Morgunblaðið - 10.11.1971, Qupperneq 17
MORGUNB.LA.DIf>, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971
17
BÓKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
Jóhann Hjálmarsson "| skrifar 11 m J Bi 0] K1 M [] E1 N n N 1 □ [] R
Gamaldags skáldsaga
Sigrurd Hoel:
ÆTTARSVERÐIÐ
Þýðandi: Arnheiður
Sigurðardóttir.
Almenna bókafélagið.
Reykjavík 1971
ÆTTARSVERÐIÐ er langdregin
saga, enginn skemmtilestur. Hún
lýsir norskri sveit á öndverðri
nítjándu öld, hefst á Þelamörk,
en gerist mestmegnis í Rauma-
riki. Söguhetja bókarinnar, Há-
varður Geirmundsson, er œttað
ur frá Þelamörk og að sögn kom
in af fornum riddara. Það er gam
aldags andrúmsloft rótgróinnar
hjátrúar, sem lesandinn kynnist
í Ættarsverðinu, en nýr tími trú-
arlegrar og verklegrar vakning
ar er að hefja göngu sína. Sagan
sveiflast á milli dular þjóðkvæð
is og kröfu um þátttöku í dags-
ins önn. Hávarður, afbragð ann-
arra manna, á í strangri innri
baráttu; á hann að standa við
loforð, sem hann hefur gefið æsku
unnustu sinni, eða á hann að gefa
sig á vald þess lífs, sem umlykur
hann með freistandi fyrirheitum?
En þegar hann að lokum bregst
heiti sínu og hains bíður nýtt líf
í framandi umhverfi, hefur hann út á íslensku
b#3tið allar brýr að baki sér, er
hann í rauninni ekki nema hálf
ur maður.
Ættarsverðið (Arvestálet) er
fyrri hluti sögulegs skáldverks,
síðari hlutinn nefnist Vítahringur
(Trollringen). Sigurd Hoel er
þekktastur sem höfundur sál-
fræðilegra samtimaskáldsagna
með pólitísku ívafi. En Ættar-
sverðið og Vítahriingur skera sig
úr öðrum skáldverkum á rithöf
unarferli hans, eru glögg dæmi
um viðfangseíni, sem hver rit-
höfundur á bágt með að snið-
ganga; í þessum bókum er fjallað
um þann jarðveg, sem Hoel er
sjálfur sprottinn úr: bernsku-
slóðir hans, þjóðernislegan upp-
runa.
Ættarsverðið kom út i Noregi
árið 1941. Sagan kom á óvart
vegna þess hve fjarlæg hún virt
ist vandamálum tímans þrátt fyr
ir það að höfundurinn ætlaði
henni táknræna merkingu. En
í áttina að Álfstað, sem verður
framtíðárheimili hans, er lýst af
ævintýralegu hugarflugi. Hið sí
það, sem mesta furðu vaktl var endurtekna þjóðkvæði, sem á að
lýsa því hvernig mönnum eru bú
in örlög, hve vamarlausir þeir
eru þrátt fyrir styrkleika sinn
að höfundurinn hét Sigurd Hoel.
Þess ber samt að gæta, ajð Sig-
urd Hoel sendi Ættarsverðið frá
sér á fyrstu árum þýsks hernáms
í Nonegi. Nasistar litu bókina
hornauga og Sigurd Hoel varð
að flýja til Svíþjóðar.
Þegar Ættarsverðið kemur nú
og glæsibrag, er aftur á móti of-
notað. Hin hæga frásögn sögunn
ar lifnar ekki hót við þennan
kveðskap. Líklega hefur þó höf-
undinum fundist nauðsynlegt að
gera hlut kvæðisins svo stórain
til að leggja enn þyngri áherslu
á þátt örlagatrúarinnar • í fari
forfeðra sinna.
útgáfa Ættarsverðsins á ís-
lensku minnir enn einu sinni á
tilviljunarkennt val útgefenda á
þýddum skáldsögum. En vera má
að Ættarsverðið eignist sína les-
endur hér á landi. Orðstir Sig-
urds Hoels er hugsamleg trygg-
ing þess.
