Morgunblaðið - 19.08.1971, Side 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1971
sök á hendur
Vini hans misþyrmt og sumar-
bústaður hans grandskoðaður
ALEXANDER Solzhenit-
syn hefur sakað sovézku
öryggislögregluna KGB
um að hafa ofsótt sig árum
saman og mótmælt við
Sovétstjómina athurði,
sem gerðist fyrir nokkrum
dögum og var með þeim
hætti, að útsendarar ör-
yggisþjónustunnar réðust
á vin hans, þegar hann
stóð þá að því að leita
ólöglega í sumarbústað
hans.
Nóbelsskáldið hefur sent yf-
irmanni KGB, Yuri Andropov,
opið bréf, og hann hefur enn-
fremur sent Alexei Kosygin,
íorsætisráðherra, afrit af bréf
inu og farið fram á rannsókn
í málinu.
Vinir skáldsins hafa dreift
afritum af bréfinu til vestr-
ænna fréttamanna og segir
þar:
„Árum saman hef ég tekið
ólöglegum aðgerðum starfs-
manna yðar með þögn og þol-
inmæði. Ég hef umborið að
þeir hafa skoðað öll bréf min,
gert helminginn upptækan,
leitað í húsum pennavina
minna, ég hef umborið opin-
berar ofsóknir þeirra, njósnir
í kringum hús mitt, eftirlit
með ferðum gesta, símahler-
anir, ég hef umborið að göt
hafa verið boruð I þakið, að
upptökutækjum hefur verið
komið fyrir í ibúð minni I
borginni og í sumarbústað
mínum, og ég hef umborið
þráláta rógsherferð gegn mér
frá ræðupöllum, þegar starfs-
mönnum ráðuneytis yðar er
boðið að taka til máls.
En eftir árásina í gær get
ég ekki þagað lengur," segir
Solzhenitsyn í bréfinu til
Andropovs.
Hann kvaðst hafa veikzt í
Moskvu og beðið vin sinn,
Alexander Gorlov, sem býr
sig undir að taka doktorspróf
í verkfræði, að fara til sum-
arbústaðar síns í þorpinu
Rozhdestvo, um 60 km suð-
vestur af Moskvu, til þess að
KGB
ná í varahlut í bifreið sína.
Hann heldur áfram:
„En í ljós kom, að enginn
lás var á bústaðnum og að
innan heyrðust raddir. Gorlov
gekk inn og krafðist skilrikja
af ræningjunum. Húsið er svo
lítið, að þar geta þrír eða
fjórir menn varla snúið sér
við, en þarna voru tíu menn
samankomnir, óeinkennis-
klæddir.
Þeir bundu Gorlov eftir fyr-
irmælum yfirmannsins — „út
í skóg með hann og þaggið
Yuri V. Andropov
niðri í honum“ —• börðu hann
svo að hann féli kylliflatur
og drógu hann út í skóginn
og börðu hann illþyrmilega.
Meðan þessu fór fram hlupu
hinir eftir krókaleiðum gegn-
um runnana og burðuðust
með böggla, skjöl, og muni
(ef til vill líka hluta af útbún-
aði þeim, sem þeir höfðu
komið með sjálfir).
En Gorlov veitti harðvitugt
viðnám og hrópaði og kallaði
á vitni. Nágrannar úr öðrum
sumarbústöðum komu hlaup-
andi þegar þeir heyrðu hróp
hans og lokuðu leið ræningj-
anna að þjóðveginum og
heimtuðu af þeim skilriki. Þá
Alexander Solzhenitsyn
rétti einn ræningjanna fram
rautt skilriki, og nágrannarn-
ir leyfðu þeim að fara.
Þeir leiddu Gorlov að bíln-
um. Andlit hans var iila út-
leikið eftir misþyrmingarnar,
og föt hans voru í tætlum.
„Þokkalegar aðferðir, sem
þig beitið," sagði hann við þá,
sem leiddu hann. „Við erum
í leiðangri, og í leiðangri get-
um við gert allt sem okkur
sýnist.“
Solzhenitsyn sagði, að yfir-
maður hópsins, Ivanov höf-
uðsmaður, hefði farið með I
Goriov á næstu lögreglustöð,
þar sem Ivanov hefði verið
tekið með lotningu.
„Þá krafðist Ivanov þess,
að Gorlov skrifaði skýringu á
því, sem hafði gerzt. Þótt
Gorlov hefði orðið fyrir
óþyrmilegum barsmíðum,
skrifaði hann á blað um til-
gang ferðar sinnar og allar
kringumstæður. Að svo búnu
krafðist aðalræninginn þess,
að Gorlov undirritaði þag-
mælskuheit. Gorlov neitaði
þvi blákalt. Síðan héldu þeir
til Moskvu, og á leiðinni
staglaðist aðalræninginn á
eftirfarandi orðum og lét
Gorlov heyra þau aftur og
aftur: „Ef Solzhenitsyn kemst
að þvi, sem gerðist, er úti
um þig. Opinberum ferli þín-
um verður lokið (Gorlov hef-
ur tekið kandídatspróf í
tækni og vísindum, hefur
iagt fram doktorsritgerð og
starfar í Ríkistilraunastofnun
byggingaáætlana og tækni-
Framhald á bls. 21
Surnarbústaður Solzhenitsyns þar sem atbiirðiirinn gerðist.
