Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1971 39 vim úr öHum okkar spjörum áö- lur en vi<5 grófum oklkur í hey- dð. Daginn eftir var bullandi ilí- viðri og heldur ókrjálegt verk að draga sundur. Úr hádegi lögð ium við svo með safnið á Reykja- heiði um Bláskógaveg og var þá að koma krapahríð með hvass- viðri. Við náðum að Sæluhús- múla sæluhúslausum og stóðum þar yfir fénu frá því um tiiu um kvöldið ttl fimm um morguninn. Það er sú versta mótt, sem ég hef verið undir beru lofti. Og meðferðin á hes-t- um okkar hiýtur að hafa varð- að við lög, ef nauðsynin hefði ekki brotið þau. Við bundum þá alla saman i eina þvögu í skjól- leysu. Um annað var ekki að ♦aia. Þeir hríðskulfu rennandi úr krapahriðinni. Svo tók að snjóa. Þeir skulfu eins og hrisl- ur segi ég og snerust hver ut- an um annan og kröfsuðu í jörð- ima. Þvilík meðferð! En við, aum ir menn og nokkuð vaskir þó, gengum um gólf við Sæluhús- múla kringum safnið alla nótt- ina í hríð og renningi, Nokkru íyrir ijósaskipti hóldum við svo vestur frá Múlanum og urðum fyrst í stað að hnoða skepnun- um áfram í snjó, er náði þeim í kvið. En í Árnahrauni var minni snjór og enginn í Geldinga- dal. Þar sté ég loks á bak Rauð mínum, blessuðum gamla og góða, og sofnaði stuttu síðar og vissi ekki fyrr en ég stakkst á höfuðið ofan í götuna, laus úr ístöðunum, þótt merkilegt megi heita. En safnið náði til réttar i tækan tíma. Rekstrinum stýrði þá Björn á Brún. Laxdæhr! Er hér engim hræða úr ykkar dalverpi til að hirða sitt? Mývetningar! Hér er ein enn, sem smogið hefur norður norður fyrir. Keiduhverfingar! Þetta ætiar að verða á marga bUa, sem þið fáið. Við erum enn í réttinni, en ekki í löngu horfnu hrakviðri austur í Gjástykki eða við Sæluhúsmúlann, sem endur fyr- ir löngu fékk það fallega nafn af moldarhúsi, sem var rúmur íaðmur á lengdina og hefur nú verið tóftarbrot í hálfa aðra öld. ' Sæluhús! Ljómar ekki meira af þessu nafni inn í 18. aldar ferðamann á Reykjaheiði en okkur af sjálfu Sögunafninu i Bændahöllinnd ? Þéttur fjárhópur er enn eft- fr í einu réttarhorni og mann- veggur kringum hann. Bæk- úr eru á lofti og markaskrám fflétt. Unglingur kallar mjórri röddu og annar eldri digurri. Þar er Árni Kr. frá Lamdi. Radd- böndin eru enn ófeimin, þótt kom ih séu á áttræðisaldurinn, og márkaskráin mestöll inni í koll- inum á Árna. Reykjavikurkona í ljósum buxum stendur i miðri þvögu og hefur skilið eftir hispur sitt suð úr í Austurstræti og tekur und- 3r brosin og ávörpin af lítillæti hjartans. öldungurimn frá Reykjum arkar að Hverfisdilk eins og tvíefldur væri. Börn á hæð við meðalhrút troða sér áfram og eru að verða ulluð úþp undir haus. Brotin eru horf in úr öllium buxum og engir skór stéisshæfulegir. Enginn er öðrum fremri og allar orða- hnippdngar fyrir sunnan fjöli. Ðeiskjan gamla er vist burt fjör uð úr blóðinu af þvi við búum í velferðarriki, sem ekki grefur tíi minnimáttarhiugrenninga og veldur óróa. Skipstjóri stendur við hlið fjárdráttarmanns og hjalar um niðurgreiðslur. Fenm- imgarstúlka tekur í annað horn- ið á einum hrússsanum og afi henmar í hitt. Hér er ekki æsk- an dregin í bás og sá sem eitt- hvað er árafleiri í annan. Eng- inn einn gnæfir hér yfir annan. Ekki svo mikið að hér sjáist nú kaupmaður eða kaupfélaigsstjóri á tali við bóndamann um mark- aðsmál. Þess þarf nú ekki, allt er í svo föstum skorðum. Ekki eínu sinni heldur svo að neins staðar glitri á alþingismann og hefur annað eins varla gerzt í 100 ár. Enginn slikur er framar til á vegum Suður-Þingeyinga að sýna framan í, á þeirra höf- uðréttardegi. Ég veit ekki til að neinn hafi oltið út af, eins og stundum áð- ur inni í dil'k eða úti í Hring. Deginum er að Ijúka, og þó ekki að ljúka, því sól ofckar er enn ekki komin í nónstað. Vörubtt- ar með kassa koma austan fyrir kamb og aka öfugir stéli sínu upp að dilksveggjum, einn af öðrum. Sauðkindin ætlar að taka