Morgunblaðið - 19.08.1971, Qupperneq 13
MORGUNBLA3ÐIÐ, KIMMTUDAGl.’R 19. ÁGUST 1971
13
Sextugur;
Erlingur Þorsteins
son, læknir
ÞÓTT ég sé ekki vel fær til
skrifa þessa dagana, langar mig
til að senda vini mímjxn, Erlingi
Þorsteinssyni, stutta afmæiis-
kveðju. Kynni mín af honum og
fjölskyldu hans eru orðin löng ag
öll á einn veg. Ég minnist
margra hugljúfra stunda á heimil
um þeirra systkina, Erlings og
Svanhildar og móður þeirra Guð
rúnar, með venzlafóiki og vin-
um. Og það er ekki hvað sÍ2it
þegar að syrtir í lífi okkar sem
þakkimar vakna til þeirira, er
ávallt hafa reynzt vinlr bæði í
gleði og raunum. Þannig hefur
Erlingur Þorsteinsson ætíð
reynzt mér, og síðast nú um sinn,
eir hann vissi að ég þurfti á vim
airstyrk að halda.
Samskipti okkar Erlings hafa
verið margþætt. Vegna starfs okk
ar beggja hefur fundum oft bor
ið saman um áratugi. Við höfum
unnið saman að félagsmálum, far
ið veiðiferðir og tekið þátt í ým
iss konar gleði með góðum kunn
iingjum. Um allt þetta á ég minn
ingar, sem mér eru kærar.
Á þessum merku tímamótum
óska ég vini mínum allra heilla
og langra lífdaga. Ég sendi einnig
hinni ágætu konu hans, Þórdísi,
og börnum þeirra innilegar ham
ingjuóskir.
í Hávamálum segir svo:
Veizt, ef þú vin átt
þanns vel trúir
og vill þú af honum gótt geta,
geði skalt við þann
ok gjöfum skipta
fara at finna opt.
Þessu heilræði mun ég hlíta
meðan báðum endast dagar.
Víglundur Möller,
í DAG er sextugur einn af þekkt
ustu læknum höfuðborgarinnar,
Erlingur Þorsteinsson, háls-, nef-
og eyrnalæknir.
Það er þó ekki að sjá á útliti
hans, því að hann ber aldurinn
vel, grannur og spengilegur eins
og ungur maður, en í kirkjubók
unum stendur að hann sé fædd-
ur 19. ágúst 1911.
Erlingur er af góðu bergi brot
inn. Hann er sonur Þorsteins Er-
lingssonar, skálds og Guðrúnar
Jónsdóttur Erlings.
Þorstein þarf ekki að kynna,
svo kunnur er hann öllum ísilend
ingum, sem komnir eru til vits og
ára.
Þorsteinn var fæddur að Stóru-
Mörk undir Eyjafjöllum 27. sept.
1858, en ólst upp í Hlíðarenda-
koti í Fljótshlíð.
Þorsteinn var skyldur Tómasi
Sæmundssynl, Magnúsi lands-
höfðingja, Stephensen og meðal
náfrænda hans var séra Páll Jóns
son, sem kallaður var Páll skáldi
vegna hagmælsku sinnar, svo að
Þorsteini hefur kippt í kynið,
Þorsteinn andaðist 1914, en Er
lingur var þá aðeins 3ja ára að
aldri.
Móðir Erlings var Guðrún Jóns
dóttir Erlings, landskunn kona.
Þorsteinn kynntist henni fyrst
á bænum Tungufel'li í Hruha-
maranahreppi árið 1895.
Var hún þá 17 ára að aldri,
bráðfalleg, tilfinninganæm og ó-
venjulega ljóðelsk. Hún var
fædd 1878 að Kotlaugum í Hruna
mannahreppi.
Með Þorsteini og Guðrúnu tók
ust góðar ástir, en Guðrún var
meira en góð ástmær, hún var
gáfuð og sköruleg húsfreyja, list
feng að eðlisfari og léku kven-
legar iðnir í höndum hennar.
Fékkst hún síðar við hannyrða
kennslu m.a. við Kennaraiskóla ís
lands.
Þorsteinn kvað margan ástar
óðinn til Guðrúnar sinmar, en síð
aista vísan er hann orti tii hennar
og fjölskyldunnar er svona:
„Allitaf finnsf mér ferðin kát,
og fært á öllum stöðum
meðan við höldum heilum bát
og hópnum okkar glöðum.“
Eftirfarandi vísa frá skáldinu
Stephan G. Stephanssyni, sem
Skrifuð var í vísnabók Guðrúnar
árið 1917 sýnir, að hann kunni
að meta þátt hennar i hamingju
Þorstieins, en vísan hljóðar þann
ig:
„Helzt það gleður, Guðrún mín,
geðið ama-þrungið:
Einn hefur, veit ég, vegna þín
vonum lengur sungið.“
Guðrún andaðist 1960 í Reykja,
vík.
