Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971
45
- Lieiðangur
Framhald af bls. 36
búið að stilla hann, sýnir
hann stöðu skipsins á fjög-
urra sekúndna fresti, þó svo
að skipið sé á siglingu. Tveir
Decca-radarar, 48 mílna
langdrag og 64 mílna lang-
drag. Sjálfvirk miðunarstöð,
Tayio-gerð. Simrad EP dýp-
ismælir í brú. Arkas-sjálf-
stýring, og Anschutz Gyro-
áttaviti."
Þannig lýsti loftskeytamað
urinn fiskileitar- og rann-
sóknatækjum og fjarskipta-
tækjum. Þess má svo geta
hér að hann hefir samvinnu
við vélstjórana um notkim
sumra tækjanna, einkum þeg
ar um er að ræða leit að bil-
unum.
En nú snúum við okkur til
Guðmundar S. Jónssonar,
rannsóknamanns og spyrj-
um hann um ýmislegt er varð
ar sjálían rannsóknabúnað-
inn, en hann hafði á hendi
ýmiss konar eftirlit með frá-
gangi hans. Einnig segir
hann okkur frá því hvernig
unnið er að hinum ýmsu
rannsóknum. Guðmundur seg
ir svo frá:
KANNSÓKNAABSTAÖA
„Við getum byrjað á því
að nefna svonefndan sjótaka
klefa, sem er bakborðsmeg-
in í skipinu aftan við rann-
sóknastofu uppi. Þar eru
svonefndir sjótakar og segir
nafnið til hvers þeir eru not-
aðri. Hér eru teknar inn all-
ar sjóprufur, en úr þeim eru
athuguð selta, súrefni og nær
ingarsölt, eða næringar-
efni sjávar. Þá eru þarna
einnig tekin sýni til plöntu-
svifs- eða þörungarann-
sókna. Það er gert á þann
hátt að fjögur sýni eru tekin
á hverri stöð (en rannsókna-
staðir, sem merktir eru á
korti, eru nefndir stöðvar) á
mismunandi dýpi eða við 0,
10, 20 og 30 m. Siðan er sett-
ur út í þessi sýnishorn ákveð
inn skammtur af geislavirku
kolefni og það siðan lýst i sér
stökum Ijósaskáp við ákveð
ið ljósmagn og við ákveðið
hitastig, sem haft er hið sama
og var í sjónum við töku
sýnanna. Þetta er gert til að
finna út framleiðslugetu
sjávarins af þörungum, en
hún er háð birtu og næring-
arefnum sjávar.
1 sjótakaklefa koma lika
inn átuprufur, sem ýmist eru
teknar í land í glösum, eða
rannsakaðar í smásjám hér á
rannsóknastofu skipsins.
Næst fyrir framan sjótaka-
klefann er vinnuherbergi, en
þar framan við hin stóra
rannsóknastofa uppi. Þar er
unnið úr kortum og þar eru,
og eiga að verða í framtið-
inni, hvers konar sjálfrit-
andi tæki, sem stofnunin
kann að eignast. Kortagerð
er nauðsynlegt að geta unn-
ið um borð t.d. þegar skipið
tekur þátt í sameiginlegum
rannsóknum með öðrum skip
um frá öðrum þjóðum, þar
sem skipzt er á upplýsing-
um í tðflum og kortum, sem
þá eru afrituð þarna um
borð. En fram til þessa tima
höfum við þurft að vera upp
á aðra komnir með að fá
þetta afritað t.d. Norðmenn,
eða við höfum orðið að
teikna hvert afrit fyrir sig
sérstaklega, sem er oft mjög
mikið og seinlegt verk.
Þarna á rannsóiknastofunni
eru nú þegar siálfritandi
hitamælingatseki og sjálfrit-
andi gegnskinsmælir, þ.e.a.s.
sjálfritarnir frá þessum mæl-
um eru þarna, en auðvitað
er þeim sjálfum komið fyrir
annars staðar I skipinu t.d.
þersum tækjum í kössum aft-
ur á. Þetta er þvi aðalrann-
sóknastofa framtíðarinnar
og ætluð sem teiknistofa og
f yrir þurrrannsóknir.
Niðri í skipinu, næst fyrir
framan vinnusal aftur í, þar
sem fiskurinn kemur niður
eftir veiðar, er aðalrann-
sóknastofa skipsins. Hún er
rannsóknastofa fyrir all-
ar liffræðirannsóknir, en
fremri hlutinn fyrir sjórann-
sóknir. Þarna er líka vinnu-
aðstaða í afturhluta til að
annast smásjárrannsóknir,
skrifa niður athugasemdir og
annast skýrslugerð.
1 fremri hlutanum eru tvö
tæki, seltumælir og tæki til
súrefnismælinga á sjó. Þá er
klefi til ljósmyndagerðar.
Einnig eru þarna kæliklefar
og frystiklefar fyrir sýnis-
horn.
1 heild má segja að þetta
skip sé byggt til að koma fyr-
ir í þvi öllum þeim tækjum,
sem þarf til hvers konar
fiski- og sjórannsókna, sem í
slíkum skipum eru fram-
kvæmdar í dag. Það vantar
að sjálfsögðu ýmis tæki enn,
svo allt sé hægt að gera, en
þau verða að koma smátt og
smátt, enda eru þau feikna
dýr, því svona tæki eru yfir
leitt smiðuð fyrir mjög fáa
i heiminum og verða þvi
aldrei f jöldaframleiðsla.
TVÍÞÆTT STARFSEMI
Raunar er starfsemi þessa
skips tvíþætt. Annars vegar
getur það leitað fiskjar og
bent á hann og er það mjög
vel búið til -þeirra hluta.
Hins vegar er skipið fyrst
og fremst ætlað til almennr-
ar gagnasöfnunar, þar sem
fullkomnastra upplýsinga er
leitað um ástand sjávarins
og lífsins i honum.
Þessar upplýsingar koma
sjaldnast að gagni þegar í
stað, heldur eru liðir í langri
rannsóknakeðju, sem ekki er
hægt að sjá fyrir endann á
fyrr en svo og svo mikið
magn upplýsinga er fyr-
ir hendi að hægt er að draga
raunverulega ályktun af
heildarrannsóknunum.
Allar þessar upplýsing-
ar um styrkleika fiskistofna,
lifsskilyrði fisksins i sjónum
svo sem æti o.fl. leiða að
sjálfsögðu til bess að hægt er
að gera sér grein fyrir hve
mikið má veiða af fiskinum.
Það verð'ur svo að takmarka
veiðarnar við þessar upplýs-
ingar, en það verður aldrei
hægt nema einn og sami að-
ilinn ráði yfir ákveðn-
um veiðisvæðum og þau
verði vísindalega vernd-
uð."
—vig.
J
Egypto-
land
býður yður í óg'eymanlega ferð
til Nílar. Þar dveljist þér meðal
ævaforna fornminja og hinna
heimsfrægu pýramida Þar er
hin stóra baðströnd Alexandria.
Flogið hvern laugardag.
United ARAB
Airlines
Jernbanegade 5,
DK 1608 Köbenhavn V,
Tlf. (01) 128746.
Hafið samband við ferðaskrif-
stofu yðar.