Morgunblaðið - 10.11.1971, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐUD, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971
í minningu;
Efemíu Gísladóttur
„Þú siglir ei þenn«tn sjó í dag
þú siglir á guðs þíns fund.“
iætur Matthías Jochumsson hkm
gamla þul segja við Eggert
Olafsson. Þessi aldni þulur hefur
löngum minnt mig á Gísla Kon-
ráðsson sagna- og fræðimann.
Nú hef ur enn einn af kom-
andi Gísla Konráðssonar lagt upp
í siglingima miklu. Frænka mín,
Efemía Gísladóttir lézt að Elli-
heimiiinu Grund 3. þ.m. og er
útför hennar gerð í dag. Efemía
hafði mikið dálæti á langafa
sínum, enda féllu áhugamái
þerrra í líkan farveg.
Efemía Gísladóttir var fædd
13. apríl 1887 í Innri-Fagradal
í Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar
hennar voru Vigdís Pálsdóttir
og séra Gísli Einarsson. Móðir
Vigdisar var Sigríður Samson-
Fósturmóðir mín,
Helga Sigurðardóttir,
Ijósmóðir, Bragagötu 31,
sem andaðist 3. nóv., verður
jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 12. nóv.
kl. 3.
Vegna fjarstaddrar fóstur-
dóttur og annarra vanda-
manna,
__________Jón Helgi Jónsson.
Þökkum af alhug þá miklu
samúð og vinsemd sem okk-
ur hefur verið sýnd við and-
lát og útför mannsins míns,
stjúpföður og bróður,
Óskars Guðmundssonar.
Anna Norðfjörð,
Hulda Guðmundsdóttir,
Ása Norðfjörð,
Ásta Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem
auðsýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðar-
för móður okkar og systur,
Ólafiu Andrésdóttur,
Skúlaskeiði 38, Hafnarfirði.
Börn og systiur
hinnar látnu.
ardóttir, ættuð úr Víðidal, en
Páll Pálsson faðir hennar var
bóndi og alþingismaður í Dæli,
sonur Páls alþingismanms í Ár-
kvöm. Séra Gísli Einarsson var
hróðir Indriða Einarssonar
skálds, og móðir hans var Efemía
Gísladóttir Konráðssonax. Faðir
séra Gísla var Einar Magnússon
Magnússonar prests í Glaumbæ,
en Einar var bóndi í Krossanesi
í Skagafirði.
Efemía var fyrstu æviár sín
í Fagradal, en ólst svo upp í
stórum systkinahópi hjá for
eldrum sínum í Hvammi í Norð-
urárdal og fluttist síðar með
þeim að Stafholti.
Hún stundaði nám í Kennara-
skólanum og lauk kennaraprófi
1910. Var kennari í Þverárhlíð
næstu þrjú árin, en varð að
hætta kenmslu vegna augnveiki,
sem hún fékk upp úr misling-
um. Það urðu henni miikil von-
brigði og tjón fyrir íslenzka
kemmarastétt.
Ung að árum heitbatzt Efemía
borgfirzkum bóndasyni Andrési
Magnússyni frá Gilsbakka. 1
axrnað sinn hlutuðust örlögin
freklega til um framtíðardrauma
hinmar ungu konu, Efemía missti
vin sinn og tregaði hann alia
daga síðan. En hún axlaði
byrðar lífsins af hugrekki og
stillingu eins og hún átti kyn
til. Hún fann hamingju og gleði
í að hjálpa og líkrna öðrum á
lamgri ævi.
Hún var stoð og stytta for-
eldra sinna í ellinni og seinustu
ár þeirra í Stafholti hvfldi
heimilishaldið að miklu leyti á
Efemíu. Vigdís móðir hennar dó
árið 1932. Þegar séra Gísli hætti
prestsskap fluttist Efemía með
honum í Borgames og annaðist
hanai síðustu æviárin, en hann
lézt 1938.
Eftir lát föður síns fluttist
Efemía tfl Reykjavíkur og hélt
heimili fyrir frænku sína og
nöfnu ekkju Indriða Einarsson-
ar. Þær frænlkur bjuggu saman
um margra ára skeið, allt þar
til Efemía Waage andaðist.
Eftir það bjó Efemía hjá
systur sinni Vigdísi Blöndal og
síðustu æviárin á Elliheimilinu
Grund.
Efemía eignaðist marga góða
vini á lífsleiðinmi, en við frænd-
fólkið hennar fáum seint gleymt
þeirri umhyggju og hlýju, sem
Magnús E. Ámason kennari
sýndi henni í ellinni.
Effa frænka hafði lifað lang-
an dag og margar minningar
koma í hugann á kveðjustund.
Ég man, þegar við bömin henn-
ar úr Borgamesi komum í
fyrstu skiptin til höfuðstaðarins.
Þá var Effa ævinlega til halds
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns
mins, föður okkar, sonar og tengdasonar
ÞORGEIRS SIGURÐSSONAR,
löggilts endurskoðanda,
Sérstakar þakkir viljum við færa laeknum og hjúkrunarkon-
um Landspítalans fyrir þá miklu nærgætni og góðvild er þau
sýndu honum á allan hátt í veikindum hans.
