Morgunblaðið - 07.09.1971, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.1971, Side 2
2 MÖRGÚNBLAÐÍfÍ, I>RÍÐ.rUnAGt'K 7. SKRTKMBKR 1971 470 hross seld úr landi ÞAÐ sem af er árinu hefur bú- vörudeild SÍS flutt út flugleiðis 470 hross á fæti, að því er Sam- bandsf.réttir hafa eftir Agnari Tryggvasyni framkvæmdastjóra. Hefur verið unnið að því að koma þessum flutningum í fast- ara kerfi en áður var, þegar þeir fóru eingöngu fram með skip- um, en nú eru notaðar flugvélar af gerðinni DC-6, sem taka um 45 hesta í ferð. Á árinu hafa ver- ið farnar 9 ferðir, með slíkum vélum, flestar á vegum Fragt- flugs h.f., sem flytur svo heim með vélunum rafmagnstæki o.fl. en með hestana hefur verið flog ið til Gardemoen í Noregi, Ála- borgar í Danmörku, Ostende í Belgíu og til Hamborgar. Þessi til högun áryggir miklu fullkomnari flutninga en áður, auk þess sem með þessu móti fást betri skil á hestunum og greiðslur koma fyrr en ella, enda er hrossasalan orðin veruleg tekjulind fyrir bændur. Unnið er að þvi að aðeins verði seldir úr landi fuIltEimdiir hestar, en meðalverð fyrir hestana hefur verið um 40 þúsund krónur, komna um borð í flugvélarnar hér heima. Ágúst þurr og fremur kaldur ÁGÚST var heldur kaldari en venjulegt e.r í þessum mánuði hér á landi, en úrkoma var mun minni en i meðalári, að því er Mbl. fékk upplýst hjá öddu Báru Sigfúsdóttur á Veðurstofunni. Hitinn í Reykjavík var að með altali 10,3 stig, en er 10,8 stig í meðalári. Enginn dagur va>r til- takanlega heitur, hitinn mestur 12. ágúst 15,7 stig. Úrkoma var 43 mm, sem er 23 mm minna en í meðalári. Var þurrt og kalt fram til 14. ágúst, en eftir það fremur þungbúið og lítilsháttar rigning. Á Akureyri var heldur kaldara en i meðalári, og munaði 0,9 stig um, en meðalhitinn er 9,4 stig. Úrkoma var 33 mm, sem er 6 mm innan við meðallag. Eru þeir að fá‘ann? Árnar í Þistilfirði Deildará — Ormarsá — Hölkná og Hafralónsá MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Svavars Kristjánssonar i Hábæ og spurði hann um veið ar í ánum i Þistilfirði, sem hann hefur á leigu og ræktar nú upp. Auk þess hefur Svav ar Selfljót, Bjarglandsá og Gilsá í Hjaltastaðaþinghá. Svavar sagði, að milli 40 og 50 erlendir veiðimenn hefðu farið í árnar í Þistilfirði, Deildará, Ormarsá, Hölkná og Hafralónsá i sumar, og lát ið vel af ánum og dvöl sinni í Þistilfirði. Veður hefur verið með eindæmum gott í sumar, en á tímabili of lítið vatn í án um, einkum Deildará, og gekk þvi fiskur illa í árnar um mitt sumar. Góður fiskur hefur verið í þeim öllum und anfarið og erlendu veiðimenn imir eingöngu veitt á flugu. „Ég er að reyna að rækta árn ar upp, sagði Svavar, og tel að fluguveiði fari betur með þær meðan á því stendur". — Þá hafa einnig margir innlend ir veiðimenn verið i þessum ám, enda er verðinu stillt í hóf, og miðað við, að sem flestir hafi efni á að renna. Frá undirritun bókana um flug Loftleiða til Skandinavíu. Sitjandi frá vinstri: Birger O. Kron- man, sendiherra Dana, Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, Gösta Edling, sendifulltrúi Svía, Lars Langáker, sendifulltrúi Norðmanna. Aftari röð frá vinstri: Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri utanrikisráðuneytisins, Brynjólftir Ingólfsson, ráðuneytisstjóri samgöngumálaráðuneytisins, Ingvi Ingvarsson, skrifstofustjóri i utanríkisráðuneytinu, Hannes Hafstein, deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu Samið um flug Loft- leiða til Skandinavíu IATA-verð á allri flugleiðinni þegar þotur koma LAUGARDAGINN 4. sept. 1971 voru undirritaðar í Reykjavík tvær bókanir um samkomulag, sem náðist á fundum í Kaup- mannahöfn 26.