Ég kynntist Erliragi fyrst við
inntökupróf í Menntaskólann í
Reykjavík árið 1925.
Hann dró strax að sér athygli
mína, því að hann var óvenju-
lega vel af guði gerður og á þvi
móður náttúru margt að þakka.
Var hann áberandi laglegur pilt
ur og gæddur góðum gáfum, enda
kom í Ijós við nánari kynni, að
haran hafði til brurans að bera
marga þá eiginleika, sem gera
lífið þess vert að lifa þvL
Við urðum svo bekkjarbræður
í Menntaskólanum og vorum það
öll Menntaskólaárin.
Síðustu 3 vefurna þar, lásum
við saman og einmitt heima hjá
honum í Þingholtsstræti 33.
Erlingur öðlaðist sæmma fast
mótaða skapgerð og viljastyrk.
Haran myndaði sér og fljótt á-
kveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og fter ekki í launkofa
með þær við hvern sem í hlut á.
Erlingur er mjög trygglyndur
og orðheldinn eins og fjölmargir
vinir hans þekkja. Hann var móð
ur sinni mjög umhyggjusamur og
góður er hún gerðist öldruð og
lasburða.
Ég get ekki stillt mig um er ég
minnist á Guðrúnu J. Erlings, að
minraast þess, að hún reyndist
mér óreyndum og óframfærnum
skólapilti sem bezta móðir þann
tíma, sem ég las með Erlingi. —
Hún var frj álslynd í bezta lagi, og
gat hún vel sett sig inn í hugar-
far okkar skólapiltanna, enda
var á heimili hennair oft æði gest
kvæmt. Þar á meðal margir skóia
piltar og fjöldi menntamanna.
Hún hafði búið manni sínum
og börnum yndislegt heimili í
eigin húsi og man ég það sér-
staklega, að allt var í skrifstof-
imni eins og Þorsteiran hafði skil
ið við það, hver hlutur á síraum
stað á skrifborðinu hans og jafn
vel stafurinn hans, þar sem hann
geymdi hann á meðan hann lifði.
Allt var helgað minningu hans.
Þorsteini mun hafa þótt sér-
staklega koma til heimilis síns,
konunnar og barnarana Erlings
og Svarahildar, sem voru hvort
öðru efnilegra.
Sagt er mér, að þau Guðrún
og Þorsteinn hafi verið sérstak-
lega samhenit um smátt og stórt,
hvort sem það var að fagna gest
um, hlynna að þeim, siem bágt
áttu eða að hæna snjótittlingana
að húsi sínu á veturraa.
Guðrún stofnaði Sólskríkjusjóð
inn og afhenti hann Dýiravernd
unarfélaginu í minningu Þor-
steins.
Tilgangur sjóðsins er að afla
fóðurs handa smáfuglunum til að
gefa þeim í vetrarhörkum.
Eftir lát Guðrúna,r hefur Er-
lingur veitt sjóðnum forstöðu.
Guðrún unni blómum mjög,
enda bar garður hennar af öðr-
um og var hún öllum stundum á
sumrin að hlúa að blómunum sín
um.
Hún var því sanrakölluð blóma
drottnirag.
Ég hef orðið nokkuð langorð-
ur um þetta, en mér féll illa hve
lítið var skrifað um Guðrúnu við
andlát heranar og átti hún þó
sannarlega annað skilið, því að
margt merkra manraa hafði sam
band við heimili hennar, einnig
eftir að Þorsteinn andaðist.
Hún tók mikinra þátt í félags-
málum kvenraa og unni góðum
bókmenntum og listum og vann
hvoru tveggja það sem hún gait.
Það sem sagt hefur verið hér
að framan lýsir nokkuð í hvem
ig umhverfi Erlingur var uppal-
inn og hlýtur slikt að hafa varara
leg áhrif á þann, sem þess nýtur.
Erlingur hefur líka sýnt það,
að hann hefur tekið í arf marga
beztu eðliskosti foreldra sinraa,
raema ef vera skyldi skáldskapar
gáfuna.
Hann er þc orðhagur vel í ó-
bundnu máli, snjail ræðumaður
og hrókur ailr fagnaðar á góðra
vina fundum.
Hann getur og verið glettinn og
hefur næmt skopskyn.
Erlingur er eins og allir vita,
sem þekkja hann, höfðingi heim
að sækja, og hefur unun af því
að taka á móti gestum eins og
sagt va,r um foreldra hans.
Hann hefur og tekið upp merk
ið við fráfall foreldra sinna að
hugsa um þá smæstu, smáfugl-
ana, enda má á vetuma í srajó-
þyngslum sjá breiður af þeim,
bæði fyrir framara lækningaistofu
hans og í garðinum heima hjá
honum.
