Morgunblaðið - 12.10.1971, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971
11
Börge Axel Jónsson
veitingamaður 60 ára
• ' ' *'v s sss-lss
Sextugur er í dag Börge Axei
Jónsson veitingamaður. Börge
er dansk-sænskur að uppruna,
en fæddur í Kaupmannahöfn.
Um tvitugs aldur nam hann
land á Islandi og hefir átt hér
heima síðan, en um áratug eft-
ir að hann ílentist hér, gerðist
hann islenzikur ríkisborgari.
Börge hefir frá því hann fhitt-
ist út hingað átt óðal sitt í
Reykjavik. Hér í höfuðborg
lands vors hefir starfsvettvang-
ur hans verið nær órofa. Um
nokkur ár framan af starfsferli
hans hérlendis, var hann mat-
sveinn á gamla Gullfossi, en er
það heillaskip fór sína siðustu
för héðan, höguðu atvikin því
þannig, að Börge gat ekki,
Far g j aldastr í ð
einnig á hafinu
Briissel, 8. okt. AP.
EIGENDUR farþegaskipa, sem
stunda siglingar á Atlantshafi
hafa nú fylgt fordænú flugfélag-
anna og samþykkt að veita skipa
félögunum heimild til meiri
„sveigjanleika" við ákvörðun far
gjalda í þeim tilgangi að auð-
velda félöguniun að mæta utan-
aðkomandi samkeppni, eins og
komizt er að orði.
Eigendur farþegaskipa sitja
um þessar mundir ráðstefnu i
Brussel, og var ofangreind sam-
þykkt gerð þar í dag. Talsmaður
skipaeigenda, Richard Duffy,
skýrði blaðamönnum frá þvi í
dag að búast mætti við því að
ný fargjöld yrðu auglýst fljót-
lega.
Ákvörðunin um heimild til að
lækka fargjöld var tekin eftir að
fulltrúar Cunard skipafélagsins,
sem meðal annars gerir út
„Queen Elizabeth II“, gengu af
fundi eftir að félagið hafði á-
kveðið og auglýst ný og lækkuð
fargjöld á siglingaleiðinni yfir
Atlantshafið. Auglýsti félagið 12
daga ferð fram og aftur milli
Southamton og New York á
ferðamannafarrými (tourist
class) fyrir 146 sterlingspund, og
taka þau fargjöld gildi 22. októ-
ber. Áður var lægsta fargjald
félagsins á þessari leið 256 pund.
Brezkir togarar und-
ir íslenzkum fána
Hugmynd nokkurra togaraeigenda
segir blaðið The Daily Mail í Hull
EF ALVARA verður úr fyrir
hiigaðri 50—70 mílna fiskveiði
lögsögu íslendinga, kunna
nokkrir brezkir togaraeigend
ur að íhuga að láta skip sin
sigla undir íslenzka fánanum.
Kemur þetta fram í frétt í
blaðinu The Daily Mail í Hull
sl. laugardag.
Að svo komnu hefur enginn
togaraeigandi hugsað sér að
gera slíka ráðstöfun, segir
blaðið ennfremur. Þeir eru að
bíða eftir því, hvaða áhrif við
leitnin á alþjóðavettvangi
gegn einhliða tillögu fslands
muni hafa. En hugmyndin um
að láta skrá togara sána á ís-
landi hefur þegar komið upp
hjá nokkrum togaraeigendum.
Það gæti haft í för með sér, að
togarar þeirra yrðu ekki úti
lokaðir frá auðugustu fiskimið
um innan fiskveiðimarkanna.
Brezkir togaraeigendur
telja, að það sé mjög ólíklegt,
að það muni borga sig áfram
að gera út úthafstogara, án
þess að þeir f ái að fiska úti fyr
ir íslandsströndum.
En fjölda spuminga er ó-
svarað, áður en nokkur raun
hæf skref verða stigin til þess
að umskrá togarana, þannig að
þeir verði undir islenzkum
fána. Fyrst og fremst vafcnar
sú spurning, hvort íslenzka
stjómin, sem myndi gera sér
grein fyrir ástæðunum að
baki slíkri ráðstöfun, leyfði
slikt.
Ef hún leyfði það, mætti
gera ráð fyrir því, að aðrir er
lendir togaraeigendur myndu
fara eins að og meginástæðan
fyrir því að setja nýju land-
helgina — fiskivernd — væri
úr sögunni.
önnur spuming, sem ó-
' svarað er, er, hvort íslenzka
( stjómin myndi krefjast þess,
að íslenzkar áhafnir yrðu not
aðar, ef hún féllist á það, að
skip í eigui erlendra aðila
sigldu undir íslenzka fánanum.
Að lokum hefur The Daily
Mail í Hull eftir einum togara
eigandanum:
— Við vitum ekki að svo
komnu máli, hvort það yrði
heppilegt að láta skip sigla
undir islenzka fánanum, en
það verður að athuga sérhvern
möguleika.
vegna veikinda, fylgt þvi
svo sem óður. Settist Börge þá
endanlega að í Reykjavík, sið-
an hefir starfsvettvangur hans
verið hér svo sem áður er að
vikið. Árið 1936 kvæntist Börge
islenzkri konu, Unni Jónsdóttur.
