Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 43 I SÉRLEYFISHAFAR Við viljum minna yður á 30 ára reynslu okkar í YFIR- BYGGINGUM fyrir eigendur langferðabifreiða og almenn- ingsvagna hér á land. Á þessum tíma höfum við þróað gerðir YFIRBYGGINGA, sem sérstaklega er ætlað að þola íslenzkar aðstæður, veður- far og vegi. Reynslan sýnir, að YFIRBGGINGAR okkar eru traustari og endingarbetri en erlendar, og að dómi innlendra og er- lendra sérfræðinga, vandaðri að frágangi en annars staðar sjást dæmi. Við þekkjum núverandi kröfur yðar og erum ávallt reiðu- búnir til að bregðast við nýjum óskum yðar og sérkröfum. Á verkstæði voru getið þér stöðugt fylgzt méð því, að öll- um óskum yðar sé fullnægt. Á næstu árum munum við gera sérstakt átak til að auka og fullkomna þjónustuna við yður og byggja fyrirtækið upp í samræmi við það. Vegna tímabundins húsnæðisskorts, getum við aðeins tekið að okkur takmarkaðan f jölda verka á næsta ári. ÞEIR, SEM ÓSKA EFTIR YFIRBYGGINGUM, HAFI SAM- BAND VID OKKUR SEM ALLRA FYRST. Langferðabifreiðar -4 I I ' í -1___L 'LJ.....L±M Öræfabifreiðar LESBOK BARNANNA A tunglinu Eftu- vel heppnaða gönguferð um tunglið gengur tunglfarinn í átt- ina að farartæki sínu — en sér þá að það hefur losnað upp í ótal parta og í ljós kemur að 5 hluti vantar. Reyndu að hjálpa hon- um að hafa upp á Mut- unum. fatrtMttutft 14. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson Ráðagerð Kötu og Konna Ef tir Charlotte Lancaster KONNI og Kata voru kalkúnar — og meira að segja íeitustu kalkúnarn ir í öllu landinu. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur myndi vilja selja þessa indælis kalkúna," sagði PáJl. En Páll átti bóndabæ, mikið land og ógrynni alls kyns dýra. „Annar þeirra verð ur góður í matinn á þakk arhátíðinni." Hann tók nú báða kalk- únana, stakk þeim inn í búr og fór síðan inn í húsið sitt. „Jæja, Konni," sagði Kata. „Heyrðir þú hvað hann sagði, þakkarhátíð- in er framundan. Þú mannst eftir ráðagerð- inni okkar." „Já, Kata," sagði Konni, „og ég ætla að gera það." „Nei, Konni," sagði Kata, „þú hefur nú þeg- ar gert nógu mikið fyrir mig — ég ætla að gera þetta — og svo tölum við ekki meira um það." Þau ræddu nú samt fram og aftur um málið. Loks var það ákveðið að Kata skyldi gera það. „Jæja, Kata, ég verð víst að láta þetta eftir þér," sagði Konni, „en það er ekki af fúsum vilja, sem ég geri það.'" „Ég hef gott af því," sagði Kata, „og svo gleð- ur það mig að geta gert eitthvað fyrir þig." Næsta dag fór Páll me5 bezta kornið sitt út til kalkúnanna. Bæði Konni og Kata gengu um í búr- inu og virtust njóta þess að vera til. Ó — hvað þau voru feit og hamingju- söm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.