Morgunblaðið - 05.10.1971, Page 14

Morgunblaðið - 05.10.1971, Page 14
MORGU’NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 14 Cltgefandi hf. Árvakur, Heykjavtk. Fremkveemdaatjóri Hsraldur Sveinaaon. Ritatjórar Matthfas Johannesaen. Eyjóifur KonríS Jónsson. Aðetoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritetjórn og afgreiðsia Aðalstrasti 6, sfmi 10-100 Augiýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I leusasölu 12,00 kr. eintakið. ÚRSLITIN Á ÍSAFIRÐI Tll'egineinkenni új ísafirði eru þau, að hinn nýi flokkur hannibalista fær mikið fylgi, og miðað við sveitarstjórnarkosningarnar á ísafirði í fyrra vinnur hann fyligi frá öllum flokkum öðr- uim en Sjálfstæðisflokknum, en mest er fylgistap Fram- sóknarflokksins, svo að segja má að þar sé um hrun að ræða, enda munaði engu að flokkurinn missti báða bæj- arfulltrúana, sem hann hafði. í sveitarstjórnarkosningum koma ýmis persónuleg sjón- armið til greina, svo að ekki er unnt að draga algildar niðurstöður af úrslitum í einum kaupstað um fylgi hinna einstöku flokka. En að svo miklu leyti, sem það er unnt, þá getur Sjálfstæðis- flokkurinn verið sæmilega ánægður með niðurstöðuna, en hins vegar hljóta úrslitin að valda Framsóknarmönn- uim verulegum áhyggjum, og raunar líka Alþýðuflokks- monnum. Þess er að gæta, að á ísa- firði eru það hinir eiginlegu Hannib’aJistar, sem ráða Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, só armur þeirra sam- tákia, sem hatar kommúnista. Þessum mönnum hefur nú tekizt að ná til sín meira en Beílmlngnum af fylgi Fram- 9Óknarflokksins, þrátt fyrir framboð vinsælla manna á B- Iistanum. Þessi staðreynd hlýtur að vekja menn til um- HugSunar um hvað þessu valdi. Landslýð er það Ijóst, að forustumenn Framsóknar- flokksins lögðu megináherzlu á myndun núverandi ríkis- stjómar með kommúnistum. Hins vegar tregðuðust hanni- balistar við, en Reykjavíkur- deildin í flokknum, sem sum- ir nefna hálfkomma, neyddu Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson til að láta undan og taka upp samstarf við erkifjendur sína, Magnús Kjartansson og sálufélaga hans. Fólkið veit, að Fram- sóknarforustan ber megin- ábyrgð á vinstri stjórninni, og þar með á samningunum við kommúnista um stefnu- skrá stjómarinnar, ekki sízt í öryggismálum landsins, sem hannibalistar voru á loka- stigi málsins neyddir til að skrifa undir. Þess vegna hljóta þær spumingar að vakna, hvort þessi úrslit séu vitnisburður um það, að lýð- ræðissinnaðir vinstrimenn vilji hirta þann flokk, sem fyrst og fremst ber ábyrgð á vinstri stjóminni og kjósi því þá, sem þeir treysta bet- ur til andstöðu við kommún- ista og til að halda áhrifum þeirra í skefjum. Athyglisvert er einnig, að Alþýðuflokkurinn tapar veru legu fylgi eftir samstarf við aðra vinstri rnenn, en hann hefur haft samstarf við vinstri flokka í bæjarstjórn ísafjarðar í 20 ár. Kemur það illa heim við kenningarnar um það, að Al- þýðuflokkurinn hafi beðið afhroð vegna samstarfs við Sjálfst æ ð isflokk i n n annars staðar á landinu. Eins og áður segir, er ekki unnt að draga neinn algild- an lærdóm af niðurstöðum þessara kosninga, en engu síður eru þær athyglisverð- ar. Á almenningur ¥ marga áratugi hefur um um það verið barizt hér á landi, hver stefnan ætti að vera í húsnæðismálum, hvort meginkapp ætti að leggja á það, að sem allra flestir eign- uðust íbúðarhúsnæði, eða hvort opinberir aðilar ættu að byggja leiguhúsnæði og landsmenn síðar sem flestir að vera leiguliðar ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt á það megináherzlu, að fólkið ætti að eiga íbúð- imar. Það væri vísasta leið- in til þess að gera menn efnalega sjálfstæða og tryggja fjárhagslega afkomu borgaranna. Vinstri