Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 FLUGFÉLAG íslands hefur náð samning-nni við önnnr félög inn- an Alþjóðasambands flugfélaga um 50% fargjaldalækktin i hóp- ferðnm milli íslands og Evrópu. Fessi fargjaldalækkun Flugfé- lagsins, sem tekur gildi 1. janú- ar næstkomandi, er í formi I.T.- ferða fyrir 10 manns í hópi, sem gera ráð fyrir að dveljast er- lendis í minnst 6 daga og mest 30 daga. I»etta kom fram á fundi sem Flugfélag tslands hélt með frétta mönnum í gær vegna þeirra um- ræðna í blöðum, sem orðið hafa um fargjaldamál fhigfélaganna að iindanförnu. Á fundinum af- hentu forráðamenn félagsins fréttamönnum greinargerð, þar sem fargjaldamálið er rifjað upp í heild, og m.a. upplýst hvernig Birgir Þorgilsson, deildarst jóri, og Sveinn Sæmundsson, blaðafiilltnii, á fundinum i gær. Flugfélagið býður 50% hópferðaafslátt Telur sig hafa orðiö fyrir óverðskulduðum árásum að undanförnu vegna fargjaldamála staðið var að iimræðimi um far- gjaldamálin á yfirstandandi ári. Telja Flugfélagsmenn sig liafa orðið fyrir óverðskiilduðiim árás um vegna rangtúlkunar á samn- ingaviðræðunum í bréfi sem Éoftleiðir sendu frá sér 3. sept- ember sl. Þessar árásir séu því óverðskuldaðri, sem öll hin lágu fargjöld milli Islands og útlanda séu verk Flugfélags íslands. Hér fer á eftir greinargerð Flugfélagsins: FLUGFÉI.AG ISLANDS GENGST FYBIR 50% FARGdALDALÆKKUN í HÖPFERDUM Flugfélagið bar fram tillögur um þessi nýju fargjöld á Far- gjaldaráðstefnu Aiþjóðasam- bands flugfélaga, sem hófst 8. september, og skulu hin nýju fargjöld taka gildi 1. janúar n.k. Fargjöld þessi gilda á milli Reykjavíkur og borga i Evrópu (i báðar áttir), og þó svo, að Fargjaldaráðstefnunni sé ekki endanlega lokið, er hægt að greina frá því nú, að félagið hef ur náð samningum við flugfélög viðkomandi landa um gildistöku þessara fargjalda. Þessi far- gjöld, sem og önnur, eru síðan að sjálfsögðu háð samþykki hlut aðeigandi stjórnvalda. Það er von félagsins, að þessar ráðstaf- anir auki það mikið sætanýtingu félagsins, að ekki komi til versn- andi afkomu millilandaflugsins. Að undanförnu hafa fargjöld á milli Islands og annarra Evr- ópulanda verið til umræðu í blöð um. Þar sem í ýmsum þeim skrif um er verulega hallað réttu máli, sér Flugfélag Islands sig nú knúið til þess að rifja far- gjaldamálin upp i heild, svo og að upplýsa, hvernig staðið var að umræðum um fargjaldamál- in á yfirstandandi ári. AÐALFARG.IÖLDIN SVO TIL ÓBREYTT 1 20 ÁR I sambandi við umræður um fargjaldamál verður vart hjá þvi komizt að rifja upp þróun far- gjalda milli íslands og annarra Evrópulanda sl. 20 ár. Þegar Flugfélag Islands gerðist aðili að Alþjóðasambandi flugfélaga árið 1950, var t.d. fargjaldið milli Reykjavíkur og Glasgow 27,00 sterlingspund. Flugféiagið beitti sér fyrir lækkun á íslandsfar- gjöldum og lækkað fargjaldið á mllli Reykjavíkur og Glasgow í 25,00 sterlingspund 1952. Þannig helzt það óbreytt til ársins 1965 er það hækkar um 4 shillinga vegna þess, að flugvaliarskatt- ur var þá felldur inn í fargjald ið sjálft. Árið 1968 er gengí sterl ingspundsins fellt og við það hækkar fargjaldið milli þessara staða í £ 29-9-0. Þannig helzt fargjaldið óbreytt í 18 ár, þrátt fyrir sívaxandi verðbólgu og auk inn tilkostnað á öllum sviðum. Á sama tímabili stórhækkuðu fargjöld á öllum flugleiðum inn- an Evrópu, öðrum en flugleið- um til íslands. Hinn 1. april sl. hækkuðu fargjöld á milli Bret- lands og Islands um 5%. Þannig hefur fargjaldið á milli Glasgow og Reykjavíkur, sem var 27,00 sterlingspund árið 1950 hækkað í tæplega 31,00 sterlingspund ár- ið 1971. Sömu sögu er að segja varðandi önnur fargjöld milli ís- lands og annarra Evrópulanda. TU dæmis var fargjaidið á milii Reykjavíkur og Kaupmannahafn ar D. kr. 766,00 árið 1950 og D. kr. 808,00 