Morgunblaðið - 03.09.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTTJDA GUR 3. SE'PTFMBUR 1971
IVI-I - ■ I >*i r.Utii ? ; i-Mm A i iTv: n ~.M
Vítaverð
misnotkun
Ríkisútvarpsins
Frá stofnun Ríkisútvarpsins hef-
ur hlutleysi í fréttaflutningi og
frásögn allri verið sá grundvöll-
ur, sem rekstur þess og starfsemi
hafa byggzt á. Starfsmenn þess
hafa lagt sig fram um að vera
þessari hugsjón trúir og yfirleitt
kostað kapps um að rata hinn
gullna meðalveg í því efni, þótt
það sé einatt erfitt og stundum ef
ti’l viM ógenlegt, svo öllum líki.
Hitt er fátitt i sögu Ríkisútvarps-
ins og kannski finnst þess ekkert
dæmi fyrr en nú, að starfsmað-
ur þess hafi beinlínis og að yfir-
lögðu ráði, að því er séð verður,
misnotað aðstöðu sína með þeim
hætti, að stórvítavert verður að
kallast.
En það verður að segja hverja
Sögu eins og hún gengur.
Einn af starfsmönnum Ríkis-
útvarpsins fór í framboð fyrir
Alþýðubandalagið í síðustu al-
þingiskosníngum L Norðurlands-
kjördæmi eystra. Að vísu náði
hatin ekki kjörí, en er 1. vara-
þangmaður landskjörinna þing-
manna flokks sins og hefur lýst
þvi vfir, að hánn fnuni Tækja
störf sín sem slíkur. 1 samræmi
við þá afstöðu mætti- hann á
fundi á Kóþaskeri • hæstliðinn
mánudag, en þangað var honum
böðið sem váraþingmanni kjör-
dæmisins og fuíltrúa flokks síns.
Við komu hans lýstu fundarboð-
éndur því ýfir, að hann væri
sérstakur umboðsfriáöut Lúð-
vílks Jósepssonar viðskiþtaráð-
herra, en samgönguráðherra
og fjáfmálaráðherra voru báð-
ir mættir á fundinum fyrir
hönd ríkisstjórnarinnár. Vara-
þingmanninum þótti þessi kynn-
ing fundarboðenda ekki nægileg,
heldur upplýsti fundarmenn um,
að hann tæki við skilaboðum til
Lúðvíks, sem því miður gæti ekki
mætt. Hann var eftir í Reykja-
vik „til þess að ákveða nýtt
gengi á krónunni", eins og vara-
þingmaðurinn komst að orði. Og
hafi einhver enn verið í vafa
um, á hvers vegum maðurinn
mætti á fundi þessum, tók hann
af öll tvímæli í upphafi ræðu
sinnar. Þá kvaðst hann mundu
nota tvöfaldan ræðutima, þar
sem hann væri einn mættur Al-
þýðubandalagsmanna, og gerði
það svikalaust.
Er suður til Reykjavíkur kem-
ur, bregður svo maðurinn sér í
gervi hins hlutlausa fréttamanns
og skýrir frá því i sérstökum
dagskrárlið, hvernig útvarps-
manninum hafi komið þessi
fundur fyrir sjónir og málflutn-
ingur þeirra manna, sem þar
tóku til máls. Dagskrárliður
þessi bar nafnið „Norðan af
hjara, frásögri af fundi Nörður-
Þingeyinga á Kópaskeri, Stefán
Jónsson segir frá“. Ræðan var
flutt á eftir kvöldfréttum sl. mið-
vikudag kl. 19.35.
HVAÐ GERIR ÚTVARPSRÁÐ?
i Eins og fyrr segir er enginn
vafi á, að hér er um svo víta-
verða misnotkun á aðstöðu sinni
sem starfsmaður Ríkisútvarpsins
að ræða, að þess finnst senni-
lega ekkert dæmi í allri sögu
þess á fjórum áratugum. Það
verður þvi áreiðanlega tekið eft-
ir þvi, hver viðbrögð Útvarpsráðs
verða, hvort það lætur þennan
starfsmann sinn og 1. varaþing-
mann landskjörinna þingmanna
Alþýðubandalagsins enn leika
lausum hala eða setur honum
strangar starfsreglur, eins og
hann hefur unnið til.
Enn meira sláandi verður þessi
framkoma útvarpsmannsins, þar
sem dæmi hins gagnstæða er öll-
um kunnugt. Við siðustu borg-
arstjórnarkosningar í Reykjavík
tók einn af fréttamönnum sjón-
varpsins eitt af aðalsætum á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Samtímis lýsti hann því yf-
ir, að hann hætti störfum sem
fréttamaður hjá sjónvarpinu, þar
sem hann taldi, að svo opinber
afskipti af stjómmálum sam-
rýmdust ekki hlutleysisstefnu
Ríkisútvarpsins. Öllum þótti
þessi afstaða sjónvarpsmannsins
sjálfsögð og engin fórn af hans
hálfu. Sem starfsmaður hins
hlutlausa ríkisútvarps taldi
hann, að opinber afskipti sín áf
stjórnmálúm gerðu sér ókleift að
rækja skyldur hins hlutlausa
fréttamanns.
FRUMKVÆÐI HEIMAMANNA
Með því, sem hér hefur verið
sagt, er engan veginn gefið i
skyn, að fyrrnefndur fundur á
Kópaskeri hafi ekki verið frá-
sagnar verður. Þvert á móti var
hann svo undirbúinn pg til hans
stofnað á þann veg, að ætla verð-
ur að Norður-Þingeyingum komi
að gagni. Að minnsta kosti var
svo að dómi heiniaimanma, en
sams konar fundur var haldinn
að frumkvæði Norður-Þingey-
inga 1964 og þingmönnum og
ráðherrum boðið sem nú. Þá sem
nú reifuðu heimamenn mál þau,
er efst voru á baugi og mesta
þýðingu höfðu fyrir byggðarlög-
in með þeim hætti, að hafið var
yfir stjórnmálaerjur.
