Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971 CJmræOur um kjaramálin utan dagskrár á Alþingi i gær; Upplýsingar skortir um aðgerðir ríkisstjórnar * Mat stjórnarflokkanna á 20% getur brugðizt, sagði Olafur Jóhannesson □—------------------□ Sjá ennlremur frétt á baksíðu og for- ystugrein á bls. 14. □--------------------□ A FUNDI í neðri deild Al- þingis í gær kvaddi Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, sér hljóðs utan dag- skrár og gerði að umtalsefni frétt, sem hirtist í Morgun- hlaðinu sl. föstudag af fundi, sem haldinn var í Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík sl. miðvikudag. A fundi þessum hafði forsætis- ráðherra mætt, og í fyrir- sögn fréttar Morgunhlaðs- ins af fundinum stóð, að for- sætisráðherra hefði sagt á fundinum, að 5—7% kaup- hækkun ætti að nægja auk skattabreytinga, styttingar vinnutíma og fleira. Kvaðst ráðherrann aldrei hafa við- haft ummæli þau, sem fram kæmu í fyrirsögninni og taldi, að ekki væri stafur í frétt- inni sjálfri, sem gæfi tilefni til slíkrar fyrirsagnar. Fer hér á eftir frásögn af um- ræðum þeim, sem af þessu spunnust á þinginu. Ólafur Jóliannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að ummæli þau, sem honum væru eignuð og fram kæmu í fyrirsögn og for- mála fréttarinnar hefði hann aldr ei viðhaft og væru þau því fölsuð. Átti hann þar við um- mælin um að 5—7% kauphækk- un ætti að duga. Taldi hann, að ekki væri stafur í fréttinni sjálfri, sem réttlætti fyrirsögn- ina. „Ef greinin er lesin í gegn,“ sagði ráðherra, „kemur fram i verulegum atriðum hvað ég sagði, að visu með nokkuð öðr- um blæ, en við því er ekkert að segja.“ Taldi hann óliklegt, að blaðajmaðurinn sem á fundinum var, hefði sjálfur saimið fyrir- sögnina og formálann að frétt- inni — þar hefði blaðið sjálft smíðað við, eins og hann komst að orði. Sagði forsætisráðherra, að á fundi þessurn hefði Kristján Frið riksson, iðnrekandi, slegið fram, að 5—7% kauphækikun á ári ætti að nægja auk tiltekinna hliðarráð stafana. Ólafur kvaðst hafa svar að honum á þá lund, að hann væri farinn að náigast: verulega stefnu ríkisst jórnarinnar, eins og hún kæmi fram í stjómarsátt- málanum, þar sem þetta væru 10—14% kauphækkun á 2 árum auik hliðarráðstafana. Frekari orð kvaðst ráðherrann ekki hafa látið falla um hversu mikil kauphækkun ætti að nægja nú. Það væri því rangt, sem kæmi fram í fyrirsögn frétt arinnar í Mortgunblaðinu. Alvar- legast væri þó, að tvö dagblöð, Morgunblaðið og Vísir hefðu síð- an frétt þessi birtist notað hana í ritstjómargreinuim sinum, Forsætisráðherra kvaðst að lökum ekki vera vanur að gera athugasemdir vegna skrifa dag- blaða, en hér yrði hann að gera undantekningu, þar sem hér væri um svo viðkvæmt mál að ræða, og gæti þetta haft bein áhrif á samningaviðræður milii aðila vinnumarkaðarins, sem nú stæðu yfir. Guðlaugur Gíslason (S) kvaðst vilja nota tækifærið og spyrja forsætisráðherra, hvað kjaramál unum alimennt liði. Taldi hann þjóðina ebki síður hafa áhuga á að fá að vita hver framvinda þeirra mála væri, heldur en að fá vitneskju um meint ranghermi eins dagblaðs. