Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971
3
Átökin í Framsóknarflokknum harðna:
„Árás á utanríkisráðhr.
og stjórnarstefnuna“
— segir Jón Skaftason 11111
samþykkt SUF
— FUF í Keflavík mótmælir SUF
1ÓN Skaftason, alþtn.. full-
yrðir, að samþykkt stjórnar
SUF, sem Morgunblaðið
skýrði frá í gær, vegna um-
mæla hans á fundi í Kefla-
vík fvrir skömmu, sé í raun
árás á Einar Ágústsson, utan-
rikisráðherra. „Hún verður
því í reynd að skoðast fyrst
og fremst sem árás á utan-
rfkisráðherra og j>á stjórnar-
stefnu, sem hann ætlar að
framfylgja f þessu máli,“
segir Jón Skaftason í yfirlýs-
ingu, sem Tíminn hirti í gær
vegna samþykktar SUF.
i Samþykkt stjórnar SUF
hefur hleypt af stað hörðum
deilum meðal ungra Fram-
sóknarmanna. Þannig hefur
Félag ungra Framsóknar-
rnanna í Keflavík tekið upp
vörn fyrir Jón Skaftason og
birt yfirlýsingu, þar sem lýst
er yfir fullu írausti á þing-
manninum.
Hér fer á eftir yfirlýsing
Jóns Skaftasonar og sam-
þykkt FUF í Keflavík.
VFIRUÝSING
JÓNS SKAFTASONAR
„Fyrir nokkrum árum var það
velþekkt baráttuaðferð Rússa að
húðskamma Albani, þegar þeir
vildu ná sér niðri á Kínverjum!
Mér datt þessi bardagaaðferð
í hug, er ég las furðulega sam-
þykkt frá stjóm SUF, er birtist
í Timanum sl. sunnudag undir
fyrirsögninni „Stöndum með
stefnu flokksins".
1 samþykkt þessari er ég vitt-
ur fyrir ummæli, er ég viðhafði
i ræðu í Keflavík sunnudaginn
31. okt. sl. og notuð stór orð um
svo svívirðilegt athæfi.
Ég á að hafa svikið stefnu
flokksins og styðji ekki við bak-
ið á utanríkisráðherra o.fi. o.fl.
Nú vill svo vel til, að utanrik-
isráðherra, Einar Ágústsson,
lýsti stefnu sinni, og þá um leið
rikisstjómarinnar, tdl þessa máls
á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu á Hótei Sögu sl. þriðju-
dag, eða tveimur dögum eftir
Keflavíkurfundinn. Samkvæmt
frétt í Tímanum sl. miðvikudag,
og ennfremur í leiðara Timains
frá sl. laugardegi á hann m.a.
að hafa sagt „að engin ákvörðun
yrði tekin um brottflutning varn-
arliðsins frá Keflavíkurflugvelli,
fyrr en ítarleg könnun hefði far-
ið fram á þessum máhun“. Enn-
fremur „að fyrst, er niðurstöður
þeirrar könnunar lægju fyrir, og
fyrr ekki, myndi verða tekin
ákvörðun um það, hvort varnar-
liðið skyldi hverfa úr landi eða
ekki“.
Þetta er nákvæmlega sama
skoðunin og ég setti fram á
Keflavíkurfundinum, þar sem
Einar Ágústsson var viðstaddur.
Þetta vissu stjómarmeðlimir
SUF, er þeir gerðu samþykkt
sina. Hún verður því í reynd að
skoðast, fyrst og fremst, sem
árás á utanríkisráðherra og þá
stjórnarstefnu, sem hann ætlar
að framfylgja í þessu máli, sem
ég hefi ekki heyrt eða séð neina
stjómarstuðningsmenn mótmæla,
utan þeirra stjórnarmeðlima
SUF, er að þessari fáránlegu
samþykkt stóðu.
Vonandi átta hinir vigreifu
stjómarmeðiimir SUF sig á því
vindhöggi, sem þeir háfa greitt
og ,Manda með stefnu flokksins
og rókisstjórnariMnar“ í málinu
hér eftir.
Jón Skaftason.“
ÁLYKTUN FUF I KEFLAVÍK
„Stjómarfundur FUF 1 Kefla-
vik, haldinn mánudaginn 8. nóv-
ember, mótmælir eindregið per-
sónulegum aðdróttunum í garð
Jóns Skaftasonar á SUF-sdðu
Timans 7. nóvember sL Stjóm
félagsins telur, að Jón Skaftason
hafi fyllilega staðið sem málsvari
Framsóknarflokksins og haldið
sig innan málefnasamnings rík-
isst j ómarinnar.
Stjóm félagsins ber fullt
traust til Jóns Skaftasonar sem
þingmanns Suðumesjamanna.
Stjórn FUF, Keflavik.“
Gyðingar
gripnir
Moskvu, 9. nóvember. AP.
SOVÉZKIR landamæraverðir
handtóku í nótt fimm sovézkar
Gyðingafjölskyldur rétt áður en
þær ætluðu yfir ungversku
landamærin áleiðis til Austur-
ríkis, enda þótt Gyðingarnir
hefðu lögleg skilríki.
