Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 9
MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 37 V-Þjóðverjar stór- auka fiskiflota sinn Forseti þýzíka togarasam- bandsins, dr. Joachim Genschow, lýsti þvi yfir fyrir skömmu að fyrirtæki í sambandinu hygð- ust láta sm'íða 15 verksmiðjutog- ara og ættu þeir að vera tilbún ir á árunum 1972 og 1973. Út- hafisveiðifioti Þjóðverja telur nú 108 skip og er tonnatala þeirra 116 þúsund brúttó. Samibandið telur sig þurfa 300 milljónir marka til þessara skipabygginga og er það meira fjármagn en það hefur ráð á og það gerir sér því vonir um rák- isstyrk og hlutabréfakaup al- mennings. Dr. Genschow sagði, að eins og verðlagi væri nú háttað á nýjum fiski í Þýzkaland., þá væri ekki grundvöilur fyrir byggingu nýrra iisfisktogara. Göonlu verksmiðjutogurunum, sem væru orðnir úreltir, sem slikir, yrði því breytt í isfisk- togara. Þessir nýju verksimiðjuto,gar- ar verða með mjög liku sniði og þau skip af þessu tagi, sem Þjúðverjamir hafa verið að byggja umdanfarin 5 ár. Þeir geta fryst 4060 tonn á sólar- hring og hafa kæligeymisliur fyr ir 800 tonn. Skipshötfnin verð- ur 70 manns. Það eru togarar af Sonne-gerð inni, 2700 tonna skip, sem Vest- ur-Þjóðverjar ætla að leggja megináherzlu á að byggja. Þarna er verið að prófa japönsku baujuna um borð í Gísla Johnsen í 7—8 vindstigum. Mikilvæg nýjung í FYRRA var prófuð hér í Fló- anum á Gísla Johnsen ný gerð af radíósendibauju, sem Japanir framTeiða, en O. Johnson & Kaaber hefur umboð fyrir. — Baujan reyndiist með afbrigðum vel og rnerki frá henni heyrð- ust á Isafirði, Saiuðárkröki, Nes- Fiskveiðar Bandaríkjamanna 1970 Heildarfislkveiði Bandarikja- manna 1970 jókst um 16% frá áriimi 1969 og náði 2 miHjónum 217 þúsundum tonina. Það er 36% meiri veiði en meðaltals- veiði áranna 1964—68 og mesta veiði síðan 1962, sem var metafla ár í sögu bandanisfcra fiskveiða. Með í þessu magni er talin skel- fiskveiði og yfirlleitt öll veiði á sjávardýrum og þlontum. Árið 1970 var einnig mettokjuár fyrir fiskimennina. Þeir fengu borgað ar 602 milljónir doltara fyrir Jandaðan fisk eða sem næst 53 þúsundir miiljóna króna. 1 frétt inni er aðeins talað um „fiski- mennina", en líklega er að þá sé einnig átt við útgerðina og þetta sé heildarupþhæð fyirir fisk upp úr bátunum. Eftir þvi að dæma hefur með- alverð á aflanum upp úr bát ver ið 24 krónur þr. kg. Aflinn er síldfiskur (menþad- en), ansjósur, rækja, krabbi, fjöruskei, humar, Kyrrahafslax og lúða. Magnið af þessum teg- undum jókst bæði við austur- og vesturströndina, en hins vegar minnkaði aflamagn af Atlants- hafsþorski og ýsu. Verðmæti unninna fiskafurða jókst um 15% og var 1,7 billjón dollara (1700 milljónir). Sala á niðursoðnum fiskafurðum jókst mikið á árinu eða úr 580 milljón um doliara í 750 milljónir. Sala fiskstauta og fiskskammta jókst stórlega og var 155 milljónir daia, sala rækju jókst og einnig sala fiskafurða til iðnaðar. Vaxtarhraði hinnar ört stækk- andi keðju af fish and chips sölufyrirkomulaginu hélzt áfram út árið. Bandaríkin ftottu út fiskaflurð ir fyrir 117 milljónir dala en inn fyrir 1000 milljónir daia. Það var mikil eftirspum eftir fiSkafurðum á árinu og neyzlan jókst og verðið hækkaði. Banda rikjamenn hafa aldrei síðan 1953 neytt meiri fisks em á síðast- liðnu ári. Neyzlan er nú komin í 11,4 lbs. á mann og jókst um 0,3 lbs. á árinu. (Útdráttur úr grein í Commercial Fisheries Review). Þeir nota skekWtu við að kasta. Fyrsta síldveiðiskipið með trommu í Kanada Kanadamenn hafa á seinni ár- um lagt sig mrjög fram um að bæta fiskiflota sinn með ýmsum hætti, enda var hann orðinn úr- eltur að sögn. 1 stað þess að Oeggja úrelta báta