Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971
19
rrvn, honum og Einari Vestmann.
Þessi skörð verða seint fyllt, en
það er þeirra sem eftir lifa að
fylla þau.
Og að lokum langar mig að
þakka margar samverustundir
þar sem Niels fræddi mig um
imenn og málefni. Því miður hóf
ég þær heimsóknir allt of seint,
þvi að margt var þar að fá sem
hvergi fæst, ekki sízt fyrix það
að þar kom samvizkusemin fram
í að segja ekki neitt nema það
sem væri öruggt.
Ég þakka samfylgdina, hún var
fyrir mig eins og alla sem umgeng
ust hann ávinningur. Ég óska
honum tdil hamingju með að löngu,
flekklausu lifi er lokið og að nú
er hann kominn, þar sem þeir ást
vinir hans, sem á undan voru
famir, taka á móti honum, og ég
óska dætrum hans tal hamingju
með að hafa átt þá foreldra, sem
þær áttu og fyrir að hafa nú mátt
Ihlynna að honum síðustu stund-
irnar.
Guð blessi minningu þína og
þökk fyrir allt.
Ari Gíslason.
ÞEGAR litið er til baka, hvarflar
hugurinn t)iil æskuáranna og rifj-
ast þá upp margar endurminn-
ingar um hann, sem nú er kvadd-
ur í hinzta sinn.
Hann er fæddur í Lambhúsum
21. febrúar 1892, sonur hjónanna
Kristmanna Tómassonar frá
Bjargi og Helgu Nielsdóttur. —
Ættir hans má rekja til mikiila
sjósóknara og búhölda.
í æsku stundaði hann algeng
fltörf til sjávar og sveita og vann
einnig við verzlun Vilhjálms Þor
valdssonar á Akranesi.
Hinn 16. mai 1914 kvæntist
hanm Margréti Jónsdóttur, Sveins
sonar prófasts á Akranesi og
konu hans Halldóru Hallgríms-
dóttur, Jónssonar, hreppstjóra.
Bjuggu þau fyrstu búskaparár
sín að Miðteig, en reistu sér síðar
húsið Vesturgötu 10 og áttu þar
heima síðan. Konu sína missti
hann 9. nóv. 1956.
Á árinu 1915 gekk hann í félag
með þeim Bjarna Ólafssyni skip
stjóra og Ólafi Björnssyni, kaup
manni og ritstjóra og stofnuðu
þeir þá fyrirtækið Bjarna Ólafs-
son & Co. Ráku þeir umfangs-
mikið útgerðar- og verzlunarfyr
irtæki, sem annaðist fiskverkun
ökipaafgreiðslu, olíusölu, verzlun
og sláturhús. Á árunum 1920—30
komu þeir upp fiskverkunarstöðv
um og eignuðust hvert skipið
öðru betra og 1928 höfðu þeir
reisit og starfræktu fyrsta vél-
frystihúsið á staðnum og ráku um
tima niðursuðuverksmiðju og
reykhús.
Fyrirtækið stóð í miklum
blóma meðan þeirra naut víð og
hafði Niels þá alla yfirumsjón
með framkvæmdum þess í landi
og þótti öllum, sem þar unnu gott
að hlíta röggsamri stjórn hans.
Síðar á ævinni gerðist hann
bankaritari hjá Sparisjóði Akra-
nesa og var jafnframt aðalum-
boðsmaður Happdrættis Háskóla
íslands.
Hann hafði mikið yndi af bú-
skap og átti ávallt dálítinn ,fjár-
hóp, sem hann annaðisit meðan
heilsan entist. Var hann einn af
brautryðjendum að ræktunar-
framkvæmdum á Akranesi, átti
fallegt tún við Vesturgötuna og
ræsti fram og ræktaði alistórt
land fjrrir ofan bæinn.
Á uppvaxtarárum sínum kynnt
ist hann sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar og tók virkan þátt í
henni. Alla tíð hafði hann lifandi
áhuga á stjórnmátum og var einn
traustasti stuðningsmaður Sjálf-
stæðisflokksins i sínu byggðar-
lagi. Mikil afskipti hafði hann af
félags- og menningarmálum, var
einn helzti forvígismaður Góð-
templarareglunnar á Akranesi og
um tíma formaður stúkunnar
þar.
