Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 r____ 24 Peir voru greinilega að láta mig bíða þangað til taugarnar í mér yrðu alveg kolvitlausar og ég yrði of ringluð til þess að hafa hugmynd um, hvað ég væri að segja. Ég hefði fundið likið, var ekki svo? Þeir hefðu átt að kalla mig fyrir fyrst allra. En timinn leið og gestunum fækk- aði. Ég sá þá fara út um dyrn ar á heimleið — Marcellu !it;u með bráðnaða andlitið, Hank á eftir henni með skakkt bros á vör, Grace studda af lögreglu þjóni og elta af Leonard, sem bar veskið hennar, rétt eins og hún loftaði þvi ekki sjálf, Barry sem flýtti sér, en þó ekki nægilega, því að Klara, sem var að troða sér í kápuna, og hl.ióp á eftir honum og náði í hann áður en hann komst i lyftuna. En sú ljóshærða var hvergi sýnileg. Og enn beið ég. Smám saman varð ég alveg máttlaus og of úttauguð til þess að kæra mig um neitt. Þrátt fyr ir allt, hallaði ég mér upp að veggnum, slappaði af og var næstum farin að blunda. Flóra og lögregluþjónn birt- ust í dyrunum. — Er þetta sú, sem fann hann? spurði maðurinn. — Sú rauðhærða. Ég kipptist til og vaknaði. Þrátt fyrir máttleysi í hnjánum stóð ég upp og gekk yfir gólf- ið að dyrunum, þar sem lög- reglumaðurinn tók mig undir arminn. En meðan hann var að leiða mig inn i morgunverðar stofuna, varð eitthvert uppnám og einhver æpti: — Blöðin! AKRA AKR A fyrír steik t bakstur Já, blöðin, þeim hafði ég nú alveg gleymt. Jú, það var hér um bil tími til kominn, að þau kæmu á vettvang. Bezt að ljúka þvi af sem fyrst. Inni í morgunverðarstofunni sat Langmede við borð og var eithvað að krota, en matnum hafði verið hrúgað á borð úti í horni. Hraðritari sat hægra meg in við fulltrúann með biokk á hnénu og var að ydda blíant með eidhúshníf. Lögreglukona stóð við borðið úti í horni og var að gæða sér á matnum. Og við gluggann stóð Gordon Parrott og horfði út yfir Man- hattan og hnýtti hnúta á streng- inn i gluggatjaldinu. Hann leit við þegar lögreglumaðurinn til kynnti komu mxna, en gekk þá fram og tók i höndina á mér. Ég varð hissa að hitta yð- ur hér, ungfrú Boykin, sagði hann dálítið hvasst. Og leit á mig spyrjandi augum. Nei, hér gat ég enga von haft. - Ég vinn hjá Lintonhjónun- um, svaraði ég stuttaralega. — Sit fyrir. Þetta er ekki eitt af fínu samkvæmunum þeirra, held ur fátæki'asamkvæmi. Hann hleypti brúnum. — Ég átti nú ekki við, að. . . sagði hann en fulltrúinn greip fram í. - Leitið á henni, sagði hann við lögreglukonuna. — En skilj ið hérna eftir veskið yðar og skóna, ungfrú Boykin. Við íök- um fingraförin yðar þegar þér komið aftur. Ég skildi eftir veskið með byssunni í á borðinu og gekk svo á sokkaleistunum fram i eld hús, þar sem konan lét mig fara úr, að ástæðulausu, að mér fannst. Hvað i ósköpunum gæti ég sVo sem falið í magabelti og silkibuxum? Þegar ég var aftur komin inn í stofuna og komin í skóna og fingraförin mín höfðu verið tek in var ég sett á harðan stól and spænis Langmede með ljósið beint í augun. Og svo fór ég að svara spurningum. Og Parrott horfði á mig utan frá gluggan- um, en blýanturinn hraðritarans flaug yfir blaðið og skildi það eftir götótt og sjálfur skrifaði Langmede líka hjá sér við borð- ið. Ég svaraði spurningum. Óendanlegum spurningum. í fyrstunni var það nú auð- velt. Nafn: Louise Boykin, ald ur: tuttugu og fimm ára, heim- ilisfang Pierrepontstræti 7, Brooklyn. Og svo framvegis. Svo sagði ég frá því, þegar ég fann Melchior. Þangað til ég AKRA á brauð — Glugginn er fastnr, en viðgerðarmaður kenmr eftir nokkra daga! hefði getað sagt söguna upp úr svefninum — og mundi senni- lega gera. Ég sagði, hvernig hann hefði dottið fram úr fata- skápnum, þegar ég ætlaði að ná í kápuna mína, og hvernig