Morgunblaðið - 05.09.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1971, Blaðsíða 17
Saga Björns Kristjánssonar 1 Lesbók - Morgunbl&ðsms Ibirtist nú saga Björns Krist- jtánssonar eins merkasta at- haifna- og s t'j ó r n miálama n n s 'landsins. Ættu sem flestir, ekki sizt hinir yngri, að lesa þessa þætti, þvi að þeir eru vissulega lærdómsrikir. Morgunblaðinu er það mikill fengur að hafa feng- ið þessa sögu tii birtingar. Lif Bjöms Kristjlánssonar var samfelld barátta. Hann hugðist helga sig tónlist, en komst að raun um, að ekki var unnt að lifa af henni. Hann sneri sér að atvinnurekstri og tók jafnframt þátt í stjórnmál- <um. Andistæðingar hans öfund iuðu hsmn af atgervinu og dugn- aðinum. Hann hafði hafizt uipp úr sár-ustu fátækt til vegs og virðimgar, og sfika frekju eiga íslendingar erfitt með að um- bera. En hvað sem því líður er vonandi, að mörgum æskuimann tnum verði lestur þessara þáitta hvatnimg til að eimbeita kröfit- -um sínum að ákveðnum mark- miðum í þágu lands og lýðs, hvort heldur er á sviði listarinn ar eða athafnalíifsins. Hvað er framundan? Flest verkalýðsfélög hafa nú sagt upp kjarasamningum og renna þeir yfirleiitt út um næstu miánaðamót. Eðlilegt er því, að menn spyrji, hvað framumdan sé í kjara- og verðlagsmálium. Er vinstri stjórnin tók við Völdum, lýsti hún yfir að hún rniundi beita sér fyrir eftirtöld- um ráðstöfunum i kjaramálum: „1. Vinnuvikan verði með lög- um stytt í 40 stundir, án breyt- inga á viteukauipi. 2. Orlof verði lengt i fjórar vikur og framkvæmd orlofs- laga auðvelduð. 3. KaupgjaldsVisitalan verði leiðrétt u-m þau 1,3 vísitöliustig, sem felld voru niður með verð- stöðvunarlögum, og komi leiö- xéttinigin nú þegar til fram- tevæmda. 4. Þau 2 visiitölustig, sem áteveðið var i verðstöðvunarlög- unum, að ekki skyldu reiknuð í teaupgjaldsvísitölu fram til 1. september, verði nú þegar tek- in inn í kaupgjaMsvísitöluna. 5. Auk þeirra kjaraibóta, er að fflraman greinir, telur rikis- stjörnin, að með nánu samstarfi launafóltes og rikissitjór-nar sé mögulegt að auka í áföngum kauipmátt launa verkatfólks, bænda og annars láglaunafóliks um 20% á næstu tveimur árum og mun beita sér fyrir, að því marki verði náð.“ Ríkisstjórnin hefur þegar hrundið í framkvæmd þriðja og tfjórða Lið. 1 þvi sambandi er rétt að benda á, að fyrrverandi ríkisst jóm hatfði ætlazt til að Visitölustigin tvö kæmu til út- bor,gunar 1. sept., en þau voru greidd út 1. ágúst. Er þar um tfrávik að ræða-sem ekki skiptir meginmáli. 1 stjórnarherbúðuin- um virðast menn ekki á eitt sátt ir um miteilvægi þess fyrir laun þega að stytta vinnuviteuna og lengja orlbfið. Þannig segir einn helzti forystumaður kommún- iista í verkailýðshreyfingunni um ératugaskeið, Björn Bjarnason í Iðju, í Þjóðviljanum i fyrradag: „Þetta tvennt eru gamlar o,g nýj- ar kröfur verkialýðssamtakanna en. framkivæmd þeirra nú orkar að mínu áliti m jög tviimælis. Ég tel að lágfaunastéttirnar hafi nú miklu meiri þörf fyrir verulegar launahækk'anir en styttan vinnu- tíma og ótímabær vinniutíma- stytting steapi m,jö,g alvarieg vandamél, sem erfitt ,geti orðið að leysa." Sérstaða sumra Verkalýðsfélögin eru um þess ar mundir að undirbúa kröfugerð sína vegna kjarasamninganna, sem væntanlega hefjast á næst- unni. Hefur verið ákveðið