sína að mestu á fiskveið-
um og vinnslu aflans. Síðan
sagði Graham: .„Hvernig er hægt
að réttlæta slíkar eyðileggjandi
aðgerðir, sem án tillits til al-
þjóðalaga myndu virða að vett-
ugi réttindi, sem gilt hafa næst-
um í heila öld. Þessi réttindi hafa
auðsjáanlega ekki valdið íslandi
tjóni og Island hefur aldrei
kvartað."
Að lokum mótmælti Graham
tillögu Bandaríkjanna um, að
þótt að úthafsfiskveiðar skuli
frjálsar vera skuli strandrikj-
um heimilt að gera kröfur til alls
þess afla, sem þau gætu í reynd
aflað á heimamiðum. Hann
sagði, að þetta myndi hafa í för
með sér að önnur strandríki
hefðu enga tryggingu fyrir þvi,
að fá að afla á fjarlægum mið-
um og þá væri óráðlegt fyrir
þjóðir að leggja út í fjárfest-
ingu í úthafstogurum. Hann lýsti
því yfir, að Bretar væru reiðu-
búnir til að taka þátt í ráðstefnu
til að ákveða ráðstafanir til að
koma i veg fyrir ofveiði og taka
tillit tii sérstöðu strandrikja.
— Fegrunarvika
Framhald af bls. 15
son, Sigtúni 31, nemandi í Laug-
arnesskóla.
3. verðlaun, Helgi K. Gríms-
son, Kambsvegi 23, nemendi í
Langholtsskóla.
Fegrunamefnd Reykjavíkur er
skipuð sjö mönnum, tveimur til-
nefndum af borgarráði, auk garð
yrkjustjóra, sem er jafnframt
framkvæmdastjóri nefndarinnar,
en auk þess tilnefna Garðyrkju-
félag íslands, Húsmæðrafélag
Reyk j avikur, Húseigendaf élag
ReykjavLkur og Arkitektafélag
Islands mann í nefndina. Nefnd-
ina skipa nú eftirtaldir menn:
Gunnar Helgason, formaður
Gestur Ólafsson
Gisli B. Bjömsson
Haifliði Jónsson
Ingimundur Sigfússon
Jónina Guðmundsdóttir
Ragnhildur Kr. Bjömsson
Fegrunamefnd Reykjavíkur
vinnur á ýmsan hátt að fegrun
Reykjavíkur, en starfssvið nefnd
arinnar er eins og segir i sam-
þykkt um nefndina:
a) Vekja athygli á því, sem
miður er talið íara í útliti borg-
arinnar og benda á leiðir til úr-
bóta. Tilllögum og athugasemd-
um skai komið á framfæri við
viðkomandi aðila, félög, stofnan-
ir, íbúa hverfa eða einstaklinga.
Beri slíkt ekki tilætlaðan árang-
ur, má visa rnálinu til borgar-
ráðs, sem ákveður hvað frekar
skuli að gert.
b) Að efna til fundarhalda
með ofantöldum aðilurn, ef
ástæða þykir til.
c) Reka útbreiðslustarfsemi
- Síldin
Frainiiald af bls, 28
Helga II RE, 17,19 krónur, en
Helga seldi í Dantnörku 14.
ágúst.
Hér fer á eftir Iisti yfir sild-
veiðiskipin, afla þeirra og verð-
mæti:
DANMÖRK:
9. ágúst Óskar Magnússon AK
9. ágúst Bjarmi II EA
— gúanó
9. ágúst Héðinn ÞH
9. ágúst Dagfari ÞH
9. ágúst Þorsteinn RE
9. ágúst Hilmir SU
9. ágúst Náttfari ÞH
— gúanó
10. ágúst Ólafur Sigurðsson AK
10. ágúst Loftur Baldvinss. EA
10. ágúst Hrafn Sveinbj. GK
-— gúanó
10. ágúst Ásberg RE
— gúanó
10. ágúst Reykjaborg RE
10. ágúst Óskar Halldórss. RE
10. ágúst Gísli Áml RE
11. ágúst Fífill GK
— makríll
11. ágúst Jón Garðar GK
11. ágúst Bjartur NK
11. ágúst Vörður ÞH
11. ágúst Jörundur III RE
11. ágúst Jón Kjartansson SU
11. ágúst Helga Guðmundsd. BA
11. ágúst Gissur hviti SF
11. ágúst Birtingur NK
12. ágúst Ásgeir RE
— makríll
12. ágúst Sveinn Sveinbj.s. NK
— makríll
14. ágúst Súlan EA
14. ágúst Örn RE
— makríll
14. ágúst Helga II RE
ÞÝZKALAND:
9. ágúst Isleifur VE
9. ágúst Isleifur IV VE
9. ágúst Þórkatla II GK
13. ágúst Eldborg GK
fyrir bættuim umgengniisvenjuim
og snyrtimennsbu í borginni.