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að samningsum leitamir í kjaradeilunni væru nú í fulilnm gangi. Nú hefði fyrir skömimu verið skipuð sérstök sáttanefnd, sem héldi fundi með deiluaði'lum. Kvaðst hann ekki ekki geta gefið neina yfirlýsingu um það á þessu stigi málsins, hvemig saniningaumleitanirnair stæðu. Lét hann í ijós þá skoð- un sírna, að samningar væru erf- iðari nú en oft áður. Forsætisráðherra kvaðst ekk- ertt hafa sagt um kjaramálin anmað en það, sem stæði í mál- efmasamminigi ríkisst j órniairinmar. Sú yfirlýsing væri ekki bindanidi fyrir samingsaðiiana að neinu leyti, og værd því ýmisilegt, sem á milli gæti borið í sammingun- um núna. Næstur talaði Lárus Jónsson (S). Kvaðst hann ekki ætla að gera vinnubrögð rikisstjórnarinn* ar i kjaramálunum að sérstöku umræðuefni við þessar umræð- ur, þótt freistandi væri. En hann sagði það annað atriði, sem vaf- izt hefði fyrir mönnum, en það væri, að ríkisstjómiin skyldi, áð- ur en nokkuð væri vitað um, hversu mikil kauphækkun gæti orðið á 2 árum, lýsa því yfir, sem hún gerir í stjórnarsáttmáianum. Spurði ræðumaður forsætisráð- herra, hvaða upplýsingar rikis- stjómin hefði haft um stöðu at- vininuveganna, þegar stefnan í kjaramálunum var mótuð. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðhenrá, sagði, að ríkisstjómin hefði kannað stöðuna og steíman- byggðist á niðurstöðum þeirtra kannana. Taldi ráðherrann það t. d. eðlilegt, að verzlunair- og Skrifstofufól'k vildi miða sdna samminga við þær kjarabætur, sem opinberir starfsmenin fengu fyrir á þessu ári. Guðlaugur Gíslason kvaðist vilja spyrja, hvað ríkisstjórndn hefði þegar sáttmáliinin var gerður, talið, að styttimg vintnu- vikunmar úr 44 stundum í 40 stundi-r verfcaði miikið sem launa- uppbætur eða til að auka kaup- mátt launa. Lárus Jónsson sagði það ánægjulegt, að fengizt hefði fram mat ríkisstjórmarinwar á því, hvað hægt væri að hæbka laumiin í landinu á næstu tveim- ur árum, þannig að ekki yrði úr verðbólga og að um ratun- hæfar kjarabætur yrði að ræða. Ef meran væru samkvæmir sjálf- um sér hlytu þeiir að viðurkenna, að þessi yfirlýsing hlyti að binda hendur beggja aðila í samntog- um. f tmálefniasamntogi rikis- stjórnarinnar væri ennfremur talað um að lækfca vexti, lengja lánstfaiia og læ&ka ýmtsa kostn- aðarliði atvinnuvegannia. Spurði ræðumaður, hvort í áðumefndu mati ríkisstjómarinniair væri gert ráð fyrir framkvæmd þessara stefnumála ríkisstjóm-airtonar. Emrnfiremur vildi þingmaðuriran' fá upplýsinigar um, hvenær þetta ætti að vera og hvernig ætti að framfcvæimia þestsa lækk- un á rekstrankostmiaði ýmissa at- vinnuvega, eins og t. d. útgerðar, Ólafur Jóhannesson, foonsætis- ráðhertra, sagði, að ríkiastjórwto hefði haft hliðsjón af öðrum lið- um í málefnasamminginiuim, er stefnan í 1 a una mál unum var mótuð. Innan skaimmis kaemi á dagínn, hverjar ráðstafanir rík- isstjómin myndi getra í þeim efnum, sem Lárus hafði nefnt. Ráðherrann sagði, að matið, sem stjórnarflakkarnir byggðu á, er þeir töluðu um 20% aubn- togu kaupmáttar launa á 2 árum gæti að sjálfsögðu brugðizt. Eininig kynni annað mat að verða uppi á tenfaguraum í saantn- ingaviðræðunum, sem nú stæðu yfir. Sverrir Hermannsson (S) þakkaði þann stuðning, er for- sætiisráðherra hafði látið í ljós við málstað verzluniarmanna, er hairan talaði um að eðlilegt væri, að verzlunarrmenn feragju hlið- stæðar kjarabætur og opimberir starfsmenn. Aranað hljóð væri um það í Þjóðviljaraum, þegar það blað færi niðrandi orðum um baráttuaðferðir V. R. í kjaira- baráttunimi, er félagið auglýstl málstað sirun á auglýsingasíðuim. dagblaðanna. Ræðumaður kvaðist vilja spyrja talstmenn stjórnarininar, hvort álit eiras af stjórmai'þinig- mönnunium, Eðvarðs Sigurðs- sotraar, etr