Hann unni mjög íslenzkum bók
menntum og þjóðlegum fræðum
og var bæði víðlesinn og fjölfróð
ur. Hann hafði sérstakan áhuga á
leiklist og sá sig aldrei úr færi að
fara í leikhú», enda var hann
sjálfur góður leikari og tók þátt í
leikstarfsemi á Akranesi og var
um skeið formaður leikfélagsins
þar. Hann gaf sig eimnig mjög að
slysavamarmálum og var um
tíma formaður björgunarsveitar
staðarins.
Niels var með afbrigðum vin-
sæll maður, sem lét sér annt um
hag annarra og vakti traust
þeirra vegna óvenjulegra mann-
kosta. Á hinu glæsilega heimili
þeirra hjóna, Nielsar Kristmannfl
sonar og Margrétar Jónsdóttur
var ætíð opið hús gestum og gang
andi og öllum, sem þangað komu
var tekið af slíkri alúð og gest-
risni að betra varð eigi á kosið.
Þau hjónin áttu 3 böm, Andrés,
bóksala á Akranesi, sem féll frá
í blóma lífsins, Kristrúnu, konu
Ragnars Sigurðssonar læknis í
Reykjavík og Margréti, sem
dvalizt hefur í föðurgarði og ver
ið stoð og stytta föður sína í ell
inni.
Er varla hægt að hugsa sér fjöl
skyldu, þar sem rikt hefur önn-
ur eins fölskvalaus ástúð, tryggð
og samlyndi. Nú er hann kvadd-
ur. Vi'i ég þakka alla þá góðvild,
hlýju og sannan vinarhug, sem
hann og hans fjölskylda ávallt
sýndu mér og minum í orði og
verki.
Blessuð veri minningin um
hóinn.
Bjarni Konráðsson.
EKKl hafði ég lengi átt heima á
Akranesi, þegar ég veitti athygli
hárum öldungi, brosmiidum og
glaðlegum, sem fór gjaman á
reiðhjóli um bæinn. Var mér tjáð,
að þar færi Níels Kristmannason
sparisjóðsbókari og fyrrum út-
gerðarmaður. Innan tíðar höfðu
tekizt með okkur nokkur kynni,
m.a. í félagsistarfi. Níels var þá,
eins og löngum áður, einn helzti
forystumaður templara á Akra-
nesi, og hann átti drjúgan þátt í
þvi að gæða stúkufundina þeim
heimilislega hlýleika og þokka,
sem gerði þá sannkallaða vina-
fundi.
Níels Kristmannsson var enginn
nýgræðingur í félagsmálum. Auk
þess að eiga sæti í hreppsnefnd
Ytri-Akraneshrepps og vera odd
viti hennar um skeið hafði hann
starfað að bindindismálum og
öðru, er tii menningarauka horfði
frá unga aldri. Foreldrar hans
höfðu verið í glæsilegri forystu-
sveit templara á Skipaskaga og
faðir hans einn þeirra, sem áttu
heiðurinn af því að hvetja og
styðja Pétur Ottesen til framboðs
og þingmennsku fyrsta sinni. —
Níeis fetaði trúlega í fótspor for
eldra sinma í þessum efnum. Og
þriðji ættliðurinn, Andrés bók-
sali, sonur Nielsar, var einnig
hinn ágætasti liðsmaður í bind-
indisstarfinu á sinini tíð, en lézt
fyrir aldur fram.
Níelsi Kristmarmssyni var ljóst,
að góðtemplarareglan hefur ver
ið og á að vera vermireitur há-
leitra hugsjóna. Henni vann hanm
það sem hann mátti. Þegar hann
n-ú kveður, er það hinna yngri að
„taka upp verkin hans“. Slíkt er
heiður, hverjum sem gerir, en
sæti Níelsar Kristmannssonar er
vandskipað.
Níels Kristmannsson var um
margt óvenjulega vel gerður mað
ur. Hann var sérlega hégómaiaus.