Meðal margra ágætra Dana og
annarra erlendra manna, sem á
umliðnum áratugum hafa flutzt
út hingað og kosið sér hér ból-
festu og tekið ástfóstri við land
og þjóð, má vissulega telja
Börge i hópi hinna beztu.
Áhugi Börge á sviði félags-
má'la kom brátt í Ijós, hug-
kvæmni hans og dugnaður
leyndu sér ekki. Á undanförnum
áratugum hefir margþætt félags
málastarfsemi hans, einkum
beinzt í tvær áttir, annars veg-
ar að félaginu Dannebrog, sem
er fyrst og fremst félag danskra
manna búsettra hér og hins
vegar að k nat tsp yrn u fél aginu
Þrótti. 1 báðum þessum félög-
um hefir Börge starfað ósleiti-
lega. Setið i stjómum beggja,
um árabil og gegnt formanns-
störfum í Danneborg um langan
tíma, og enn á hann sæti í
stjórn Þróttar. Fyrir störf sin
í þessum félögum hefir hann
hlotið maklega viðurkenningu.
Á 25 ára afmæli Dannebrog var
Börge m.a. sæmdur hinum kon-
unglega danska heiðurspeningi
1. stigs með kórónu, úr hendi
Friðriks IX Danakonungs. Einn
ig guilmerki Dannebrog. En
slrk sæmd hlotnast ekki öðrum
en þeim, sem vel hafa unnið. En
hefir Börge verið sæmdur
heiðursmerki Þróttar með lár-
viðarsveig. Slíkar heiðursviður-
Breiðholt
— afgreiðslustúlka
ÓSKAST, HELZT VÖN BÓKAAFGREIÐSLU.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
fyrir 15. október merkt: „Breiðholt A2 — 3245".
íbúð óskast
Mig vantar 4—5 herbergja íbúð í Reykjavík
eða á Seltjarnarnes.
Halldór Blöndal, sími 10100 eða 15891.
Skrifstofustarf óskast
Stúlka með KvennaskóTapróf og 8 ára starfsreynslu óskar
eftir skrifstofustarfi.
Tilboð merkt: „Góð laun — 3264" sendist Mbl. fyrir 15. þ.m.
Atvinna
Óskum eftir að ráða til starfa strax ungan, laghentan mann.
Þarf að hafa bifreið til umráða.
Tilboð merkt: „T — 3263" sendist afgr. Mbl. fyrir 14. þ.m.
kenningair sem hér um ræðir
vitna vissuiega um mikið og
gott framlag Ðörge á sviði fé-
lagsstarfseminnar.
Börge hefir ætíð haft mikinn
áhuga á og látið sér annt um
samstarf Dana og Islendinga,
bæði á sviði menningar- og
íþróttamála. Hann var t.d. mjög
áhugasamur um heimkomu
handritanna, og fagnaði mjög
farsælli lausn þess máls. Með-
an harðast var deiilt á þeim vett
vangi stóð hann i bréfaskrifum
við danska áhrifamenn, þar sem
hann hélt fram rétti Islands.
Þá vann hann mjög að auknu
samstarfi á íþróttasviðinu með
Dönum og Islendingum, og átti
drjúgan þátt í því að auka
þau samskipti, með þvi m.a. að
taka á móti flokkum knatt-
spyrnumanna á vegum Þróttar
og sjá um utanferðir Þróttar-
flokka til Danmerkur, bæði að
þvi er tók til undirbúnings og
fararstjómar, en slíkt er jafnan
mikið verk og vandasamt. En
það var eins og annað, sem
Börge tók að sér, örugglega og
vel af hendi leyst.
Um leið og þessum fóstursyni
elds og isa eru þökkuð góð
kynni og gott samstarf liðinna
ára, þar sem drengskapur og
velvild sátu jafnan í fyrirrúmi,
er honum á merkum timamót-
um árnað allra heilla og þess
vænzt að honum auðnist enn um
árabil að leggja hugðarefnum
sínum sitt mikilsverða iið, svo
sem hingað til.
Börge dvelur nú á slóðum for
feðranna ásamt konu sinni. En
þau hjón eru hjá dóttur sinni,
sem gift er Henry Jensen fram-
kvstj. að Sökildevej 54, Ry st.
Jylland.
E.B.
Philip Jenkins
Jenkins sannar
snilld sína
BREZKA dagblaðið „Daily Tele-
graph“ fer mjög lofsamlegum
orðum um leik Philip Jenkins,
píanóleikara, en hann hélt tón-
leika í Wigmore Hall í Lundún- 1
um í síðasta mánuði. Segir í
dómi um tónleikana, að Philip
Jenkins sé tónlistarmaður fram í
fingurgóma og hafi sannað snilld
sína á þessum tónleikum. <
Segir blaðið, að leikur hans
hafi aldrei verið þvingaður, og.
hafi borið vitni um vandvirkni
og hugkvæmni. Philip Jenkins
lék á þessum tónleikum verk eft
ir Prokofiev, Beethoven, Haydn,
Chopin, Ravel og Pál ísólfsson,.
og segir blaðið, að smálög Páls
hafi verið flutt á myndrænan
hátt.
Philip Jenkins er píanókennar)
á Akureyri og söngstjóri karla-,
kórsins Geysis þar í bæ.
Nafnið
d bak við Ríó
kaffi.
0.J0HNS0N
&XAABEB HF