hantn lét uppi í viðtali í Þjóðviljanuim 26. september »L væri rétt, en þar sagða hann, að kröfuT verkalýðsfélaganna í yfirstaradandi kjarasammiinguim. væru miðaðair við máiefn.asatmn- ing ríkisstjórnarinniar. Eiranig hefði sá hinn sami þingmaður látið það í ljós í viðtalinu, að hann teldi mestu launahækkun, sem hægt væri að túlka út úr málefnasamn i n gnu m vera 37%. Sverrir benti á, að samkvæmt tölum, sem lægju fyrir hjá at- vininurekendum þýddu fyrirhug- aðar aðgerðir í þá átt að stytta vtonuvikuna og lengja oriof 14,8% aukntogu rekst rarkostn- aðar fyrirtækja í sjávarút- vegi og 14,2% aukningu í iðmiaði. Ragnhildur HelgadóUir (S) kvaðst undrast það mikla veður, sem fortsætisrá.ðherra vildi getna út af frétt og fyrirsögn fréttar Morgunblaðsins. Menn yrðu að sjálfsögðu, að lesa greiraar í heild til að vera öruggir um að ná algjöriega efni þeirra. Við lestur fréttarinraar í Morgun- blaðinu og eamaraburð hennar við viðtal við forsætisráðhertra í Tímanum sl. sunnudag væri aUs ekki sjáanllegt að í frétt Mbl. væri hallað -réttu máii, og að efni væru til að taka þetta sér- staklega til umræðu á Alþinigi. Las þinigmiaðurinn síðan frétt- iraa í Morgunlblaðinu ásamt við- talirau í Tímianum fyrir þingmeim og kvað erfitt að sjá, að þar bæri neitt í milli. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðhenra, sagðist einungis vera að mótmæla fyrinsögnirani fyrir fréttinni og því í fonmála fnéttarinnar, sem væri samia efniiis. Þar við bættist' að efni fyrirsagnarinnar væri notað í ritstjórraargreiraar tveggja aag- blaða, Morgunblaðsins og Vísis. Ráðhemann kvaðst ekki geta svarað fyrir Eðvarð Si-gurðsson um það, sem hann hefði sagt í viðtali við Þjóðviljann. Forsætis- ráðherra kvaðst viilja mótmæla þeirri skoðun, sem í hefði skinið við umræðurnar, að ákvæðið í stjómarsáttirnálanuim um 20% kaupmáttaraukntoguna, hefði slæm áhrif á samningaumræðurn ar millli aðila vinnuimarkaðarins. Guðlaugur Gíslason sagðist ekki hafa fengið svar við spum- inigu sinni um hvað stytting vinnuviikunnar verkaði mikið, Framh. á bls. 27 ALÞIIMGI Jensína Fanney Karlsdóttir — Minning Fædd 23. okt. 1931 Dáin 23. okt. 1971 Mörg látlaus ævin lífsglaum fjær Sér leynir einatt góð og fögur, En Guði er hún allt eins kær, Þó engar fari af henni sögur. ÞESSAR ljóðlinur Steingríms Thorsteinssonar helga ég minn- ingu tengdadóttur minnar. Deisý, eins og hún var oftast kölluð, var dótti-r hjónanna Huldu Páls- dóttur og Karls Jónssonar, fyrr- verandi forstjóra hjá fyrirtæktou Garði h.f. í Sandgerði. 'Æskuár Deisý voru ýmist í foreldrahúsum eða hjá ömmu hennar og afa, Jensínu Teitsdótt- ur og Jóni Erlendssyni. Hún var yndi og eftirlæti ömmu sinnar. Hl/i lætur eftit' sig þrjú börn. Elzt þeirra er Karl, þá Ragnheið- ur, og svo Hulda, sem er að verða fjórtán ára. Seinni eigin- maður Deisý er Hilmar Sigurðs- son, vélístjóri, er starfar hjá Volvó-verksmiðjunum í Gauta- borg, en þar voru þau hjónin búsett. Kynni okkar Deisý voru ekki löng. Ég minnist þó margra gleðistunda með henni. Sérstak- lega eru mér minnisstæð heim- sóknir hennar á heimili mitt, hversu gaman vaT að sitja hjá henni og ræða við hana. Hún var svo lífsglöð og kát,- og sérstak- lega vel gefin. Alls staðar var hún heima í samræðum, og hafði yndi af Ijóðum. Deisý var list- ræn kona, enda ber hamdavinn- an hennar bezt vitni um það. ÖH hetnar hugsun snerist um það að fegra heimilið. Það átti að vera fagur griðastaður