Stærilæti og stertimennska voru
honum andstyggð. Hann var
gæddur þeirri hlýju og notalegu
spauggreind, sem er aðal sannra
mannvina. Lifsreynsila hans hafði
gert hann óvenju viðsýnan og for
dómalausan, ef hann hafði þá
ekki alla tið verið það. Öfund og
bakmæli þrifust ekki í návist
hans. Hvarvetna fór hann með
friði, bar sáttarorð, létt gott af
sér leiða.
Níels Kristmannsson naut ekki
langskólagöngu, en greind hans
og fjölþættir hæfileikar skipuðu
honum ungum í fylkingar-
brjóst í framfara- og menningar
sókn vaxandi byggðarlags. Hann
var aidinn að árum, er ég kyrtnt
ist honum, en af þeim kynnum
dreg ég þá ályktun, að hann hafi
verið gæfumaður: Hann eignað
ist ágæta konu, Margréti Jóns-
dóttur, og með henni efnileg
börn. Að vísu varð hann að þola
þær raunir að sjá á bak konu
sinni og syni, en hann kom það
heill og sannur úr „stórviðrum
ævinnar", að á gamals aldri átti
hann andlegt þrek til að miðla
samferðamönnum af bjartsýni
inni og hlýrri manngæzku. —
Slíkt er mikill sigur og mikil
gæfa.
Bindindismenn kveðja Níels
Kristmannsson og þakka honum
og votta ástvinum hans samúð.
Óeigingjörn störf hans gleymast
seint, þétt handtak, vinhlý orð,
mild bros. Og þó að vík sé milli
vina um sinn, er gott til þess að
vita, að hvar sem Níels Krist-
mannsson fer, verður ætíð „góðra
vina fundur“.
Ólafur Haukur Árnason.
NfELS Kristmannsson er í dag
tii moldar borinn. Þá eru þeir
horfnir félagarnar þrír, Bjami,
Ólafur, Niels, sem ungir að árum,
fullir af bjartsýni, áræði og lífs-
þrótti, lögðu grundvöll að at-
vinnufyrirtæki, er um margra ára
skeið var lyftistöng atvinnulífi
Akranesbæj ar.
Við Níels vorum lengi sam-
ferðamenn, þótt aldursmunur
væri mikill og naut ég nærveru
hans í ríkum mæli, fyrst ®em
samstarfsmanns föður míns um
áraraðir og síðar sem þátttak-
anda í fyrirtæki sonar síns, en
það bar hann mjög fyrir brjósti.
Áttum við margar góðar sam-
verustundir og voru þær mér
mikils virði. Niels var einm
þeirra, sem eiga gott með að ræða
við og umgangast unga menn,
enda sjátfur síungur í anda. Taldi
hann gjarnan í þá kjark, hvatti
þá I starfi og til átaka við lífið.
Hygg ég að úngir menn hafi haft
gott af kynnum sínum af þessum
heiðursmanni, enda réð hann á-
vallt heilt.
Níels Kristmannsson setti mik
inn svip á bæjarlífið á Akraneai
með giftudrjúgu starfi á sviði fé
lagsmála. Fórnaði hann miklu af
tíma sínum og starfskröfturn fyr
ir aðaláhugamál sín, slysavarna
mál, bindindismál og leikstarf-
semi og vann að þeim af alhug.
Átti hann þökk bæjarbúa fyrir
framlag sitt til þeirra mála.
Og nú, þegar þessi góði og ein
iægi vinur minn er kvaddur,
þaktoa ég honum innilega fyrir
alit það, sem hann miðlaði mér
á samieið okkar og fyrir órofa
tryggð við foreldra mína og fjöl
skyidu.
Ólafur B. Ólafsson.
I.U’AMR Á
fSLANBSMIöUM
FRÁ því er skýrt í nýjasta
* úefti tímaritsins Fishing News
| International að japanski skut
i togarinn Shirane Maru, sem
. er 2.500 tonn og hefur bæki-
1 stöð á Kanarieyjum, hafi kom
I ið til hafnar í Las PaLmas að
| lokinni veiðiferð á íslandsmið.
Þrátt fyrir lélegan afla hélt
togarinn aftur á Islandsmið
I að löndun lokinni.
