Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 31 kommúnistum á hönd, og múta til fylgis jarðnæðislausu fðlki, og neyttu hvors tveggja til hins ýtrasta, svo sem við matti búast. Þó að nálega einn íimmti hluti þjoðarinnar nytti góðs af jarðaskiptalögunurn, þá sáu Ikiommúnistar um það að hafa jarðirnar svo litlar, að óger- legt var fyrir fjölskyldu að lifa é þeim. Árangurinn af þessu varð sá, er til var ætlazt. Þeg- ar áráð 1951 höfðu um það bil 200.000 fosendur gefizt upp og neyðzt til þess að ganga í sam- yrkjubú að rússneskri fyrir- mynd. Eignarhald þeirra á jörð unum varð að engu, en sjálfir 'urðu þeir i rauninni jarðyrkju þræiar rikisins. 36. sept. 1945 lýsti stjórn Bandarikjanna yfir þvi, að bún vœri fús til þess að fallast a endurskipulagningu ung- versku stjórnarinnar, að því til íkyldru, að fram færu frjálsar og óháðar kosningar í landinu í samræmi við ákvæði Yalta- samþyfkktarinnar. Tveim dög um síðar veitti Sovétstjórnin lungversku feraðabirgðastjórn- inni ótakmaikaða viðurkenn- ingu án þess að ráðfæra sig mneð einu orði við bandamenn sína. Þrem vikum síðar varð það augljóst, hvað bjó undir þessari skjótu viður- kenningu. Þá var birtur við- skáptasamningur milli land- anna, sem lagði yfirráðin yfir ©IJum efnahagsmálum Ung- verjalands raunverulega á vaOd Sovét-Rússlands og gerði Handið að efnahagslegri ný- ]endu á lægsta stigi. Bandarikin og Bretland mót imæltu, en þau mótmæli voru að engu höfð, eins og vænta mátti. Kosningar voru svo háðar 4. móv. 1945. Kommúnisiar töldu sér vísan stórkostlegan ságur með aðstoð Moskvu og Rauða hersins, en þeim brá heldur en ekki i brún, er það kom í ljós, að þeir höfðu aðeins fengið 17% af öllu atkvæðamagninu. Hins vegar hafði' Smábændaflokkur- inn fengið 58%, eða hreinan imeirihluta. IÞað er vert að veita því at- Matyas Rakmri hygla, að þetta eru fyrstu al- mennu kosningarnar, sem haldnar eru í Austur-Evrópu eftár styrjöldina. Kommúnistar höfðu þá ekki ennþá fuHkomn- eð þá tækni sina að fara í kring um vilja heilla þjóða og tiafa hann að engu. Kosnlngar í Búlgaríu íóru fram háifum mánuði síðar, en brotin á ðll- iuom lýðræðisreglum í sambandi við þær voru svo ruddaleg og ofboðsleg, að flokkar þeir, sem andstæðir voru kommúnistum, e&a sér ekki fært að taka þátt í þeim. Þegar til kosninga kom 5 Rúmeniu og Tekkóslóvakíu 1946 og Póllandl 1947, höfðu kommúnistar lært að gera kosn ingar svo úr garði, að þær voru skíípaleikur einn, yf- irvarp ofbeldisins, og gríma, sem allir sáu þó í gegnum, nema harðósvífnustu fyrir- svarsmenn kommúnista sjálfra. 1 nýju ungversku stjórninni he&mtuðu kommúnistar — og lengu —¦ hið þýðingarmikla embætti innanrikisráðherrans. Rajk og „klíka" hans hengd í Búdapest 1949. Það var fengið i hendur Laslo Rajk, þáverandi foringja flokksins. Fékk Rajk þannig ótakmörkuð yfirráð yfir póli- tísku lögreglunni. Yfirmað- ur hennar var Gabor Peter, einn skuggalegasti mannhund- ur, sem farið hefur með völd, ef trúa má Krustjofí í KremL Þeir féiagar Rajk og Peter hófu gegndarlausar ofsóknir á hendur öilum lýðræðissinnum og létu drepa þá i tugum þús- unda. Hins vegar urðu þeir sið ar að falla fyirir reiði Sovét- herranna sem fórnardýr einnar af hinum alkunnu hreinsunum þeirra. Ástæðan til hinna gegndar- iausu ofsókna var í orði kveðnu sú, að þeir kumpánar þóttust hafa komizt á snoð ir um samsæri konungssinna í því skyni að steypa stjórninni. Þetta var auðvitað helber upp spuni. Um þær mundir birti Mindszenty kardináli hirðis- bréf, þar sem hann fordæmdi harðlega hinar villimannlegu aðfarir pólitísku lögreglunnar. Varð þessi árekstur hans fyrst ur við handbendi og böðla Sovétherrarma — og lauk ekki þeirri orrustu fyrr en með handtöku hans 1948. 