Morgunblaðið - 07.09.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1971 5 Bandarísk könnun; Slysatíðni mest hjá þeim sem neyta áfeng-I is einu sinni í mánuði ÍTARLEG umferðarkönnun var fyrir nokkru framkvæmd í Grand Rapids sem er ein helzta verzlunarborgin í vest- urhluta Michiganfylki í Bandaríkjunum og íbúafjöldi hennar er rúmlega 290.000 manns. Bílaeign i borginni er, einn bíll á hverja 2.5 menn. Slysatíðni i borginni er fyrir neðan meðallag í Bandaríkj- unum. Könnunin stóð yfir í eitt ár og náði til 5985 ökumanna, sem ient höfðu í umferðar- siysum og 7590 ökumanna, sem ekki höfðu lent i neinum slysum. Mikilvægt atriði í könnuninni var sú nákvæmni, sem va.r sýnd við val saman- burðarhópsins. Hann þótti vera gott hlutfall allra öku- manna í borginni, sem ekki höfðu lent í neinum umferðar óhöppum og var hann valinn með tiiliti til þeirra staða og tíma, sem slys voru tíðust. HELZTU NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR VORU EFTIRFARANDI Af slysahópnum voru 17 % undir áhrifum áfengis en af samanburðarhópnum 11%. í samanbu.rðarhópnum var eng inn ökumaður með yfir 2.5°/o(i vínanda í blóði en í slysahópnum voru 0.07% þar fyrir ofan, þar af var hæsta magn sem mælt var 3.7°/oo. Við 0.6%o-markið var ökumaður tvöfalt líklegri til að valda slysi en ökumaður, sem ekki hafði neytt áfengis. Við 1.0°/oo var hann sexfalt líklegri og við 1.5%o voru líkurna.r orðnar tuttugu og fimmfaldar. Hættulegustu ökumennirnir voru þeir yngstu og elztu en hæst slysa tíðni var hjá 17 ára aldurs- flokknum. Einnig kom i ljós að því lengri vegalengd, sem menn höfðu ekið því minni líkur á að lenda í umferðar- óhappi. Verstu ökumennimir voru þei-r, sem óku innan við 1500 km á ári. Það kom greinilega fram að miðað við hina einstöku þætti rannsóknarinnar voru miklar sveifur i slysatíðni einstakra ökumanna upp að 0.8°/oo-markið. Fyrir ofan það mark varð sveiflan hins vegar jöfn og sýndi það að þegar vínandamagnið væri orðið þetta mikið voru allir ökumenn jafnlíklegir til að lenda í slysi. Oftast var mun meira vin- andamagn í blóði þeirra, sem sögðust drekka oft en slysa- tíðni var samt langmest hjá þeim, sem sögðust aðeins drekka einu sinni í mánuði. AÐRAR RANNSÓKNIR Heilbrigðismálastofnun Sam einuðu þjóðanna gaf út þá yfirlýsingu samkvæmt niður- stöðum rannsókna, sem hún hafði fengið, að við markið 0.5%o færi að koma í ljós greinilegur hæfnisskortur hjá meira en helmingi allra öku- manna, sem þátt tóku í rann- sókninni. Brezka læknasambandið hefur lýst þvi yfir að þetta sama hámark vinanda í blóði væri það hæsta, sem kæmi til greina með tilliti til öryggis annarra vegfarenda. Þegar vínandamagnið er komið í 0.8%o er áfengið orðið ráðandi þáttur í hegðun ökumannsins og mismunur á einstaklingum hefur heldur ekki nein áhrif eftir þetta. Þetta ma.rk er einnig efri mörk þess, sem í velflestum löndum kallast samkvæmis- drykkja. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að vínanda- magn i blóði, sem menn fá við venjulega samkvæmis- drykkju er mun lægra en reiknað hafði verið út sam- kvæmt tilraunum á rannsókn arstofum þar sem drukkið var við tilbúnar k.ringumstæður. Það er samhljóða niðurstaða allra rannsókna að þegar vín- andamagnið sé komið að 1.0'Voo markinu hafi hættu- líkur þess ökumanns aukizt sexfalt. Fyrir ofan þetta mark margfaldast þær óðfluga. Þrátt fyrir þetta hafa nokkur lönd sett markið við 1.0°/oo t.d. ýmis ríki Bandaríkjanna og Finnland. önnur eru enn- þá hærri t.d. Þýzkaland, þar er ma.rkið l,3°/oo. Belgia og nokkur ríki í Bandaríkjun- um hafa mörkin við 1.5o/o° í þeim löndum sem hafa svona hátt mark, hefur komið í ljós að hlutfallstala áfengissjúkl- inga meðal þeirra, sem lentu í slysum er margfalt hærri en hlutfallstala þeirra miðað við íbúafjölda landanna i heild. (Frá Úmferðarráði). KAFFINÝJUNG FRÁ O. JOHNSON & KAABER hf. Okkar hlutverk er að sjá um að kaffifólk eigi kost á úrvalskaffi, möluðu og ómöluðu, í litlum pokum og stórum. Þess vegna sendum vér nú á markað KAFFIBAUNIR i 250 gr. pokum. Kílópokarnir verða auðvitað til áfram. HUNDRAÐ KRONUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á ntánuði seljum v/ð RITSAFN JÖNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SlÐAN 100 KRÖNUR Á MÁNUÐl Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sím/ 75434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.