Guðrún (Dadda)
Guðmundsdóítir
ÞESSI kveðjuorð eru hvorki
mörg né merkileg. Við bekkjar-
systur Döddu vildum þó aðeins
minnast hennar lítilsháttar á
prenti.
Hún er sú fyrsrta okkar, er
leggur upp í langferðina svo-
kölluðu — þann veg, sem við
verðum nauðugar, viljugar allar
að ganiga. Dadda okkar var svo
fárveik, að við hyggjum hún
hafi dáið södd lífdaga. Hún átti
raunar við heilsuleysi að stríða
öðru hverju árum saman.
Það er eims og vill verða, ekki
aízt nú á dögum, að fundum okk-
ar bar ekki eins oft saman og
skyldi — eiinatt hefur sinnan
verið hin sama milli otokar bekkj-
arsystrann a, einiæg vimátta.
Dadda giftist æskuvini sínum,
Einari Ástráðssyni, lækni, — átti
með honum tvær dætur og tvö
fósturböm.
Við litum í skóla og æ síðar
upp til Döddu, hún var snemma
andlega þroskuð, afar ljóðelsk,
námsmaður í betra lagi, mjög
greind, kát og hress. — Líf henn-
ar var þó ekki alla tíð dana á
rósum, hún fékk sína reynslu í
lífsins skóla eins og allflestir, en
bar sig með afbrigðum vel. Við
minnumst hennar í kærleitoa og
kveðjum hana með ljóði, sem
Tómas Guðmundsson orti til
hennar ungrar.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig
en fölleit kom nóttin
og frosið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem fiögruðu um mig.
Því það voru allt saman
orðlausir draumar
um ástina, vorið og þig.
Bekkjarsystimr.
Fjölþættir náms-
flokkar í Kópavogi
— annað áriö og stóraukiö starf
1 þessum mámiði taka til
starfa námsflokkar í Kópavogi,
en fullorðinnafræðsla af ýmsu
tagi er nú mjög á dagskrá.
Kópavogsbær stendur ekki að
rekstri þessairar starfsemi, en
styrkir hana, ma. með þvf að
lána afnot af einum skóla bæj-
arins. Forstöðnmaður námsflokk
anna er Guðbjartur Gunn-
arsson, en hann byrjaði raun-
ar í fyrrahaust með nokkra
flokka í ensku,
Að sjáiteögðu fer fjöldi
kennslufloklka eftir aðisokn og
áhuga bæjarbúa og fólltos i næsta
nágrenni, en ef að Ilíkuim læbur,
verða margir flotokar í tungu-
máluinum, einkum ensitou, en þeg-
ar hefur verið talsvert spurt um
þá. Samtalsfl'otokar í erlendum
tunguimiál'uim eru sérstaklega vin
sælir. Fólkið sækir tíma einu
sinni í viltou og er þá tvær
toemnslustundir í einu. „Inn-
fæddur" kennari kennir anna.n
flímann, en vanur ensitoukennari,
íslenzkur, toennir hinn. Báðir
nota segulbönd og önnur hjálp-
argögn eftir atvikum, en bæto-
urmar, sem stuðzt er við eru er-
lendar með aragrúa af myndurn
til skýringar og mj'ög skemimti-
iega byggðar upp. Sérstakir saim
talsflokkar verða fyrir leigubif
reiðastjóra, sérfllotokar fiyrir
börn og hjálparflotoikar fyrir
Skóiaflótk í helztu greinum.
Auto ensku stendiur til boða að
mjtnda floklka í þýzku, frönstou,
norsku, sænsku, og spænsku, en
eftirspurnin stoer úr um, hvoit
af því verður. Miðað við að
sðkn Kópavogisbúa að némis-
floiktoum og málaskólum i
Reýkjavik að undanflörnu, ætti
að vera hægt að fylia marga
dlíka flloktoa.
Skemmdar-
verk í Belf ast
Beifast, 8. okt. NTB.
SKEMMDARVERKAMENN
sprengdu í dag stór göt á vatns-
geymi etan í Belfast á Norður-
frlandi, og er talið að uni 414
niUljón lítrar vatns hafi flætt út
á götur borgarinnar.
