Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 2
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 Zolian TUdy (t. v.) var ráðherra í hinni skaniiiilifu stjórn eter, hetjan frá Budapest. Nagys. Nagy (í miðið) og Mal- með rógi áhrifamikinn andstæð ing, ná tangarhaldi á sam- vinnufélagi (sbr. Kron), verkalýðsfélagi (Dagsbrún), þýðingarmiklum almannasam- tökum (Alþýðusambandið), eða villa um metorðagjarna stjórn- málamenn, svo að þeir gerist blind eða sjáandi verkfæri. AU ar eru oss Islendingum þessar vinnuaðferðir nauðkunnugar, enda hinar sömu um allan heim. 1 sambandi við þetta lævísa spil er ekki úr vegi að minna aðeins á orðheldni kommúnista og heiðarleik. Og er þá réttast að miða við þann, sem mestur hefur verið lærifað- ir, þessa skuggalega lýðs og mest dáður, erkipáfann Stalin. Þegar Nasistaherir Hitlers höfðu brotizt inn í Rússland, fuHvissaði Stalin allar þjóðir, sem þegar höfðu orðið að lúta ofbeldi Þjóðverja, um það, að Sovétríkin hygðu ekki á neina landvinninga og hefðu engan hug á að hlutast til um innanlandsmálefni eða stjórar far annarra þjóða. Þetta var margendurtekið viku eftir viku, ár eftir ár, í fullri vit- und þess, að hvort tveggja var blygðunarlaus lýgi. Árið 1942 gaf Stalín út svo- hljóðandi boðskap: „Vér höfum ekki og getum ekki haft nein styrjaldarmark- mið í þá átt að kúga stjórnar- far vort og vifja upp á aðrar þjóðir, hvorki Slava eða aðrar undirokaðar þjóðir Evrópu, sem b'íða hjálpar vorrar. Mark- mið vort er í því fólgið að hjálpa þessum þjóðum í bar- áttu þeirra fyrir frelsi undan harðstjórn Hitlers og gefa þeim síðan frjálsræði til þess að stjórna löndum sínum sam- kvæmt eigin óskum". Svo mörg og fðgur voru þau orð! Slíkar yfirlýsingar voru margendurteknar á styrjald- arárunum — og fyrst á eftir. Þær voru „fyrsti hlekkurinn" í þeirri keðju slagorða og blekk inga sem Moskvu-kommúnistar í Austur-Evrópu notuðu til þess að svíkja lahdsmenn síma aust- ur fyrir járnrjaldið. Og reyna enn eftir beztu getu að gera slíkt hið sama í frjálsum lönd- um Norður- og Vestur-Evrópu. Þeir eru meira að segja svo blygðunarlausir, að þeir láta ekkert hlé verða á þessari blekkingastarfsemi sinni sömu dagana, sem Rauði herinn er að drekkja ungversku þjóðinni í blóði sínu, — fyrir það að gera drengilega tilraun til að öðlast það frelsi, sem Stalin hafði marglofað henni. Og spurningin vaknar: Eru núverandi stjórnendur Sovét-Rússlands verri blóð- hundar en morðvargurinn Stalin? Atburðir siðustu daga virðast benda til þess, að þeir hafi engu gleytmt af aðferðum hans eða markmiðum. Handavinnubúðin auglysir Hin vinsælu myndflosnámskeið eru að hef jast að nýju. Innritun í búðinni Laugavegi 63. Lón úr byggingalanasjoöi Kopavogskaupstaðar Umsóknarfrestur er til 15. nóv. 1971 og eru umsóknareyðu- blöð afhent á skrifstofu bæjarins í félagsheimilinu. Skilyrði til lána úr sjóðnum er m.a. 5 ára búseta í bænum, og þeir, sem hafa flesta á framfæri genga fyrir að öðru jöfnu. BÆJARSTJÓRINN. Afvinna Óskum eftir að ráða nokkra verkamenn og skipasmiði. Örugg vinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK H/F., Mýrargötu — Sími 10123. Valda- ránið í Ungverja- landi „Sovétrikin óska ekki að skipta sér af innanlandsmálum Ungverjalands. Algengt er, að smáþjóðir séu að ástæðulausu hræddar með rússnesku of- beldi. Ef Sovétríkin tækju að kúga smáþjóðir eða þrengja kosti þeirra, myndu þau svikja hugmyndafræði Lenins og varpa skugga á glsesitega for- tið sína!" Jósef V. Stalin í veizlu fyrir ungverska ráðherra í heimsókn í Moskvu í apríl 1946. Þegar Rauði herinn fór inn yfir landamæri Ungverjalands haustið 1944, steypti hann yf- ir þjóðina ógnarstjórn, sem i ránum, ofbeldi, morðum og þrælaflutningum úr landd tók