d) Hvetja til aukinnar rælkit-
unar og/eða snyrtilegs frá-
gangs og umgengni á húsalóðum
og opnum svæðum, m. a. með
pví að efna til verðlauna eða við-
urkenningar fyrir það, sem vel
er gert.
e) Að gæta þess í samvinnu
við aðra aðila, að fögrum og
sérkennilegum stöðum í borgar-
landinu sé ekki spillt að óþörfu."
Ji
— Jöklarnir
Framhald af bis. 28
fyrir Jöklarannsóknafélagið. —• ]
Hann segir ennfremur:
HÁLFUR KM A 4 ÁRUM
Eftirtektarverðasta mælingin
er frá Tungnaárjökli austan Jök-
ulheima. Frá hausti 1969 til jafn-
lengdar 1970 hefur jökuljaðar
hopað um 192 metra, en á síð-
astliðnum 4 árum hefur hann
hopað samtals um hálfan kíló-
metra.
Þá dregur Breiðamerkurjök-
ull að sér athyglina. Hann held-
ur áfram að rýma vestan Jökuls-
ár, en gengur fram austan Jök-
ulsárlóns og einnig fram í það
austanvert. Langjökull heldur
áfram að hopa; nú í sumar hjálp
aði Hekluvikurinn til að auka
leysinguna, jökuliinn var ailur
dökkur. Hofsjökull virðist vera
í jafnvægi.
Til samanburðar má geta þess
að lengdarmælingar voru gerð-
ar á 47 stöðum 1969. Hafði jökul-
jaðar gengið fram á 5 stöðuni,
haldizt óbreyttur á 8 stöðum, en
hopað á 34 stöðum. Var niður-
staða þá lika ámóta og undan-
farandi ár. En sérstaka abhygli
vakti þá hve miðhluti hins flata
Breiðamerkurjökuls styttist mik
ið, og það eínmitt á sama tima
og jökuljaðrar sinn hvorum meg
in ganga fram.
Magn Verðm.
lestir: ísl. kr.:
69,6 1.039.329,00
60,6 883.234,00
21,7 80.684,00
61,4 896.535,00
60,1 862.338,00
45,7 659.676,00
69,1 1.026.117,00
35,4 490.333,00
29,8 112.331,00
52,6 789.635,00
97,9 1.503.053,00
63,5 969.821,00
11,8 45.108,00
75,7 1.132.960,00
29,4 109.572,00
86,6 1.244.569,00
59,3 888.302,00
64,8 963.268,00
52,7 795.074,00
1,4 36.950,00
41,0 627.208,00
39,3 576.377,00
28,1 413.199,00
47,8 732.079,00
44,5 651,704,00
37,7 600,747,00
36,0 588.001,00
67,2 1.078.704,00
53,7 862.794,00
1,8 55.741,00
32,3 542.825,00
2,1 59.345,00
55,5 765.851,00
52,2 886.606,00
1,1 38.996,00
52,3 898.984,00
81,2 1.292.951,00
55,2 875.817,00
63,3 995.215,00
82,1 1.398.541,00
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri með viðskiptafræðimenntun óskast á opinbera
skrifstofu, sem fyrst.
Lysthafendur leggi nöfn sín á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
21 ágúst nk. merkt: „Skrifstofustjóri — 5746".