Morgunblaðið - 31.10.1971, Blaðsíða 4
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÖBER 1971
Myndin t:i vinstri er tekin, þeg>r riissneskir skriðdrekar ókn inn í Búdapest og hófu skothríð á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Myndin til hægri er tekin
á aðaltors'inr ' núdapest er frelsissveitir búast til atlögu að rússneskum hermönnum. Hafa sporvagnateinar verið rifnir upp úr götunni eins og sjá má.
hœfekunarkröíur, 'mún
istum V3r 'j gst, n *ök
voru á sð . >a við.
Víða leiddit hs^ssr "' ' öng-
ur til óeirða, :m gáfu
pólitísku lögreglunn' ým:s færi.
Meðal annars kr.a^st hún
þess, að þessum I ?r ?rðum
loknum, að SmábaT><1i5,''okkur-
inn gerði 60 Svsff'imi sina
flokksræka, ella vær: hann
ekki samstarfshæíur. ^'.oldkur-
inn lét kúgast til þess að reka
20 þingmenn, og \ar þetta
fyrsta opinbera tilraunin, sem
kommúnistar gerðu til þess að
eyða þingstyrk Smábænda-
flokksins. Þeirn tilraumim lauk
ekki fyrr en flokkurinn var úr
sögunni.
Snemma á árinu 1946 sktpu-
lögðu kommúnistar svon?fn.'la
Vinstrisamfylkingu af sínum
eigin flokki, Verkalýðsráðinu,
Jafnaðarmannaflokknum, og
Þjóðlega bændaflokknum, sem
var rauðleitur keppinautur
.Smábændafiokksins. Við hátiða
höid 1. maí það ár gengu þess-
'r aðilar saman undir slagorð-
inu: Jafnan til vinstri! Þetta
var fyrsta stórpólitíska sýning
þess, hvernig kommúnistar
bsita sunduriimunarreglu
sinni: Deildu og drottnaðu!
1 maí þetta ár taldi Laslo
Rajk innanríkismálaráðherra
sig hafa komizt á snoðir um
annað samsæri gegn stjórn-
inni og voru meðal ákærðra
einn háttsettur klerkur og
tveir þingmenn. Varð þetta
upphaf viðtækra ofsókna og
fangelsana, morða og „hreins-
ana". Meðal annars ákvað nú
innanríkisráðherrann að gera
út af við öll æskulýðsfélög,
nema þau, sem kommún-
istar ráku í flokksþarfir. 3. júlí
leysti hann upp og bannaði
1311 æskulýðsfélög, þar á
meðal skátafélagsskapinn og
ungmennafélög kaþólskra
manna.
Notið frístundirnar
Vélritunar- og
hraðritunarskóli
Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá-
gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl.
Úrvals rafmagnsritvélar.
Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og inn-
ritun í síma 21768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 17, — simi 21768.
Gullverðlaunahafi
The Business Educators' Association
of Canada.
Kaupmenn — kaupfélög
Frá og með 1. nóvember mun heildverzlunin
John Lindsay hf.
Garðastrœti 38 Rvík, sími 26400
annast alla dreifingu til verzlana á
„þeytikremi"
sem notað er til köku- og desertgerðar, m. m.
Virðingarfyllst,
KREMGERDIN HF.
Vinstrisamfy'lkingin gerði
þessu nsest þá kröfu 19. októ-
ber, að þjóðnýtlur yrði allur
þungaiðnaður ag bankarekstur
og stofnuð ríkisútgáfa náms-
báka. Eftir allmikið þóf beygði
stjórnin sig fyrir þessum kröf-
tirh að nokkru, og til'kynnti 1.
desember að þjóðnýtt mundu
verða hin stærri iðjuver
og steypt saman í eitt fyrir-
tæki (N.I.K.).
Næstu mánuði varð stjórnin
að eiga í stöðugu striði vegna
margháttaðrar undirróðurs-
starfsemi kommúnista. Reru
þeir hvarvetna að því öllurn ár-
um að veikja og kljúfa and-
stæðingaflokka sína með þvi að
smeygja launkommúnistum og
áróðursmönnum inn í flokkana.