Lýsir þetta manninum vel og
munu fleiri en snjótittlingar njóta
góðs af þessum eiginleika hans.
Erlingur reyndist eins og áður
hefur komið fram ágætur náms
maður, hlaut góða fyrstu eink-
unn bæði á gagnfræðaprófi og
stúdentsprófi, sem hann tók 1931.
Hann lagði stund á læknis-
fræði og lauk embættisprófi frá
Háskóla íslands einnig með góðri
1. eirakunn 1937.
Sigldi hann þvi næst til Ðan
merkur til frekara náms.
Gerðist hann sérfræðingur í
háls-, nef- og eymalækningum.
Hann starfaði á mörgum
sjúkrahúsum i sérg.rein sinni í
Danmörku undir handleiðslu
góðra yfirlækna.
Síðari heimsstyrjaldarárin urðu
námstímabil hans í Danmörku,
en Þjóðverjar hernámu hana
eiras og kunnugt er og skapaði
það ýms óþægindi fyrir náms-
menn eiras og aðra.
Erlingur kom heim með E.s.
Esju í júní 1945.
Hann öðlaðist almennt lækn-
ingaleyfi 1938, en viðurkenniragu
sem sérfræðingur 1945.
Erlingur h'efur fylgzt mjög vel
með nýjungum í sérgrein sinni
eiras og síðar verður vikið að og
sótt mörg læknaþing eriendis.
Þá hefur hann ritað ýmsar
greinar í Læknablaðið og erlerad
læknarit, svo og flutt fyrirlestra
um læknir.gar I sérgrein sinni.
Árið 1960 fór Erlingur til
Bandaríkjanna til að kynna sér
nýtízku aðgerðir til þess að bæta
heyrn manna.
Síðan hefur hann framkvæmt
slíkar aðgerðir hér heima á
fjölda sjúklinga og þótt takast
vel.
Hann er því brautryðjandi á
þessu sviði hér á laradi.
Til þess að fylgjast með fram
förum, sem orðið hafa í þessum
aðgerðum hefur hann farið nokkr
um siranum utan á þessum 10 ár
um, sem liðin eru síðan hann fór
í fyrstu námsförina.
Árið 1962 varan Erliragur að
því að koma á fót heyrnardeild
við Heilsuverndarstöð Reykjavík
ur með tækjum, sem Zontaklúbb
ur Reykjavíkur gaf.
Hefur hann verið læknir deild
arinnar síðan og er enn.
Erlingur hefur í frístundum síra
um fengizt talsvert við kvik-
myndatöku.
Á hann mjög fagurt kvikmynda
safn af náttúru íslands frá ferða
lögum sinum um landið og lax-
veiðum, því að hann er ágætur
laxveiðimaður.
Haran stundar sundíþróttina
talsvert og höfum við fylgzt að
í sundlaugar borgarinnar.
Erlingur hefur átt frumkvæði
að árlegum skemmtifundum okk
ar bekkjarbræðranna úr Menrata
.skólanum og tekið þar jafnframt
kvikmyndir.
Er þetta orðið hið merkilegasta
safn, þvi að fundirnir eru nú orðn
ir margir.
Erlingur er kvæntur Þórdísi
Toddu hjúkrunarkonu Guðmunds
dóttur Þorvaldssonar, bónda að
Bíldsfelli í Grafniragi.
Þau eiga tvö mannvænleg börn
Þorstein f. 1962 og Guðrúnu Krist
ínu f. 1966.
Þórdís hefur búið marani sin-
um og börnum einkar smekklegt
heimili. Móðir Þórdisar, Kristín
Jósefsdóttir dvelur á heimili
þeirra hjóraa og eru bömin mjög
hænd að henni, enda er hún þeim
góð amma.
Fyrri kona Erlings var Hulda
Davíðsson, dóttir Ólafs Daviðs-
sonar, fyrrv. kaupmanns í Hafn-
arfirði.
Dóttir þeirra Huldu og Erlirags
er Ásthildur Erna f. 1938.
Hún er stúdent, með kennara
prófi í dönsku frá Háslkóla ís-
lands (BA-prófi). Stundar hún nú
framhaldsnám við kennaraskóla
í Kaupmanraahöfn. Maður henn-
ar er Jónas verkfræðiragur Elias
son.
í skírnarsálmi Erlings, er fað
ir hans orti til hans segir:
„Við ættjörð sé hugur og heiti
þitt fest.
Og hamingja er til þess að
vinna,
hún geymi það meðal þess gulls,
sem er bezt,
glæstustu nafnarana sinna.
Þvi heimkynnis lotning með
hjörtunum slær,
en heimsfrægð er köld, hversu
vítt sem hún nær.
Erlingur er góður fslendingur,
sem anra laradi sínu og þjóð.
