Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 41 %%%%%% &%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% íranskeisari ogr Farah Diba, keisarainna. Hussein Jórdaníukontingur og Muna drotitning. Döiisku konungshjónin, grísku konungshjónin og Don Jttan Carlos, spánski prinsinn og Soffía pjrinsossa. Fjórir glæsttegir: Kalinier, f'iHrsU í Mónakó, FUippus, hertogi af Edinborg, Karl Gústaf, sænski krönprinsinn og Spiro Agnew, varaforseti Bamdaríkjanna. haldið hátíðlegt með glæsibrag! stóðu í móttökiisalnum og tóku á móti gestunum á þann hátt sem keisarahjón- um sæmir. Hiirðumsjónarmaður nafn- spjalda tók upp nafnspjöldin á réttu augnabliki og rétti þau hirðkallarainum, sem kallaði upp nöfnin um leið og gest irnir gengu í salinn. En gestirnir voru margir og þessi afgreiðsla var seinleg og svo fór, að þjóðhöfðingjarnir þurftu að bíða í biðröð eftir að fá að ganga í salinn og heilsa keisarahjónunum. Og loks urðu liirðums,jdnarmaður nafn- spjalda og hirðkallarinn svo tauga- óstyrkir og spenntir, að þeir rugluðu öllu saman, en gestirnir tóku það ekki illa upp og hlógu hjartanlega að öllu saman. — Síðan hófst borðhaldið. Mat- seðillinn var sérlega glæsilegur: Lyng- hænuegg fyllt með kaviar; fljótakrabba kjöt með Natua-sósu; fyltt steikt lamb nteð sveppum; kampavínsís; pá- fuglar bakaðir í fiðri sinn. og ábætir- Inn var gráfíkjur.með rjóma, umkringd ar af jarðaberjurSI í portvini. Þennan veizlumat sá veitingamaðurinn Max Blouet frá Frakklandi um að fram- leiða og framreiða og stýrði hann liði 159 matsveina, bakara, barþjóna og framreiðslumanna, sem liann valdi sjálf ur í Frakklandi og nagrannalöndum. Flutti hann með sér frá París til frans iuti 18 tonn af veiizliimat og 12 tonn af drykkjarvörum, en þegar á staðinn kom, uppgötvaðisit, að engii- tappatogar ar höfðu verið pantaðir! En það bjarg- aðist, eins og allt annað í sambandi við veizluhaldið. — Veizlugestirnir, sem tignastir voru (samkvæmt 150 ára göml u'm reglum, seni kóngafólk samdi um í Vín forðum daga), sátu við hringlaga háborð, en óæðri gestir satu við 36 þrettán manna borð. Og svo var etið, drukkið, og ræður fluttar og allir skemmtu sér hlð bezta — að sjálfsögðu. Skrautsýningin Skrautsýningin þótti einstaklega vel úr garði gerð, enda hafði stjórnandi hennair sagt við sýningarfólkið, sem að- allega var úr herjum fransketsara: „Ef þetta heppnast ekki fullkomlega, mim ég skjóta sjálfan mig fyrst og siðan ykkur öll." Skrautsýningin var í formi skrúðgöngu og hermenn úr her írans þrömmuðu áfram í fuUum skrúða við undirleik tvö hundruð manna hljóm- sveitar og fimm hundruð manna bland- aðs kórs. Sagnfræðingar og fræðimenn höfðu lagt mikla vinnu í að teikna upp búninga hermanna á ýmsiun timum i 25 alda sögu Persaveldis og nú þrömmuðu hermennirnir i eftirlíkingum af gömlu búningunum. Fyrsltir komu hlnir fræknu stríðsmenn Kýrosar mikla — þeir, sem sigruðu Asiu og hluta af Evröpu — og & eftir þessu fótgöngu- liði kom riddaraliðið, stríðsvagnar, um- sátursturnar og jafnvel eftirlikingar af hinum fornu herskipum, galelðunum. Þannig rann sagan áfram fyrir augiun hinna tignu gesta, sem voru yfir sig hrifnir. Næstaftast i skrúðgöngunni voru fylkingar hermanna úr sjóher, landhrtr og lofther frans, en aftast fóru sveitir sjálfboðaliða, sem nú eru að gera „hvita byltingu" í landinn — kenna leat ur og hrelnlæti og vinna að uppbygg- ingu landsins. Sýningin stóð yfir í hálfa aðra klukkustund og á meðan sveim- uðu þyrlur í nágrenninu til að koma í veg fyrir árásir skæruliða. Þannig var keisarinn óþægilega minntin- á, að þrátt fyrir velheppnuð hátiðahöld og fallegar skrautsýningar, er íran enn land mik- illa andstæðna — siunir íbúarnir eru forríkir, en flestir búa við mikla fá- tækt. Sumurn eru allir vegir færir, en f jöldamargir kunna ekki einu sinni að Iesa. Á meðan keisarinn og gestir hans röðuðu í sflg kræsingum, var einhvers staðar í landinu fólk að látast úr hungri. Sú skoðun er útbreidd, að nullj örðunum hefðl betur verið varið til hjálpar þessu fólki en að halda hátíð, sem eftir fáa daga heyrði sögunnt tU. WttWfffffffftftffW ^%%%%%%%%%%i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.