Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971 15 - Formaður Sjálfstæðisfl., Jóhann Hafstein, á Flokksrádsfundi; „Ég hefi talið það lang alvar- legasta þáttinn I málefn.asamn- ingi rikisstjórna'i'innar, að því skuli lýst yfir fyrir umheimin- um, að innan rikisstjórnar Is- lands sé ekki samstaða um það að vilja taka þátt í samstarfi vestrænna iýðræðisþjóða í Atl- a n tshafsba ndalagin u. “ „Mér er það Ijóst að við eig- um mikið óunnið til þess að efla samstöðu, félagsanda, árvekni og aukin störf í röðum sjálfstæðis- manna. Á þeim vettvangi er mik iii akur óplægður, en ég tél jarð veginn örugglega frjósaman. Við skulum horfa fram á veginn með einbeittum ásetningi um að efla Sjálfstæðisflokkinn til þess for- ustuhlutverks í þjóðfélaginu sem hann verð.skuldar og innti af höndum með glæsibrag síð- ustu þrjú kj'örtknabil." — Jóhann Hafstein flytur ræðu sína á Flokksráðsfundi Islendingar vilja stefnufestu i meðf erð öryggismála landsins Á vettvangi flokksmála er mikill akur óplægður Þannig komst formaður Sjálf- stæðisflokksins, Jóhann Haf- stein, að orði í ræðu sinni við setningu flokksráðsfundar Sjálf stæðisflokksins síðastliðinn laug ardag. Verða hér raktir þættir úr ræðu formannsins. 1 upphafi ræðu sinnar vék Jóhann Hafstein að kosningaúr- slitum í sumar og stjórnarmynd- uninni, sem af þeim leiddi. Sið- an sagði hann: KOSTI HVAÐ SEM VILL Þessu næst vil ég vikja að af- leiðingum kosningaúrslitanna. Forseti Islands föl formanni stærsta fiokks fyrrv. stjórnar- andstöðu, sem nú hafði meiri hluta á Alþingi, að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Sú tilraun tókst og var núverandi ríkis- stjórn mynduð 14. júlí si. Menn hafa spurt: Hvers vegna fól Forseti íslands ekki ifoaimanni stærsta þingflokks- ins að reyna fyrst stjómarmynd un? Ákvörðun forseta er tekin eftir að hann hafði ráðfært sig við formenn allra flokkanna. Ég ráðfærði mig við þá þingmenn og miðstjórnarmenn, sem ég náði til. Sameiginlegt álit okkar var, að eðlilegt væri að þrír fyrrver- andi stjórnarandstöðuflokkar, sem nú hefðu sameigMega meiri Ihluta á Alþingi, reyndu Ifyrst stjórnarmyndun. Að þessu leyti verður ekki ákvörðun forseta Is lands gagnrýnd aif okkar hálfu. Okkar var ekki að tjá Okkur um, hverjum einum yrði falin tilrauinin til st jórnarmyndunar. íhugum nú stjórnarmyndun- ina og með hverjum hætti hún varð. Formanni Framsöknar- floklksins er falin stjórnarmynd un. Hann er sá eini stjórnar- flokkanna, sem tapaði í kosning unum, og það verulega. Hann tapar i raun og veru meira en fölur segja til um. Framsóknar- menn hafa ekki dregið á það dul, að þeir væntu sér mik- ils sigurs í kosningunum, eftir 12 ára stjórnarandstöðu. Hvað mundi þá mega ætla, að efst hafi verið í huga forráðamanna þess flokks, sem goldið hafði slíkt afhroð, sem raun ber vitni? Sennilegast það að hamra sam an ríkisstjóm hvað sem það kost aði. Er eðlilegi'i sikýrimg til á þvi, hversu óskiljanlega mikil völd forráðamönnum kommúnista eru fengin í hendur í rikisstjórn- inni? Ráðherrar Alþýðubandailags- ins fá í sinn hlut yfirstjórn allra atvinnumála landsmanna, nema landbúnaðarmála. Þeir hljóta yf irstjórn peningamála, Seðla- banka, flestra viðskiptabanka og allra sparisjóða. Þeir hljóta yfirstjórn viðskiptamála, innan- lands og út á við. Þar að auki stjórn tryggingarmála og heil- brigðismála. Loks er þeim með leynisamningi, sem nú hefir ver ið uppljóstrað uim í Þjóðviljan- uim, fenginn aðgangur að öllu, sem lýtur að varnarmálum og ör yggi landsins. Framsóknarflokk urinn er ekki hið ráðandi afl í ríkisstjórninni, enda þótt hann fari formlega með forystu henn- ar. Af stjórnarmynduninni að þessu leyti stóð mönnum stugg- ur í upphafi, eins innan raða þess fólks, sem fylgt hafði stjórn arflokk'unum í kosningunum. Þessi uggur ágerist. EFTIRPRENTUN KOMMÚNIST AMÁLG AGNS: Málefnasamningur ríkis- stjórnar Ólafs Jöhannessonar er nánast eftirprentun á stefnu- skrá Alþýðuhandalagsins, sem birtist í blaðinu .vAlþýðuhanda- lagið, 5. tbl. 1971“ að loknum al- þingiskosningum. í fundarskjölum flokksráðs manna er að finna bæði þessi plögg. Þau þarfnast gaumgæfi- legrar íhugunar og samanburð- ar. Verður þá margt ljósara en áður um það hverjir ritstýrt ha'fi málefnasamningi núverandi rík- isstjórnar. I stefnuskrá Alþýðubandalags ins er lögð áherzla á gerbreytta stefnu í atvinnumálum. 