langsamlega fram því, sem her- ir Nasista höfðu nokkru sinni boðið undirökaðri þj'óð. Ógnarstjórnin tók ekki aðeins til yfirstéttar og miðstéttar, heldur og í ríkum mæli tíl verkamanna. Ekkert heimili, enginn maður var ör- uggur fyrir ruddalegum árás- um, og tugum þúsunda manna var smalað saman og þeir flutt- ir til ókunnra heimkynna í aust urlendum Sovétrikjanna. Það var augljóst frá upphafi, að ætlun Sovétherranna var sú að skapa í þjóðinni lam- andi ótta, rugling og úrræða- leysi, en koma um leið ringul- reið á allt hagkerfi hennar. Þetta gerðist samtímis því, sem Stalin öskraði það hástöfum út yfir heiminn, að hann vildi, að Ungverjaland hlyti „réttlátan frið". En þrátt fyrir þessar ógnir lét ungverska þjóðin ekki bugast, og foringjar henn ar héldu einurð sinni, þó að reynslan kenndi þeim síðar, að þeir voru illa blekktir um raunverulegan tilgang Sovét- herranna. Ungverjaland var lengi her- numið af f jölmennum rússnesk um her, sem hafði öll ráð lands- ins í hendi sér. Geysimik ið af verðmætum þjóðarinnar, þar á meðal heilar verksmiðj- ur, var hrifsað og flutt úr landi. Styrjaldartjón Ungverja var metið á 345 milljónir doll- ara. Af þeirri upphæð var tal- ið, að 124 milljónir dollara væru hin umfangsmiklu rán Sovéthersins. Hér við bættust 300 mnljónir dollara, sem því móti óhemjuleg blóðtaka. Moskva krafðist i stríðsskaða- bætur. Skyldi greiða þá upphæð í vörum og afurðuin á fyrirstriðsverði, og varð með En sigraðir menn verða að sætta sig við allt. Siðar tóku Sovétherrarnir að dutklæða férán sín með því að telja Sovétríkjunum hluta- f járeign í hinum þjóðnýttu fyr- irtækjum alþýðulýðveldanna, og tók þá fyrst í hnúkana um arðránið. En áður en slíkt væri unnt, varð að koma upp lilýð- inni leppstjórn, og smám sam- an tókst Sovétherrunum það, sumpart með svikum og bola- brögðum, sumpart með beinum ofbeldis- og ógnaraðgerðum Rauða hersins. 21. jan. 1945 var vopnahlés- samningur undirritaður í Moskvu milli stórveldanna þriggja og Ungverjalands. Nokkru áður, 21. desem- ber 1944, hafði bráðabirgða þjöðfundur komið saman í Debrecen, sem er þorp i Norð- austur-Ungverjalandi, rétt hjá landamærum Rúmeníu. Þjóð- fundurinn var skipulagður sem nokkurs konar þjóðleg sjálf- stæðisfylking, og samanstóð af Bændaflokknum, Jafnaðar- mannaflokknum, Smábænda- flokknum, Alþýðusambandinu, sem hafið var í það veldi að verða stjórnmálaflokkur, sam- kvæmt kröfu kommúnista, og loks Kommúnistaflokknum sjálfum. >að herbragð að þröngva Alþýðusambandinu, sem að verulegu leyti var á valdi kommúnista, þarna inn, Zoltan TUdy hlaut auðvitað að styrkja að- stöðu þeirra langt umfram það, sem sanngjarnt var samkvæmt lýðræðisreglum. Þetta her- bragð hefur síðan gefizt komm únistum og launkommúnistum harla vel í mörgum löndum. Eins og aðrar bráðabirgða- stjórnir, sem settust á laggir i Austur-Evrópurikjunum í styrj aldarlok, var ungverska stjórn in kölluð „Sameiningarstjórn". En í eðli sínu var hún gerólík sameiningarstjórnum þeim, sem sumstaðar voru myndaðar á Vesturlöndum fyrir stríðið undir Alþýðufylkingarfánan- um, eins og til dæmis stjórn Leons Blums í Frakklandi á sinni tíð. 1 sjáifu sér hefur enginn betur lýst þessari sameiningarstjórn Ungverjalands en Matyas Rak osi, sem lýsir á þessa leið þeim stjórnum, sem settar voru á laggir i Austur-Evrópuríkj- um undir handarjaðri rúss- nesku kommúnistanna og Rauða hersins með aðstoð inn- lendra föðurlandssvikara og Stalinista. Hann segir: „1 orði kveðnu — til þess að eyða hinum fasistísku innrásar mönnum — settu komm- únistaflokkar þessara landa á iaggirnar víðtæk andfasistísk sambönd, samkvæmt ráðum og fyrirmælum, sem þeim voru gef in af félaga Stalin. Þessi sam- bönd tóku til smábænda, borg- ara og í