Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 17 — Flugfélagið Framhald af bls. 12. í 260,00 dollara með skrúfuþot- um og 280,00 dollara með þot- um. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að Flugfélag Isiands sá ek'ki ástæðu til að hækka far- gjöld frá Islandi til Evrópulanda, þegar félagið hóf þotuflug sum- arið 1967. Aðalfargjöld Loftleiða hafa því á rúmu ári hækkað um rúmlega 20%. UNDIRBÚNINGUR AÐ FAR- GJALDARÁÐSTEFhfU 1971. Á sl. vetri sátu íslenzku flug- félögin fundi með flugmálastjóra varðandi fargjöld þau, sem taka skyldu gildi 1. apríl sl. Á loka- fundi þessarra aðila, 9. marz, var ákveðið að efna til sameiginlegra funda og frekari umræðna um fargjaldamál (samanber bréf Flugfélags íslands til Loftleiða dags. 6. september 1971). Var tilgangurinn sá að sameina, ef hægt væri, tillögur og óskir fé- laganna í fargjaldamálum. Tvær slíkar tilraunir höfðu reyndar verið gerðar á undanförnum ár- um, en þrátt fyrir viðbrögð Loft- leiða við þeim tveimur tilraunum Flugfélags fslands, þótti félaginu rétt að gera þessa tilraun ennþá einu sinni. Flugfélag íslands til- kynnti síðan flugmálastjóra og Loftleiðum með góðum fyrir- vara um væntanlega fargjalda- ráðstefnu, og ennfremur, hvenær tillögur um breytingar á far- gjöldum þyrftu að vera komnar tii aðalskrifstofu Alþjóðasam- bands flugfélaga. Þetta bréf var dagsett 2. júní sl. og í því var m.a. tilkynnt, að frestur til að skila tillögum væri til 15. júli, en sjálf ráðstefnan myndi hefjast 8. september. Nú gerist ekkert í málinu af Loftleiða hálfu, þar til daginn áð- ur en skilafrestur tillagna renn- ur út. Þann dag, þ.e. 14. júlí, óska Loftleiðir eftir viðræðum. Þar sem forstjóri og sölustjóri Flug- félags íslands voru ekki við þann dag var ákveðið að fundur skyldi haldinn 19. júlí. LOFTLEIÐIR BERA FRAM TIL- LÖGUR UM FARGJÖLD TIL ÍSLANDS Á fundi félaganna, sem haldinn var 19. júlí, báru Loftleiðir fram tillögur um fargjöld til íslands. Loftleiðir báru hins vegar ekki fram neinar tillögur um fargjöld frá fslandi. Áhugi þeirra beind- ist þá eingöngu að því að lækka fargjöld fyrir útlendinga til ís- lands, en á engan hátt að því að auðvelda fslendingum ferðalög til annarra landa. Hugmyndir félaganna voru síðan ræddar á fundinum, svo og næstu daga og vikur í óformlegum viðræðum fulltrúa félaganna. Áður og á sama tíma var unnið að þessum málum hjá Flugfélagi íslands og þótt allt væri komið í eindaga, hvað innsendingu breytingartil- lagna áhrærði var ákveðið, að fulltrúar Flugfélagsins, eem færu á fargjaldaráðstefnuna í Miami, myndu leggja sig alla fram um að sameiginlegar til'lögur félag- anna yrðu teknar til umræðu. Um mánaðamótin ágúst/sept- ember óskaði Flugfélag fslands eftir fundi með Loftleiðum í því augnamiði að samræma endan- lega tillögur féiaganna, en ekki virtist bera mikið á milli. Flug- félag íslands myndi síðan gera það, sem unnt væri til þess að reka erindi beggja félaganna á fargjaldaráðstefnunni. Þessi fund ur félaganna var ákveðinn 3. september. FURÐUBRÉF LOFTLEIÐA Morgun þann, sem fulltrúar félaganna skyldu hittast til þess að ganga endanlega frá tillögum um fargjaldamálin, barst Flugfé lagi íslands bréf frá Loftleiðum. f þessu bréfi gera Loftleiðir að sinum ýmsar þær tillögur, sem fram höfðu komið í viðræðum félaganna. Ennfremur var þar að finna tillögur, sem fyrirfram var vitað, að útilokað var að fá sam- þykktar, svo sem 15% lækkun aðalfargjalda milli íslands og Evi'ópulanda. Einnig var lagt til að sérfargjöld milli íslands og ýmissa