Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971
27
Raust hans heyriat enn I gegn-
um ár og aldir. Þið heyrið rödd
hans nú í ykkar eigin sál, ef þið
hlustið, — ef þið hlustið. Og hví
skyldum vér ekki gjöra það, að
hlusta? Það er-þó það minnsta,
sem vér getum gert, að hlusta á
hann í okkar eigin sál. Og nú
spyr hann i dag og hann spyr
á morgun. Eitt svar nægir hon-
um. Skyldum vér nokkru sinni
láta undir höfuð leggjast að
svara rétt, þegar hann spyr?“
Séra Einar Guðnason sagði að
lokurri, að hann hefði á sunnu-
dag messað í Reykholtskirkju og
lagt út af orðunum, sem sér
þætti vænst um í Gamla testa-
mentinu: „Ég geng frammi fyrir
Drottni af landi lifenda." Sálm-
ar 116,9.
Varpaði hann þvt fram, hvað
það yrði mikil allsherjar mana-
bót, ef þessi orð gætu slegið inin
í hugi fólksins og sú náttúrufeg-
urð, sem hrífur unga og gamla.
Endaði hann ræðu sína með því
að láta í ljós þá von, að þeir,
sem ræðu hans heyrðu, geymdu
sér i mirini þessa einu setningu:
„Ég geng frammi fyrir Drottni
af landi lifenda," þótt allt annað
gleymdist, sem i ræðu hans
sagði.
Lokaorð hans væru ósk Stef-
áns frá Hvitadal i kveeði hans
alþingishátíðarárið 1930:
„Drottinn alh-a alda
efldu þingsins hag.
Gef þvi starfsins glaða þrófct,
gifturikan dag.“
— Seldu 2520 lestir
Nýjn ráðherrarnir. Frá vinstri: Liiðvík Jósefsson, Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafs*
son.
Frá setningu Alþingis
Framh. af bls. 1
milli hinna fjögurra Guðspjalla
Nýja textamentisins, þá er Guð-
spjallamaðurinn Mattheus, sem
texti minn er tekinn úr, ákaf-
lega sterkur í sinni frásögn. Matt
heus segir frá fæðingu Jesú á
sinn sérstaka hátt, frá komu
vitringanna frá Austurlöndum,
er hylla hinn fædda Guðs son
í nafni kynflokka mannkynsins.
Þá er það flóttinn til Egypta-
lands, þar sem lifi sveinsins er
bjargað frá hatursfullri ofsókn
hins grimma einvaldsherra. Og
svo kemur Jesús fram á lögaldri
og tekur til starfa, eftir að freist-
ingin mikla frá hendi hins illa og
lævísa valds er yfirstigin.
Síðan gengur meistarinn upp
á fjallið, talar tll mannfjöldans
og heldur þar mestu ræðu allra
tíma, ræðu, sem er I fullu gildi
i gær og í dag og um aldir.
Og svo er það starfið, boðun
Guðsríkis þegar hér á jörð. Ef
við erum hæfir til að nálgast rík-
ið, — þá kemur það til móts við
oss. Það kemur ekki þannig, að
á því beri, heldur tekur það sér
bústað í mannshjartanu og breyt
ir lífi hvers og eins, — og öllu
mannlifi. Og það er sem Guð bíði
átekta: Hvað gerið þið við son-
inn minn, sem ég sendi ykkur að
bróður, vini og frelsara?
Já, hvað gera menn við hann?
Við þekkjum alla þá sögu. Og
löngu seinna kvað islenzkt
skáld:
„Guðs manns líf er sjaldan happ
né hrós,
heldur tár og blóðug þyrnirós."
En Jesús heldur áfram að
Starfa, að boða hið nýja líf, —
riýja veröld, — Guðs riki.
Menn hlusta og fagna þessum
yndislega boðskap, en skilja
hann þó langfæstir. Jafnvel hin-
ir nánustu, lærisveinamir, mis-
skilja hann a.m.k. jafnoft og þeir
skilja hann.
En annað skeður. Þessi maður
flytur ekki aðeins yndislegan
boðskap, honum fylgir kraftur,
hann læknar sjúka, mettar hungr
aða, reisir fallna og bersynduga
upp úr djúpi niðurlægingar, fyr-
Irgefur þeim, gerir þá að mönn-
um á ný. Og fólkið þyrpist til
hans, hlustar á hann, en umfram
allt réttir fram hendur og biður
um lækningu og hjálp. En þarna
eru líka aðrir menn, — andstæð
ingar. Frá þeim leggur kulda
vantrúar og óvildar.
Sums staðar er hjartaharðúðin
slík, að Jesús getur ekki læknað
og liknað. Hann víkur að slíkum
stöðum og leitar þangað, sem
andrúmsloftið var betra, — og
trúin meiri á mátt hans og boð-
skap.