fyrir róða og byggja nýja, hafa Kanada- menn reynt að laga eitt og ann- að uim borð, eins og til dæmis, þegar þeir breyttu síldarbátum sínuim í skuttogskip með því að taka virana aftur sinn hvorum megin við brúna. Kanada- menn, hafa mikla trú á tromm- umni og nota hana gjarnan á fog veiðum óg snurrvoð og nú eru þeir farnir að nota hana á síld- veiðum, herpinótaveiðum og einnig á reknetaveiðum og kannski kæmi þá tromma einn- ig til gréina á þorskane aveið- um. Pacific Harvester heitir bát- urinn, sem ílyrstur ftór út með tromrnu til veiða með herpinót. Báturinn er 85 fet á lengd. Afl- inn hefur verið mikill, iðulega 250—300 tonn i kasti. öli tæki hafa reynzt vel og það virðist fullreynt að aðtferðin er not- hætf. 1 grundvallaratriðum er þessi aðferð þannig, að nótinni með korki, blýi og hringum er spólað upp á kraftmikia trornmu aiftur á skut. Aðalkosturinn við þessa að- ferð umÆram kraftblakkarað- ferðina, sem hér tíOkast, er sá, að það þarf ekki mannskap til að Ieggja niður netið, ikorkinn og steina éininn. Hér er því um mikinn vinnusparnað að ræða. Drátturinn gengur einnig miklu hraðar en með kraftblökkinni, eða sem svarar þrisvar sinnum hraðar. kaupstað, Homafirði og í Vest- mamnaeyjum og svo auðvitað í Reykjavík, eða sam sagt um alllt land á neyðarbyligjunni 2182 kílóriðum. Bauja þessi er boltuð niður í brúarþak skipsins og föst við grind með nælonkaðti, sem tengdur er þrýstiloka og sá þrýsitiloki opnast á 3 metra dýpi, en einniig um leið og baujunni er kastað í sjóimn. Þebta hefur þann stóra kost i för með sér, að vimnist mönnum ekki támi til að komast í talstöð áður en sk p- ið sekkur, sem oft viil verða, þá flýtur þessi bauja sjáUkrala upp frá skiipinu og byrjar að senda eftir 30 sekúndur. Hún sendir þá neyðarmerkið SOS í sifellu ásamt kallmerki skipsins og tóni til miðumar í 3 mánútur samfeMt. Þanmig haida sendinigar áfram í 72 klukkusetundir með 12 min- útna millibili. Sendikraftur bauj- unnar er svo mikiil að hún úti- lokar aillar aðrar sendingar á neyöarbylgj unni. Jafnframt þessu eru á bauj- unni tveir lampar og er annar tengdur loftnetinu og sendir ijósgeisla með sömu merki og radíósendirinn. Niður við bauju- bolinn er svo amnar lampi með stöðugum ljósgeisla, sem sést í marga milna fjarlægð. Ef ákip strandar og setja þarf baujuna í gang um borð í skipinu, þá þarf ekki annað en kippa i spotta, sem tengdur er sjáif- virku gangsetningunni. Það er skylda að nota þessa bauju á öHum skipum í Japan og þeir segja, að það taki sitg ekki nerna klukkusitund að finna sskip, hvar sem það er úti fyrir ströndum landsins og hafi bauj- an bjargað ótöldum mannsiífum. Það er óþarfi að nefna dæmi um það, sem þessi sendibauja hefði getað sparað i langri leit að skipurn í sjávarhásika og oft mannslíf, ef hún hefði verið um borð. Mér kemur í hug, - þegar vestfirzki bátaflotinn leitaði í hi'ttiðfyrra í fleiri klukkustundir í foráttuveðri og skipsbrots- mönnum af Svaninum, sem hvolifdi út af deildinni vestra. Ef svona bauja hefði verið þar um borð, hefðu þeir fundið mennina svo tii strax, þvi að sum skdpin voru nálægt slys.staðnum. Ótelj- andi dæmi má nefna, þar sem skipsbrotsmönnum hefur ekki unnizt tírni til að senda frá sér neyðarkall. Sjálfvirk serudistöð er því mikil nauðsyh. Það er óþarfi að lýsa hér stöðinmi í edn- stökum atriðum. Menn geta fengið nánari uppiýsdngar, bœði hjá umboðinu og eims Stysa- varnafélagmu, en umlboðið gaf þvi eiina bauju til reynsliu og hún hefur verið þrautreynd. Guðtmiundur Ingimarsson hjá Fiiskifféiagimu benti mér á að Norðmenn og fleiri væru farnir Framhald á bls. 42 II t' \ v SJOMANNASIÐA í UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.