að sameiginleg samninganefnd á vegum ASÍ fari með þessi mál í viðræðum við atvinnurekiendur. Afstaða verkalýðsforystunnar til þess, hvernig haga skuli samning um virðist vera mjög breytileg. Að þessu sinni var lögð á það rik áherzla af hálfu forystu ASÍ og nokkurra verkalýðsfélaga, að um sameiginlega samninganefnd yrði að ræða, en í kjanasamning unum vorið 1970 voru þessir sömu aðilar ófáanlegir til þess að taka upp slík vinnubrögð. Hin almenna kröfugerð liggur ekki fyrir, hins vegar hafa ein- stök verkalýðs- og launþegafélög lýst því yfir, að þau telji sig hafa nokkra sérstöðu í þessum samn- ingum. Þannig hefur Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur sent frá sér fréttatilíkynningu, þar sem lagður er grundvöllur að k-röfu- gerð félagsins og þar segir m.a.: „Frá því að síðustu samningar V.R. voru undirritaðir í júlí 1970 hafa orðið miklar breytingar á kaupi og kjö-rum opinberra starfs manna og bankamanna, sem vinna sambærileg störf og verzl u,nar- og skritfstofufólk á himum frjálsa vinnumarkaði. Með nýj- um samningum hafa opinberir starfsmenn, bankamenn og nú ný verið starfsmenn Reykjavíkur- borgar tryggt sér mun betri kjör en skrifstofu- og verzlunarfólk hefur samkvæmt samningum V.R. Þar sem sú meginregla hlýt ur að gilda, að fólk, sem vinnur sambærileg og skyld störf, skuli bera svipað úr býtum, er það stefna stjórnar V.R. í hönd far- andi samningum, að tryggt verði að verzlunar- og skrifstofufólk fái sambærilegar kjarabætur og framangreindir aðilar að við- bættri eðlilegri hækkun vegna atvinnuáhættu, sem starfsmenn hins opinbera þu.rfa ekki við að búa.“ Af þessari tilvitnun í grein argerð V.R. er Ijóst, að félagið telur sig eiga rétt til svipaðra kjarabóta og opinberir starfs- menn hafa fengið, en hins vegar er rétt að benda á, að þau rök voru færð fram fyrir samningum opinberra starfsmanna, að með þeim væri verið að bæta kjör þeirra til jafns við það, sem I gildi væri á hinum frjálsa vinnu markaði meðal fólks, sem ynni sambærileg störf. Annað verkalýðsfélag, sem hef ur sett fram ákveðnar teröfur er Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík. f viðtali við Morgun blaðið hinn 24. ágúst sl. lýsti Runólfur Pétursson, formaður Iðju, afstöðu félags síns til kjara samninganna með þessum orð- um: „Kaupkrafan er 32% álag á það kaup, sem er í dag, en það er kr. 15.000,00 og verður því um 20 þúsund krónur. Þá kröfu byggjum við á skoðanakönnun, sem framkvæmd var í sumar í blaði okkar „Iðju, félagsblaði verksmiðjufólks í Reykjavík". Fylgdi blaðinu spurningalisti, sem fjallaði um, hverjar félags- menn teldu æskilegastar breyt- ingar á samningum félagsina og va.r fyrsta spurningin, „Hvaða kaup telur þú nauðsynlegt og sanngjarnt að greitt sé fyrir það starf, sem þú stundar?“ Var gegn umsneitt lágmark kr. 20.000,00 á mánuði i grunnlaun fyrir þá lægst launuðu. Einnig eru bornar fram foröfur um breytingu á vaktavinnu þess efnis, að vakta álagið hækkar úr 10% í 15%, eftirvinna greiðist með 50% álagi í stað 40% og nætur- og helgi- dagavinna með 100% álagi í stað 80%, sem áður var. Finnst mér þessar kröfur mjög raunhæfar." Greinilegt er, að þessir tveir hópar, verzluinar- og skriifsitotfiu- fólk og iðnverkafólk, telja sig hafa nokkra sérstöðu í þeim kjarasamningum, sem framund- an