árið 1971. Á þessari flugleið hefur einnig flugvalla- skattur í Kaupmannahöfn verið felldur inn í fargjaldið. Ástæða þess, að samanburður á fargjöld um er hér gerður í erlendri mynt er sú, að öll fargjöld milli landa eru skráð i dollurum og sterl- ingspundum. Hér skai ekki far- ið út í að rekja þær hækkanir, sem orðið hafa á vöruverði og annarri þjónustu á sama tíma- bili. Allir vita, að þær eru marg- faldar. Ef gerður er samanburður á fargjöldum pr. kílómetra á 14 flugleiðum í Evrópu annars veg- ar og flugleiðum milli Islands og annarra Evrópulanda hins vegar (hér er átt við aðalfargjöld), kemur í Ijós, að meðalverð hvers flogins kílómetra er kr. 7,24 á Evrópuleiðum, en kr. 4,38 á milli Reyk.javíkur og London og kr. 4,48 á milli Reykjavíkur og Kaup mannabafnar. 1 sambandi við fargjöld á milli íslands og annarra Evrópu landa er rétt að geta þess, að Flugfélagið hefur skráð fargjöld á milli Reykjavíkur og flestra borga í Evrópu, þar sem flug- vellir eru staðsettir í nágrenn- inu, og reyndar til annarra heimshluta. Þessi skrásetning að al- og sérfargjalda hefur það í för með sér, að fargjald, t.d. frá Reykjavík til Rómaborgar um London, er til muna ódýr- ara heldur en samanlögð far- gjöld á flugleiðunum Reykjavík — London og London — Róma- borg. Hinar miklu og stöðugu hækkanir á fargjöldum innan Evrópu, á sama tíma og far- gjöld til og frá Islandi hafa hald izt svo til óbreytt, gerir það hins vegar að verkum, að hlutur Flugfélags Islands og þeirra flugfélaga, sem fljúga á milli íslands og annarra Evrópulanda, hefur sifellt minnkað. FLUGFÉLAG ÍSLANDS LÆKKAR FARGJÖLD 1958 Allt frá árinu 1958 hefur Flug- félagið beitt sér fyrir sérstökum lágum svokölluðum I.T. fargjöld um milli Islands og flestra borga í Evrópu. Þessi fargjöld miða að því að auðvelda fólki ódýrar ferðir, án þess að um hópferðir þurfi að vera að ræða. Strax eftir að tekizt hafði að fá þessi fargjöld samþykkt, var haldið áfram á sömu braut og önnur sérfargjöld fylgdu í kjölfarið. Þannig tóku svokölluð vor- og haustfargjöld með allt að 30% afslætti gildi frá íslandi árið 1962 og síðar einnig til Islands. Sama ár kom Flugfélag Islands því til leiðar, að ákvæði um náms mannafargjöld milli Islands og annarra landa voru rýmkuð að mun. Námsfólk fékk þá afslátt af fargjöldum til þrítugsaldurs, en áður aðeins til 26 ára aldurs. Einnig fékk maki námsmanns sama aflsátt. Hvort tveggja var nýmæli í Evrópu og gilti aðeins á flugleiðum til og frá Islandi. Tveimur árum síðar, árið 1964, gekkst Flugfélagið fyrir sérstök- um jólafargjöldum til Islands og auðveldaði þannig þeim, sem er- Iendis dvöldust heimferð og há- tíðahald á Islandi. Árið 1966 ber Flugfélag Islands fram og fær samþykkta tillögu um 45% far- gjaldalækkun á milli Islands og annarra Norðurlanda sé um hóp- Akureyri, 11. október. VETRARLEGT er nú um að lit- ast á Akureyri, enda hríðarveð- ur með um 5—7 stiga frosti síð- an um hádegi í gær. Færð á göt- um er sums staðar þung og veg- farendur klæðast vetrarfatnaði og skjólflikum. Afl orkuversins við Laxá, sem venjulega er 12000 KW, féll í morgun niður í rúm 8000 KW, en var komið upp í 9.5 þúsund KW klukkan 18 í kvöld. Grípa varð til rafmagnsskömmtunar af þessum sökum og var rafmagn tekið af Mývatnssveit (nema Kísilgúrverksmiðjunni) árdegis og af Aðaldal stuttan tima eftir hádegi, auk þess sem rafmagns- notkun nokkurra orkufrekra aðila á Akureyri (sútunarverk- smiðjunnar o.fl.) var takmörkuð verulega. Sennilegt er, að ein- hverjar takmarkanir verði á rafmagnsnotkun 6 orkuveitu- svæði Laxár árdegis á morgun, nema ástandið við Laxá breytist mjög til batnaðar frá því sem nú er. ferð, (minnst 50 farþega), að ræða. Slíkur hópferðaafsláttur var þá algjört nýmæli á flugleið- um innan Evrópu og fékkst ein- göngu samþykktur vegna