Sigurd Hoel
í ágætri þýðingu
Amheiðar Sigurðardóttur er hún
orðin nokkuð fyrnd. Hinn marg-
máli og skrautlegi stíll bókarinn
ar er í mótsögn við nútímalega
sagnagerð. í fljótu bnagði mætti
halda að Sigurd Hoel hafi verið
rómantískur mærðarsmiður
af algengri tegund, en sé bók-
in lesin af alúð, þættir
hennar skoðaðir i samhengi,
er ljóst að vandvirkur rit-
höfundur heldur á pennanum.
Hið kyrrláta yfirborð sögunnar
er stundum heillandi í nákvæm-
um lýsingum á veðri og um-
hverfi og þeim öflum, sem
blunda í hugum fólks. Margar
ljóslifandi manngerðir eru kallað
ar fram á söj^isviðið: auk Há-
varðs sjálfs, húsbóndi hans,
presturinn Pétur Lárentius Thur
mann, kona hans og dætur, hesta
prangarinn Bruflaten, hin óham
ingjusama Tóný, ekkjan Rann
veig og þannig mætti lengi telja.
Ferð Hávarðar gegnum skóginn
Mynd nr. 19: „Endurminning“.
I Bogasalnum:
Sýning Karls
Kvarans
FYRIR tveim árum hélt Karl
Kvaran sýningu á verkum sínum
í Bogasal Þjóðminjasafnsms, og
nú er hann þar aiftur kominn
með nýjar myndir, sem orðið
hafa tii á þeim tíma, seim ldðinn
er síðan. Það vill svo ein-
kennilega til, að nákvæmlega
sama tala listaverka er á þess-
ari sýningu Karls og þeirri
fyrri. Tuttugu og sex gouaohe-
myndir, allar undir gleri, sama
efni og hann hefur unnið í um
langt árabil.
Þessi sýning Karls er mjög
vönduð, og ef til vill enn sterkari
og áhrifaríkari en sú er ég hef
nefnt hér að ofan. Heildarsvipur
þessara verka er óaðfinnanlega
heil’l og sannfærandi. Hvert ein-
asta verk valið af mikilli ná-
kvæmni og vandvirkni. Karl
Kvaran er samur við sig og læt-
ur ekki glepjast af umróti tím-
anna. Hann heldur enn vinnu-
brögðum sínum innan þröngra
takmarka, bæði í lit og formi, en
einibeitir sér sem áður að full-
komnun í verkum sínum af öll-
um kröftum. Hann er ekki í
vandræðum með viðfangsefni, og
ég er ekki frá því, að þessi sýn-
ing Karls sé miikilu fjölbreyttari
í eðli Sínu en síðasta sýning
hans. Það svið, sem Kari Kvaran
markar starfskröftum sínum,
virðist svo þröngt við fyrstu sýn,
að það verður að hafa fulla að-
gát að því sem er að gerast, og
getur jafnvel verið erfitt að
koma auga á, hverjar breytingar
hafa átt sér stað í list hans að
undanfömu. Það verður þvi að
skoða þessi verk sérstaklega vel
og komast að kjarna þeirra.
Gera sér grein fyrir eðli þeirra
og hvernig listamaður hugsar.
Skilja tjáningarformið og vera
Erlendur Jónsson 1 skrifar um J 0] K1 M [] s: N N rrl n [] R
GEÐFLÆKJUR
Guðjón Albertsson:
ÓSKÖP. 105 bls.
Alm. bókaf. 1971.
Heiti þessarar bókar sýnist
fremur vandræðalegt. 1 mæltu
máli mun orðið (ósköp) tíðast
haft til áherzlu, en þarna á það
sennilegast að merkja: ill örlög.
Og er að visu réttnefni.