Þetta er hvíldorstóilinn sem
er jafnt fyrir dömur og herra
Útborgun kr. 1000
o>g kr, 1000 á mánuði
SENDUM UM LAND ALLT
Vöruúrval á þrem hæðam
Opið til kl. 10
í kvöld
V
M
Vörumarkaðurinn hf.
J
ÁRMÚLA 1 A — SÍMI 84800 OG 81680.
STAKSTEIMAR
í*ögn uni ræðu
Sovétmannsins
Ekki verður hjá því komizt
að vekja enn einu sinni athygli
á þeim undarlegu vinnubrögð-
um, sem viðhöfð eru á stjórnar-
heimilinu, þegar að þvi kemur,
hvort skýrt skuli frá því, sem
fram kemur erlendis á hinum
ýmsu málum, er Island varða,
ekki sízt Iandhelgismálinu. Virð-
ist í þeim efnum boðorðið að-
eins eitt. Að hingað megi ekk-
ert vitnast um það, sem stjórn-
arherrunum er þóknanlegt í það
og það skiptið. Um annað eigi
þjóðin og megi ekkert vita.
Þannig ríkir nú grafarþögn í
Tímaniun og Þjóðviljanum um
ræðu fulltrúa Sovétrikjanna,, er
hann hélt á fundi hafsbotns-
nefndar Sameinuðu þjóðanna f
Genf sl. föstudag. Er þetta þvf
undarlegra sem ræða þessl
snertir svo mjög okkur fslenð-
inga og mesta lifshagsmunamál
okkar, landhelgismálið. En f
þessari ræðu komst fulltrúi
Sovétríkjanna m.a. svo að orðl,
að Sovétríkin skoruðu & fs-
lenzku rikisstjórnina að bverfa
frá slíkum aðgerðum sem þeim
að færa fiskveiðilögsögima út f
50 sjómílur fyrir 1. september
1972. ~ (
Jafnframt sagði sovézki fuH-
trúinn, að Sovétríkin viður-
kenndu ekki rétt neins rikis 10
að helga sér sérstaklega vfðarl
fiskveiðilögsögu en 12 milur og
að Sovétstjórnin harmaði ein-
hliða ákvarðanir í þessum efn-
iim, meðan verið væri að undir-
búa alþjóðlega hafréttarráð-
stefnu.
Loks reifaði Sovétmaðurinn
þá skoðim Rússa, að þeir vildu
setja sérstakar reglur til þess að
tryggja fiskveiðar smábáta
strandríkis fyrir utan 12 mílur.
Hélt hann því fram, að stór skip
væru aðallega byggð til þess að
veiða undan ströndum annarra
landa. Þess vegna væri nóg að
vernda litlu skipin.
„Að lýsa
sjálfum sér“
Eins og að ofan greinir er það
síður en svo, að það sé við Eng-
lendinga og Vestur-Þjóðverja
eina að eiga, þegar að því kem-
ur, að fiskveiðilögsagan verði
færð út, þótt svo kunni að virð-
ast, ef menn hefðu ekki annað
við að styðjast en upplýsingar
Þjóðviljans. En sem betur fer,
eru þeir orðnir næsta fáir hér á
landi og fer fækkandi, sem þang-
að sækja allan sinn fróðleik.
Koma þar og til góðar leiðbein-
ingar ritstjóranna, en þeir þreyt-
ast ekki á að upplýsa lesendur
sína um, að með skrifum sintun
séu þeir að lýsa sjálfum sér, —
og þá væntanlega með þögninni
einnig, — svo að engum þarf að
dyljast, hverjir þar halda á
penna.
Hitt er með ölhi óskiljanlegt,
að Framsóknarmenn hafi tekið
stjórnarsamstarfið við kommún-
ista svo alvarlega, að sama rit-
skoðunin sé nú upptekin á Tim-
anuni sem á Þjóðviljanum, þeg-
ar Sovétríkin eru annars vegar.
Verður þó í lengstu lög að halda
í þá skýringu, að það hafi með
einhverjum undarlegum hættl
gjörsamlega farið fram hjá þeim
Timamönnum, að fulltrúi Sovét-
ríkjanna hafi haldið ræðu &
fundi hafsbotnsnefndar Saniein-
uðu þjóðanna i Genf. Er þess að
vænta, að þeim séu hæg heima-
tökin að afla sér upplýsinga um,
hvað í þeirri ræðu var sagt. Nú,
en sé ekki i önnur hús að venda,
þá er að fletta upp í Morgun-
blaðinu og fá fréttirnar þaðan.
v
t