sér- stöðu Islands í samskiptum við hin Norðurlöndin. Sama ár fékk félagið sam- þykkt fjölskyldufargjöld frá ís- landi til Norðurlanda og síðar til Bretlands, þar sem forsvars- maður fjölskyldu greiðir fullt fargjald, en aðrir fjölskyldulið- ar aðeins hálft gjald. Síðan hef- ur Flugfélag Islands beitt sér fyrir mjög hagstæðum sérfar- gjöldum til Spánar, Portúgal og fileiri suðlægra landa. Öll fram- angreind sérfargjöld og mörg fleiri, sem of langt yrði að telja upp, eru verk Flugfélags Islands. Það hefur með aðild sinni að Alþjóðasambandi flugfélaga haft aðstöðu til að fá þau rsedd og samþykkt, án þess að til þyrfti að koma langvarandi samninga- fundir og tímaeyðsla íslenzkra embættismanna fyrir félagsins hönd. Ekki verður svo skilið við þennan þátt fargjaldamálanna, að ekki sé minnt á hinar sérstak- lega hag.sta.'ðu vetrarferðir Flug félagsins til Kanaríeyja, sem hófust um sl. áramót. Á því sviði reið Flugfélag Islands eimág á vaðið, í framhaldi af ályktun Al- þingis, á sama tíma og aðrir að- ilar héldu að sér höndum eða sinntu öðrum og arðbærari verk efnum, sem trauðlega gera Is- lendingum mögulegt að njóta „Sólarfris í skammdeginu". LOFTLEIÐIR HÆKKA AMERÍKUFARG.IÖLD Um leið og fargjaldabreyting- ar á flugleiðunum Island — Evrópa eru yfirvegaðar, er rétt Mikið krap er í Laxá auk grunnstinguls, enda áin auð, þeg ar veðrið skall á og veðurhæð mikil. Mest bar á þessu efst í ánni, þar sem hún fellur úr Mý- vatni, enda voru allar kvíslar hennar opnar. Miðfcvíslarstíflan er engin lengur, sem kunnugt er, og Syðstukvísl hefur ekki verið lokað enn. Árum saman var venja að loka stíflunni þar í vetr arbyrjun, þangað til haustið 1970. Þá og eins í haust hefur Laxárvirkjun ekki viljað loka stíflunni, enda hefur samþykkt bænda ekki legið fyrir. Hins veg ar lokuðu bændur sjálfir Syðstu- kvísl í janúarmánuði 1971. Rafmagnsskömmtun hefur alltaf komið harðast niður á Ak- ureyringum og Eyfirðingum svo að nú þótti röðin réttlátlega kom in að Mývetningum, sem jafnan hafa setið við bezta hlut í þeim efnum, m.a. vegna gufustöðvar- innar. Þá má geta þess, að raf- magnstakmörkun á Akureyri í dag var mun meiri en hjá Aðal- dælingum. — Sv. P. Rafmagnsskömmtun frá Laxárvirkjun að athuga lítilsháttar fargjalda- hœkkanir þær, sem að undan förnu hafa orðið á aðalfargjöld- um á flugleiðinni Reykjavík — New York. Á þeirri flugleið hafa Loftleiðir, sem kunnugt er, flog- ið einir íslenzkra flugfélaga og hafa því án þess að þurfa að leita til annarra aðila en stjórnvalda á Islandi og í Bandaríkjunum, getað ráðið fargjöldum sínum. Þann 1. janúar 1970 var fargjald- ið Reykjavík — New York — Reykjavik 232,00 dollarar. Þann 1. apríl 1970 hækkar fargjaldið í 252,00 dollara með þotum. Þann 1. október 1970 hækkar far gjaldið aftur á þessari flugleið i 242,00 dollara með skrúfuþot- um og í 262,00 dollara með þot- um. Og enn hækka Loftleiðir fargjaldið þann 1. april sl. á flug leiðinni Reykjavík - New York Framhald á bls. 17. Strikalínan sýnir leiðina, sem mennirnir gengu frá flakinu. Punkturinn sýnir liadtistöð Landsvirkjunar. — í*yrlan ónýt Framhald af bls. 3. varnafélagsins á Selfossi af stað til leitar. Einnig voru þá tvær flugvélar, önnur frá Landhelgis- gæzlunni og hin frá flugmála- stjórn, sendar til sérstakrar leit- ar og klukkan 23:45 tilkynntu þær, að sést hefði Ijósblossi hjá Sandafelli og skömmu síðar, að mennirnir tveir væru þarna fundnir. Höfðu þeir tekið með sér ljóstæki úr þyrlunni og var það blossi frá þvi, sem leitar- menn sáu. Frá Búrfelli var svo sendur jeppi á móti mönnunum, og laust eftir miðnætti fundu leitarflug- vélar þyrluflakið á Rjúpnafelli. 1 gær fór flokkur manna frá Landhelgisgæzlunni að flakinu og er ætlunin að taka það sund- ur og flytjá til Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.