Þetta er sögð fyrsta skáld-
saga höfundar, og er lítll hætta
að manni gleymist það við lest-
urinn. Að sönnu er skylt að við-
urkenna, að Guðjón Albertsson
skrifar hvorki viðvaningslega
né olipurlega. Aðferðinni sjáilfri
— að setja saman skáldsögu —
veldur hann auðveldlega. Orða-
val hans er fullþokkalegt, setn
ingaskipun í sæmilegasta lagi,
og samhengið er hreimt ekki að-
finnsluvert. Og sjáift söguefnið
— það gæti verið laklegar val-
ið. Hvers er þá vant? Ef til vill
er ekki jafnauðvelt að svara
því. Tilfinnanlegast hygg ég
vera, að söguna skortir Fif og
spennu. Ég hef ekki hugmynd
urn vinnubrögð höfundarins, en
ræð það af stíl hans og — fram-
setning yfirhöfuð, að hann sé
vandvirkur. En þegar mað-
ur vandar sig, vill oft fara svo,
að hann vandar mest það, sem
hann óttast, að sér mistakist
helzt, en gætir þá síður hins,
sem hann telur vandaminna. Af-
leiðingin blasir við i þess-
ari skáldsögu: ungum höfundi
vex formið i augum, hann ræðst
á það, leggur sig fram, nær sæmi
legum árangri, en missir um leið
sjónar á aðalatriðinu, efninu, sög
unni sjálfri. Því vitaskuld
á form ekki að vera annað en
umbúðir. En þar eð umbúðirnar
eru það, sem fyrst blasir við aug
um, kann svo að virðast við
fyrstu sýn, sem þær séu aðalatr-
iðið.
Þrátt fyrir augljósa viðleitni
eru Ósköp daufleg og dauðaleg
saga, og má vera, að yrkisefn-
ið stuðli að þvi meir en efni
standa til, því hér er sumsé á
ferðinni saga um dauða: dauður
hlutur, Ijósmynd, verðúr uftgum
manni ofurvald, r hrollvekja.
Sjálfur deyr hann svo við að
bjarga myridinni úr eldsvoða,
en eldinn hafði hann sjálfur
kveikt.
Við getum kallað þetta sál-
fræðilega sögu til að skipa henni
einhvers staðar í flokk. Uppeld-
isvandamál eru þarna ofarlega á
baugi. Og víst er frumorsök
vandans sígilt viðfangsefni: van
metakennd eins manns sakir sí-
fellds samanburðar við annan
mann. Ennfremur mun ekki fá-
tíð sú uppeldisaðferð, sem lýst
er í sögunni, að unglingur sé
ávallt látinn vera sekur, „alltaf
að brjóta eitthvað af sér“ og
þar af leiðandi ofurseldur náð
og miskunn foreldra sinna.
En flest hangir þama i lausu
lofti. Ungi maðurinn lætur ljós-
mynd af látnum bróður draga
sig niður, smækka sig og ein-
angra og að lokum eyðileggja Mf
sitt, svo hann á ekki nema um
eitt að velja, dauðann. Þetta
gæti verið handhægt tákn
í sögu af mannlegum örlög-
um, en reyindar — aðeins tákn.
En þarna er táknið gert að meg-
inatriði, allt snýst um það sjálft:
ímugust, sem ein Ijósmynd vek-
ur með manni. Sé lesandanum
ætlað að lesa út úr þessu tákni
eitthvað annað og meira en í þvi
sjálfu felst, þá hefur eitthvað
glatazt á leiðinni, eitthvað far-
ið forgörðum.
Geðflækjum söguhetjunnar er
lýst í samræmi við það.
„. . . aumkunarverð tauga
hrúga þjökuð sjúku imundunar-
afli og andstyggilegum geð-
flækjum. 1 einu orði sagt: við-
bjóður. Og þó svona smábeinött-
ur og sætur. Þó svona mikill
fermingardrengur inni sér —
svo óspilltur og sárasaklaus inn
við beinið."
