Morgunblaðið - 07.09.1971, Page 15

Morgunblaðið - 07.09.1971, Page 15
MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1971 15 í logum samtök ganga undir nafninu „Apprentice Boys of Derry“. Þau samtök hrundu af stað óeirðunum fyrir tveimur árum, sem urðu forleikur neyðar- ástands þess, sem nú rikir, þeg- ar þau efndu til árlegrar skrúð- göngu til að minnast atburð- anna við Londonderry 1689. • „YIÐ SJALFIR“ Árið 1801 var írland sam- einað Englandi og Skotlandi, og það leiddi til þess að sett var á laggirnar hreyfing þjóðernis- sinna, sem kröfðust sjáifstæð- is. Irskir forystumenn reyndu þó lengst af að berjast fyrir því í brezka þinginu, að Irland fengi heimastjórn. Frægasti baráttumaður heimastjórnar, Charles Stewart Parnell, hafði nána samvinnu við William Gladstone, foringja Frjálslynda flokksins í Englandi. Parnell féll hins vegar i ónáð einmitt í þann mund, þegar aðeins vant- - ' ' ... g§g| rjaldanna þrumu lostnir. aði herzlumuninn að koma mál- inu heilu í höfn. Neðri málstof- an samþytókti frumvarp Glad- stone um heimastjórn 1893, en lávarðadeildin felldi það. Irar misstu smátt og smátt trúna á það, að heimastjórn gæti orðið að veruleika. Sú bar- átta var líka löng og árangur hennar lítill. Flokkurinn Sinn Fein, sem útleggst „við sjálfir mmm Faulkner einir“, var stofnaður árið 1900 og varð merkisberi þeirrar þjóðernisbaráttu, sem bar þann árangur að Irska lýðveldið varð að veruleika. Heimastjóm var að lokum samþykkt árið 1914 eftir erfiða baráttu, sem hófst árið 1911, þegar Asquith þáverandi for- sætisráðherra tafemarkaði neit- unarvald lávarðadeildarinnar og margir áhrifamenn úr Frjálslynda flokknum voru aðl- aðir. Mótmælendur i Úlster und ir forystu Sir Edward Carsons, lögfræðingsins fræga, hótuðu þá að gera uppreisn, ef heima- stjórnarlögunum yrði fram- fylgt. Sjáifboðaliðsher Úlsters var settur á fót, og því var svar að með stofnun Irska lýðveld- ishersins. Uppreisn var gerð í brezka hemum, og borgarastrið hefði að öllum likindum skollið á ef fyrri heimsstyrjöldin hefði etóki brotizt út um sama leyti. Heimastjórn var lögð á hill- una um stundarsakir, en Irar gerðu áætlanir um byltingu. Uppreisn var gerð á páskum 1916. Beiskjan, sem það blóð- bað olli, hefur aldrei hjaðnað. Baráttunni fyrir sjálfstæði Ir- lands var haldið áfram eftir skiptingu Irlands 1921 og borg- arastríðið brauzt út. Sex af 32 héruðum Irlands mynduðu Norður-Irland, en 28 Irska fri- ríkið, sem heitir Eire eða Irska lýðveldið. Ibúar Norður-írlands eru rúmlega 15 milljónir, og þar af eru tveir þriðju kaþólsk- Leitað að vopnura eftir næturlanga bardaga I Belfast. í ir, sem hafa ekki gleymt draumnum um sameiningu við trúbræður sína i suðri. Norður-Irland er brezkt hér- að og hefur eigin rikisstjórn og forsætisráðherra. Stjórnin á Norður-Irlandi hefur hvað eft- kaþólskum. Fjórðungur full- orðinna hefur ekki kosninga- rétt, þar sem meðal annars er tekið tillit til efnahags í kosn- ingalögunum og farið eftir ýms um flóknum reglum, sem úti- loka kaþólska. Sambandsflokk- mm i 7- Norður-írski krossinn. ir annað á síðari árum frábeð- ið öll afskipti stjórnarinnar i London af málefnum landsins. • SKELEGG ÞINGKONA Kosningalögin eru þannig sniðin, að þau gera mótmæl- endum hærra undir höfði en Brezkir hermenn ráðast frain í I.ondon derry