Morgunblaðið - 07.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1971, Blaðsíða 14
14 'MORGUN'BL.AÐIÐ, ÞRIGJUDAGUR 7. SEPTEMBÐR 1971 Otgafandi hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvaamdaatjórl Haraldur Sveinason. Ritetjórar Matthias Johannessan. Eyjólfur Konráð Jónason. AðatoðanrHatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritetjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundaaon. Fráttaatjórí Bjöm Jóhannsson. Auglýsingaatjóri Ámi Garðar Kriatinsaon. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalatraati 6, simi 10-100 Augiýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4 80. Áakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innantands. f leusasölu 12,00 kr. aintakið. DAUÐI LÍTILLAR STÚLKU C'kömimiu fyrir helgina náðu ^ átökin á Norður-írlandi því marki, að 17 mánaða garnalt bam var skotið til bana. í frétt Morgunblaðsins sl. suniraudag um þennan at- burð sagði m.a. svo: „Telpan litla, sem skotin var í Belfast í gær, hét Angela Gallagher. Hún var að aka dúkkuvagni sínum eftir gangstétt í nám- unda við hús afa síns og ömmu, sem búa í kaþólsku hverfi í námunda við Falls Road. Kúla hæfði hana í höf- uðið og hún lézt samstundis. Talið er víst, að kúlunni hafi verið beint að hópi brezkra h’ermanna, sem þarna voru skarnmt frá og hún hafi kom- ið frá félaga úr írska lýðveld- Miernum. Systir telpunnar, sjö ára, slapp með naumind- um, er önnur kúla flaug gegn- Þessi atburður er hroða- legri en orð fá lýst og til marks um þá vitfirringu, sem einkennir ekki aðeins hemað- arátökin á Norður-Í rlandi heldur vopnaviðskipti yfir- leitt. Það er sjálfsagt borin von, að dauði þessarar litlu stúlku, sem var aðeins 17 mánaða gömul, komi vitinu fyrir þá menn, sem halda að deilumál milli manna og þjóða verði leyst með morð- um og öðmm voðaverkum. En þessi atburður ætti að verða til þess, að þungi al- menningsálitsins um heim allan knýi hinar fræknu hetj- ur á Norður-írlandi til þess að leggja niður vopnin og reyna að leysa deilumál sín að siðaðra manna hætti — en ekki eins og blóðþyrstar skepnur. um pils hennar.“ Berlínarsamkomulagið * og öryggismál Islands CJaimkomulag fjórveldanna ^ um stöðu Berlínar hefur verið undirritað, og er það vafalaust einn markverðasti áfangi, sem náðst hefur frá stríðslokum til þess að koma á varanlegum friði í Evrópu. Jafnframt er það mikilsverð réttiarbót fyrir íbúa Vestur- Berlínar. Samkomulag þetta er mik- ilsvert af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi tryggir það stöðu Vestur-Berlínar og veitir íbú- um borgarinnar aukin rétt- indi frá því, sem nú er. Þess vegna er líklegt, að það stuðli að vaxandi öryggis- kennd meðal þeirra, sem í Vestur-Berlín búa og að því að borgin eflist og dafni sem eins konar lýðræðisleg vin í þeirri eyðimörk einræðis og ofstjómar, sem ríkir allt í kring. í öðru lagi ýtir þetta samkomulag á, að samningar náist um önnur ágreiningsmál í Evrópu. Þannig hefur nú verið rutt úr vegi hindrunum fyrir því, að sambandsþingið í Bonn stað- festi griðarsáttmála þá, sem Willly Brandt hefur gert við Sovétríkin og Pólland. Þá má gera ráð fyrir, að skriður komist á ný á viðleitni Vest- ur-Þjóðverja til að bæta sam- búðina við ríkin í Austur- Evrópu. Ennfremur er líklegt, að umræður um öryggismála- ráðstefnu Evrópu komist á ný*tt og alvarlegra stig. Þannig getur samkomulag það, sem nú hefur tekizt um sfiöðu Vestur-Berlínar, orðið lykill að batnandi sambúð rfkjanna í Evrópu og lausn þeirra deilumála, sem þar eru enn við lýði, og háfa verið frá styrjaldarlokum. í því sam- bandi er eðlilegt, að íhugað sé, hvort samkomulag geti tekizt um að dregið verði úr vopnabúnaði í ríkjunum beggja vegna jámtjaldsins. Vafalaust finnst mörgum Is- lendingum þessi vandamál býsna fjarlæg okkur, en svo er þó ekki, þegar nánar er að gáð. Það hefur meginþýðingu fyrir öryggi okkar íslendinga, hverndg málum verður skipað í Evrópu. Með aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl varn arliðsins hér höfum við bæði lagt fram okkar skerf til varnarsamstarfs lýðræðis- ríkjanna, sem hafið var af knýjandi nauðsyn á árinu 1949, og tryggt öryggi okkar á víðsjálum tímum. Nú er nauðsynlegt, að við fylgjumst vandlega með þróun mála í Evrópu og gerum okkur