menn Hiafa barizt fyrir gagnstæðri stiefnu, að vísu í mismunandi ríkum mæli, en hafa verið á undanhaldi á síðari tímum. Aður fyrr var því haldið að eiga íbúðir? fram, að engir gætu eignazt íbúðarhúsnæði, nema hinir efnaðri og þess vegna miðað- ist stefna Sjálfstæðisflokksins við hagsmuni þeirra. Fyrir tæpum tveim árum tók einn af talsmönnum Al- þýðuflokksins upp hina gömlu stefnu flokksins í borgarstjóm Reykjavíkur og mælti með því að horfið yrði frá þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í byggingamál- um, en rík áherzla yrði lögð á byggingu leiguhúsnæðis. Hann reyndi þó síðar að draga í land, er hann sá, hve mikilli andstöðu þessi sjón- armið hans mættu. Kommún- istar eru hins vegar ótrauðir að berjast fyrir leigustefn- unni, og í Þjóðviljanum sl. sunnudag er fjallað um óðleikhúsiö; HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK Þjóðleikhúsið: Höfundur: Carl Zuckmayer. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Leikmynd: Ekkehard Kröhn. Búningar: Lárus Ingólfsson. SAGAN af höfuðsmanninum frá Köpenick er víðfræg og marg- sögð og því ekki þörf á að end- ursegja hana hér. Forsenda sög unnar, sem er um leið meginefni ieikritsins, er hina vegar holl til upprifjunar og umhugsunar. Skósmiðurinn Wilhelm Voigt, sem seinna tók á sig gervi höf- uðsmannsins, missteig sig á braut löghlýðins borgara og átti eftir það ekki afturkvæmt í þá fínu samfélagsbyggingu, þar sem keis arinn trónaði hæst. Atlar tilraunir hanis í þá átt mistókust og átti sjálfumglöð heimska og skortur á ímyndunar afli embættismannanna og sumra góðborgaranna sök á því. f því tilíliti er ádrepan holl og góð, þó ég hafi enga sérstaka ástæðu til að halda að hún þjóni einhverj um tilgangi hér, en það er ekki ioku fyrir það skotið að hún geri það annars staðar. Hvaða erindi á þá þetta leikrit til okkar? Allur jarðvegur, and rúmsloft, umhverfi og aðstæður, sem það er sprottið upp úr, er okkur framandi. Er þetta samt nógu rismikið listaverk til þess að koma okkur við? Því skal hver áhorfandi svara fyrir sig. Leikritið er langt og efnismik ið og mun víst eitthvað hafa ver ið stytt nú, en það hefði ekki sakað ef það hefði verið stytt meira. Ýms atriði eins og t.d. kaffilhúsatriðið hefði mátt stytta og veizluatriðinu hefði mátt sleppa alveg án þess að sýn ingin glataði nokkru við það. Að alpersónan, höfuðsmaðurinn sjálf ur er það sem athygli okkar bein ist að. Breiðar myndir úr lífi vilhj álmskra góðborgara eru ekki eins athyglisverðar. Hér kemur f ram enn eitt afturúrein- kennið á leikhúslífi okkar: skort ur á dramatúrg eða bókmennta legum ráðunaut, sem vinnur að leikgerð leikrits með þýðanda og leikstjóra. Sviðsetningin er í hinum stóru línum mjög vel af hendi leyst. Það gengur allt snurðulaust og kemur á réttu augnabliki. Ýmis smærri atriði orka samt tvímælis og fara yfir þau stílmörk, sem sviðssetningunni virðast annars vera sett af leikstjóranum. Sem dæmi má nefna viðbrögð sonar klæðskerameistaraws eða skrif- stofumannsins hjá Axlotl. Að hápunkti þessara stílbrota kem ég aíðar. Leikarahópur Þjóðleikhússims er þarna næstum allur saman- kominn og dugir ekki til því marg ir leikaranna leika fleiri persón ur en eina. Rúrik Haraldsson gaf ágæta mynd af kynhverfum for- ingja í prússneska hernum. Flosi Ólafsson sýndi mjög eftirminni- iega bæklaðan Gyðing. Tónninn í tilsvörum hans var stundum kannski örlitið of harður til þess að sýna — á óbeinan hlM —* djúp þjáningar þessa manns. En ég þóttist heyra að það stæði til bóta. Randver Þorlákssyni tókst mjög vel að sýna mislukkaðan son klæðskerameistarans, sem er mislukkaður af því hann fellur ekki inn í þau form, sem þetta þjóðfélag viil að menn séu steypt ir í. Erlingur Gislason