Þórhildur Saemundsdótir og böm,
Sigríður Jónasdóttir, Sigurður Halldórsson,
og fjölskylda,
Guðríður Jónsdóttir, Sæmundur Þórðarson,
____________________ og fjölskylda.
Alúðarkveðjur og þakkir sendum við ykkur öllum sem
studdu okkur og Hervöru í veikindum hennar og hafið við
andlát hennar og útför minnst hennar fagurlega og veittu
okkur þá hjálp sem aldrei verður fullþökkuð.
Guð blessi ykkur.
Gísli Jónsson, Hjörtur Gíslason,
Amfríður Gísladóttir, Marta Gísladóttir,
Soffía Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir,
Ingibjörg Gisladóttir, Jón Gíslason.
og trausts. Við heimsóttum hana
í Hellusundið og fengum rjóma-
kökur ásamt límoniaði frá töfra-
vertksimiðjunni Sanitas. Það var
mikil veizla.
Ötalin eru sporin henniar í
alls kyns erindum fyriir fólkið
sitt. „Það er hægt að biðja Effu“
vaT viðkvæðið, og Effa brást
aldrei.
Seinna var ég svo lánssöm að
búa með þeiim systrum Vigdísi
og Efemíu og kynntist þá frek-
ar gæzku þeirra og mannviti.
Effa var fræðasjór í ættfræði,
sagnfræði og skáldskap. Hún
kunni vel að segja frá, var
hnyttin í tilsvörum og talaði
enga tæpitungu hvorki um menin
né málefni.
Effa hélt reisn sinni og and-
legum 'kröftum fram til hin« síð-
asta svo og sæmilegri líkams-
heilsu. Hún brá sér upp í Borg-
arfjörð á liðnu sumri til fundar
við frændfólkið. Norðurárdalur
og þó einkum bemiskustöðvarnar
í Hvammi voru henni mjög
kærar.
Gengin er góð kona á vit
frænda sinna og vina og þætti
mér ekki ólíklegt, að þar stæði
fremstur í flokki fræðaþulurinn
góði — Gísli Koniráðsson.
Elsa Sigríður Jónsdóttir.
AÐFARARNÓTT 3. nóvember sl.
lézt Eufemía Gísladóttir að Elli
heimilinu Grund.
Minningamar frá barnæsku
þyrlast upp í huga mér. Ég hef
þekkt Eufemíu, eða Effu, eins og
hún var alltaf kölluð, jafnlengi
og ég man eftir mér. Hún hélt
heimili fyrir föðurömmu mina,
Eufemíu Indriðadóttur Waage, en
þær voru bræðradætur, og á
heimili hennar að Hellusundi 6,
Reykjavík vorum við foreldrar
mínir, bróðir minn og ég tíðsækn
ir gestir. — Sunnudagur í Hellu
sundi. Effa opnar fyrir okkur og
býður okkur velkomin með sín-
um bjarta svip, ber fram verald
arinnar bezta kaffi og pönmukök
ur og sezt að því búnu niður við
prjóna sína og tekur þátt í um-
ræðum. Sæi hún þess merki, að
litlir fætur eða stórir væru vot-
ir eða kaldir, eða kvefpest væri
í uppsiglingu í einhverjum að-
komumanna, náði hún óðara í hlý
sjöl og sokka og hlúði mjúkum
hjúkrunarhöndum sínum að við
komandi. Alla bamæsku og langt
fram á fullorðinsár okkar systkin
anna var höndum okkar haldið
heitum af snilldarlega útprjón-
uðu vettlingunum hennar Effu.
Svipurinn hlýr, ennið bjart,
kímnigáfan rík og fasið reisnar
legt — þannig var hún í hátt. Er
amma mín lá sína hinztu sjúkra
legu, annaðist Effa hana af stakri
natni, enda var hún fædd hjúkr-
unarkona.
Er við systkinin fullorðnuð-
umst, höfðum við mikla ánægju
af að setjast hjá Effu og fræðast
af henni um liðna tíma, því að
hún var mjög fróð og stálminnug
fram á hinzta dag, og kryddaði
hi-n ríka kímnigáfa hennar einatt
frásagnir hennar.
Ævikvöldið er Uðið og nóttin
langa, cn ekki óvelkomna er fall
in á. I'arðu heil Effa mín og
þakka þér fyrir allt og allt.
Kristín Waage.
Ingibjörg Sigurðar-
dóttir — Minning
„Það er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir".
Elskulega vinkona; ég vil
þakka þér fyrir allt — þann tíma,
sem ég naut að vera með þér.
Þakka þér allar yndislegar stund
ir.
Ég var aðeins fimm ára telpa,
þegar ég fór að taka eftir þér,
þú varst heima hjá ömmu minni,
sem einnig var fósturmóðir min
— þú kallaðir hana ávállt konu
þína.
Ég naut þess að horfa á þig
vinna, allt lék i höndum þínum,
heyra þig hlæja, sjá nettu, fín-
gerðu, fallegu stúlkuna, síglaða,
hugblíða og hnyttna í svörum.
