Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 Forskólareynsla og námsárangur: Lægsti hópur hafði meira gagn af 6 ára kennslu Viðtal við nýbakaðan doktor, í*uríði J. Kristjánsdóttur NÝLEGA varði Þuríður J. Kristjánsdóttir, kennari, doktorsritgerð við háskól- ann í Illinois í Bandaríkj- unum, en þar fjallar hún um efni, sem miklu máli skiptir í sambandí við kennslu sex ára barna, er hér hefur verið ofarlega á baugi á undanförnum ár- um. Því Ieituðum við til Þuríðar, þegar hún kom heim og báðum hana um að segja okkur eitthvað um viðfangsefni ritgerðar- innar, sem var samband mismunandi forskóla- reynslu annars vegar og hins vegar námsárangurs og vissra þátta félagslegr- ar aðlögunar í fyrsta bekk, Að íslenzkum sið gerum við fyrst grein fyrir Þuriði, Hún er Borgfirðingur, frá Stein- um i Stafholtstungum, dóttir Rannveigar Oddsdóttur og Kristjáns Fr. Bjðmssonar bónda og húsasmiðs. Hún inn ritaðist í Háskólann í Hlinois 1966 i uppeldisfræðilega sál- fræði, en hafði þá verið við sama nám í Englandi 1962— 63. En árin á milli kenndi hún við Hagaskólann. Þuríð- ur tók BA-próf í Bandaríkj- unuim 1968 og Mastergráðu 1969 og fór þá að huga að rit gerðarefni. — Það var eiginlega tiivilj un að ég valdi þetta, segir hún. Nám sex ára barna var svo ofarlega á baugi hér. Og í Bandaríkjunum er ékki hægt að gera svona kannan- ir, vegna þess að þar eru öll böm á þessum aldri þegar í skóla, svo að háskölanum þótti fengur að þessu. — Hvemig vannstu þetta verkefni? — Haustið 1969 valdi ég hundrað barna úrtak úr 6 ára deildum Isaksskóia, oig tök einnig öll þau 43 böm, sem þá voru í 6 ára deiidum Mýrarhúsaskóians á Seltjam arnesi. Síðan prófaði ég á móti mikinn fjölda 6 ára barna i borginni, sem hvorki voru i skóla né timakennslu. Ég tók samaniburðarhópa af sama kyni, með sömu náms- getu og sömu atvinnu föður, svo að þeir væru eins sam- bærilegir og mögulegt var. Vorið 1970 voru öll börnin þroskaprófuð í annað sinn og prófuð í testri. Þá voru tveir hópamir að ljúka sínu 6 ára skólanámi, en hin bömin höfðu verið heima. Sl. vor kom ég svo heim til að end- urprófa allan hópinn. Þá vom öll bömin prófuð í lestri og reifkninigi og bennaramir fylltu auk þess út spuminga- lista, sem átti að gefa hug- mynd um félagslega aðlögun. — Og hvemig fór? Hver varð niðurstaðan? — Eins og við mátti búast kom það fram, að böm, er voru sex ára görnul í sköla, voru langt á undan hinum i lok fyrsta bekkjar. En kennsl an í þessum tveimur skólum 6 ára barnanna er mjög ólik. 1 Isakssköla er t.d. kenndur kístur í 6 ára deild, en böm- um í Mýrahúsasköla ekki, Þvi voru ísaksskólabörnin „Við, Gunni og Jónas" heitir ný frábær LP hljómplata með RÍÓ TRÍÓINU, sem nú er að koma út. Á hljómplötunni leika og syngja þeir félagar 12 lög, bæði í hefð- bundnum stíl þjóðlaga og á nýstárlegri hátt. Þetta er því hijómplata fyrir flesta. Á hljómplötualbúminu, sem er 6 síður, eru m.a. yfir 40 ljósmyndir, sem teknar hafa verið við ýmis ó’ík tækifæri. FALKIN N <S> HLJÓMPLÖTUDEILD, SUÐURLANDSBRAUT 8 LAUGAVEGI 24. komin lengst samikvæmt þess ari próflun, MýrarhúsaskóJa- bömin næst og heimabörnin stytzt, bæði í lestri og reikn- ingi, og var munurinn alls staðar marktækur. — Annars var sumum af bömunum, sem voru heima hjá sér, kennt að lesa á heim ilunum, heldur Þuríður áifram skýringum sínuim. Svo ég tók eins mörg af þeim og hægt var og fann hliðstæðu meðal hinna heimabamanna til sam anburðar. Kom i Ijós, að þau sem var kennt heima, stóðu nokkuð svipað að Vígi 7 ára og þau, sem voru í skóla sex ára. — Verður framhald á þess- um samanburði? — Já, ég æflla að fylgjast með þes9um bömum út barna skóla að minnsta kosti. Þá verður hægt að sjá hvort þau, sem byrjuðu fyrr, halda for- Skotinu eða hvort það jafn- ast út í barnaskólanum. Til þessa verkefnis fékk ég styrk úr Vísindasjóði og næst prófa ég börnin að vori, þ.e. í lok annars bekkjar. Og ég vona að þessi rannsókn eigi eftir að koma að gagni, þvi nú er einmitt verið að vinna svo mikið að þessum máium. — Hvernig gengur að fá börn og foreldra þeirra í slíkt verkefni? — Mjög vel. Ég