sér far upp að Mývatni, norður í Kelduhverfi, út á Húsa vík, vestur fyrir á og suður. Framar þarf hún ekki að ganga heim af skilarétt eða milli sveita. Varla að hún þurfi nú að kafa haustsnjóinn yfir fjöllin blá. Engimn lætur hana nú synda á leið til fjall's eða á heimleíð af þvi yfir Mjósund eða Breiðu eU egar hjá Núpum, né annars stað- ar hafa sauðurinn og lambið arherrans gat loks batnað, svo óhræsileg sem hún hefur tíðum verið um aldir. Hingað til rétt- ar hefur sauðurinn og lambið komið á hausti hverju með sum- arfeng sinn af fjalldnu og fært mannnium hold sitt og blóð á diskinn. Hver getur tölum talið þau þakklætisorð sem íslending urin mætti færa sauð- skepnunni ef öllu réttlæti ætti að fullnægja? Er nokkur til í okkar hópi, sem getur orðað og flutt fyrirgefningarbæn til hennar vegna meðferðarinnar í nærri 100 ár? Varla. A.m.k. mundi hann þá líka muna eftir að taka með í töluna þá afsök- un, að landanum var oftar en hitt nauðugur einn kostur að láta sauðinn svelta með sér sjálfum. Bifreið ekur burt með fullt hús af fé. Bóndamaður, sem ætl- ar að fara að opna dilk sínn út, rasar og rekur niður hnéð í úfna nibbu. Þetta ætti að vera í síðasta sinn, sem réttað er í þessu helgrýtishrauni, segir hann gramur. Flytjum réttarræf- ilinn sem fyrst, segir ann- ar. Hann á ekki lengur heima á svona stað, innilokaður af tún- um. Þar sem allar gamlar götur hingað eru þvergirtar með vír- um. Ekki væri mikið að setja jarð- ýtublað undir þetta steinamusl sem á að heita veggir og garðar og mynda að nafninu til almenn ing og dilka, og ryðja öllu frá og saman í haug eða ofan i skonsu. Umbreyting liggur hér sem annars staðar í loftinu. Vantar saumakonur strax. Verksmiðjan MAGNI H/F., Hveragerði, sími 99-4187. Stúlkur óskast Uppl. milli kl. 1—2, ekki í síma. TJARNARKAFFI, Keflavík Auðvelt er að búa til nýja rétt, sem neldur fjallafé betur en þessi. Auðvelt er að finna henni stað, sem hentar tímanum bet- ur. Að þessu kemur sjálfsagt bráðum. Hér eru fingraför margra alda gamalla Aðaldæl- dnga og yngri á hverjum steini. Frá þeim er alltaf að rekjast einhvers konar leyniþráður alla leið ftil okkar, sem hér stöndum nú. Blitnar hann ekki sundur ef þeír koma nú með jarðýtuna einn góðan veðurdag? Jú. Sumum finnst það einu gilda, öðrum stórskaði. Hálfur skaði er aðgengilegri en allur. Hann getur einnig orð- ið enginn skaði. Þegar hætt verður að rétta í þessari virðulegu rétt, geta menn átt hana eftir sem áður. Þó að hún verði óf járheld og eng in sauðkind stigi í hana fæti, getur hún áfram verið til. Með- an þar stendur steinn yfir steind má svipur hennar benda til þess sem var og rekja þaðan út þráð- inn að fótum þess sem er og kemur. Það er hlutverk allra minja- gripa og minnismerkja. Stúlkur með börn geta fenglð atvinnu strax sem aðstoðarstúlkur á heimilum úti á landi. Nánari upplýsingar veittar í skrifstofu Félags einstæðra for- eldra, Traðarkotssundi 6, sími 11822. Opið ménudaga kl. 17—21 og fímmtudaga kl. 10—14. START YOUR FLYING CAREER IN THE U.S.A.! I EXCLUSIVE FLYING SCHOOL! BURNSIÞE-0TT INTERNATIONAL PIL0T TRAINING DIYISI0N NÚ GETIÐ ÞÉR FENGID VEL LAUNAD FLUGMANNSSTARF Stærsti og bezti flugskóli heims tekur nú á móti um- sóknum um flugnám í Ameríku . . . á hinni sólríku Miamiströnd á Flórida. Við bjóðum kennslu fyrir byr- endur og þá, sem lengra eru komnir, til einkaflug- manns- og atvinnuflugmannsprófs. Skóli okkar bíður upp á fullkomna bóklega og verklega kennslu. Við höfum LEARJET og DC-3 flugvélar. Við munum verða til viðtals, halda próf og sýna kvik- myndir frá BURNSIDE-OTT flugskólanum, í REYKJA- VÍK í nóvember 1971. Skrifið strax eftir frekari upplýsingum, ef þér hafið áhuga á flugstarfi. ALL REPLIES MUST BE IN ENGLISH Write to: INTERNATIONAL PILOT TRAINING DIVISION AVIATION TRAINING CENTER OPA LOCKA AIRPORT • MIAMI, FLA. 33054 • U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.