—27. júli sl. milli ríkisstjórnar fslands annars veg Stöngin kostar kr. 1500,00 á dag. REKIÐ GISTIHÚS Þá hefur Svavar rekið veit inga- og gistihús á Raufar- höfn fyrir veiðimennina, en einnig hefur hann hýst margt ferðafólk, enda ekki vanþörf á, því að erfitt er að fá gist- ingu á leiðinni frá Vopnaf. að Kópaskeri. Hafa margir fært sér í nyt þessa aðstöðu. — Á þriðja hundrað manns hafa gist hjá Svavari í sumar, þ.á.m. laeknirinn á Húsavík, sem hefur komið hálfsmánað- arlega til Raufarhafnar i sum ar, en læknislaust hefur verið frá Húsavík til Vopnafjarðar, og vegir lokaðir mestan hluta vetrar. Læknisleysið og erfið ar samgöngur eru fyrsta um- ræðuefnið þegar rætt er við fólk þar á Norð-austur horn- inu, enda sér hver maður, að ekki verður við það urtað, að fólk búi við einangrun og lækn iáleysi til Irambúðar eins og verið hefur á Norðaustur- landi. Ferðamannastraumur hefur aukizt verulega á Þistilfjarðar leiðinni, „og á eftir að aukast meira“ segir Svavar, sem trú ir því, að héraðið geti orðið mesta sportveiðihérað á ís- landi, en á svæðinu eru alls 6 stórár þvi að þar eru einnig Svalbarðsá og Sandá, auk hinna fyrrnefndu. GÓÐ BLEIKJUVEIÐI í fyrrnefndum fjórum ám e>ru 15 laxastengur, auk þess sem auðvelt er að komast í silung hvar sem er. Bleikju- veiði hefur verið góð í sumar, einkum í Ormarsá, og er bleikjan, sem er frá þremur pundum upp I átta, einkum veidd á flugu. Nokkrir erlendir fe.rðaskrif- stofumenn hafa skroppið norð ur, litið á vatnasvæðin og haft um þau góð orð, enda er mikil náttúrufegurð hjá án- um, lyng, hraun og móar. — Hægt er að aka í jeppa all drjúgan spöl með þeim öllum nema Hölkná, og hafa Svavar og aðstoðarmenn hans ekið mönnum á milli ánna, en þeim hefur þótt það mikill kostur að hafa um svo margar ár að velja. Aftur á móti þyrfti að bæta vegalagningu með ánum og kveðst Svavar stefna að því. Allar eru árnar nokkuð vatnsmiklar, einkum þó Hafra lónsá og Ormarsá. Á efsta svæðið í Hafralónsá er farið á hestum, en miðsvæði ári-nn ar er allerfitt þar sem áin fell ur í mjög þröngum og djúpum gljúfrum. Þar er náttúrufeg- urð stórkostleg og víðsýnt að líta norður yfir Þistilfjörð- inn en áin er dálítil eldraun á þessu svæði. 307 LAXAR Að lokum má geta þess, að alls hafa veiðzt í þessum fjór um ám 307 laxar, fyrir utan bleikjuna, og skiptast þeir svo eftir ám: Deildará 64 laxar, Ormarsá 31 lax, Hölkná 46 laxar, Hafralónsá 164 laxar. Allmargir laxar hafa þó ekki verið skráði.r að sögn Svavars. Ástæðan er sú, að veiðimenn hafa farið beint heim til sín úr ánum, án þess að t.ilkynna um veiði — og er það afleitt. KANADISKUR VF.IÐI- MAÐUR Fréttamaður Morgunblaðs- ins hitti að máli kanadískan sportveiðimann, sem var að renna í fyrrnefndar ár. Hann veiddi aðeins á flugu. Hann hefur verið í ám á írlandi, Nor egi og Kanda og segir hann, að netaveiði sé að mestu bönn uð í laxveiðiám í þéssum löndum, og ef leyfð sé, þá megi net aðeins vera nokkrar klukkustundir í ánum á dag. Hann sagði að vínsælasta ar og ríkisstjórna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hins vegar, varðandi flug Loftleiða til Skand inavíti. Var annars vegar samið um ferðir Loftleiða milli Norð- urlanda og New York meðan flog