lék borgar stjórann í Köpenick og gerði það mjög vel. Erlingur rataði mjög auðveldlega á þennan rétta skop lega tón, sem hér er við hæfi. Hann var aldrei of alvarlegur og Gunnar Eyjólfsson og Herdta Þorvaldsdóttir sýndu vel dæmi- gert millistéttarfólk og litli leigj andinn í húsi þeirra, Lilja Þóris- dóttir, lék eðlilega. Skaði að það skuli ekki vera til ríkisleik skóli fyrir hana að fara í. Árni Tryggvason lék höfuðs- manninn. Árni er sérstæður U»ta maður, hjartahreinn og heillynd ur, þannig kemur hann að minnsta kosti fyrir, ég held að það sé rétt, einmitt þess vegna er hann kjörinn til að leika þennan sérstæða persónuleika, aem heimska og illska heimsinis fá Árni Tryggvason og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum. heldur ekki of skoplegur — hann var ekkert að mata skrímslið marghöfðaða á aðhlátursefnum meiri en þörf krafði. Þórhallur Sigurðsson er ungur og mjög efnilegur leikari. Vin höfuðsmannsins, Kalla, tókst hon um að gera mjög trúlegan og skýran, sama gilti um ofurstann. Lögreglustjórinn í Köpenick varð hins vegar farsapersóna, leikinn í röngum stíl, út úr tón við leikritið og sýninguna. Það fást ágætir hlátrar út á hann, en leikarinn er hér að leggja út á hættulega braut, braut auð fengins en lítilsverðs fjár. Þeir Valur Gislason, Ævar R. Kvaran, Bessi Bjarnason, Klem- ens Jónsson og Baldvin Halldórs son skiluðu sínum ýmsu hlut- verkum ágætlega. Hjalti Röng- valdsson lék einn til, sem ekki passaði í kerfið og gerði það snoturlega nema hvað hann beitti rödd sína valdi; nauðsyn þess skildi ég ekki. ekki bugað. Og sem svo hefnir sin á heiminum án þess að misþyrma nokkrum einstaklingi, en hefnd in hittir allt kerfið, verður að níðstöng gegn hernaðaranda og einkennisbúningadekri, sem stend ur enn jafn stór og sterk og þá er hann reisti hana. Áma Tryggvasyni tókst að láta okkur trúa hverju orði, sem Wilhelm Voigt sagði úr hana munini. Leikmynd Kröhn er snjöll. Tón. listin undir stjórn Carls Billich. mun vera nauðsynlegur þáttur í sýningunni, hvort hann þarf aS vera svona stór er svo annað mál. Búningar sem og leikur Lárua ar Ingólfssonar voru ágætir. Þýðingin lét vel í munni, Þetta leikrit, sem að mínu viti var aldrei annað en betri blaða mennska í leikritsformi, fékk mjög góðan hljómgrunn hjá frumsýningargestum og fær það vonandi áfrana. Þorvarður Helgasom. skattamálefni og þar mælt með hækkun fasteignaskatta, sem hafa myndu í för með sér hækkun húsaleigu og síðan segir: „Þessi ráðstöfun gæti flýtt þeirri hugmynd að byggt yrði upp leiguhúsnæði af hálfu hins opinbera í meiri mæli en nú er, því með þessu yrðu fleiri, sem heldur vildu leigja hús- næði, sem þeir hefðu öruggt athvarf í meðan þeir óskuðu eftir því, heldur en þeir, sem kysu að eyða beztu árum æv- innar í að vinna sér inn fyr- ir þaki yfir höfuðið til ævi- langrar eignar“. Hér er það feimnislaust boðað, að skattalögum eigi að haga þannig, að menn leggi ekki í að byggja eigið húsnæði, heldur byggi opin- berir aðilar leiguhúsnæði og fólkið fái íbúðirnar síðan til afnota, en eignist aldrei neitt. Hér er um að ræða skýr- an greinarmun á tveim gjör- ólíkuim stefnum, anniars veg- ar þeirri, sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðar, að auðlegð þjóðfélagsins eigi að dreifast sem mest meðal borgaranna, að takmarkið sé að gera sem flestia ©fnalega sjálfstæða, ekki sízt með því að tryggja þeim íbúðarhúsnæði til eign- ar. En hins vegar hin stefn- an, að fólkið eigi ekkert að eiga, heldur eigi auður þjóð- arinnar að safnast á hendur ríkisvalds og pólitískra spekú lanta, með öðrum orðuim ómengaður sósíalismi, fóikið á að vera til fyrir ríkið, en ríkið ekki fyrir fólkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.