Morgunblaðið - 19.08.1971, Side 5
KtöRGUNBLAÐIÐ, KIMMTUDAGUR '19. ACíUK'J’ '19W
5
ALDARAFMÆLI
Þjóðvinafélagsins....
Til sölu — Til sölu
Einbýlishús í smíðum við SUNNUFLÖT múrhúðað og málað
utan, otnar fylgja.
Lóð með uppsteyptum sökklum. Teikningar á skrifstofunni.
Sýning á ritinn ■Þjóðviiuifólajfsins að Skálholtsstig 7.
HIÐ íslenzka þjóðvinafélag var
stofnað 19. ágúst 1871, og voru
Stöfnendur þess 17 þjóðkjörnir
alþingismenn. Félagsstofnunin
hafði átt sér nokkurn aðdrag-
cinda, fyrst á alþingi 1869 fyrir
forgöngu Tryggva Gunnarssonar
og síðar á sýslufundi Suður-
Þingeyinga 8. júni 1870, þar sem
„nokkrir heiðursmenn. . tóku sig
saman um að hvetja landsmenn
til að sýna í verkinu, að þeir
hefðu það þrek og samheldi að
vera sjálfstætt þjóðfélag og
vinna sér þau réttindi, sem þar
til krefðist að halda þeim."
Tilgangur félagsims var þannig
í upphafi stjórnmálalegur, og
fyrsti forseti þess var Jón
Sigurðsson. Félagið efndi t. a. m.
til þjóðfundar á Þingvöllum
1873, og sumarið 1874 stóð það
fyrir þjóðhátíð þeirri, er haldin
var í minningu þúsund ára
byggðar á íslandi.
Félagið sneri sér þó brátt jafn-
framt að útgáfu ýmissa rita, og
eru þar kunnust Andvari (1874-),
er leysti af hólmi Ný félagsrit
Jóns Sigurðssonar og félaga
hans (1841-’73), og Almanak
(1875-). Kjarni þess var íslands-
altnanak það, er Kaupmanna-
hafnarháskóli hafði gefið út allt
frá árinu 1837, en við það var
svo aukið ýmsu efni, er verið
gœti alþýðu manna til gagns og
fróðleiks.
Einstök rit, er félagið hefur
gefið út, voru framan af lang-
flest um hagnýt efni, til þess
ætluð að glæða áhuga á atvinnu-
og efnahagsmálum og hvers
konar framföi’um í þeim efnum.
Af þeim mörgu ritum, er Hið
islenzka þjóðvinafélag hefur gef-
ið út, skulu hér nokkur talin:
Mannkynssöguágrip eftir Pál
Melsteð, 1. og 2. hefti (1878-1879).
Dýravinurinn, alls 16 hefti
(1885-1916), Um frelsið eftirjohn
Stuart Mill í þýðingu Jóns Ölafs-
sonar (1886), Hvers vegna?
Vegna þess, eftir Henri de Par-
ville, 1.-3. hefti (1891-1893), Rétt-
arstaða Islands eftir Einar Arn-
órsson (1913), Hið íslenzka þjóð-
vinaféiag 1871 - 19. ágúst - 1921,
Stutt yfiriit eftir Pál Eggert Óla-
son (1921), Mannfræði eftir R. R.
Marett i þýðingu Guðmundar
Finnbogasonar (1924), Varnar-
ræða Sókratesar eftir Platon í
þýðingu Steingrims -Thorsteins-
sonar (1925), Jón Sigurðsson
eftir Pál Eggert Ólason I-V
(1929-1933), Býflugur eftir M.
Maeterlinck í þýðingu Boga Ól-
afssonar (1934), Sjáifstæði ís-
lands 1809 eftir Helga P. Briem
(1936), Örnefni í Vestmannaeyj-
um eftir Þorkel Jóhannesson
(1938), Bréf og ritgerðir Step-
hans G. Stephanssonar I-IV
(1938-1948), Konur á Sturiunga-
öld eftir Helga Hjörvar (1967).
Tryggvi Gunnarsson (1835-
1917) tók við af Jóni Sigurðs-
syni, er lézt 1879, og var for-
seti Þjóðvinafélagsins 1880-1911
og aftur 1914-1917. Hann annað-
ist í samfellt 30 ár ritstjórn
Aimanaksins og aftur þrjú ár
síðar. Hefur enginn maður unnið
félaginu slíkt gagn sem hann,
enda kom mönnum jafnan hann
i hug, þegar þeir heyrðu félags-
ins getið, þótt hér væri einungis
um eitt viðfangsefni þessa þjóð-
kunna athafnamanns að ræða.
Það er því ekki ófyrirsynju, að
póststjórnin gefur i tilefni aldar-
afmælis Þjóðvinaféiagsins út frí-
merki með mynd Tryggva Gunn-
arssonar auk frimerkis með
merki félagsins sjálfs.