Á þennan hátt tókst þeim að
kljúfa Smábændaflokkinn i
marz 1946 og iitlu siðar Jafn-
aðarmannaflokkinn. Stýrði þá-
verandi forsætisráðherra
Szakasits, þeim, arminum, sem
ekki vildi segja slitið að öllu
samstarfi við kommúnista.
1 desember hóf Rakosi eitr-
aða árás á Smábændaflokkinn,
sem allir áróðursmenn komm-
únista bergmáluðu um gervallt
landið. Siðasta dag ársins voru
250 menn teknir höndum fyrir
„samsæri", meðal þeirra var
einn af þekktustu hershöfðingj
um landsins. Og siðan hófst ár-
ið, sem Rakosi nefndi „ár úr-
slitanna" og var jafnan mjög
hreykinn af.
Ár úrslitanna rann upp yfir
Ungverjaland með mikium ugg
og ógnum. Verið var að gera
nýja hreinsun í óða önn vegna
síðasta „samsærísins". Aðstaða
lýðræðissinna til að láta að sér
kveða var orðin mjög veik.
Eina röddin, sem ósmeyk virt-
ist að tala máli þjóðarinnar og
mannlegs frelsis og kristilegra
hugsjóna, var Mindszenty,
kardináli. Lét harm ekkert
tækifæri ónotað til þess að
fletta ofan af glæpaferli Laslo
Rajks innanrikisráðherra og
kumpána hans.
En nú voru kommúnistar
búnir að koma svo ár sinni fyr-
ir borð, að þeir gátu látið til
skarar skríða gegn Smábænda-
flokknum. Skyldi sókninni
stefnt að einum allra vmsæJ-
asta og atorkusamasta foringja
hans. Það var Bela Kovacs, að-
alritari flokksins, og sá leið-
togi hans, sem talið var, að
myndi eiga mestu fylgi að
fagna.
4. janúar 1947 tilkynnti inn-
anríkismálaráðherrann, Laslo
Rajk, að komizt hefði upp um
nýtt „samsæri, sem stefnt var
gegn Iýðveldinu". Skömmu síð-
ar var það látið uppi, að um
eitt hundrað þingmenn Smá-
bændaflokksins væru við það
riðnir, þar á meðal viðreisnar-
málaráðherrann Misteth og
Bela Kovacs, sem nefndiur var
foringi samsærismanna. Þingið,
sem nú hafði tapað einurð sinni
fyrir ógnum og ofbeldi komm-
únista, felldi úr gildl friðhelgi
hinna ákærðu þingmanna, sem
þegar voru teknir höndum af
öryggislögregl'U Gabors Peter.
Þegar kommúnistar kröfðust
þess, að friðhelgi Kovaes yrði
einnig úr gildi felld, risu
bændaþingmenn þó upp til öfl-
ugrar amdstöðu. Sa,mþykktu
þeir einum rómi að standa sem
einn maður gegn hverri til-
raun til þess að eyðileggja Smá
bændaflokkinn með ofbeldi.
En nú kom sú sorglega stað-
reynd í ljós, að Smábænda-
flokkurinn var ekki svo sterk-
ur sem Zoltan Tildy hafði ætl-
að. Hann reyndist þvert á móti
veikur eins og hálmsstrá fyrir
vélræðum komrnúnista og alls
ófær um að verja líf sinna eig-
in þingmanna.
Nú tóku aðgerðir Moskvu-
manna á sig það, sem kommún-
istar kalla form hinnar snöggu
valdbeitingar á úrslitastund.
26. febrúar tóku Sovétagentar
Kovaes höndum og höfðu á
brott með sér með valdi, þar
sem hann af frjálsum vilja
hafði fallizt á að mæta til yf-
irheyrslu hjá lögreglunni.
Hann var þvínæst af Sovét-
Mlndszenty kardínáli
herrunuim áikærður fyrir „að
hafa á virkan hátt tékið þátt
í að mynda andsovétískar ógn-
arsveitir, og skipuleggja njósn
ir gegn Sovéfríkjunum". Þótt
merkilegt megi heita var nú
ákæran um samsæri gegn ung-
versku stjórninni gleymd.
