Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 3 KARNABÆR TÖKUM UPP í DAG!!! • LOÐFÓÐRAÐA HERRAJAKKA MEÐ HETTU • HERRASPORTJAKKA ÚR FLAUELI OG BURSTUÐU DENIM • LOÐFOÐRAÐ FRAKKA • HERRAPEYSUR — MARGAR GERÐIR • LIVE-INS GALLABUXUR HNEPPTAR ÚR BURSTUÐU DENIM • ORGINAL HERMANNAMERKI OG ALLS KONAR MERKI • HERRASKYRTUR MUNSTRAÐAR • STÖR SENDING AR DÖMUPEYSUM • HNEPPTAR FLAUELISBUXUR OG TERYLENE ULLARBUXUR • FÖT MEÐ OG AN VESTI TÓKUM UPP FYRIR HELGI STÓRA SENDINGU AF KÁP- UM OG KVENKULDAJÖKKUM. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. STAKSTEIMAR „Bara moðhausar“ Höfundur pistiJsins Á kross- götjun í Nýju landi, sá er fyiir skömmu tók dæmi af Jónasi frá Hiiflu um skrif sin, reit í siðustu viku enn einn pistil um það, að nppbygging álversins við Straums vík og Búrfellsvirkjun liafi verið gagnstæð draumum Einars Bene diktssonar skáids um nýtingu þeirrar orku, er óbeizluð rennur fram í fallvötnum landsins. Og áfram liélt hann: Skrif Einars Benediktssonar „sýna að haitn hefði ekki verið i Mbl.-liðinu, ef hann hefði verið uppi í dag“. Óneitanlega er það skemmti- leg tilbreyting í gráum hversdags leikanum að sjá horfin stórmenni dregin í pólitíska dilka og er vonandi að þar verði nokkurt framhald á mönnum til skemmt- unar. Og það er rétt, sem í Nýjw landi stendur: „Það þarf ekki að iesa mikið af ljóðum Einars til að skilja hvaða afstöðu hanu hefði tekið nú, en þá mega menn ekki vera BARA MOÐHAUSAR.'* Nei, ekki BARA! Ómakleg árás Á erfiðleikaárunum 1967 cg 1968 kom það áþreifanlega í ljós, hversu einhæft atvinnulíf okkar fslendinga er og hversu háðir við erum sjávarafla. Þess vegna var það tímanna tákn að í góðær- inu 1966 skyldi vera hrotið blað í atvinnusögu íslands með stórvirkjuninni við Búrfell og ál verinu við Straumsvík. Á þeim tíma óttuðust ýmsir forystumenn stjórnarandstöðunnar, að slík mannvirkjagerð myndi draga til sín of mikið af vinnukraftinum, þannig að ekki fengist nægilegt vinnuafl til að vinna úr sjávar- aflanum. Reynslan varð su, að þrátt fyrir framkvæmdir við Biir feii og Straumsvík var tilfinnan legt atvinnuleysi hér á landi ©g margir nrðu að fara erlendis í atvinnuleit. Þessar staðreyndir heyra nú sögunni til. En þær eru okkur vísbending um það, hvernig á- fram skuli haldið uppbyggingu at vinnulífsins og skotið fleiri stoð- um undir það. Þeir eru líka æ fleiri, sem verða til þess að við- urkenna þessa nauðsyn á f jölþætt ara atvinnulífi, þótt enginn hali e.t.v. tekið jafn djúpt í árinni og Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs- málaráðherra, er hann sagði, að íslendingar yrðu að flytja af landi brott, ef þorskurinn hyrfi af íslandsmiðum. Það er því með öllu ómaklegt, þegar Nýtt land hendir þessi ummæli á loftl ®g reynir að gera gys að þeim með því að hnýta aftan í þau: „Þetta hlýtur að vera afgerandi athuga semd, því hver vill taka á móti þessum . . . ?“ Gengu til kirkju Undanfarin ár hafa kommún- istar haft þann hátt á að sitja í „kringlunni" í Alþingishúsinu í stað þess að ganga til kirkju með öðrum alþingismönnum við þingsetningu. Þess vegna vakti það athygli við setningu Alþing- is í gær, að Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósefsson brugðu út af vana sínum og gengu til kirkju. Sýnir það, að forsætis- ráðlierra Iiefur betra taumhald á samráðherrum sínum úr AI- þýðubandalaginu en menn gátu vænzt. Hins vegar hélt Geir Gunnars- son fast við sinn keip og t'ór hvergi. Heldur ekki þeir Ragnar Arnalds og Eðvarð Stgurðsson. TF-Eir ónýt á Rjúpnafelli: „Enginn tími til að láta sér bregða — segir þyrluflugmaöurinn „ÉG TEL engan vafa á því, að þyrlan sé ónýt,“ sagði Þórhall- ur Karlsson, þyrlufliigniaður LamdhelgisgæEliuiiMiar, við Morg- mmtolaðíð í gær, en Þórhallur var við stjórnvölinn, þegar