Hann tjáði mér eitt sinn, að sér
hefði boðizt að gerast félaigi sér-
fræðings í sinni grein, sem hafði
stóran praxis í Danmörku og að
setjast þar að.
Þetta tilboð afþakkaði Erling-
ur, því að hann gat ekki hugsað
sér að starfa annars staðar en á
ættjörð sinni.
Hann hefur ferðazt mikið um
landið og kann vel við sig í
tæru fjallalofti eða við góða lax
veiðiá.
Erlingur kiknar því ekki undir
þessari lögeggjan föður síns.
í skírnarsálminum segir enn-
fremur:
,,Þó þætti okkur vænst, að þú
ættir þann auð,
sem ekki er með fémunum
talinn:
Þá blessun, sem hlýzt fyrir
hjálpsemi í nauð
við hræddan og fóttroðinn
valinn.
Þótt greiðinn sé lítill, þá getur
hann nægt,
og gleður oft meir en það verk,
sem er frægt.“
Hjálpsemi í nauð hefur Erling
ur svo sannarlega veitt, bæði í
læknisstarfi sínu og í samskipt-
um sinum við hina smáu.
Sem nábúi hans og náiran vín
ar uin áraraðir hefi ég haft góða
aðstöðu til að fylgjast með þessu.
Siðustu ljóðlinur skírnarsálms
ins eru svona:
„Hann faðir þinn leiðir þig
líklega skammt,
era iánist sá arfur þá stendurðu
samt.“
Við félagar Erlings, og skóla-
bræður vitum að þessi arfur hef
ur lánazt og vonumst til þess að
hann eigi langa lífdaga framund
an við góða heilsu, landi sínu og
þjóð til sóma.
Ég tel það gæfu fyrir mig að
hafa kynnzt Erlingi og eignazt
viraáttu hans.
Að lokum óska ég sem gamall
skólabróðir og vinur afmælis-
barnsins og fjölskyldu hans því
innilega til hamingju með hin
merku tímamót í ævi þess.
Þormóður Ögmundsson.
í DAG langar miig að senda
hlýjar afmæliskveðjur til fjöl-
skyldunraar í Barmiahlíð 3 í til-
efni af því, að heimilisfaðirinn
fyllir sjötta tugiran. Við hjónin
áttum því láni að fagnia að kynn-
ast Erlingi Þorsteinssyni lækni
og konu haras Þórdísi Guðmunds-
dóttur. Hittum við þar fyrir
fólk, sem hefur til að bera eim-
læga og fölskvalausa vináttu,
fólk sem gott er að þekkja á
öllum stundum.
Heimili þeirra er smekklegt og
gestrisni í hávegum höfð. Ekki
hef ég séð svo fagurlega búin
borð, en þau er frú Þórdís býr
fyrir mann sinm er hann fagnar
gestum, þau hjón eru víðförul
og á ferðalögum síraum hafa þau
eignazt marga fagra muni.
Elkki ætlaði ég þó að skrifa
iim hina forgengilegu ytri um-
gjörð, heldur hina óforgengilegu
irarari góðvild. Erliragur er göfug-
ur maður og vill hvers manns
vanda leysa. Kímnigáfa hana
gerir návist haras uppörvandi, og
birtan og heiðríkjan yfir syip
hans hefir ekki frá honum vikið
frá því að ég man eftir honum
yngri manni, þrátt fyriir erilsam-
ara starfsdag í okkar þjóðfélagi.
Við afmælisbarnið vil ég segja:
Hafðu alúðarþökk
fyrir alla þá tryggð
er þín ættgöfgi
knýr þig að bera.
Eitt er að sýraast
anraað að sjást
en stærst er að vera.
Frænka.
ÞAÐ var í marz 1953, sem Gull-
foss lagði upp í skemmtisigliragu
til Miðjarðarhafsins. Um borð í
sKipinu mættum við hjónin Er-
lingi Þorsteinssyni lækni og
konu hans, sem við að vísu höfð-
um kynrazt lítið eitt áður, og
urðum við nánir samferðamenn
alla þessa ferð, og alla tíð síðan
hefur Erlingur Þorsteinsson
verið. náinn samferðamaður okk-
ar hjóna.
Þótt ég miranist Erlings Þor-
steirassonar með örfáum orðum í
blaði, þegar hann er sextugur,
þá verður það ekki til þess að
rekja feril hans, upphaf og störf.
VLssulega ætti einhver að gera
Framh. á bls. 24
Gröfumenn
Óskum að ráða vana gröfumenn.
TURN H/F.,
Suðurlandsbraut 10, sími 33830.
Pressarar
Saumastofan Faco vill ráða pressara
nú þegar eða sem fyrst.
Fatagerð Ara & Co.,
Brautarholti 4.
------------------------e-------1