ur mótmælenda hefur farið með völdin í hálfa öld s£tm- fleytt, þótt hann sé i algerum minnihluta á mörgum svæðum. Atvinnuleysi hefur venjulega verið 10%, en 20% kaþólskra hafa ekki atvinnu. Menntun tryggir ekki atvinnu né hús- næði, heldur trúarskoðun. Þött kaþólskir séu i meirihluta eru þeir eins og kúgaður minni- hluti. Tveir kunnustu fulltrúar kaþólskra og mótmælenda og jafnframt þeir öfgafyllstu, eru Bemadette Devlin og séra Ian Paisley. Bæði eiga sæti í neðri málstófunni og hafa flutt þang- að óminn frá götubardögunum i Belfast. Bæði hafa snúið aft- ur til rústanna í Belfast siðan óeirðirnar byrjuðu að nýju og haldið þrumandi æsingaræður. Bernadette Devlin hefur krafizt alisherjarverkfalls og óvirkrar andstöðu allra kaþólskra ibúa. Séra Paisley hefur hvatt til lokabaráttu gegnum „svörtum pápisma og nýju stjórninni." Bernadette Devlin er 22 ára gömul og leggur stund á sálar- fræði. Hún missti báða foreldra sina og ól upp fimm systkini. Hún var gersamlega óþekkt þegar hún bauð sig fram í auka kosningum árið 1969 gegn konu úr Sambandsflokknum. Hún háði skelegga kosningabaráttu og sigraði öllum á óvart. Hún var yngsti fulltrúinn í brezka þinginu og hefur tíðum valdið taugaóstyrk og jafnvel hneyksi un í virðulegum sölum þess, Síðast olli hún umtali þegar hún varð fyrsta einstæða móð- irin, sem setið hefur I brezka þinginu. Ungfrú Devlin er fulltrúi rót- tæks vinstriflokks, sem kallast Alþýðulýðræði (People’s Demo- cracy). Helzta baráttumál henn ar nú er óvirk andstaða kaþólskra ibúa Norður-írlands. Hún hvetur tU þess, að þeir hætti að greiða skatta og raf- magnsreikninga, geri verkföli og fleira. En dregið hefur úr áhrifum ungfrú DevUn. Frum- kvæðið er nú algerlega I hönd- um Irska lýðveldishersins, sem margir höfðu gleymt, en er kominn aftur fram úr nátt- myrkrinu, sem hafði falið hann. • MÆLSKUR PRESTUR Fulltrúi hinna öfganna, öfgafullra mótmælenda, er séra Ian Paisley, sem er ekki síð- ur hættulegur ofstækismaður. Hann sagði skilið við kirkjuna og flokk sinn, Sambandsflokk- inn, og hvatti tU skeleggari bar- áttu. Hann er mælskur og ó- vandur að meðulum. Hann var fyrst kjörinn á norður-írska þingið í Stromont og síðan í neðri málstofuna. Nú hefur hann kaUað mótmælendur til vopna og telur engum vafa undirorpið, að hann sé sjálf- kjörinn til þess að taka við starfi forsætisráðherra af Brian Faukner. Sá möguleiki er alls ekki óhugsandi, ef öfga- sinnar ná undirtökunum í stjórninni, þinginu, flokknum og meðal þjóðarinnar. Jafnframt þvi sem götubar- dagar hafa geisað í bæjum og borgum Norður-Irlands, hefur risið hörð rimma milli Irska lýðveldisins og Norður-Irlands. Lynch forsætisráðherra hefur krafizt þess, að stjóm Faulkn- ers segi £if sér. Alvarlegt á- stand hefur einnig orðið i sam- skiptum Irska lýðveldisins og Bretlands. Lynch hefur sakað brezka herinn á Norður-Irlandl um að hafa ráðizt 30 sinnum yfir írsku landamærin á und- an förnum árum. Þá ' bendir allt til þess að viðræður norð- ur-írsku stjórnarinnar og þeirr ar brezku hafi farið út um þúf- ur vegna versnandi sambúðaœ þeirra. Málefnalegar samninga- viðræður þessara þriggja aðila virðast því ekki lengur mögu- legar. Enginn virðist lengur ráða við þróunina. Hún er eins og hringiða, sem hrífur allt með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.