Ameríski fulltrui-nn í her-
námsnefndinni krafðist þess,
að nefndin fengi ölí' tækifæri
til þess að rannsaka alla mála-
vöxtu í sambandi við hand-
töku Kovacs. Þvi var gersam-
lega neitað, og sömu útreið
fengu svipuð tilmæli af hálfu
brezka fulltrúans. Rökin voru
þau, að þriggja velda rann.sókn
i þessu máli væri „ruddalegt
brot á löglegum rétti ung-
verskra aliþýðudómstóla og ó-
viðeigandi taktmörkun á lög-
legum réttindum sovézkra her-
námsyfirvald.a".
Bela Kovacs varð fyrsta
fórnardýrið, en annars var at-
lögunni fyrst og fremst stefnt
að Ferenc Nagy. Nagy, sem
ennþá var talsmaður vinsam-
legrar stefnu í garð Sovétrikj-
anna, fór í leyfi til Sviss 18.
maí, fullviss um það, að engin
sérstök hætta væri á ferðuTn.
Þetta var þó ærið gálaus-
leg ráðstöfun, því að í
fjarveru hans hafði varaforsæt
isráðherrann, Rakosi, raun-
verulega aJlt ráð stjórnarinn-
ar í hendi sér.
Sjálft rothöggið á Smá-
bændaflokkinn féll 30. maí. Þá
voru birtar ákærur á Nagy for
sætisráðherra, reistar á „játn-
ingum", sem Kovacs átti að
hafa gert í fangelsinu. Sam-
kvæmt þeim var forsætisráð-
herrann riðinn við samsæri —
gegn sinni eigin ríkisstjórn —
og virtust allir nema kommún-
istar sjá, hvað áikæran var af-
káralega aulaleg.
Stjórn Smábændaflokksins
gerði foringja sinum þegar við-
vart og lagði fast að honum að
hverfa þegar heim og
svara þessum fáránlegu stað-
leysum. En 2. júní sagði Nagy
af sér ráðherraembætti og þver
tók fyrir að fara til Ungverja-
lands. Olli það vinum hans ýms-
um og floikksmönnum sár-
um vonbrigðum.
En í þessu máli öllu kom vél-
ræðatækni kommúnista harla
vel í ljós, eins og hún er í eðíi
sinu. Er þess þá fyrst að geta,
að kommúnistar tóku fjögra
ára gamlan son Nagys og
héldu honurn sem .gísl.en létu
föður hans jafnframt ber-
ast þau orð, að drengurinn
yrði þvi aðeins látinn laus og
afhentur föður sinum ómeidd-
ur, að hann segði af sér. Sanv
timis þessu var nánustu vin-
um Nagys tjáð, að ef hann
hyrfi heim, myndi hann verða
handtekinn og pyntaður til.
þess að undirrita „jiátningu",
sem bæði myndi kosta líf hans
og gereyðileggja flokkinn. Það
var einnig gefið í skyn, að af-
sögn Nagys myndi geta komið
í veg fyrir Mutun Sovét-Rúss-
landis og fullkomna innlimun
landsiins. Þessar fregnir létu
vinir Nagys dynja á honum í
símtölum. Nagy sagði ekki af
sér í huigleysi, eða því að hanri
væri á nokkurn hátt sekur.'
Hann gerði sér í hugarlund, að
hann gæti með þvi bjargað
flokki sinum frá glötun, og ef
til vill komið í veg fyrir inn-'
limum Ungverjalands. Furðu
legt reyndar, að hann skyldi
ekki vera farinn að þekkja
kommúnista betur en svo.
Laslo Rajk tilkynnti þegar,
að Nagy hefði játað sekt sína
og var sú tilkynning básúnuð
út í Moskviuúitvarpinu með mikl
um fögnuði. Foringjar Smá-
bændaflokksins voru unnvörp
om sakaðir um að standa að
„fasistískum" áróðri asamt ein-
ræðisklíku Hortys, en Horty
var eins og kunnoigt er rílkis-
stjóri, sem tók sér einræðisvald
í Unigverjalandi á árunum fyrir
síðari heiimsstyrjöldina.
Þrátt fyrir áköf mótmæli
Bandaríkjanna hélt kommún-
istaflokkur Rakosis og Rajfcs
þannig áfrani að eyðileggja