eru, verzlunar- og skrifstoíu fólk af ofangreindum ástæðum og meðal iðnverkafólks virðist hugmyndin um ákveðið iágmarks kaup vera útbreidd. Af öðrum hópum, sem gera má ráð fyrir, að telji sig hafa sérstöðu má nefna undirmenn á f arskipum, sem sjálf sagt telja sig eiga rétt til kaup hækkana til jafns við yfirmenn, sem fengu verulega hækkun sl. haust. Eðlileg hlutdeild í þjóðartekjum Það hefur jafnan verið mjög umdeilt, hversu langt væri hægt að ganga í beinum kauphækkun- um, án þess að atvinnuvegunum væri iþyngt um of. Þá hefur það einnig valdið verulegum erfið- leikum, hve atvinnuvegirnir hafa verið misjafnlega undir það bún ir að taka á sig launahækkanir. Á uppgangsárunum miklu 1964 —1967 var það yfirlýst stefna við reisnarstjórnarinnar, að launþeg ar fengju eðlilega hlutdeild í vax andi þjóðartekjum, sem þeir og fengu á því tímabili. Þegar erfið leikarnir steðjuðu að viar það einnig Ijóst, að launþegar yrðu að taka á sig sinn hluta af byrð unum og það gerðu þeir einnig. Á síldarárunum va*r það svo, að sjávarútvegurinn og fiskiðnaður inn gátu staðið undir mun meiri kjiaralbótum en aðrar atvinnu- greinar, t.d. verksmiðjuiðnaður- inn, en reynslan þá varð sú, að ekki reyndist unnt að standa gegn teröfum fólks í öðrum at- vinnugreinum um svipaðar kjara bætur og þeir fengu, sem unnu við sjávarsíðuna. Þegar gengið var til kjara- Samninga vorið 1970 var því lýst yfir hvað eftir annað af hálfu þáverandi rikisstjórnar, að haguf atvinnuveganna hefði batnað svo mjög, að atvinnufyrirtækin gætu staðið undir talsverðum kjara bótum, sérstaklega þó sjávarút vegur og fiskiðnaður og undir það sjónarmið tók Morgunblað- ið. En jafnframt var varað við því, að gengið yrði of langt í þessum efnum vegna verðbóligu- hættuinnar. Reyndin varð sú, að þær kjara bætur, sem þá var samið um voru alveg á mörkum þess, sem unnt var að leggja á atvinnu- vegina og ríkisstjómin, sem þá var við völd, greip til verðstöðv unar tii þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu. Nú er um margt svipað ástatt og vorið 1970. Fiskverð nefur hækkað mjög á Bandaríkjamark aði frá þeim tíma, en hins vegar er ljóst, að hinn nýi útflutnings iðnaður, sem við erum að reyna að byggja upp, er ekki í sömu aðstöðu og sjávarútvegur og fiskiðnaður til þess að taka á sig kostnaðarhækkanir. Af hálfu viðreisnarstjórnarinn ar var einnig lögð mifcil áherzla á, að leitast ætti við að bæta hag þeirra, sem við lægst laun búa án þess, að þeir, sem betur væru settir hlytu sömu kjara- bætur, Öll viðleitni í þessa átt strandaði jafnan á þvi, að inn- an verkalýðshreyfingarinnar reyndist ekki grundvöllur fyrir slíkum aðgerðum. Nú hefur for- seti ASÍ lýst því yfir í sjónva-rps viðtali, að viðhorfin séu breytt að þessu leyti og er vonandi að svo verði í raun. Sá vandi sem nú er fyrir hendi á vinnumarkaðnum er mikill. Með nýjum samningum þarf það tvennt að haldast í hendur, að launþegar hljóti eðlilega hlut- deild i vaxandi þjóðartekjum, að kjör láglaunafólks verði bætt, en að útgjaldaaukning atvinnu- veganna ve-rði ekki slík að hún leiði til nýrrar verðbólguöldu. Hvernig fást kjarabætur? Nú er eðlilegt að menn spyrji, hvernig fást kjarabætur? Svar- ið við þeirfi spurningu er raun- ar ofureinfalit, kjarabætur verða einungis þann’ig til lang- frama, að