1. febrúar 1946 var ung- verska „lýðveldið" formlega stofnað. Zoltan Tildy varð for- seti, Ferenc Nagy forsætisráð- herra og Beia Varga forseti þjóðþingsins. Aliir voru þeir foringjar Smábændaflökksins. Þrátt fyrir það þó að hverj- um manni væri það augljóst, að innanrikisráðuneytið sat á svikráðum við stjórnina og þjóðina, virðast hinir aðrir ráð herrar hafa verið furðu róieg- ir og barnalega einfaldir. Til dæmis gaf forsætisráðherrann, Nagy, út svohljóðandi yfiriýs- ingu 22. janúar: „Ég lýsi því yfir, að enginn heiðarlegur maður, og enginn, sem tekur drengilegan þátt í stjórnmáium Ungverjalands, þarf að iáta sér til hugar koma, að Kommúnistaflokkurinn hafi uppi neinar ráðagerðir um það, að Ungverjaland skuli gert eitt af meðlimaríkjum Sovétsam- bandsins. P'rá þvi augnabliki, að hann kom fram á hið póli- tiska svið, hefur kommúnista- flokkurinn kallað sig ung- verskan og þj'óðlegan flokk". Og Tildy forseti lét á þessa leið um mælt við amerískan blaðamann: „Ég hef ekki orðið þess var, að kommúnistar séu að reyna að þrýsta sínum vilja upp á stjórnina. Og jafnvel þó að þeir reyndu það, þá myndi þeim ekkert verða ágengt, af þvi að Smábændaflokkurinn er svo sterkur". Svo mörg voru þau orð — og óendanlega barnaleg. En þessi einfeldnislega og andvaralausa afstaða Smá- bændaflokksins, sem varð land inu að lokum svo geigvænlega dýr, átti sér hliðstæður I ððr- um lýðræðisflokkum. For- ingi Jafnaðarmannaflokksins, Arpad Szakasits, sagði 19. októ ber þetta sama ár: „Ungverjaland óskar ekki eftir járntjaldi milli austurs og vesturs. Jafnaðarmannaflokk- urinn viðurkennir nauðsyn innilegrar og sterkrar vináttu milli Ungverjalands og Sovét- ríkjainna, en hún má ekki vera þröskuldur í vegi fyrir sams konar vináttu við hin vestrænu veldi". 1 april 1946 var Nagy forsæt isráðherra formaður nefndar, sem fór tál Moskvu til þess að ræða undirbúning væntanlegra friðarsamninga og fleiri mál. Við heimkomu sína lýsti hann yfir þvi, að hann og menn hans hefðu mætt fyllsta skilningi um ailt, sem varðaði friðarsamning ana. 1 miðdegisveizlu, sem sendi- nefndinni var haldin, hélt fé- iagi Stalin ræðu og sagði með- al annars: „Sovétríkin hafa aldrei borið neinn kala til ung- versku þjóðarinnar, jafnvel ekki á styrjaMarárunum. Sovét rökin óska ekki að hafa áhriÆ éí innanlandsmáil Ungverjalands", Þessi einfeldnislegu viðhorf hinna ungversku ileiðtoga sýna Ijóslega, hve hásikaiegur hinn kommúnistíski blefckinga- áróður er, og yf irlýsing Staiins 'þá takmarkalausu flærð, sem er einkennandi fyrir Sovétrík- in og aUa þeirra utanrikispóili- tík. Vorið 1946 komst Ungverja- land í mikla fjárhagsörðug- leika, sem oOlu stjórninni ýfínss- •um vandræðum. Þrát fyrir lán frá Bandaríkjunum og ritfleg framlðg úr endurreisnarhjaSp Sameinuðu þjóðanna var aOQt hagkerfi landsins og efnahags- lif í hraðri upplausn, sem að verulegu leyti stafaði af gifur- legum kostnaði af setu Rauða hersins í landinu og gegndar- lausum ránum og brottfærsl- um aðalverðmæta þjóðarinnar, sem talin voru nema hundruð- um milJjóna dollara að verð- mæti. Gengishrun varð stór- kostlegt og innstæður borgara- stéttarinnar í peningastofnun- um urðu einskis virði. Laun verkamanna komust langt nið- ur fyrir það, að unnt væri að draga fram á þeim lifið. Að öllu þessu stefndu Sovét- herrarnir af ráðnum hug, enda. notfærðu kommúnistár sér þetta ástand út í yztu æsar. Þeim hafði nú tekizt að þvinga öll verkalýðsféiög í hið rvo- nefnda Verkalýðsfélagaráð og sölsa undir sig stjórn þess. Þeir gátu þvi kallað fram verk föil I pólitískum tilgangi hve- nær sem þeim sýndist og Oam- að allar stjórnaraðgerðir, sem hefðu mátt verða landinu til viðbjargar. 7. marz buðu kommúnistar, að fram skyldu fara geysimJkl- ar kröfugöngur um gervaJJt landið, og voru bornar fram víðtækar kjarabóta- og kaup- mmiammxmm DOGlflí VIII kemur til ríkis 1. nóvember á flug- leiðunum milli íslands, Norðurland- anna og Bretlands. Og ekki er að spyrja um kostina, þar er Doglas öðrum fremri að styrk, hraða og mýkt. Hann mun framvegis þjóta gagnvegu milli íslands, Norðurlandanna og Bretlands — SEX SINNUM í VIKU — L0FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.