grein fyrir hvaða áhrif hún hefur á okkar stöðu, enda hljótum við, sem þátttakendur í sam- starfinu innan Atlantshafs- bandalagsins að eiga aðild að samningaviðræðum milli ríkj anna í Austur- og Vestur- Evrópu. Þegar höfð er í huga þessi þróun í Evrópu, kemur enn betur í ljós hversu frá- leit stefna núverandi ríkis- stjómar er í öryggismálum þjóðarinnar. Auðvitað ber okkur að varast fljótfærnis- legar aðgerðir nú, þegar meiri líkur virðast á, að alisherjar samkomulag um öryggismál Evrópu gæti tryggt öryggi íslands á þann veg, að full- nægjandi sé. Norður-Irland Aldagamalt hatur brýzt fram og virðist óstöðvandi ÍRSKUR rithöfundur, George Moore, sagði fyrir rúmri öld: „frar eru ekki þjóð. frar eru sjúkdómur, sem er jafn hættulegur Eng- lendingum og írum.“ Atburðir síðustu vikna á Norður-írlandi virðast staðfesta þessi orð skáldsins. Gamalt hat- ur hefur aftur blossað upp, Sí- felldir götubardagar hafa vald- ið öngþveiti. Óskipulegar víg- línur hafa myndazt milli hverfa kaþólskra manna og mótmæl- enda. Reyk leggur upp frá rjúkandi rústum Ibúðarhúsa. Þúsundir hafa flúið heimili sín. Margir hafa leitað hælis sunn- an landamæranna í Irska lýð- veldinu. Stríð geisar á Norður-Irlandi milli 12.600 brezkra hermanna og neðanjarðarhreyfingar Irska lýðveldishersins, IRA, milli kaþólskra manna og mótmæl- enda, og á milli öfgafullra afla í báðum þessum herbúðum, sem hafa engu gleymt og ekkert lært. Hins vegar er nokkur hóp- ur stjórnmálamanna, sem raun ar fækkar óðum, er reynir að hvetja til hófsemi og still- ingar. Þetta stríð er borgara- stríð og trúarbragðastríð. Eng- in stríð eru mi.skunnarlau.sari né blóðugri. Atburðina mætti rekja til þess, sem gerðist snemma í ágústmánuði, þegar tauga- óstyrkur brezkur hermaður skaut saklausan vörubifreiðar- stjóra. Atburðina mætti einnig rekja til þess, sem gerðist fyrir tveimur árum, þegar fyrstu brezku hermennirnir voru sendir til Norður-írlands til þess að binda enda á óeirðirn- ar, sem þá geisuðu og báru þá þegar keim af borgarastríði þótt þær kæmust ekki í hálf- Ungfrú Devlin kvisti við óeirðirnar að undan- förnu. Atburðina mætti líka rekja til þess, sem gerðist árið 1920, þegar Irlandi var skipt í tvo hluta, Norður-lrland eða Ulster, sem varð áfram brezkt hérað, og Irska fríríkið eða Eire, sem várð sjálfstætt ríki kaþólskra manna. • ARFURINN FRÁ 1689 Athurðirnir eiga sér raun- ar miklu lengri sögu. Stríðið er eldra en sjálft Norður-írland og hófst fyrir þremur öldum. Rætur deilumálanna liggja svo djúpt og ná svo langt aftur í fortíðina. Það sást gleggst á því, að það sem olli sprenging- unni, sem varð fyrir tveimur árum, var að mótmælendur vildu minnast atburða, sem gerðust tæpum 300 árum áður, í ágúst 1689. Árið 1689 var Londonderry, annar stærsti bær á Norður- írlandi, byggður mótmælend- um, sem höfðu flutzt frá Eng- landi og Skotlandi. Miklar við- sjár riktu þá þegar milli inn- Foringjar trúarbragðastj flytjendanna og hinna kaþólsku ibúa, sem fyrir voru. Jakob II, sem hafði verið velt úr hásæti sínu, reyndi að nota þessa ólgu sjálfum sér til framdráttar. Hann flýði til kaþólskra þegna sinna á íriandi, þegar hann hafði beðið ósigur fyrir ViL- hjálmi af Óraníu (eins og sum- ir kunna að minnast úr sjón- varpsþáttum um hertogann af Marlborough, forföður Churc- hilis). Londonderry, sem þá hét að- eins Derry, fylgdi mótmælenda- konunginum að málum, og her Jakobs II settist um bæinn. Við tók 105 daga umsátur, og her Jakobs II gerði margar mis- heppnaðar tilraunir til þess að taka bæinn með áhlaupi. Borg- arstjórnin var að lokum að því komin að fallast á uppgjöf, en þá gerðist það, að sjö lærling- ar (apprentices) harðlæstu borgarhliðunum með rimlum og hengdu á þau spjald, sem á stóð: „No surrender“ (gefumst ekki upp). Borgarar Derry héldu áfram baráttunni ótrauð- ir, og skömmu síðar beið Jakob ósigur í hinni frægu orrustu við ána Boyne, sem oft er vitnað til. Bænum Derry var borgið og áhrifum mótmælenda jafn- framt. Orrustan við Boyne og fram- tak læriinganna sýna bezt sögu legar rætur deilumálanna. Óraníu-reglan heita ein kunn- ustu samtök mótmælenda á Norður-írlandi. Önnur kunn Brezkur hermaður á verði í brenndu húsi hjá Velsheda Park i Belfast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.