þjóðarframleiðslani aukist. Að vísu geta einstafcar stéttir aflað sér kjarabóta á kostnað annarra, án þess að um verðmætaaukningu sé að ræða, en hér á landi er jöfnuður svo mikill, að fátítt er, að fáar stétt- ir ge.ti ruðzt fram úr og aflað sér kjarabóta, án þess að aðrir fylgi í kjöifarið. En menn kunna þá að spyrja, er ekki hagur atvinnufyrirtækj- anna með þeim hætti, að þau geti vel staðið undir kauphækk- umuim, án þess að vörur þeirra og þjónusta hækki i verði? Eims og áður segir er hagur þjóðar- heildarinnar nú góður og þar með flestra atvinnufyrirtækja miðað við það' sem venja er tii hér á landi, en yfirleitt skiila íslenzk fyrirtæki mun minni arði en sambærilegur atvinnui- rekstur í öðrum löndum. Þess vegna kann að vera, að sum fyr- irtæki geti tekið á sig nokkrar kauphækkanir, án þess að um verðhækkun verði að ræða, en þó naumast svo að skipti mörg- um tugum hundraðshluta. Þau fyrirtæki, sem framleiða fyrir innanlcindsmarkað, verða því að fá að hækka vöru siha eða þjónustu til að standa undir út- gjöldum, sem nema veruleguim fjárhæðuim. Um útfl'utningsatvinnuveg- ina er það að segja, að verðlag hefur verið hagstætt og fyrir- tækin yfirleitt gengið vel. Þau kunna þvi að geta tekið á sig nokkrar kauphækkanir, án þess að um verulega erfiðleika verði að ræða eða samdrátt í þeim at- vinnuvegum, en áreiðaniegt er, að einnig gagnvart þeim verður að stilla kröfum í hóf. Hver á að ákveða kjörin? Verkalýðsforingjar hafa ætfið gagnrýnt það mjög harðlega, er ríkisvaldið hefur gripið inn í gerð kjarasamninga og ætlað sér þar úrslitaáhrif. Til dæmis hafa gerðardómar lengst af ver- ið eitur í beinum launþega. Þeir hafa sagt, að kaupgjald ætti að ákvarðast í frjálsum samning- um milli launþegasamtaka og vmnuveitenda, og er það eðii- leg afstaða af háltfu verkalýðs- félaganna, því að venjuiega hafa þau verið sterkari aðilinn i slikum átökum. Nú eru hins vegar teknir upp nýir siðir. Nú á það ekki leng- ur að vera á valdi launþega og vinnuveitenda að ákveða um kjaramálin, heldur setur ríkis- stjórnin fram ákveðnar tillögur, sem hún sjálfsagt ætlast tii að eftir verði fariö. Naumast getur hjá þvi farið, að þetta tfordæmi dragi dilk á eftir sér. Vald það, sem verkalýðstféiögin hafa, og eiga að hafa, hefur mjög verið skert. Rikisvaldið hef.ur hriifsað til sín áhrif, sem það fram að þessu hefur ek'ki haft á höndum. Áreiðanlega eru þeir verka- lýðsforingj'ar margir, sem i hjarta sínu eru óglaðir yfir þess ari framvindu mála, og ekki er óMklegt, að einhverjir þeirra muni hugsa sem svo, að þeir láti rikisvaldið ekki komast upp með slíkt háttalag, heldur hagi kröfugerð sinni og félaga sinna á þann hátt, sem þeir telja eðli- legt, en ekki einhverjir stjórn- arherrar. Sá þáttur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem hef.u.r verið gerður að umræðuefni, er vægast sagt mjög óhyggilegur, bæði vegna þess að gripið er fram fyrir hendurnar á verka- lýðsfélögunum og einnig vegna þess að rikisvaldið hvetur bein línis til hárra krafna, enda iík- legt, að verkalýðsfélögin muni fara fram á meiri kauphækikian- ir en þær, sem fram eru boðnar, því að enginn verkalýðsforimgi vili liggja undir því ámæii, að gæta ekki hagsmuna félagis- manna sinna til hins ýtnastai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.