Aðrir forsetar félagsins en
þeir Jón og Tryggvi hafa verið:
Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður
1912-1913, Benedikt Sveinsson al-
þingismaður 1918-1920, dr. Páli
Eggert Ólason 1921-1934, Pálmi
Hannesson rektor 1936-1939, Jón-
ás Jónsson alþingismaður 1940,
pogi Ólafsson yfirkennari 1941-
1956, Þorkell Jóhannesson há-
skólarektor 1958-1960, Ármann
Snævarr háskólarektor 1962-1967,
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður 1967 og síðan.
Auk hans eiga nú sæti í stjórn
félagsins þeir Bjarni Vilhjáims-
son þjóðskjalavörður varafor-
seti, Einar Laxness mennta-
skólakennari, Jónas Kristjánsson
forstöðumaður Handritastofnun-
ar Islands og dr. Þorsteinn Sæ-
mundsson, meðstjórnendur, en
Þorsteinn hefur verið ritstjóri
Almanaksins siðan 1964.
Árið 1940 var efnt til sam-
vinnu Hins íslenzka þjóðvinafé-
lags og Bókadeildar Menningar-
sjóðs um bókaútgáfu, og var þá
gert ráð fyrir, að félagið gæfi út
þrjár bækur á ári, en bókadeild-
in í forsjá Menntamálaráðs
fjórar. Reyndin hefur þó orðið
sú, að bókaútgáfan hefur færzt
að miklum mun á hendur
forráðamanna Menningarsjóðs,
enda hafa þeir haft mestöil fjár-
ráðin.
Árið 1959 var Andvari gerð-
ur að sameiginlegu máigagni
Hins islenzka þjóðvinafélags og
Menntamálaráðs, breytt um brot
og hann gefinn út í þremur heft-
um á ári. Ritstjórar skyldu vera
tveir, einn frá hvorum aðila. Ár-
ið 1968 var Andvara þó breytt
að nýju i ársrit.
Ritstjórar Andvara eru nú
Finnbogi Guðmundsson og Heigi
Sæmundsson.
Andvari 1971 verður tileinkað-
ur aldarafmæli Hins íslenzka
þjóðvinafélags. Verður þar rakin
saga félagsins síðari 50 árin,
1921-1971, en ennfremur birtar
ýmsar greinar um Jón Sigurðs-
son.
Þá er ákveðið, að út komi á
þessu ári á vegum Þjóðvinafé-
lagsins fyrsta bindi úrvals bréfa
til Stephans G. Stephanssonar.
Sýning á ritum Þjóðvinafé-
lagsins mun standa næstu daga
í húsakýnnum Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins
að Skálholtsstíg 7, og verður
sýningin opin á sömu tímum og
verzlun útgáfunnar, mánud. til
föstud. kl. 9-12 og 13-18, enn-
fremur laugardaginn 21. ágúst
kl. 14-19.
(Frétt frá stjórn Hins islenzka
þjóðvinafélags).
Nokkra lughenta menn
vantar nú þegar við framleiðslustörf
í verksmiðju vorri að Einholti 10.
Upplýsingar í síma 21220 á skrifstofutíma.
H.F. OFNASMIÐJAN.
Forstöðnkonustnðan við
leikskólann í Staðarborg
er laus til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu Sumar-
gjafar, Fornhaga 8, fyrir 29. þ.m.
STJÓRN SUMARGJAFAR.
Fasteignamiðstöðin Austurstrœti 12
SÍMAR 20424—14120 — HEIMA 85798—30008.
Ungur verkfræðingur
nýkominn frá námi óskar eftir að leigja
3ja—4ra herb. íbúð.
Upplýsingar í síma 36219 milli kl. 10 og 12.
Kæri félagi.
Hestamannatélagið
FÁKUR
Stjórn Fáks hefur ákveðið að innheimta upp í væntanlegan
fóðurkostnað kr 5000 á hest hjá þeim félögum sem ætla að
hafa hesta á fóðrum hjá félaginu í vetur.
Fjárhæð þessa ber að greiða á skrifstofu félagsins fyrir 1. októ-
ber n.k. og eiga básréttareigendur forgang til þess tfma, en
úr þvi má búast við að básrýmið verði leigt öðrum.
Þá mun félagið taka hesta í hagagöngu í haust eins og undan-
farin ár.
Einnig hefur félagiö til leigu sai til fundarhalda og einkasam-
kvæma. — Upplýsingar í síma 30178
STJÓRNIN.
POCKETBOOK
electron tubes
semk*»',ductors
integrated circuits
components
materials
1971
Um 1000 bls. — Verð kr. 100.—
Allar uppl. um lampa, transistora,
IC, mótstöður, þétta o. fl.
Heimilistæki sff.
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.