fjöl- skyldu og vina. Elsku Deisý. Það var svo gaman að fá bréfin þín. Þar ráðgerðir þú svo margt, og markið settir þú hátt. Þú þráðir að við kæmum í heimsókn til þín og varst alltaf svo kærleiksrík við okkur tengdaforeldra þína. Við hjónin, og öll fjölskyldan, færum þér, elsku Hilmar minn, svo og foreldrum og bömum htonar látnu, okkar dýpstu sam- úð, og biðum Guð að blessa minn inguna um góða móður, eigin- konu og dóttur. Margrét Jónsdóttir. Sunnudaginn 24. október s.l. bárust mér þau válegu tíð ndi að vinkona min, Deisý, á Njáls- götu 52 B, hefði dáið af slysför- um í Svíþjóð á afmælisdaginn sinn, þegar hún varð 40 ára göm ul. Jensína Fanney eins og hún hét fullu nafni var fædd í Reykjavik 23. október 1931. Foreldrar hennar voru Karl O. Jónsson sem lengi var forstjóri Garðs h.f. í Sandgerði og kona hans Hulda Pálsdóttir. Jensína fluttist frá Reykjavík þriggja ára gömul með afa sínum og ömmu, þeim Jensínu Teitsdótt ur og Jóni Erltendssyni en þau tóku þá ábúð á jörðinni Sand- gerði i Miðneshreppi ásamt for- eldrum hennar. Nokkrum árum síðar fluttust þau að jörð sinni Klöpp í sömu sveit. Jenstoa ólst upp hjá afa sín-um og ömmu við mikið ástriki og var það gagn- kvæmt. Með afa og ömmu fluttist hún til Keflavíkur þegar hún var 12 ára gömul og var þar samvistum við þau, þar til hún varð 23 ára. f æsku hlaut hún nokkra menntun meðal annars í Samvinnuskólanum í Reykja- vík og Húsmæðraskóla Suður- lands. Á æskuárum staum vann hún á símstöðinni i Keflavík um nokkurt bil, en 23 ára gömul giftist hún Gissuri Þorvaldssyni loftskeytamanni. Þau eignuðust tvær dæt-ur Ragnheiði Jónu 17 ára og Huldu Krístínu 13 ára. Áður en Jensína gift's* eignað- ist hún son Karl Kristin Júlíus- son sem er 19 ára. Jensína og Gissur slitu sam- vistir árið 1963. Litlu síðar hóí hún störf á auglýsingaskrif- stofu dagblaðsins Tímans og va-nn þar til ársins 1968, en þá gerðist hún au-glýsingastjóri Vikunnar og starfaði þar, þar tH hún fluttist með eftirlifandi eíg- inmanni stouim Hilmari Sigurðs- syni vélstjóra tiil Gautaborgar fyrri hiuta árs 1970 en a þvi ári gifit'USt þau. Samhliða störfum sínum við dagblaðið Tímann og Vikuna hélt hún heimiU fyrir börn sin og átti því oft lang- an vinnudag, en hún var framúr skarandi dugleg kona og við sem þekktum hana vel urö- um þess ekki vör að hún ætti annríkt. Gestrisni hennar var mikil og ednlæg og varð þess ekki vart að hún ynni heimilis verkin eftir venjulegan vinnu dag á skrifstofu. Deisý var glæsi- leg kona ásýndum og mjög vel greind og einhvern veginn hafð> hún tima tdl lesturs góðra bóka og átti vel vandað heimilisbóka- safn. Mörg kvöld eru mér minnis stæð frá liðnum árum þegar við sátum saman og hún sagði mér frá nýrri bók, sem hún hafði ies ið eða hún benti mér á eitthvað sem hún hafði glöggvað sig á, hjá gömlu góðsikáldunum, en við Iestur ljóða þeirra undi hún sér vel þegar tómsitundir gáfust. En engan veginn var 9vo, að hún eyddi öllum tómstundum í lest- ur heldur notaði hún einnig með fædda hæfileika sína til hann- yrða og þá sérstaklega mánuð- ina nóvember og desember til þess aö hekla og prjóna flíkur á sitt unga og fjöimenna frænda lið sem nú syrgir hana. Ég veit að ég hefi ekkert of- sagt um kosti þína góða vinkona mto, en elsku Deisý mín, nú er runnið þitt æviskeið og kveð ég þig með söknuði og þakka þér allt og allt og bið góðrar heim- okmu. Ragnheiður Maríasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.