hvin ið hefði í honum, þegar hann lenti við fæturna á mér. Og hvernig ég svo ekki myndi neitt af þvi, sem siðar gerðist. Þetta var ailt saman auðvelt, en ég lét mér ekki detta í hug, að ég slyppi með það. Bráðum færi þetta að versna. Og það lét heldur ekki á sér standa. — Hversu vel þekktuð þér þennan Thews? spurði fulltrú- inn, og greip fram í fimmtu út skýringuna mína á þvi, hvernig mér hefði orðið við. Ég fékk ónotakennd í mag- ann og klukknahljóm fyrir eyr un. Og þegar ég reyndi að svara fljótt og sakleysislega, stóðu orðin föst í hálsinum á mér. — Ekki sérlega vel, tókst mér loksins að segja. — Það er að segja, ég kynntist honum hérna, endur fyrir löngu, hjá frú Linton, en svo hef ég ekki hitt hann í óratíma fyrr en í kvöld. Þetta var að minnsta kosti satt. — Hvenær hittuð þér hann síðast — þangað til í kvöld? — Fyrir hálfu fjórða ári. — Fyrir hálfu fjórða ári? át fulltrúinn eftir og hringlaði lyklahringnum sínum. — Þér er uð viss um það, eða hvað? AKR A í bakstur Kannski hafið þér búizt við spurningunni og verið viðbúin að svara án þess að þurfa að hugsa yður um; Það flýtir nátt- úi’lega fyi’ir. Kannski hafið þér hugsað út öll svörin meðan þér biðuð? Nú, hann ætlaði að fara að verða meinlegur. — Ég var ekkert að búa mig undir spurningar yðar, sagði ég þreytulega. Það vildi riú svo til, að við hr. Thews vorum einmitt að tala um þetta í kvöld. Við hittumst við barinn og drukkum eitt glas saman og hann sagði, að það væri langt síðan við hefðum sézt. Svo fór- um við að reikna það út og það reyndist vei’a hálft fjórða ár. Það var einn dag þegar ég rakst á hann hérna og hann bauð mér inn til Brevoort upp á eitt glas. Og það var í síðasta skiptið. Ég þagnaði og beið þess, að hann skellti sannleikanum beint framan í mig — þessu sem Fióra og Whitfield hefðu sagt honum. En höfðu þau nokkuð sagt hon- um? Kannski líka ásakanirnar, sem hann hefði frétt eftir Grace. Eða frá Leonard Foxe-Macon. En hann vildi fá skýrsiu um rifrildi þeirra Melchiors og Jimmys. — Það var ekki beinlínis rifr ildi, sagði ég. — Jimmy var blindfullur. Já, talsvert drukk- inn. Hann hafði verið að elta mig á röndum og liklega hefur hann ekki viljað lofa neinum öðrum að tala við mig. Hann sagði Melchior að snáfa burt og þegar Melchior vildi það ekki, sló Jimmy hann bara niður. — Og hvað geruð þér, ungrrú Boykin? NV stuðla- LAUSN SKILRUM Léttur veggur með hillum og skápum, sem geta snúið á báða vegu. Smiðaður í einingum og eftir máli, úr öllum viðartegundum. Teikning: Þorkell G. Guðmundsson húsgagnaarkitekt. SÖLUSTAÐIR: Sverrir Hallgrímsson, Smíðastofa, Trönuhrauni 5. Sími: 51745. Hús og skip. Sími: 84415. Híbýlaprýði, Hallarmúla. Sími: 38177. — Það veit ég ekki almenni- lega. Líklega hef ég öskrað upp yfir mig. En svo kom annar gestur, hr. Foxe-Macon mér út og fór með mig upp á þak. Nei, þetta lét ekki trúlega i eyrum. Ég leit á hr. Parrott. Hann hafði nú setzt niður og teygði frá sér löngu lappirnar, og það var fyrirlitningarsvipur á andlitinu, og hendurnar hafði hann i vösunum. Samt var hann ekki að horfa á mig. Nú, hvað varðaði mig um, hvað hann kynni að halda um mig? Mér til mestu furðu langaði mig mest til að fara að skæla. — Og hvað gerðuð þið uppl á þaki? nauðaði Langmede og fletti blaði í bókinni sinni. — Við vorum þar ekki lengi, kannski örfáar mínútur. Við minntumst eitthvað á það, hve spilltur Jimmy væri orðinn, en þá sagði ég, að mér væri orðið kalt, svo að við fórum inn aft- ur. - Hvenær sáuð þér Thews næst? Hvað sagði hann um þessa rimmu við Davie litla? Kenndi hann yður um hana? — Ég sá hann alls ekki aft- ur — það er að segja lifandi. AKRA fyrir steik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.