Vatnsskortur hefur ríkt á Norð
ur-lrlandi að undanförnu vegna
langvarandi þurrka, og i gær
hófst vatnsskömmtun í Belfast.
Er nú taiið að vegna skemmdar-
verksins á vatnsgeyminum verði
um 10 þúsund íbúar i einu ka-
þólska hverfinu í borginni að
búa við algjöran vatnsskort um
hríð.
Skemmdarverkamennirnir rudd
ust vopnaðir inn í dælustöð við
vatnsgeyminn, skipuðu starfs-
fólkinu að fara út, og komu
sprengjum fyrir við tvær aðal
dælurnar. Við sprengingarnar
komu göt á geyminn og vatnið
fossaði út á göturnar og niður í
skólpræsin.
í dag var tilkynnt í London að
ákveðið hefði verið að fjölga
brezkum hermönnum á Norður-
frlandi. Verður 1.750 manna
aukalið sent til Belfast á næst-
unni, og verða þá alls 14 þúsund
brezkir hermenn í landinu.
Auk bunguimálanna verður
efnt til kennslu í Leirmótiun, en
sWkt er afar vinsælt meðal
fljölda fóltos. Þá verður reynt að
koma til móts við brýna þörtf á
hi.nu flélagslega sviði með þvi að
efna til stuttra námiskeiða
í fundarstjóm, fuindarreglum oig
ræðuimennsku. Samtovæmt upp-
lýsingum Félagsmálastofniunar-
innar stoortir fjöldann allan af
ungu flólki nauðsynlega undir-
sflöðu til að geta betoið þátt 1
,,1 ýðræðis'leguim fél'agisstörfum".
Þá verður eflnt til námsitoeiða
í skrift og leturgerð, en það eru
ótrúlega margir, sem þurfa á
slítou að halda, Margir skrifa
beinlinis herfilega og hafa löng-
un til að bæta þar um. Aðrir
hafa listrænan áhuga og vilja
læra leturgerð, bæði sér til
ánægju og einnig til hagnýtra
hluta, þvi að frá almennri Letur-
gerð er stutt í auglýsingateikn-
un og skiltagerð, sem alitaf er
markaður fyrir.
Þegar á l'íður er i ráði að efna
til flyrirlestra og hringborðsumv
ræðna um sitthvað í menningar-
legu tilliti, svo sem mijTidlist,
bónlist, bðkmennitir og barna
uppeldi. /
Síðast en ektoi sízt ber að
nefna algera nýjung á vettvangi
fullorðinnafræðslu á Isiandi, en
það er undirstöðunámskeið 1
tovitomynda ge rð.
í undirbúningi er að tatoa á
leigu sérs.akt húsnæði í Reytoja
vík, þar sem sett verða upp tætoi
til að klippa og setja saman 8
mm og super 8 filmur fyrir 10
manns í einu, ljós og tjöld tii
myndatöku í æfingaskyni og vél
ar til að stooða og dæma vinniu-
brögðin. Likur eru á, að flæran-
legt Sony miyndsegulband óg
upptötouvél verði notuð í þessu
sambandi.
Það er tounnara en frá þurfi
að segja, að fjölmargir áhuga-
rmenn eiga kvikmyndavélar
og eyða mikiu flé og fyrirhötfn
í að taka tovitomyndir, þótt ekki
hafi þar allir erindi sem erfiði.
Það er vegna margra áskorana
frá slíku föltoi, að ráðizt verður
í þassa hluti, en um leið er vert
að minnast þess, að margir
bezbu listamenn á sviði ljós-
myndunar og kvitomynda tooima.
einmitl: úr röðum áhugamanna,
En að sjáifsögðu hafa þeir fllest-
ir áitt kost á að verða sér úti
um eínhverja undirstöðumennt-
un.
Fyrra námstímabil Námsflokto
anna í Kópavogi hefst 20. þ.nu
og stendur fram um miðjan dies-
ember. Kennt verður frá kl. 8
fliest kvölid vitounnar. Seinna
námstimabilið verður frá miðj-
um janúar og fram undir páska.