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum fengu fjölskyldurnar ný-
lega leyfi sovézkra yfirvalda til
þess að fara úr landi og voru á
leið frá Moskvu til Vínar. Þrjár
fjölskyldumar vom frá Khar-
kov í Úkrainu og tvger frg. Kiev.
Handtaka þeirra er talin eins-
dæmi.
ELEKTRONISKAR
REIKNIVÉLAR
Með eða án stimpils
Með eðo án geymsluverks
Margföldunarstuðull (Konstant)
Alveg hl/óðlausar
Svara á sekúndubrofi
Léttar og þœgilegar
TÍU MISMUNANDI
TEGUNDIB
MONROE ffi
KOMIÐ - SJÁID
- SANNFÆRIZT
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
«1
HVERFiSGÖTU 33
^ ^ M V LUI IvJVJV/ ■ VJ OO
SfMI 20560 — PÓSTHÓLF 377
STAKSTEIÍVAR
Dýrt að lifa
í Noregi!
Þessa spaklegu frétt mátti lesa
í Tímanum, málgagni fjármála-
ráðherra, á sunnudaginn, sama
dag og ráðherrann lýsti yfir
hækkun á verði áfengis og
tóbaks: ,J)ýrt liefur verið að lifa
í Noregi fram til þessa, en nú
segja Norðmenn, að það sé orðið
enn dýrara. Ástæðan er sú, að
búið er að hækka vínið. Að vísu
á það ekki við um allar tegimdir,
heldur á þessi liækkun aðeins
við létt vín. Þó svo að hækkun-
in sé ekki mjög mikil, þá finnst
Norðmönnum hún nóg, en hækk-
unin nemur svo kringum 30 kr.
á flösku.“ Þrjátíu krónur eru
talsvert fé, en hvers eiga íslend-
ingar að gjalda, þegar verð á al-
gengum víntegundum hækkar á
annað liundrað krónur!
Skrýtnar
röksemdir
Almenningur á bágt með að
skilja röksemdafærslu fjármál.i-
ráðherra fyrir verðhækkun á
áfengi og tóbaki. I fyrsta lagi
segir ráðherrann, að innkaups-
verð hafi hækkað svo mikið, að
nauðsynlegt sé að sú hækkun
komi fram. En allir yita, að inn-
kaupsverð, er smávægilegt brot
af útsöluverði áfengis. Þá segir
ráðherrann, að þessi liækkun
hafi verið nauðsynleg tU þess að
draga úr drykkjuskap og er það
góðra gjalda vert, en í sömu
andránni kveðst hann þurfa á
meiri tekjum að halda. Þær fær
hann náttúrlega ekki af þessari
tekjulind nema drykkjuskapur
sé „viðunandi"! t röksemda-
færslu Halidórs E. Sigurðssonar
fyrir þessari verðhækkun er þvf
lítið samræmi og heiðarlegra
hefði verið fyrir ráðherrann að
segja eins og er, að hann hafi
nú brýna þörf fyrir meiri pen-
inga í ríkissjóð — því að greiðslu
hallinn verði fyrirsjáanlega erf-
iður viðureignar.
Ágreiningur
um
Slippstöðina?
í Verkamanninum á Akureyrl
29. okt. sl. er rætt um fjárhags-
örðugleika Slippstöðvarinnar á
Akureyri. Þar er m. a. gefið í
skyn, að innan rikisstjómarinnar
sé ágreiningur um það, hvort
gerðar skuli ráðstafanir til áfram
haldandi rekstrar Slippstöðvar-
innar og bent á það í því sam-
bandi, að allur október hefur lið
ið, án þess að til aðgerða hafi
komið, en hinn 1. okt. sl. skilaði
stjórnskipuð nefnd, er gerði út-
tekt á fjárhagsstöðu fyrirtækis-
ins, áliti. f Verkamanninum seg-
ir m. a.:
„Þetta mánaðar aðgerðarleysi
liefur orsakað að sögusagnir hafa
komizt á kreik um ágreining
innan ríkisstjórnarinnar um það
hvort bjarga ætti Slippstöð'innl
frá gjaldþroti, sem er að flestra
áliti óumflýjanlegt, ef ekki kem-
ur til skjótra aðgerða frá hendi
ríkisvaldsins. Varla er hugsan-
iegt að hemill hafi verið settur
á aðgerðir af heimamönnum, því
að svo miklu hlutverki gegnir
þetta fyrirtæki i atvinnumálum
bæjarins, að það væri nær ó-
skiljanleg skammsýni ef ein-
hverjir ráðamenn bæjarfélags-
ins tefðu sjálfsagðar og eðlileg*
ar aðgerðir í málinu.
Það er því álit okkar hér á
Verkamanninum að nauðsynlegt
sé. að skýrsla 5 manna nefndar-
innar sé birt opinberlega ásamt
greinargerð frá ríkisst jórninnf,
svo allur almenningur geti kynntj
sér málið.“
-v