Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 6
34 MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 Allt lífkerfið í Þjórsárverum starfar líklega með sérstæðum hætti Viötal við dr. Arnþór Garðarsson, dýrafræðing EKKI er hægt að sjá fyrir hvað gerast muni, verði Þjórsárverum sökkt og því er nauðsynlegt að vita eftir hverju heiðagæsin er að sækjast þar. Líkur eru til að það sé aðallega tvennt, frið- sældin þar um varptímann og góð heitilönd, sem aftur getur stafað af hinum mikla áhurði frá gæsinni. Þetta gæti verið það, sem heldur uppi stofninum þarna. Og sé stofninn settur á guð og gaddinn, þá sitjum við uppi með 20—25 þúsund fugla, sem við vitum ekki hvað muni gera. Þannig komst dr. Arnþór Garðarsson, dýrafræðingur m. a. að orði í viðtali við Mbl. um rannsóknir þær, sem hann og fleiri náttúru- vísindamenn voru að hef ja í Þjórsárverum í sumar, í þeim tilgangi að átta sig á aðstæðum heiðagæsarinnar með tilliti til virkjunar- mannvirkja. Spurður um niðurstöður eft- ir þetta fyrsta sumar, sagði Arnþór, að búið væri að afla gagna um fæðu gæsarinnar á hverjum tíma frá þvi í april og til september. Fæðan félli nokkurn veginn í það mynst- ur, sem búast mátti við. Um tímgunartímann og fjaðrafell- ingatímann þarf fæða gæs- arinnar að vera mjög næringar rik og auðug að íorfór og pró- teinum. Viðkoma gæsarinnar er bundin við tiltölulega nær- ingarmikla fæðu. Ef viðkoman bregzt, þolir stofninn ekki dauðsföllin og fækkun verður í honum. Á þessum tíma kvað Arnþór fuglana sérlega við- kvæma. Þá þyrfti að gera svo mikið á stuttuim tima. Arnþór og Jón Baldur Sig- urðsson fóru inn í Þjórsárver til rannsókna 25. maí í vor. — Þá var aðeins þyrlufært þang að og is yfir verunum, sagði Arnþór. Á þessum tima standa rústirnar upp úr og ár- bakkarnir niður úr ísnum. Árnar bræða bakkana og á rindunum við árnar og á rústa kollunum eru heiðagæsahreið- ur. Kn ekki er það stór hluti lands, sem stendur upp úr. — Er þá enn nægilegt rými fyrir svo margar gæsir? — Já, það virðist vera. Þarna eru nú 10—12 þúsund pör. Heiðagæsinni hefur verið að f jölga. Ég hefi hérna taln- ingar, sem gerðar hafa verið í Bretlandi, en þar er allur ís- lenzki og grænlenzki heiða- gæsastofninn á veturna. 1950 var reiknað rcieð að heild- arstofninn veeri 30 þúsund gæsir, 1960 voru þær orðnar 50—60 þúsund og f jöldinn náði hámarki 1966, voru þá 70—80 þúsund gæsir. Þeim gæti svo hafa fækkað í köldu ísárunum hér, en tölur síðustu ára hefi ég ekki. — En hvað gerist, verði gæs- irnar of margar fyrir verin? — Það sem hefur gerzt nú, er að gæsin dreifir sér meira. Og yfir á land, sem kannski er ekki eins gott. Þetta þarf að athuga. Hugsanlega mætti gera samanburð á ungadauða þeirra, sem þar lifa og þeim ungum, sem lifa í verunum. En satt er það, þessi f jöldi af gæs etur eiginlega allt upp í ver- unium. Gæsirnar eru í flóunum yfir sumarið. Við vitum ekki enn, hve rnikinn hluta þær taka af gróðrinum þar. En ég gizka á að gæsin eti þriðjung til f jórðung af gróðrinum í fló- unum. Sumar tegundir eru bitnar niður í svörðinn. — Er þá ekki orðin ofbeit þarna, eins og viða annars stað ar í landinu? — Þetta fer mikið eftir gróð- urfari. Ef étið er ofan í svörð- inn á þurrlendi, er voðinn vis. En sé blautt, þá getur það gerzt að jarðstönglum fjölgar æ við að bitið er ofan af og þá þéttist gróðurinn og getur haldið næringargildi sinu langt fram eftir sumri. A þessu geta þvi verið tvær hlið- ar. Maður veit ekki tovar mörk in eru eða hvenær komið er yf- ir mörkin. En beitin er mikil. Og næsta verkefni er að mæla beitina þarna. Við erum að byrja á slíkum athugunum í sérstökum reitum, þar sem gerður verður samanburður á uppskerumagni af beittu landi og landi, þar sem gæsir verða útilokaðar. Á þennan hátt má mæla beitina með nokkurri ná- kvæmni. — Gæsin er