Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1971 11 Komið að heyskapar- lokum víðast hvar Mykju.nesi, 15. ágnist. SÍÐASTLIÐIN vika er tvímæla- laust sú bezta, er komið heíur á sumrinu. Skafheiður himinn dag eftir dag og hitinn komizt nœr 20 stigum um hádaginn. En hitabreytingar voru mikiar, því eina nótt fór hitinn jafnvel nið- ur fyrir frostmark. Heys'kapur hefur gengið mjög vel og er nú komið að heyskaparlokum víðast hvar. Annars var til tafar hér í uppsveitum á timabili, hve skúra seimt var. Gerði oft hellidemb- ur um hádaginn. Heyskapur er yfirleitt mjög mikill, einn sá mesti, sem hér hefur verið og eru það mikil viðbrigði eftir eymdina síðustu árin. Hefur far- ið saman mikill grasvöxtur ög góð nýting. Víða er nú þannig að þar sem heyhlöðurnar hafa ekki verið nema hálfar síðustu árin eða kannski rúmlega það, eru þær nú fylltar og stór upp- hlaðin hey úti að auki. Þannig eru oft fljót að skipast veður í lofti. Ekki er gott að segja nú um vænleika sauðfjárins í haust, en á að líta í fljótu bragði sýnist hann varla muni verða eins og I fyrra, þótt fé væri yfirleitt mjög vel framgengið I vor og gróður kæmi snemma og sumar- ið hafi verið eitt það bezta, sem komið hefur um langt skeið. Það er meira en ræktaða land- ið, sem hefur sprottið vel í sum- ar, því öll jörð er þakin miklu grasi. Fremur fátt fé er á fjalli að þessu sinni, en þó fleira en í fyrra. Þá var það mjög fátt vegna slæms árferðis, en trúlega verður fleira af lömbum í haust vegna hins mikla heymagns, sem nú er fyrir hendi. Svo virðist, sem færra sé um férðafólk hér um slóðir á leið í óbyggðimar en síðustu árin, eftir þvi sem maður sér svona álengdar. Ðemantar fyrir 48 millj. hverfa Herford, V-Þýzkalandi, 9. ágúst. — AP — Áður hefur þess verið getið, að miklar byggingaframkvæmd- ir standa yfir hér í sveit, þvi að 7 ibúðarhús eru í byggingu. Aft- ur á móti er ekki mikið um úti- húsabyggingar, en margháttaðar ræktunarframkvæmdir allmiklar, enda þörf bæði að auka ræktun- ina og halda við þvi sem eldra er. — M. G. UPPLÝST hefur verið af hálfu lögreglunnar í Herford 1 West- phalen að horfið hafi demantar að verðmæti um 48 milljónir ísl. króna. Demantarnir voru sendir sam- kvæmt pöntun frá belgísku gim- steinafyrirtæki í Amsterdam til vestur-þýzks fyrirtækis, sem reyndist ekki til, þegar farið var að athuga máliði Milligöngu hafði ótilgreindur hollenzkur banki. Póststofa í Herford hafði fengið pakkann sendan og end- ursendi hann, þegar enginn kom að vitja hans. Þegar pakkinn var svo opnaður í Amsterdam voru demantarnir horfnir. Málið er í höndum vestur-þýzku lög- reglunnar. Selfossbúar Þar sem gerðar hafa verið tvær breytingar á tillögu að aðal- Skipulagi fyrir Selfoss, verður tillagan í núverandi mynd til sýnis á skrifstofu Selfosshrepps, naestu 6 vikur. Hér með er auglýst eftir athugasemdum við tillöguna svofelda og þurfa þær að hafa borizt til hreppsnefndar Selfosshrepps í síðasta lagi 27. september 1971. Athygli er vakin á þvi að fyrri athugasemdir eru úr gildi fallnar og verða að endumýjast ef hlutaðeigendur óska þess. Selfossi 16. ágúst 1971. Sveitarstjóri Selfosshrepps. N auðungaruppboð Eftirtaldir lausafjérmunir verða seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður í dómsal embættisins, Vatnsnesvegi 33, í dag, 19. ágúst kl. 14. NORD MENDE sjónvarpstæki og ATLAS ísskápur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Keflavik. ÚTSALA - - - ÚTSALA Útsölunni lýkur á laugardag. — Kvenbuxur kr. 500,00 fást ennþá. ELÍZUBÚÐIN Laugavegi 83 Piltur og stúlka óskast til afgreiðslustarfa. KJÖTBÚÐ VESTURBÆJÆR. LÓUBÚÐ ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á FÖSTUDAG. Kjólaéfni, buxnaefni og allskonar fatnaður með miklum afslætti. Sími LÓUBÚÐ 30455 Starmýri 2. Fró Vélskóla íslnnds Inntökupróf í 2. stig verður miðvikudaginn 1. sept. kl. 9,30. Innritun fer fram dagana 2, og 3. sept. Þeir sem hafa sótt um skólavist, þurfa að mæta til innritunar eða láta mæta fyrir sig eða hringja í sima 23766. SKÓLASTJÓRI. Byggingnmeistarar ■ trésmiðir Tilboð óskast í smíðaáhöld og ýmsar byggingarvörur úr dánarbúi trósmiðs. Hér er m.a. um að ræða hefilbekk, rafknú- inn bor, hefil, sög og siípivél. Þá eru sagir, heflar, hamrar, sporjám, snittáhöld, steypujárnklippur ög skrúflyklar Einnig nokkurt magn lama, skráa, skrúfa og nagla. Vörumar eru til sýnis n.k. fimmtudag og föstudag kl. 20—22 að Grettisgötu 35. Atvinna óskast Mig vantar vinnu í haust. Margskonar störf koma til greina. Hef lokið kandidatsprófi lögfræði frá Háskóla Jslands og fengið þó nokkra reynslu í blaðamennsku og svofitla í félags- málastörfum. — Hringið eða skrifið. IVAR H. JÓNSSON, Frostaskjóli 9, — sími 17263. Fró Styrktorfélagi vangefinna Fyrri hluta næsta vetrar tekur væntanlega til starfa nýtt dag- heimili á vegum styrktarfélagsins Bjarkarás við Sjörnugróf l Rvk. Heimilið er einkum ætlað vangefnum einstaklingum, 12 ára og eldri sem geta notfært sér kennslu og vinnuþjélfun. Umsækjendur verða samkvæmt lögum um fávitastofnanir að gangast undir rannsókn á aðalhæli rlkisins i Kópavogi áður en þeir fá vist á dagheimilinu. Umsóknir sendist til skrifstofu styrktarféíags vangefinna, fyrir 1. september nk. Hafnarf jörður Til sölu járnvarið timburhús í ágætu ástandi á mjög fafíegum stað við Lækjargötu, bakhús sem er við Hamarinn. Stór óg falleg lóð. 2 herb. og eldhús á aðalhæð, stórt herb., baðherb. og geymsla á rishæð. Kjallari undir öllu húsinu. Skipti koma til greina á góðri 2ja herb. íbúð. Arni guimimlaugssoim, hrl., Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764. Skrifstoftistiilka Skrifstofustúlka með Verzlunarskólamenntun eða hhðstæðe menntun óskast til almennra skrifstofustarfa. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „7782".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.