vann við Skólarannsóknir 1969—70 og fékk aðstoð þar. Ég var satt að segja hálfhrædd um að foreldrar úti í bæ mundu hika við að koma með 6 ára bömin til prófunar. Því fylgja viss óþægind'i. En þessu var einstaWega vel tek ið. Mátti heita að hvert ein- asta foreldri, sem hringt var til með beiðni um að koma með barn til prófunar, tæki þvl vel og kæmi. Það gekk miklu betur en ég bjóst við. Og gott var að eiga við böm- in. Skólarnir hafa líka verið einstaklega samvinnuþýðir. — Ekki eru nú öll þöm jafn þroskuð á þessum aldri? — Nei, þau eru að sjálf- sögðu misjöfn. Yfirleiitt bar ég alltaf saman hópinn í heild sinni, en þó skipti ég i einu tilviki hópnum, sem lærði lest ur í skóla 6 ára, og tilsvar- andi samanburðarhópi í þrjú getustig. Þá kom nökkuð at- hyglisvert í ljós. Lægsti hóp- urinn var sá eini, sem náði sama árangri 5 lestri eftir eins árs skölavist, hvort sem börnin byrjuðu 6 áða 7 ára. Hinir hópamir náðu betri ár angri eftir eins árs skólavist, þegar þeir byrjuðu 7 ára. Hér er verið að bera saman böm á ólíkum aldri með jaifn langan skölaferil. Þegar sömu hópar eru hins vegar bomir saman i lok fyrsta bekkjar, þ.e. á samá aldri með mislang an skólaferil að baki, þá eru þau sem byrjuðu 6 ára í öll- um tilvikum mun hærri. Lægsti hópurinn, sem byrjaði 6 ára, les þá jafnmikið og hæsti hópurinn, sem byrjaði 7 ára í skóla. — Þetta er öfugt við það, sem stundum er sagt, að um- fram allt megi ekki íþyngja þeim getuminnstu með námi of snemma ? — Þetta má auðvitað ekki taka svo, að þvi getuminna sem bamið er, þeim mun fyrr skuli byrja að kenna því, t.d. lestur. En sum böm þurfa meiri tíma en önnur. Kennsi- an þarf að vera við hæfi. Skólaþroskahugtakið hefur breytzt. Áður var eingöngu spurt hvort barnið væri reiðu Dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir búið til að hefja skólanámið. Nú er líka spurt, hvort skól- inn sé reiðubúinn til að taka við barnimu á þvl stigi sem það er. — Þessi rannsókn sýnir þá sem sagt, að rétt sé að byrja að kenna 6 ára bömum, er það ekki? — Samkvæmt henni virðist ekkert hafa komið fram, sem mælir gegn því að böm byirji í 9kóla þetta ung, enda víða gert. Og ýmislegt mælir með því, a.m.k. fyrir þéttbýlis- börn. Þetta virðist þó Illleys anlegt i sveituim. Eðlilegt er að fólk hiki við að senda ung böm í heimavistarskóla. Stunduim er farið fram á að fá litla skóla fyrir yngstu bömin í sveitunum. En þá fást ókki kennarar. Svo þarna virðisí vera sjálfhelda. — Við höfum séð greinar í blöðum í Bandarikjumum, þar sem talað er um að kenna börnunum kormumgum, jafn- vel niður í 3ja ára, og þá kannski með sjónvarpi. Hvað segir þú um þetta? — Það er nú hópur manna, sem heidur því fram, að byrj að sé of seint að kenna börn- um t.d. að lesa. Að ung börn hafi svo mikið næmi og geti lært svo mikið, og að við nýt um þessa hæfileika of lítið. Svo eru aðrir, sem spyrja hvort við eigum að kenna börnunum svo ungum, þó svo þau gætu lært. Þeirri spumingu hefur ekki verið svarað. Hitt er svo annað mál, að þó e(kki væri hægt að kenna börnum t.d. lestur fyrr en 6 ára með einni aðferð, þá gæti einhver önnur aðferð hentað yngri bömurn. — Og þá kannski ný að- ferð, eins og kennsla með sjón varpi? — Lengi heflur verið vitn- að í tilraun, sem sýndi að börnin náðu ekki að læra að lesa fyrr en þau höfðu vit- þroska 6% árs bams. Þessu var haldið fram í áratugi. En þá var farið að benda á að þetta væri bundið aðferðinni ekki síður en aldrinum. Spurningin er þá kannski sú hvort eigi að kenna börnum komunigum, þó þau geti lært. Hvort þau séu ekki þetur komin við leik en lestur. Þuríður er nú komin heim með doktorsnafnbót, og ætlar að fara að kenna uppéldis- fræði og sáiarfræði við Kenn araháskólann. En næstu árin verður það Mka viðfangsefni hennar að fylgjast með öllum börnunum, sem hún byrjaði að kanna þegar þau voru 6 ára gömul. Og fróðlegt verð- ur að sjá, hvort fyrsta skóla- árið á eftir að duga þeim lengi vel, sem byrjuðu sex ára. Eða hvort það er bara tímaspursmál, hvenær hin verða búin að ná þeim. E. Pá. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.