Setjum dæmið svo upp, að
þetta sé bara almenn sjúkra-
saga, dæmi um einbera sinnis-
veiki. Þá er hún sem slík alltof
teng. Margendurteknar útlistan
ir á geðflækjum söguhetjunnar
geta vart þjónað öðrum tilgangi
en draga söguna á langinn,
teygja hana, svo hún verði efni
I sérstaka bók (sem í þessu til-
felli má ekki minni vera, losar
hundrað síður og fremur litið á
hverri).
Guðjón Aibertsson er ritfær
höfundur, og raunar gæti hon-
um virzt fátt til vanbúnaðar að
semja góða skáldsögu. En hæfi-
leikar hans hafa ekki orðið
honum tii brautargengis í þess-
ari fyrstu iotu. I vandvirkni
sinni við að búa til álitlegar um-
búðir hefur honum láðst að
rækta það, sem innart í þeim
skyldi vera.
móttækilegur fyrir þann heiim,
sem þannig birtist áhorfanda.
Þetta á raunar við um ÖH góð
listaverk.
Engum blöðum er um það að
fletta, að Karl Kvaran hefur náð
gífurlegum árangri í list sinsni,
og sýnist mér, að með þessum
verkum hafi hanin farið nokikuð
inn á nýjar brautir, frá þvi er
hanm sýndi siðast. Bn við skulum
muna það, að tvö ár eru ekki
langur timi í starfi málara. Karl
Kvaran er enginn byrjandi í
myndlist, og hann er óvenju
þroskaður og margreyndiur mál-
ari, sem veit vel, hvað hann er
að gera, og það sést sannariega
á þessari sýningu.
Fyrir tveim árum reit ég utm
sýningu þá, er Karl Kvaran hélt
þá, og sagði þá álit mitt á iist
Karis. Það væri hlægilegt að
endurtaka þau skrif hér, en ég
tel það, er ég þá sagði, eiga fuill-
komlega við þau verk, er Karl
sýnir nú í Bogasalnum. Það
mætti auðvitað einhverju við
bæta, en ég heild, að það sé
óþarfi.
Það fer ekki milli mála, að ég
er mjög hrifinn af þeim verkum,
er Karl Kvaran hefur valið til
sýningar að sinni og hann má
sannarlega vera ánægður með
þann árangur, sem vinnubix>gð
hans og sjálfsagi hefur skapað.
Þessi verk Karls Kvarans eru í
eðli sínu þannig, að það hvarfllar
ósjálfrátt að manni, hvorl þessi
myndgerð kalli ek’ki á enn stæroi
og veigameiri verk en þarna eru
til sýnis. Það er nú einu Sinni
svo með sterk, einföld og litrSlk
listaverk, að það er eins og þau
þurfi visst svigrúm til að njóta
sin til fulls, og oft verður ein-
mitt sá stíll, er Karl Kvaran not-
ar, sterkari og áhrifameiri eftir
því sem myndflöturinn gefur
honum meira svigrúm, og sú
viðkvæma og einfaida lína, sem
svo mjög er áberandi í þessum
verkum Karls, ætti að njóta sín
enn betur í stærri fleti. Það væri
óneitanlega mikill viðburður, e.£
maður ætti von á að sjá eitthvað
af þessum verkum Karls Kvar-
ans í stóru formati, eins og lista-
menn stundum komast að orði.
Þessi sýning Karls Kvarans er
stórmerkilegur viðburður í lista-
lífi Reykjavíkur, sem enginn
ætti að láta framhjá sér fara.
Þeir, sem stundum eru að þvaðra
um að þessi tegund listar sé bú-
in að ganga sér til húðar, munu
komast að öðrum sannleik eftir
viðkynningu af þessum verkum,
ef þeir eru þá ekki svo fordóma-
fullir í vanþekkingu sinni, að
sjón þeirra og skynjun sé gengin
fyrir stapa. Góð listaverk enu
engin tizkufyrirbæri og eiga sér
hljómgrunn á öllum ttonum, S.
hváða fonmi sem er. ^
Valtýr Pétuissoa.