sem sagt þarna í flóunum fram eftir sumri. Og hvað svo? —¦ Já, hún er á flóunum fram í júlí og fer svo. 1 ágúst er hún meira og minna farin ú.r Þjórsárverum. Hún hefur því aðeins 3 Vz mánaðar viðdvöl. Og eiginlega er hún ekki á beit nema tvo mánuði. Um varptím- ann ebur heiðagæsin sáralítið. Kvenfuglinn nærist svo að segja ekkert. Gæsin bregður sér aðeins af hreiðrinu á tveggja sólarhringa fresti til að fá sér að drekka og baða sig, en neytir litið matar. Kvenfuglinn tapar þriðjungi af þyngd sinni meðan hann liggur á. Hann missir ekki bara fituna, heldur verður vöðva- rýmun, garnirnar ganga sam- an og hjartað léttist. Gassinn hefur það þó náðugra. Hann rýrnar hægt og rólega allt sumarið. En eftir að gæs- irnar fara úr verunum, breyt- ist mataræði þeirra. Það verð- ur meira fitandi og þegar þær fara af landinu, eru þær orðn- ar akfeitar. Og þannig koma þær til Bretlands, því hér er sáralítið skotið af heiðagæs. Það eru fyrst og fremst grá- gæsir, sem eru skotnar hér á túnunum. — Það hJýtur að vera erfitt að vinna að rannsóknum á við brögðum gæsarinnar, svo stygg sem hún er á vissum tíma ? — Já, meðan gæsirnar eru í sárum, eru þær geysilega stygg ar. Þá sér maður þær varla. En þegar þær koma á vorin, eru þær spakar, þær spekjast fyrir varptimann og eru spak- Rann- sóknir íslandi Hei<Vaga;9aiuigar í verum ar meðan þær liggja á. Þá má ganga í allt að 10 metra færi frá þeim, áður en þær fljúga upp, einkum þegar þær eru komnar að því að unga út. Stöku einstaklingur lætur þó ekki undan síga, þó komið sé svo nærri. Meðan ungarnir eru litlir, leggjast gæsirnar flatar og teygja fram hálsinn ef styggð kemur að þeim svo mjög erfitt er að koma auga á þær. En svo fella þær flug- f jaðrirnar þegar kemur fram í júlí og þá eiga þær fötum sin- um fjör að launa. Þá hlaupa þær geysilega hratt og skilja oft stálpaða unga eftir. Heiða- gæsin er lika hraðfleyg. Flug- vél dregur hana uppi á 70 milna hraða í lofti, það höfum við reynt. Heiðagæsirnar fljúga hraðar en grágæsirnar og öðru vísi. Grágæsin skellir sér yíir- leit niður ef flugvél kem- ur, en heiðagæsin skrúfar sig upp og heldur þessum hraða. En að vísu er hér aðeins um spretti að ræða. — Nú hafið þið verið þarna í eitt sumar við rannsóknir og eigið eftir að verða önnur tvö ár. Hvaða upplýsinga eruð þið fyrst og fremst að leita ? — Verði Þjórsárverum sökkt vegna virkjunarframkvæmda, þá mun það gerast, sem ekki er hægt að spá fyrir um. Þá þarf að vita eftir hverju fugl- arnir eru að sækjast þarna. Líkur eru til að það sé að nokkru leyti friðsældin þarna um varptknann. Staðurinn er t.d. óaðgengilegur fyrir tófur. Tófa kemst illa yfir árnar í vexti og háar skarir eru við þær. Þessi mikli fjöldi hjálpar lika til við að bægja burtu IRVIN a JOHNSON (AUSTRALIA) PTY. LTD. Stœrstu innflytjendur og dreifingaraðilar frystra sjávarafurða í Astralíu, óska að komast í samband við áreiðanlegan útflytjanda sjávaraf- urða, með einkarétt í Ástralíu íyrir augum. Eina fyrirtækið sem hefur stjórnarskrifstofur og nýtízkulegar kæli- geymslur í öllum fylkjum Ástralíu. Höfum meira en 100 ára starfsreynslu. Skrifið eftir frekari upplýsingum til: IRVIN & JOHNSON (AUSTRALIA) PTY. LTD. 12—30 ROSEBERFY AVENTJE, ROSEBERRY NEW SOUTH WALES 2018 AUSTRALIA. SÍMNEFNI: MARKFERN — TELEX NR. 21390, SYDNEY — AUSTRALIA. Atvinna Viljum ráða húsgagnasmið og mann til verksmiðjustarfa. Upplýsingar í verksmiðjunni, Lágmúla 7. KRISTJÁN SIGGEIRSSON H/F. Kaupfélagsstjóri Starf framkvæmdastjóra kaupfélagsins HAFNAR á SeMossi, er laust tii umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. Umsóknir skuiu sendar formanni félagsstjórnarinnar Gísla Bjarnasyni Grænuvöllum 1, Selfossi, er ve'rtir upplýsingar um starfið ásamt Grími Bjarnasyni, kaupfélagsstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.