Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1971 21 félK í fréttum Ui JBStk W ELLEFU SXRÁKAR í STRÆTÓ Ellefu danskir drengir á aldr inum 14 til 16 ára hafa ásamt, ökukennara, stofnað félag, sem heitir: „Sumarleyfislangferða- bíllinn" eða eitthvað í þeim dúr. Þeir ætla sér að kaupa gamlan strætisvagn og gera hann upp og læra við það heil ósköp í bílaviðgerðum. Siðan, þegar bíllinn er tilbúinn næsta sumar, ætla þeir að fara í sumarleyfisferð á hon um til Þýzkalands, Hollands, Belgíu og Frakklands. Þeir hafa hérlega mikinn áhuga á að kynna sér sögu víkinganna á Bretagne-skaga og í Normandí í Frakklandi. Síðan hyggjast þeir selja bílinn aftur og skipta gróðanum, ef einhver verður, á milli sín. A þessari mynd sjáum við þrjá drengjanna, þar sem þeir hafa teiknað ferðaleiðina inn á Evrópukort. EL CORDOBES SJÚKUR E1 Cordobes, öðru nafni Manu el Benitez, uppáhaldsnautabana Spánverja, hefur að sögn verið bannað að halda áfram að iðka þessa iþrótt. Það er læknirinn hans, sem hefur sagt stanz, og E1 Cordobes, sem er 35 ára gam all, hefur orðið að aflýsa 13 öt- um. Hann á að hafa sagt, að hann væri mjög slappur og lystarlaus, og að læknirinn hans hefði tjáð honum, að ef hann færi í nautaat oftar, gæti hann látið lífið á leikvanginum vegna of mikillar áreynslu. Vinir hans óttast, að hann sé kominn með krabbamein. Nýlega hékk líf hans á blá- þræði, þegar óður tuddi réðst á hann á leikvangi í nágrenni Madrid. E1 Cordobes missti jafn vægið rétt í þann mund er naut ið kom æðandi að honum. Það réðst á hann og reif hann og tætti og annar nautabani varð að drepa nautið á meðan E1 Cordobes var hjálpað út. Hin nýja listamiðstöð, sem heitin er eftir John F. Kennedy, og staðsett er í Washington, hefur oft verið nefnd á nafn; en þó yfirleitt af öðru tilefni en nú. Einn hluti hennar er Eisenhower- leikhúsið og er framkvæmdum við það ekki að fullu lokið ennþá. Fyrir um þremur vikum var Ólafur Noregskonungur á ferð í Washington og var honum þá sýnd listamiðstöðin. Hann kom í leikhúsið í matartímanum og gekk þá fram hjá einum starfs- manninum, sem hafði lagt sig í matartímanum. Konungurinn sést á miðri myndinni með hatt í hendinni, og er honum greinilega skemmt að sjá viðbrögð starfsmannsins, er hann vaknar í nær- veru konungsins. 1-F „Nei, þú getur ekki fært „viðhald þjóðarskútunn- ar“ til frádráttar á skatta- skýrslunni þinni.“ * l-E „Fljótt á fætur. Eða eins og skáldið segir: „Snemma lóan litla i/ lofti bláu dírrindí/ undir sólu syng ur“ og eggin þin eru að verða köld.“ — Konan mín segir aldrei neitt, þegar ég kenn heim seint á kvöldin. Hún hristir aðeina höfuðið. — Þitt eða sitt? * Jón litli fór með pabba sínum í náttúrugripasafnið og sá þar mitt á meðal allra dýrauna miannisbeinagrind. — Pabbi, voða er þetta skrít- ið dýr! — Þetta er ekki dýr, Jón minn, þetta eru beinin, -sem; verða eftir af mönnunum. — Nú, er það þá bara kjötlð, sem fer til himná? tK — Af hverju grætur þú svorra, litli minn? — Af því að pabbi kallaði mömmu gamla belju og hún sagði, að hann væri aigjört naut. — Já, en er það nokkúð ttl að gráta yfir? — Já, því að hvað er ég þá? HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiUiams Jæja, komið þið og takið við þvi. Eu niunið að það er ekki nema einn sleiki- hrjóstsykur og eitt kúlutyggjó á mann. 'í. m.vnd) Ég skal fara með böm Há» Trés til læknisins á inorgun, ef ég kem bilntim í gang. (3. mynd) Ert þú einhvers konar heiðnrsfélagi ættbálksins, ungfrú Tully, ég heyrði gamla skrögg kalla þig dóttur? Það vill svo til, að gamli skröggur er faðir minn. Emma litla er fjögurra ára ag einn njor "un vaknar húu klukkan f mm. Þár sem sólin er þegar komin upp, læðist hún inn í svefnherbergið til foreldra sin*na og hvíslar að mömimiu sinni: Góðan daginn. Ekkert hljóð heyrist frá mömimu. Þá fer hún til pabba og potar í síðu hans. Hann hreyfir «ig ekki. — Þetta er spælan'di. Þau eru bæði steindauð, segir Bmma og fer aftur að sofa. -K — Maroma, viltu veðja fnnmr kalli við míg. Ég segi, að höfiíð- borgin í Frakklandi heiti PaM',is,| en hvað seg r þú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.