borga í Evrópu yrði jöfn. Það skyldi með öðrum orðum greiða sömu upphæð fyrir flug til Parísar eins og til Osló. Þegar fulltrúar Loftleiða voru spurðir að því á ofangreindum fundi hvaða áhrif 15% fargj aldalækk- un á flugleiðum milli Evrópu- landa og íslands myndi hafa á tekjur og afkomu Loftleiða á þessari flugleið, svöruðu þeir því til, að um slíkt vissu þeir-ekki. Það hefði ekki verið reiknað út! LOFTLEIOIR SENDA „BLIND AFRIT“ í áðurnefndu bréfi Loftleiða var þéss getið, að afrit af bréf- inu hefði verið sent samgöngu- málaráðuneytinu. Þess var hvergi getið, og heldur ekki skýrt frá því munnlega af Loft- leiða há'-fu, sem síðar fréttist, að afritum af þessu bréfi hefði þá þegar verið dreift til margra að- ila, m.a. til ferðaskrifstofa i Reykjavik og til ferðamálaráðs. Ekki hefur Flugfélagi íslands ennþá fengið upplýst frá Loftleið um, hverjir þessir aðilar voru. Það er álit Flugfélags íslands, að ótímabært hafi verið með öllu að dreifa upplýsingum um málið til almennings, áður en Flugfé- lagi íslands gafst tækifæri til að leggja sameiginlegar tillögur fé- laganna fyrir fargjaldaráðstefn- una. Ennfi’emur að gefa með bréfinu í skyn, að sameiginlegjxr tillögur félaganna væi’u tillögur Loftleiða. Á fargjaldaráðstefnu flugfélaganna þurftu fulltrúar Flugfélagsins að kynna málið og ná samningum um gildistöku hinna nýju fargjalda við vel flest önnur flugfélög í Evrópu. Far- gjöld milli landa verða við gildis töku hluti af loftferðasamning- um viðkomandi landa og því fer fjarri, að skoðanir okkar í far- gjaldamálum samræmist alltaf skoðunum þeirra flugfélaga, sem einnig er ætlazt til að takl þátt í flutningi farþega á viðkomandi fargjöldum. í þessu sambandi má minma á, að fleiri flugfélög en þau íslenzku stunda áætlunar- flug milli íslands og annarra Evr ópulanda og er það mjög illa séð og torveldar alla samninga um fargjöld, ef aðildarfélög segja opinberlega frá áformum sínum og tillögum um fargjöld, áður en tækifæri gefst til að kynna þau fyrir viðsemjendum. Ekki bætir úr skák, að afrit af hinu marg- nefnda bréfi hafa siðan verið not uð til óverðskuldaðra árása á Flugfélag íslands og til rang- túlkxinar á málinu i heild. Þess- ar árásir eru því óverðskuldaðri, sem öll hin lágu fargjöld milli íslands og útlanda eru verk Flug félags íslands. FLUGFÉLAG ÍSLANDS GENGST FYRIR 50% FAR- GJALDALÆKKUN FYRIR ÍSLENDINGA Eins og þegar hefir komið fram, var það áform Flugfélags íslands frá því að undirbúningur undir fargjaldaráðstefnu Al- þjóðsambands flugfélaga hófst að innleiða stórlækkuð sérfar- gjöld. Þessi fargjaldalækkun Flugfélagsins, sem gengur í gildi 1. janúar næstkomandi nemur helmings lækkun frá venjulegu fargjaldi og er i formi I.T.-ferða fyrir tíu manns i hóp. Með því að beita sér fyrir og fá samþykkt þessi lágu fargjöld, heldur Flugíélag íslands enn áfram á þeirri braut að auð- velda íslenzkum ferðamönnum utanferðir með hóflegum til- kostnaði. Þar sem þessi fargjöld hafa einnig ferxgizt samþykkt til íslands, verða þau væntanlega einnig til þess að auka ferða- mannastram til íslands. Að því hefir Flugfélagið unnið mark- visst. Með þátttöku í Alþjóða- sambandi flugfélaga hefir Flug- félag íslainds gætt hagsmuna ís- lenzkra flugfai'þega og m.a. haldið niðri aðalfargjöldum milli íslands og annarra Evrópulanda, auk þess sem öll hin lágu sér- fargjöld, sem gilda á þessum flug leiðum eru verk þess. Skoöiö teppin á stórum gólffleti mnréttinga búðin Grensásvegi 3, sími 8 34 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.