Og þá kemur að sögunni, sem
-ég las áðan, sögunni um tvo
blinda menn. Við þekkjum þá
eklki með nafni. Við vitum ekk-
ert um þá annað en að þeir eru
■blindir og leita nú á fund þessa
óvenjulega spámanns í von um
hjálp. Mundu þeir fá sjón, ef
þeir nseðu fundi hans? Og svo
eru þeir komnir þarna tii hans,
inn í húsið. Sjáandi vinir hafa
vísað þeim til vegar. Og sem þeir
nú eru þarna komnir, segir Jes-
ús þessi athygliverðu orð: „Trú-
ið þér, að ég geti gjört þetta?“
„Já, herra."
Og augu þeirra opnuðust!
„Kæri söfnuður, háttvirtu al-
þingismenn og aðrir, er á mál
mitt hlýðið. Ég veit ekki, hvort
þér hafið nokkurn tíma hugsað
um þennan atburð. Margur mað-
urinn hefur aldrei um þennan at-
burð heyrt, hvað þá íhugað
hainn. Þurfti sjálfur Kristur að
spyrja um það, hvort menn
tryðu á hjálparmátt hams? Þetta
gerði hann þó þarna. Og hann
fékk jákvætt svar. Og hann fann
trú hinna voluðu blindu manna.
Og augu þeirra opnuðust.
Við getum lifað lífinu sem al-
gerir efnishyggjumenn, ef oss
sýnist svo. Við getum tignað
tæknina og vélina og án alls efa
náð gífurlegum árangri I full-
komnun mannlegs samfélags.
Ekki er að efa, að tækni og vís-
indi geti bægt frá skorti, og að
hver maður komist af með sí-
fellt minni vinnu. Það er óger-
legt að spá um, hverju undra-
marki verður náð, ef friður helzt
í heimi. Ef til vill tekur vélmenn-
ið einn dag að sér störf hins
vinnandi manns.
En hvað verður þá um okkur?
Getum við þrifizt í slikum
heimi? Munum við þá ekki kom-
ast að raun um, að eitthvað dýr-
mætt, ef til viíl hið eina nauð-
synlega, hafi glatazt í öllu fram-
farakapphlaupinu. Það skyldi þó
ekki vera að maðurinn standi þá
uppi bergnuminn af þeim öflum,
er hann af hugviti hefur leyst
úr læðingi, og getur svo ekki án
verið eða stöðvað.
Ég hefi alltaf viljað vera bjart-
sýnn. Og það þrái ég að vera til
hinztu stundar minnar jaxðnesku
ævi. En ofsaviðburðir þessarar
aldar og blikur, sem á lofti eru
nú, vekja með mér nokkum
ugg. Sjáum við nógu vel til veg-
ar? Eða eru augu vor ekki nógu
sjónglögg? Eru þau kalin, —-
þurfa þau lækningar við? Og sé
svo: Hvað er læknirinn?
„Trúið þér að ég geti gjört
það?“
„Já, herra.“
Og augu þeirra opnuðust.
Jesús fi’á Nasaret var ekki til
þess kominn í þennan heim að
lækna tvo blinda menn á fömum
vegi. Slikt gerði hann þó af kær-
leika sínum og samúð með lif-
inu. Það mundum við, sem litið
elskum, gera líka, ef við gætum.
Jesús Kristur átti og á miklu
meira erindi við okkur öll, — og
ekki eina kynslóð, heldur allar,
— að þessu sinni þó við okkar
kynslóð, sem nú byggir þennan
heim. Hann kom til að hjálpa
mannkyninu til hamingjuríks
lífs, og tU að gera hvern einstakl-
ing haminigjusamt Gufts barn.
Hann kom tU að opna augu
mannanna, svo að þeir sæju og
skildu, hvað lífið er og hvert það
á að stefna og að án Guðs verð-
ur engin farsæld varanleg á
jörðu.
Og nú er hann hér, Jesús, hjá
oss í þessari kirkju, — og í senn
stendur hann andspænis allri
vorri þjóð, já öllu mannkyni. Og
hann spyr: „Trúið þið, að ég geti
gjört það?“
Hann getur gert það, en að-
eins með okkar hjálp. Vilt þú
hjálpa honum til þess? Hinir
mennimir? Það veltur á miklu,
hvaða svar hann fær við þessari
spurningu."
„Alþingi kemur saman í dag.
Þjóðin hefur falið yður, hátt-
virtu alþingismenn, fjögurra ára
umboð til að ráða fram úr
vandamálum lands og lýfts. Hver
ejnasti hugsandi Islendingur ósk-
ar þess af alhug, að blessun
fylgi störfum yðar á þessu þingi
sem og í framtíð allri.
Hér má engin einhyggja ráða
efta einsýni, heldur bjartsýn trú
á lífið og viðgang þess, — og
sannfæring um lífsrétt og gildi
hvers einasta manns. Vissulega
er margur vandi fyrir dyrum nú.
Svo er ætíð og verður ætið. Slíkt
hvetur til dáða og drengilegra
átaka við viðfangsefnin. Það er
þroskandi að fást við vandamál
og leysa þau.