1 málefna samningi ríkisstjórnarinnar er þetta orðað þannig: „Ríkis- stjórnin einsetur sér að efla undirstöðuatvinnuvegina á grundvelli áætlunarbúskapar undir forustu ríkisvaldsins. Koma skal á fót Framkvæmda- stofnun ríkisins, sem hefir á hendi heildarstjórn fjárfesting armála og frumkvæði í atvinnu- málum." Sjálfur orðaði forsætisráð- herra þetta stefnumið nánar á Alþingi 18. okt. þegar hann gerði grein fyrir stjórnar- sáttmálanum á þá leið, að það ætti að setj'a á stofn skipulag, sem þjónaði sem bezt markmið- um ríkisstjómarinnar. Þetta eru ær og kýr sósialismans að setja á stofn skipulag, sem þjónar valdhöfunum. í stefnuskrá Alþýðubandalags ins segir: „Bankakerfinu verði gerbreytt og það gert mun eln- faldara með fækkun banka og skynsamlegri verkaskiptingu. Hið neikvæða kerfi Seðlabank- ans verði afnumið en í staðinn komi ný skipan, jákvæð áætlun- aristjóm." í málefnasamningi ríkisstjórn- arinnar heitir þetta svo: „Að endurskoða allt banka- kerfið, þ. á m. löiggjöf varðandi Seðlaþankann og hlutverk hans, og vinna að sameiningu banka og fjárfestingasjóða". 1 ríkisstjórninni hafa svo kommúnistarnir með höndum ytf- irstjórn og framkvæmd þessara rnála. Hvernig er hægt að leggja bet ur upp í hendur kommúnistum að sósialisera islenzkt atvinnu- iíf og efnahagsmál. Þó ekki væri nema vegna þessa hlýtur Sjálf- stæðisflokkurinn að vera í ein- dreginni andstöðu við ríkis- stjórnina. Það leiðir af grund- vallarsjónarmiðum Sjálfstæðis- flokksins, sem byggjast á þeirri lýðræðis'h'U'gsjón, að einstaklinig- ar og samtök þeirra hafi svig- rúm tii orða og athafna, án rí'k- isafskipta og valdbeitingar þess opinbera, svo að frjáls hugsun og persónulegt framtak fái not- ið sín til heilla fyrir hvern ein- stakan þjóðfélagsborgara og heildina í senn. Ekki verður óskhyggja sósíal- ismans í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar né önnur ein- stök atriði rakin frekar að sinni, en þessu næst vikið að fram- vindu mála á ferli ríkisstjórnar- innar. ÓLÁNLEGUR FERILL Ferill rikisstjórnarinnar er enn mjög skammur, en vert er að festa sjónir við einstðk atr- iði hans, einnig í ljósi fyrri stað reytnda. Ri'kisstjórnin þótti berast mik ið á þegar í öndverðu, en hún ákvað útgjaldaaukningar á fyrstu vikum sínum sem talið var, að nema mundu á árs- grundvelli um 1800 millj. króna. Sýndarimennska einkenndi aðrar ráðstafanir, eins og það að vísi- tölustig, sem frestað hafði ver- ið, að hefðu áhirif á launagreiðsl ur, s-kyldu hækka launagreiðsl- ur 1. ágúst, en ekki 1. sept. svo sem ákveðið var í lögum. Aðrar aðgerðir voru yfirleitt þess eðl- is að auika á þensluna í þjóðfé- laginu, svo sem síðar mun koma í 'ljós. Ríkiss'tjórnin þótti eink- ar veizluglöð og fús til ferða- iaga erlendis, ekki sízt ýmsir er indrekar hennar. Dag eftir dag voru tilkynntar nýjar nefndar- skipanir og nam tala hinn- ar nýju stéttar nefndarmanna ríkisstjórnarinnar fljótt sem svaraði helmingi starfsfólks alls Stjórnarráðsins. Varð almenningi fullljóst, að rikisstjórnin hafði setzt í betra !bú fráfaitmdi ríkisstjórnar en títt er. Á árunum 1969 og 1970 hafði verið mjög ör vöxtur í íþjóðarbúinu. Þjóðartekjur juk- ust árið 1969 um 3% og árið 1970 um 10,5%. Þetta endurspegl aði batnandi efnahag, enda fór afkoma rí'kissjóð.s batnandi, sparifjármyndun vaxandi og gildir gjaldeyrisvarasjóðir söfn uðust á ný, atvinnulíf blómgað- ist alhliða og atvinnuleysi hvarf. Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins og formannaráðstefna taldi það meginviðfangsefni, er fundir okkar voru haldnir 24. og 25. október í fyrra, að varðveita efnahagsbatann með þeim hætti, að raungildi launa rýrnaði ekki og atvinnuffif efldist sámtímis, svo að ilfskjör gætu enn farið batnandi. Þetta tókst með þeim hætti að í tið fyrrverandi ríkis- stjórnar, frá því í júní 1970 og til stjórnarskipta í júlí 1971, þá jókst kaupmáttur launa nálægt 17%, en tekið var að mestu fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags með verðstöðvunarlög- unum, en vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði frá haustinu 1970 og til stjórnarskipta aðeins um 5,4%. Lítið sér enn af efndum og lof orðalista ríkisstjórnarinnar svo sem að lækka vexti af stofnlán- um og lengja iánstima þeirra og hækka endurkaupalán Seðla- bankans. Um framvindu efnahagsmála er allt á huld'u. Verðstöðvunar- lög fyrrverandi ri'kisstjómar hafa aðeins verið framlengd I að alatriðum til áramóta. Hvað þá skal við taka veit ríkisstjórnm ekki sj'álf. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar þótti að þvi leyti furðu- legt að útgjöld hækkuðu um 2400 milljónir króna, eða um 27,5% en þó voru augljósar gap- andi eyður, sem rúma mundu hundruð milljóna króna viðbót arhækkanir áður en frumvarpið gæti orðið afgredtt. 1 einstæðu góðæri stefna ráðstafanir hinn- ar nýju ríkisstjórnar að greiðsluhalla hjá ríkissjóði á ýf irstandandi ári. 1 kjaramálum gaf ríkisstjórn. in fögur fyrirheit, en um fram- vindu þeirra rlkir enn fullkom- in óvissa, eftir nær tveggja mán aða þref í haust. Viðskipti út á við vekja ugg. Spáð er halla á viðskiptajöfn- uði árið 1971, um 4800 milljónir króna. Ekki er vitað uim neinar ráðagerðir til lagfæringar. UM LANDHELGISMÁLIÐ Ég vil nú vikja að landhelgirt. málimu, en tel mig ekki þurfa að fara um það nema nokkrum orðum nú á þessum vettvangi. Það er vegna þess, hversu málið er nú almennt vel kunnugt. Einnig hefur það nýlega verið rætt á Alþingi og i blöðum ítar- legar frásagnir af þeim umræð- um. Enda hefi ég við mörg önn- ur tækifæri gert þessu máli sér- stök skil, svo sem kunnugt er. Landhelgismálið er einstætt að því leytti að um meginatriði þess er enginn ágreiningur meðal ís- lendinga. Síðustu umræður um landhelgismálið á Alþingí leiddu í iljós að við sjálfstæðis- menn viljum hvergi ganga skemmra en stjörnarsinnar við útfærslu fiskveiðimarkanna, en í mörgum atriðum lengra. Á það einkum '«ð, þar sem við viljurn leggja megináherzlu á land- grunnsstefnuna það er að segja rétt okkar íslendinga til fisk- veiðilögsögu yfir landgrunninu öllu. Ennfremur höfum við vilj- að leggja áherzlu á friðunarað- gerðir af hálfu okkar Islendinga á uppeldisstöðvum ungfisks og á hrygningarsvæðum þar sem sérstakrar varúðar verður að gæta. Aiit þetta felst I þeirri þingsályktunartillögu sem nú er í gildi frá síðasta Alþingi og stjórnarflokkarnir þá báru fram og fengu samþykkta. Ef farið hefði verið að okkar ráðum og fyrrverandi rikis- stjörn haldið velli, þá hefðum við séð til þess, að fyrir Alþingi hefði legið, nú þegar það kom saman, frumvarp til laga um landhelgi íslendinga. En í gild- andi þingsálýktunartillögu eru fyrirmæli um það, hvaða megin- linum fylgja skyldi i slíku frurn varpi. Aðalatriðin skyldu vera skilgreining á landgrunni Is lands miðað við 400 metra jafn- dýptarlínu og hvergi minna en 50 mílur frá grunnlinum umhverE is liandið. Ákvœði um óskertan rétt Islendinga til fiskveiða í haf inu yfir landgrunninu eins og rétturinn til hafsbotnsins hefur þegar verið tryggður með lögum frá 24. marz 1969 um yfirráða- rétt Islands yfir landgrunninu umhverfis landið. Og loks skyldu vera ákvæði um ráðstaf- anir, sem væru nægjanlega við- tækar til þess að tryggja eftir- lit af Islands hálifu og varnir gegn þvi að hafið kring um Is- land gæti orðið fyrir skaðlegum mengunaráhrifum úrgangsefna frá skipum eða af öðrum ástæð- um. En núverandi ríkisstjórn ber Framh. á bis. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.