flugan í Bandaríkjunum væri alllstór einkrækja, The Royal Coachman eða konungsekill- inn. Hún hefur m.a. stóra vængi úr hvítu storksfiðri. Þá sagði hann einnig, að árnar væru geypi dýrar í Noregí, en lax yfirleitt stór og gjarn an veitt á bátum. Sums staðar í írlandi vaeru veiðimenn verð launaðir fyrir hvern lax, þannig að þeir boíguðu minna ef þeir veiddu. Er þetta vafa laust gert til að örva veiði- menn og auka hróður ánna, en þá verða menn lika að veiða á flugu. Kanadamaður inn, mr. Knight að nafni, sagð ist trúa því, að ísland ætti mrkla framtíð fyrir sér sem sportveiðiland, ef verði ánna væ-ri stillt í hóf og þær vernd aðar gegn netaveiði og áherzla lögð á fiskiræktun. Hróður ánna spyrðist ótrúlega fljótt meðal veiðimanna víða um heim. Sjálfur sagðist hann ekki hafa komið til íslands nema af sportveiðiáhuga, en áður hefur hann m.a. stundað villidýraveiðar í Afríku eins og Hemingway. Hann lét mjög vel yfir Þist ilfj arðaránum — og lét sig ekki muna um að láta Tryggva Helgason flugmann sækja sig og konu sína til Rauifarhafn- ar. Er flugvölI'U'rinn hér mikil samgöngubót og auðvelt fyrir veiðimenn að komast hingað flugleiðis. Landleiðin með- fram Þistilfirði er einnig mjög skemmtileg og er ekki út í hött að spá því að ferða- mannastraumur eigi eftir að aukast mjög á þessari leið, ’pví að enn eiga margir íslendingar eftir að skoða sig um á leiðinni frá Kópaskeri að Vopnafirði. tð er með Rolls Royce 400 flug- vélum félagsins, en hins vegar um flug félagsins á sömu leið eftir að Loftleiðir taka í notkun aðrar þotnr en skrúfuþotur. Eftir að þotumar eru komnar hjá Loftleiðum á ieiðinni Skandin avía-Reykjavik-New York, skulu IATA-verð og skilmálar gilda um aUt flug Loftleiða á allri flug leiðinni. Verði hvenær sem er teknar upp viðræður milli loft- ferðayfirvalda Iandanna, óski einhver þess, í þeim tilgangi að ákveða . sætaframboð á þessari leið, ef þróun flugumferðarinn- ar sýnir, að sætaframboð standi ekki í hæfilegu hlutfalli við um ferðarþörf á þessari flugleið eða ekki sé hæfilegt jafnvægi milli flugumferðarinnar milli Reykjavík og Skandinavíu ann- ars vegar og Skandinavíu og New York hins vegar. Meðan Loftleiðir fljúga með RoIIs Royce flugvélunum, sem taka allt að 189 í sæti, er þeím heimilt að fara á leiðinni Skandin avía-Reykjavík og öfugt allt að þrjár vikulegar ferðir á tímabilinu 1. apríl til 31. október og sé hámarkstala farþega 160 í hverri ferð um sig og allt að tvær viku'legar ferðir á tíma- bilinu 1. nóvembear tig 31. marz og sé hámarkstala farþega 114 I hverri ferð um sig, og sé sæta- fjöldi umfram þessar tölur ekki notaður. Umsóknir um aukaferð ir hljóta vinsamlega meðferð. — Verð og skilmálar við farþega og vöruflutning séu hink sömu og fyrir IATA-félögin. Fargjöld milli Skandinavíu og New York með viðkomu I Reykjavík skulu á- kveðin í samræmi við fargjöld IATA, með frádrætti sem eigi má nema meiru en 10%. Sama gildir um vöruflutninga. _____________1 Nærri 40 þús. gestir — á Laugardals- sýninguna Á SUNNUDAGSKVÖLD höfðu 38.176 gestir komið á Kaupstefn- una í Laugardalshöllinpi, en það eru 19,08% Islendinga. að því er rei'knað hefur yerið úf j rafreikni sýningarinnar. Hann hefur einn- ig reíkanað út að sýhihgargesitir hafi gengið 28.632 km og séð 6.871.680 sýnihgartoása. Hafa að jafnaði komíð 433 géstir á klst. og 7,2 á miinútu síðan sýningin var opimuð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.