Þegar á þetta er litið, er vissu-
lega sorglegt, að svo gott tilefni
skuli draga mórauðan dilk á eft-
ir sér. En fram hjá því verður
ekki komizt. Og eftir þvi verður
tekið, — það er vissulega próf-
steinn á það, hvernig Rikisút-
varpið hyggst rækja hlutleysis-
skyldu sína undir vinstri stjórn,
hver viðbrögð þess verða nú við
hinni ögrandi framkomu starfs-
manns síns og varaþingmanns
Alþýðubandalagsins.
Halldór Blöndal.
Með 105 tonn
Eskifirði, 2. september.
SKUTTOGARINN HólmaUndur
kom hingað i gærmorgun með
105 tonn af heimamiðium og þá
voru rétt 6 dagar liðnir frá þvi
hann landaði hér siðast, 110 tonn-
um. — Mákil vinna er nú í bæn-
uim og unnið fram á kvöld i
frystiihúsinu.
— Gunnar.
Aðsioðarlœknar
Við handlækningadeild Landspítalans eru lausar til umsóknar
tvær stöður aðstoðarlækna. Stöðurnar veitast frá 15. október
n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur
og stjórnamefndar ríkisspítalanna.
Umsóknir með gpplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf
sendist stjórnamefnd ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5 fyrir 2. októ-
ber n.k.
Reykjavtk, 2. september 1971
SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA.
Plöturnar fdst hjd okkur
Ameriskur vatnsþolinn prófilkrossviður til utanhússnota.
PLÖTURIMAR FAST HJA OKKUR.
TIMBURVERZLUN
ARNA JÓNSSONAR & CO. H.F.
Kópavogsbúar
Séra Lárus Halldórsson gegnir prestsþjónustu í Kópavogi —
báðum prestaköllum frá og með 1. september og þar til annað
verður ákveðið.
Viðtalstimi í Kópavogskirkju kl. 6—7 síðdegis, alla virka daga
nema laugardaga. Sími 41898, heimasími 4151 ð.
Sóknarnefnd Digranesprestakatls.
Sóknamefnd Kársnesprestakalls.
Tilboð óskast í
Flutning skólnburnu
á skólasvæði Varmalandsskóla í Borgarfirði, næsta skólaár.
Um er að ræða:
1. daglegan akstur
2. vikulega flutninga heimavistarnemenda.
Útboðslýsing og tilboðseyðublöð eru afhent hjá skólastjóran-
um á Varmalanda og í afgreiðslu bifreiðarstöðvar K.B. í
Borgarnesi.
Tilboðum skal skila á skrifstofu skólans fyrir 15. septem-
ber 1971.
SKÓLANEFND.
ÚTSALA
Seljum næstu daga með miklum afslætti.
SUMAR- OG SAMKVÆMISSTÍGVÉL.
Til sölu
Commer sendiferðábifreið árgerð 1966 verður tH sýnis við
vöruafgreiðslu vora að Sundagörðum 4.
EGGERT KRISTJANSSON & CO. H.F.
Saumakona
vön gluggatjaldasaumi óskast.
Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist Mbl.
merkt: „Saumakona — 5816" fyrir 7. þ. m.
Mutreiðslukonu óskust
til starfa í veitingahúsi hér í borg.
Vinnutími frá kl. 8 — 13 eða eftir samkomulagi
5 daga vikunnar.
Tilboð sendist blaðinu merkt: „Strax — 5814"(
Verkstjórar
Ungur maður óskast sem verkstjóri við léttan iðnað i ná-
grenni Reykjavíkur. Nokkur starfsreynsla æskileg.
Tilboð sendist blaðinu merkt: „Vérkstjóri 1971 — 5815" fyrír
n.k. miðvikudag.
Nauðungaruppboð
*
Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavikur verða vélar og tæki ,
Hverfisbakarís, eign þrb. Sigurðar S. Jónssonar, seld á opin-
beru uppboði að Kleppsvegi 152, Iaugardag 4. sept. n.k.
kl. 13,30. Verður fyrst reynd sala véla og tækja i heild, en
fáist ekki viðhlítandi boð þartnig, verða munirnir seldír hver :.
i sinu lagi. — Greiðsla við hamarshögg.
Upplýsingar um uppboðsmuni gefur Unnsteinn Beck skipta-
ráðandi.
_______________ Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Frú Tónlisturskólnnum
í Reykjuvík
Tónlistarskólinn í Reykjavík tekur til starfa 1. október.
Umsóknarfrestur er til 15. september og eru umsóknareyðu-
blöð afhent í Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg Vitastíg 10.
Nýr flokkur: Söngkennaradeild, byrjar í haust og er námstimi
3 vetur. Nánari upplýsingar um námið og inntökuskilyrði verða
veitt i skrifstofu skólans miili kl. 11 og 12.
Inntökupróf verða sem hér segir:
í söngkennaradeild fimmtudaginn 23. september kl. 4 siðd.
í aðrar deildir skólans föstudaginn 24. september kl. 4 síðd.
SKÓLASTJÓRI.
Keramik
VEGGFLÍSAR
Stærðir: 7V2xl5, 11x11, 15x15.
Mosaik flísar
Stærð: 27x27.
LITAVER
GltfNStóVEGI 22-24
M: 30230-3226?