Ég beið með óþreyju eftii að
verða fullorðin og geta verið með
þér — og árin liðu, ég óx úr grasi
— þú varst alltaf sú sama unga,
hjartahlýja stúlkan, sem ég dáði.
Þú áttir aldrei neinn veraldar
auð — gull eða gimsteina,
en þú áttir betri og traustari auð,
hinn innri auð og þar voru greypt
ir ótal gimsteinar og perlur. Þú
varst mér ímynd fullkominnar
stúlku og ég óskaði í hug og
hjarta að líkjast þér.
Ánægjustundimar okkar urðu
ótal margar, sem við nutum sam
an og aldrei bar þar skugga á.
Þú fluttist til Reykjavíkur
1912. Þar festir þú rætur og gazt
aldrei hugsað þér að vera annars
staðar, þú og Fríða systir þín
voruð mjög samrýndar enda
bjugguð alltaf saman þar til yfir
lauk þínum mikju og langvar-
andi og oft þjáningarfullu veik-
indum.
Brosi þínu og hjartahlýju
hélztu fram í andlátið. Ég kom til
þín nokkrum dögum áður en þú
kvaddir þennan heim og var ég
að rifja upp fyrir þér atvik frá
liðnum árum. Þá sagðir þú með
bros á vör „Ó, það var svo gam
an þá“.
En nú ertu horfin yfir móð-
una miklu til sólfegri landa. Og
enn vil ég segja, þú kenndir mér
svo margt — þú kenndir mér að
taka erfiðleikunum með brosi á
vör. — Það gerðir þú, þvi ekki
fórst þú varhluta þeirra og mót-
læta stunda, fremur en flestir
aðrir.
Ég vil enda þessi fátæklegu orð
min, með ljóðlínum eftir eftirlæt
is skáldið okkar.
„Mýkri er mund þín
morgunblænum,
er strýkur af stráum
stjömudaggir.
í augum alstirndum
eldar af degi,
er signir sólstöfum
sáinn akur.“
Far þú í friði. Drottinn þig
blessi.
Elsku Fríða mín, þú sem reynd
ist systur þinni svo vel. Ég og
börn mín vottum þér dýpstu sam
úð.
B. S. J.
Benedikt Guðmunds-
son — Minning
LlFIÐ hjá oklcur mönnunuim er
eins og laufblað á trjánum sem
brumar, blómstrar og fýkur svo
í burtu þegar þess tími er kom-
inn.
Fréttin um minn góða vin og
frænda Benedi’kt Guðmundsson
húsgagnasmiðameistara kom mér
ekkert sérstaklega á óvart, mað-
ur sem orðinn var 78 ára gam-
all og margir kvillar famir að
segja til sin. Hann var nú síðast-
ur allra sinna mörgu systkina
sem hverfur héðan yfir landa-
mærin.
Milli hana og föður míns,
sem var einn af hans bræðr-
um, var alltaf mjög náiin
og góð vinátta. Það kom vart
sú vika fyrir að þeir hefðu
ekki samband sín á milli, annað
hvort símleiðis eða með heim-
sóknum. Ég minnist Benedifcts
allt frá mínum æskuárum, alltaf
þessi hægi, prúði og hjartahlýi
maður, sem ávallt var reiðubúinn
til að rétta hjálparhönd hvar sem
hann mátti og hver sem í hlut
átti.
Snemma lærði hann húsgagna-
smiði hjá Eyvindi Ámasyni hús-
gagnasmíðameistara og Iau'k það
an sveinstykki sánu með miklum
ágætum, svo vel að meistarinn
lét stykkið prýða stofur sínar
eftir það. Það kom síðan á dag-
inn að alla sína vinnu gerði hann
af miklum hagleik og vandvirkn,
enda sóttust menn eftir vinnu
hans, því meir er þeir kynntust
betur verkum hans.
Eitt af mestu gæfusporum í
lífi Benedikts var þegar hann
kvæntist sinni góðu og ástríku
eftirliíandd konu Guðrúnu S.
Jónsdóttur. Þau bjuggu sér fag-
urt og friðsælt heimili, sem allt-
af var jafn unaðslegt heim að
sækja, enda oft gestkvæmt hjá
þeim.
Þau eignuðust 3 myndarböm,
sem öli eru uppkomin en þau
eru: Jón, Urmur og Guðmundur.
Synir þeirra báðir eru landskunn
ir Iista- og hagleiksmenn.
Benedikt Guðmundsson var
sterkur persónuleiki og víðlesinn.
Hann hafði sínar ákveðnu skoð-
anir, sem hann hvarflaði ekki frá,
hver sem í hlut átti.
Kæri frændi minn, þetta eru
aðedns fá kveðjuorð til að minn-
ast allra gleði- og ánægjustund-
anna sem ég hef átt á þinu heim-
ili og mun aldrei gleyma.
Bið ég góðan Guð að gefa þér
fagra heimkomu og konu þinni,
bömum og bamabömum votta
ég einlæga samúð og blessun-
um ókomna framtíð.
Björn Guðmimdsson.
mnrgfoldar
marhnð yðar