Morgunblaðið - 05.10.1971, Page 24

Morgunblaðið - 05.10.1971, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1971 Eftir alla þessa leit mina að honum, var hann nú loksins kominn, og það án þess að ég hefði hugmynd um það. Hann stóð þarna, með þetta bros, sem ég hafði elskað svo heitt, og nú er ég sá hann aftur, gat ég ekki séð neitt djöfullegt í svipnum á honum. Hann leit út nákvæm lega eins og þegar ég hitti hann fyrst, fyrir nokkrum árum, og ég varð snöggvast eins og dá- leidd og horfin inn í fortíðina. Sömu bylgjurnar og sami gljá- inn á jarpa hárinu, og axlirnar í vel sniðnum fötunum voru álút ar, svo að mér fannst ég eins og sjá hann vera að kyssa á hönd einhverrar konu — meðan þessi gráu augu virtust vera að reyna að kíkja niður í hálsmálið á henni. Flóra gaf frá sér einhver glað leg kokhljóð og var afskaplega brezk. — Já, vitanlega! sagði hún. — Þið þekkizt. Ég man það núna. I vinnustofunni hjá mér, endur fyrir löngu. Já, það er satt. Allt í einu var ég farin að hata hana. Hún var svo skrattans sjálfsánægð og flekklaus. Mig langaði mest til að hella úr glas inu mínu niður eftir bakinu á henni. —- Já vist, sagði Melchior. — Ég man vel eftir henni Liz. Aldrei fallegri en nú. — Þú hefur alls ekki brevtzt neitt, sagði ég ónotalega, og gleymdi því í svip, að nú ætl- aði ég að vera róleg stillt og hafa hemil á skapsmunum min- um. — Og þetta er hr. Foxe-Mac- on, sagði Flóra. Það var nú of mikið að 'fá þetta hvort tveggja i einu, enda þótt ég hefði vitað fyrir, að hann ætlaði að verða þarna líka. Það var þessi Len, frá því um eftirmiðdaginn, brosandi og með augun út um allt. Ég hef aldrei séð jafnmargar tennur í einu á ævi minni. Hann laut að mér og sagði. Ertu með byssuna með þér? — Afsakið mig, sagði ég og þaut að barnum. Þar stóð Jimmie Davis og hellti í sig áfenginu. Hann renndi sér að mér og ýtti flösk- unni sinni á undan sér. Og svo stóð ég þarna í hálftíma og drakk i mig kjark meðan Jimmy uppfullur af hrifningu og áfengi dró upp glæsimyndir af þvi að lifa í synd, og að mér skildist aðallega um borð í skemmtisnekkju, þar sem ég átti ekki að íklæðast öðru en loð- feldum og demöntum og drekka kampavin alla nóttina. Loksins hafði ég fengið nóg af drykknum og Jimmy. Ég los- aði klistraða höndina á honum af öxl mér og fór að leita að Melchior Thews. V. — Mér gæti ekki dottið í hug að láta það af hendi, sagði Mel- chior Thews og klappaði um leið á jakkavasann, til þess að gefa í skyn, hvar bréfið mitt væri geymt. — Nema náttúrlega ef þér fyndist þú ekki geta án þess verið. — Hvað gæti þér dottið í hug að vilja fá fyrir það? spurði ég ísmeygiiega. Ekki að mér dytti í hug að borga honum skít ugan eyri fyrir bréfið, en ég vildi vita, hvað hann setti upp. Við vorum í morgunverðarher berginu handan við ganginn og þannig fjarri mestu ólátunum. Ég sat við borð með byssuna í töskunni á hnjánum, svo að hún sást ekki. Og Melchior hallaði sér upp að veggnum étandi. Yf- irleitt át hann, allt viðtalið á enda og gerði ekki neitt hlé á þvi, nema rétt til þess að gera athugasemdir um laukinn í sal- atinu og stærðina á ólivunum. Áður en hann svaraði nú, stakk SÍMI 3-6622 \/endo TOTAL SERVICE S/M/ 3-6622 Á ÍSLANDI SF. Háaleitisbraut 58—GO MIÐBÆ. VENDO-sjálfsalar eru framtíðin í verzlunarháttum. Við getum boðið VENDO-sjálfsala fyrir: Allar tegundir gosdrykkja og öls. Heitan og kaldan mat eða brauð. Sælgæti — tóbak. — mjólk — ís eða milk shake — kaffi — súkkulaði — súpur. Ef þér eigið VENDO-sjálfsala þá eigið þér arðbæra verzlun, sem borgar sig sjálf. — Afgreiðsla allan sólarhringinn — engar kaup- kaupgreiðslur til afgreiðslufólks. Eigandi VENDO-sjálfsala ræður sjálfur verði á vörum sínum og vélin getur gefið til baka. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta og ábyrgð á VENDO- sjálfsölunum. Gjörið svo vel og kynnið yður verð, útlit og gæði á fullkomnustu sjálf- heimsins. Einkaumboðið VENDO á íslandi sf. HALLDÓR ÞORVALDSSON, ÞORVALDUR STEINGRÍMSSON, Sími 3-6622. Sími 3-6622. Urúturinn, 21. niarz — 19. apríL l»ér gengtir starfid ekki vel í fyrstu, en það lagast er á liðm*. Nautið, 20. april — 20. niaí. l»ú verður að leggja eitthvað af mörkum, ef vel á að ganga í starfi. Tviburarnir, 21. maí — 20. júnl. t»ú ert að vinna að verki* sem nœr lan&t fram í tímanii mátt því ekki láta ginnast til óþarfa f'járfestinjgar. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. I»ú verður að fara herferð til að koma á re»Tu. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þröskuldar brýna aðeins baráttugleðina. Meyjar, 23. ágúst — 22. septeniber. Frá o» með deginum í dag skaltu ekki láta þer dotta í hug, að þú fáir meira en þú fgefur sjálfur. Vogin, 23. septeinber — 22. október. Leitaðu að friðsamleirri leið til úrlausnar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. [>,'ir, sem þú liaföir treyst á og trúað fyrir leyndarmálum standa sig eins oc stuttbylgjurnar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. I>ú ert vel á verði. en eitthvað mikilvægt fer samt fram hjá þér. Steing-eitin, 22. desember — 19. janúar. I?að eru ekki allar hugmyndir jafn snjaliar, ng því hezt að snúa sér að öðru, sem er arðvæulegra. Vaknsberinn. 20. janúar — 18. febrúar. Nú er tíminn til að snúa sér að framtíðarvandamáii. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I>ú skalt vera við einhverju mótlíetl búin. hann upp í sig stórum bita af samloku, og talaði siðan loð mæltur og spýtti brauðmolum frá sér. — Segjum svona fimm þúsund dali. — • Er það allt og sumt? sagði ég og hló. En hendurnar á mér voru aftur farnar af skjált'a og ég lagði þær í kjöltu mina og kreisti þungu samkvæmistösk- una. — Bara ég hefði séð þig étandi i fyrsta sinn sem við hitt- umst, þá væri ég hér ekki nú til að sjá, hvilíkt skítmenm þú ert. — Já, frá hvirfli til ilja, bætti hann við rólega. — Jæja Liz, hvað segirðu um þetta? Ég vil nú ekki neina ávísun, svo að hvað segirðu um að hitta mig — við skulum nú sjá, á morgun er sunnudagur og allir bankar lok aðir. Hvað segirðu um að koma i hádegisverð á mánudag? Svo þegar við erum búin að ljúka þessu gætum við farið í bíó eða eitthvað annað, eins og i gamia daga. Hann reigði höfuðið og horfði á mig gegnum augnhárin — það var þetta tillit, sem ég hafði ekki staðizt forðum. -- Melchior, sagði ég. — Þér er ekki alvara. Þú ert að gera að gamni þínu, er það ekki? Já, en í guðanna bænum, þú gætir ekki. . . Vertu ekki svona barnaleg, Liz. Hann réðst á seljurót og gaf frá sér ýmisleg torkennileg hljóð. — Hvað þarf ég að gera til þess að sanna, að mér sé al- vara? Kannski sýna þessum pempíulega kærasta þínum bréf- ið? Jæja. Svona auðvelt ætlaði þetta að verða eða hitt þó held Listaverkamarkaður Gömul og ný málverk eftir okkar þekktustu listamenn. Tekið verður við málverkum til sölu á markaðinn (Umboðssala). Listaverkauppboð KRITJANS fr. guðmundssonar, Týsgötu 3, sími 17602. Málverkasalan. Á FLÖTUM STÓRGLÆSILEGT einbýlishús á bezta stað til sölu. í SMÍÐUM glæsilegt einbýlishús við SUNNUFLÖT, kjallari undir öllu — hen- tugt undir smáiðnað — teiknistofu — heildsölu o. fl. f SKIPTUM gott einbýlishús í skiptum fyrir góða sérhæð í Reykjavík. FASTEIGNAMIDSTÖÐIN. Austurstræti 12 Símar 20424—14120 — Heima 85798—30008 I t AKRAIAKRA fyrír steik | í bakstur AKRA d brauð AKRAIAKRA í bakstur I/yrir steik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.