stuttu máli allra, sem fengnir urðu í félagsskapinn vegna haturs á Hitler og reiðu bunir til að taka upp baráttu fyrir frelsi lands síns". Þessi sambönd voru með öðr- um orðum varpa, sem kommún- istar drógu til þess að veiða í aila þá, sem báru i brjóstt hat- ur til fasista og nasista, en sem þeir frá öndverðu ætluðu sér að nota eingðngu til þess að kúga þessar þjóðdr undir yfir- ráð kommúnista. Og hvernig voru svo fulltrú arnir valdir til þessa bráða- birgðaþjöðfundar, sem stóð að baki hinni ungversku bráða- birgðastjórn? Þeir voru valdir af hinum svokölluðu þjóð- nefndum, en þær voru valda- ránstæki, sem kommúnistar notuðu mjög í Austur-Evropu eftir hrun Þýzkalands. Kommv únistar komu þeim upp í öllum þessum löndum í skjóli Rauða hersins og hvarvetna tóku þær sér héraðsstjórnarvöld og lög- regluvald. Þar sem Rauði her- inn, sem hafði sin ákveðnu fyr- irmæli um algera undirok- un þessara landa, vakti yfir ÖU um framkvæmdum, liggur það í hlutarins eðli, að kommúnistar og handbendi þeirra höfðu yfirtök í hverri „þjóðnefnd" að heita mátti. En þó ekki alger- lega. Þjóðfundurinn varð að vísu mjög litaður þjónkun og holliustu við kommúnista, en borgaralegir flokkar og lýð- ræðissinnar áttu þó allmyndar- legan hóp þjóðfundarmanna, sem neituðu að beygja sig fyr- ir þvingunum Rauða hersins. Þetta varð til þess, að mieðlim- um Debrecen-stjórnarinnar var harðbannað að koma inn k, eða hlutast til um mál á „at- hafnasviði" Rauða hersins. Stjórnin hafði aðeins mjög tak mörkuð völd á „baksviðinu", þar sem Rauði herinn þóttist hafa unnið verk sitt til fulls. Hins vegar hðfðu „þjóðnefhd- ir" kommúnista frj'álsar hend- ur til ])ess að reka Sovét-áróð ur sinn, hvar sem var í land- inu. Með aðstoð þeirra var póli tískri lögreglu hvarvetna kom- ið á fót og tók hún unnvörp- um höndum þá, sem sakaðir voru um samvinnu við fasista og nasista. Stóð hún um þetta starf sitt beint undir yfirráð- um upplýsingaþjónustu Rauða hersins. Að sjálfsögðu tðk hún og höndum fjölda manns, sem algerlega voru saklausir af þess háttar samvinnu, og voru þá einkum tíndir úr þeir, sem líklegastir þóttu til andspyrnu gegn kommúnistum. Hns vegar gerðist nú samtímis það hlálega fyrirbrigðd, að ýmsir ósvitoustu slagsmálahundar og gróðabraskarar úr hópi Nás- ista sóru ákaft af sér alla holl- ustu við fyrri félaga og voru með fögnuði og stolti teknir inn í Kommúnistaflokkinn. Póli tíska lögreglan ungverska var t.d. að mikílu leyti mönnuð fyrr verandi nasistum, enda treystu kommúnistar þeim auðsæilega bezt til hryðju- og glæpaverka þeirra, sem vinna skyldi. Fyrsta þýðingarmikla lög- gjöfin, sem þjóðfundurinn gekk frá, voru jarðaskiptalðg- dn frá 17. marz 1945. Þetta níál hafði frá fornu fari verið eitt höfuðmál Smábændaflokksins, og þegar í stað tekið upp af honum, er hernaðaraðgerð- um lauk í landinu. Höfuðleiðtogar bænda í Uhg verjalandi voru um þessar mundir Ferenc Nagy og Zoltan Tildy, sem jafnframt voru forustumenn Smábænda- flokksins. Flokkurinn átti geypisterkt fylgi út um byggð- ir landsins, ef þess hefði notið, og æðisterkt í flestum borgum þess. Kommúnistar gripu nú jarða skiptalögin og nýttu sér þau út i yztu æsar bæði í áróðri og framkvæmd. Eftir að frumvarp ið var orðið að lögum, þutu flutndngabílar Rauða hersins þorp úr þorpi um gervalit landið og slógu dátarnir upþ miklum tilkynningum um það, að „jarðaskiptaáætlun Kommúnistaflokksins" væri nú komin í framkvæmd. Hiíiar rauðu þjóðnefndir tóku að sér í trausti Rauða hersins að frám kvæma jarðatökuna (expropri- ation) og skiptingu jarðagóss- ins. Komust þær þannig í þá aðstöðu að geta beitt þá bæhd- ur hinum mestu harðræð- um, sem ófúsir voru að garigá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.