TF-Eir, þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slly sava rnaf éiags Islands, brot- lenti á Rjúpnafelli á laugardag. Með ÞórhaDi í þyrlunni var Guð- momndur Hannesson, verkstjóri hjá Rafrnagnsveitum ríkisins og slnppu þeir báðir ómeiddir. Leit- arflugvél fann mennina svo á tólfta timamtm á laugardags- kvöld og voru þeir þá koinnir í Skúfstungur við Þjórsá og að leggja á Sandfell, þar sem Lands virkjun hefur bækistöð. „Ég var að lenda á Rjúpna- íelli," sagði Þórhallur, „og hafði stöðvað þyrluna í loftinu. Hvað þá kom fyrir, veit ég ekki, en þyrlan hlunkaðist ióðrétt niður og kastaðist svo upp aftur og eina þrjátiu metra til og þaðan aðra 40 metra niður nokkurn hailanda. Þegar hún loks stöðv- aðist sneri hún í þveröfuga átt við lendingarstefnuna. Við íyrstu lendingu sprumgu flotholt in undir þyrlunni og svo tættist skrúfan í sundur, stélið rifnaði af og hurðirnar hrukku upp. Hvað gerðist, veit ég ekki gjöria, en það er mögulegt að ég hafi fengið vind aftan á þyrl- una í lendingunni. Við vorum i 3000 fetum, þegar hrapið byrj- aði og þegar afiið er komið nið- ur fyrir visst mark, er ekki unnt að vinna vélina upp aftur, nema lenda fyrst. Fyrsta lendingin var svo hörð, að ég missti alla stjórn á þyrlunni, en þó varð ég að reyna að koma henni niður og stöðva hana. Þetta gerðist allt svo skyndilega, að það gafst eng inn timi til að gera sér grein íyrir þvi. Einhvern tima hefði mannd nú brugðið við minna, en þarna var hreint enginn tími til að láta sér bregða." „Þetta varð ailt svo snöggt og tók svo fljótt af, að ég gerði mér ekki grein fyrir staðreyndunum, fyrr en eítir á,“ sagði Guðmund ur Hannesson. „Og þegar það var afstaðið, var engin ástæða til hrœðslu. Þetta var allt búið." Frá Reykjavík fóru þeir fé- lagar klukkan 11 á laugardag og var ætlunin að athuga með leið- ir fyrir hugsanlega orkuílutn- ingalínu milli Suður- og Norður- lands um Hveravelli. Þeir lentu á Jaðri og tóku þar eldsneyti, og flugu þaðan beint til Keri- ingarfjalla og upp á Rjúpnafell, „en þaðan hugði ég gott að líta yfir landið," sagði Guðmundur. „Klukkan hefur verið alveg um eitt, þegar brotlendingin varð," sagði Þórhallur. „Ég var með sex bensinbrúsa í þyrlunni og fyrsta verkið var að koma þeim burt. Siðan reyndí ég að senda út neyðarkall, en án ár- angurs og þá var ekki um ann- að að ræða en ganga frá flak- inu. Við snæddum nesti akkar og lögðum af stað niður Rjúpna fell um kortér yfir tvö. Við höfð- um gert áætlun um að ná í Búr- fell um áttaleytið um kvöldið, en okkur sóttist ferðin seinna en við höfðum gert ráð fyrir." „Ferðin gekk ágætlega fyrstu 20 kílómetrana," sagði Guðmund ur, „en svo dimmdi og þá urðu mýrarfen á leið okkar — sem við hefðum sloppið við, ef birtu hefði notið. Við þurftum svo að vaða Tungnaá, en skömmu eftir það komumst við á veginn upp með Þjórsá og höfðum gengið eftir honum í um hálfa klukku- stund, þegar við fundumst." „Það var ósköp notalegt, þeg- ar jeppinn tók okkur upp í,“ sagði Þóiihallur. „Maður er ó- vanur svona labbi og við vorum orðnir anzá sárfættlr. Sem bet- ur fer hélzt veður gott.“ Þeir félagar telja síg hafa gengið eina 40 kílómetra. Áætlað hafði verið, að þyrlan yrði aftur i Reykjavík um klukk an 19 á laugardagskvöld. Þegar klukkan var orðin hálfátta án þess að nokkuð spyrðist til þyrl- unnar hóf fl-ugmálastjórnin eft- irgrennslan og um klukkan 20 voru flugvélar beðnar .að svip- ast um eftir þyrlunni á svæði frá Búrfelli í Kerlingarfjöll og norður um að Hveravöllum. Skömmu síðar voru sendir tveir flokkar frá Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavik og einn frá Hell um og einnig lagði sveit Slysa- Framhald á bls. 12 Þyrluflakiö á Rjúpnafelli. (Ljósm.: G.H.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.