Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971 5 stundaði nám í Flensborgarskóla, en hvarf um stund að loknu námi hekn í Efra-Skálateig og stundaði búskap um tveggja ára skeið. Til Hafnarf jarðar kom hann aftur 1919, og þar var hans starfsvettvangur næstu þrjá áratugina. 1951 hvarf Þorleifur aftur til sinna æskustöðva, Aust- fjarða, og starfaði síðan þar að undanskildum árunum 1958— 1961, að hann dvaldist í Stykkis- hólmi sem forstjóri togaraút- gerðarfélagsins Þórólfs Mostr- arskeggs. Ferill viinar míns Þor- leifs er orðinn æði litríkur. Hann hefur gegnt fjölmörgum störf- um um ævina, sem ég tel ekki upp í þessari afmælisgrein. Þáttur Þorleifs Jónssonar í fé- lagsstarfi Hafnfirðinga um ára- tugi verður seint metinn að verð- leikum. Svo er um störf hans á æskustöðvum, en alls staðar kom í ljós hinn raungóði og hjálp- fúsi maður, er Þorleifur hefur að geyma. Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði kunna vel að meta hina margháttuðu hæfileika Þor- leifs Jónssonar og góðan hug hans til samborgara sinna. I rúm 20 ár, frá 1930—1951, sat Þorleifur fyrir þá í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Á þeim vettvangi nutu hæfileikar Þorleifs sín vel, gerkunnugur högum fólksins með bjargfasta trú á frelsi ein- staklingsins til athafna og dáða. Trúr þeirri stefnu vann Þorleif- ur starf sitt af ósérhlífni á þess- um árum, oft við erfið s'kilyrði. Skoðun mín er sú, að Þorleif- ur og félagar hans í forustu Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði hafi með trúmennsku sinni við góðan málstað plægt svo hina góðu jörð, að uppskera okkar, sem yngri erum, hafi þess vegná verið auðveldari en ella hefði verið. Þegar Þorleifur sneri aftur heim á æskustöðvarnar, var hon- um feginsamlega tekið, og trún- aðarstörfiin hlóðust á hann, á meðan hann gaf kost á sér til DEKKJAÞJÓNUSTA. SÓLNING HF. Baldushaga v/Suðurlandsveg, s. 84320. FACIT ELECTRONISKAR REIKNIVELAR FÁST VMLJ Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERDI Bisli c7. ©hfínsQtt Lf. VESTIIRGÖTU 4S SÍMAR: 12747 -16647 Bnrnablossor margt eftirspurðu komnir aftur í rauðum og bláum lit. 75 ára: Þorleifur Jónsson ÞORLEIFUR Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði er 75 ára í dag, fæddur i Efra-Skála- teigi I Norðfjarðarhreppi 16. nóvember 1896. 19 ára gamall kom hann til Hafnarfjarðar og þess, enda er Þorleifur mikill málafylgjumaður, framúrskar- andi ritfær með mikla reynslu manns, sem mótlætið hefur ekki látið afskiptan. Ég vil færa vini mínum, Þor- leifi, beztu afmæliskveðjur mín- ar og fjölda vina hans í Hafn- arfirði og þakka honum fjöl- þætt störf i þágu þeirra. Matthías Á. Mathiesen. MEÐ nokkrum orðum vil ég heiðra þennan ágætismann og góða dreng, Þorleif Jónsson, á þessum merku tímamótum í ævi hans. Hér munu ekki verða rakin ítarlega þau mörgu og merku störf, sem Þorleifur hefur innt af hendi, bæði á sviðutn stjörn- mála og á öðrum sviðum þjóð- lífsins, en aðeins stiklað á stóru. Hann átti sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um 20 ára skeið og lengst af sem forystumaður sjálfstæðismanna í þeim málum. Þorleifur bauð sig fram til Al- þingis nokkrum sinnum, en náði ekki kosningu, þótt oft hefði munað litlu. Hann starfaði lengstum á þeim árum sem lögregluþjónn i Hafn- arfirði og síðar starfaði hann með sérstöku leyfi sem mál- flutningsmaður þar í bæ. Þor- leifur hefur alla ævi haft brenn- andi áhuga á þjóðmálum, og sér- staklega haft afskipti af málum sjávarútvegsins. Fyrir um 20 árum siðan flutt- ist Þorleifur með fjölskyldu sína til Eskifjarðar og starfaði þar fyrst við útgerð og um þriggja ára skeið veitti hann útgerð for- Framh. á bls. 11 Bílar - Skuldobréf - Bílar 1967 Volkswagen Variant 1967 Fiat 600 T 1967 Fiat 600 1964 M-Benz 190 D 1965 Rambler American 1965 Skoda 1000 Mfi 1967 Volkswagen 1200 1962 Volvo 210 ST Bflarnir seljast gegn skuldabréfum og/eða mánaðargreiðslum. Líka eru skipti möguleg. BÍLASALA MATTHlASAR, Höfðatúni 2, símar 24540, 2^541. Vörubílstjórar SÓLUM BRIDGESTONE SNJÓMYNZTUR Á H.TÓL BARÐANA. ALIILIÐA CElSSEí VOLVO—-164 árgerð 1969 VOLVO—145 station, árgerð 1970. VOLVO—144, árgerð 1969. VOLVO—144, árgerð 1967 VOLVO Amazon, árgerð 1964, góður bfll. CITROEN GS — 1971 PLYMOUTH, árgerð 1966. VELTIB EXF.I SUÐURLANDSBRAUT 16 35200 | (LX'XVa.-) V E R Z LU N I N GEísíPp HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐI Fyrir EITT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur SiÐAN 100 KR0NUR Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.