Og allt mun fara vel, ef vél-
mennið tekur ekki völd, heldur
Guð, vor hiimneski faðir. Vélin
skal vera undirgefin manninum
og mafturinn Guði.
En ef Skuld allt um allt tekur
að skyggja fyrir sjón, — ef aug-
un gerast haldin blindu á dýpstu
sannindi lifsins, — þá er hann
nálægur, sem endur fyrir löngu
spurði tvo blinda menn: „Trúið
þið, að ég geti gjört það?“
Framhald af bls. 28.
Magn Verðm. Verðin.
DANMORK: lestir: ísl. kr.: pr. kg.:
2. okt. Bjarmi II. EA 39,4 533.861,00 13,55
2. okt. Ásgeir RE 35,8 458.329,00 12,80
4. okt. Súlan EA 51,6 648.258,00 12,56
4. okt. Óskar Halldónsson RE 74,8 1.071.678,00 14,33
4. okt. Gisli Ámd RE 73,5 719.131,00 9,78
4. okt. Jón Kjartansson SU 99.9 1.491.920,00 14,93
4. okt. Hilmir SU 69,5 1.086.266,00 15.63
4. okt. Ásgeir RE 32,9 237.227,00 7,21
4. okt. Loftur Baldvinsson EA 96,1 1.100.290,00 11,45
4. okt. Eldborg GK 38,0 477.744.00 12,57
4. okt. Grindvíkingur GK 76,1 1.213.745,00 15,95
4. okt. Náttfari ÞH 66,3 534.423,00 8.06
4. okt. Fiffll GK 90.4 1.337.533.00 14.80
4. okt. Heimir SU 78,3 950.455,00 12,14
4. okt. Jón Garðar GK 76,0 735.586,00 9,68
4. okt. JÖrundur III. RE 46,7 598.170.00 12,81
4. okt. Börfcur NK 70.0 983.838.00 14,05
4. okt. Magnús NK 71,3 1.014.470.00 14,23
4. okt. Helga Guðmtundsdóttir BA 84,9 944.536,00 11,13
4. okt. Reykjaborg RE 80.3 1.135.616.00 14.14
4. okt. Helga II. RE 60,6 470.211,00 7,76
4. okt. Gissur hvíti SF 68,0 927.248.00 13,63
5. ofct. Vörður ÞH 57.2 785.567,00 13,75
5. okt. Dagfari ÞH 61,0 856.086.00 14.03
5. okt. Akurey RE 59.6 846.162.00 14.20
5. okt. Tálknfirðrngur BA 53,0 735.970.DO 13,89
5. okt. Gullver NS 58.4 819.159,00 14,02
5. okt. Þórður Jómasson EA 59.6 821.094,00 14.05
5. okt. Birtimgur NK 68,1 430.163,00 6,32
5. okt. Sveinn Sveinlbjörmsson NK 36,0 579.147,00 16,07
5. okt. Bjartur NK 64,5 571.635,00 8.86
3. okt. Gunnar SU 52,1 313.373,00 6,01
5. okt. Áiftafell SU 63,5 824.712.00 12.99
6. okt. Hrafn Sveinlbjarnars. GK 63,5 930.747,00 14.66
6. okt. Venus GK 44,6 650.608,00 14,59
6. okt. Gfsli Ámi RE 50.1 506.655,00 10,11
7. okt. Bjarmi II. EA 61,5 912.085,00 14.83
7. ofct. Eldborg GK 13,5 211.261.00 15.65
7. okt. Súlan EA 66,2 985.547,00 14.89
9. ok t. Tungufell BA 29.2 451.376.00 15,46
9. okt. Gissur hvíti SF 48,6 603,840,00 12.42
9. ofct. Sæberg SU (áður Guftrún
Þorkelsdóttir SU) 29,6 440.498,00 14,88
ÞÝZKALAND:
R. okt. Ásberg RE 68.0 1.205.012,00 17.72
Elzti og yngsti þingniaðurinn raeðast við, þeir Hannibal Valdi-
marsson og Eilert B. Schram.
Tapaði
12 þús. kr.
SÍÐASTLIÐINN laugardag tap-
aði maður úr Kópavogi litlu
peniingaveski með 12 þúsund
krónum. Hann fór í bíl að heim-
an frá sér og kom við hjá Gunn-
ari Ásgeirssyni hf:, Suðúrlands-
braut 16, og síðan í Sænsk-ís-
lonzka frystihúsið hf. — Var
þetta milli kl'. 11 og 12 fyrir há-
degi. — Sá, sem fundið hefur pen
ingana, getur snúið sér til lög-
reglunnar, sem koma mun þeim
til Skila gegn fundarlaunum.
- Njósnamálið
Franihaid af bls. 1.
yggi þesis. Einn þeirra er starfs-
maður í brezka utanríkisráðu-
neytinu, annar er sagður yfir-
maður í sjóhemum en ekkert er
vitað um hina. Ekki er vitað
hvort rekja má þessar ákærur
til sovézka KGB mannsins, Oleg
Lyalin, sem kom ósköpunum af
stað.