Morgunblaðið - 04.12.1971, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMÐER 1971
Otgofandí hf. Árvakur, Reykjavfk,
Framkveemdaetjóri Hsraldur Sveineeon.
Ritetjórar Matthfas Johenneeaen.
Eyjólfur KonróS Jónaeon.
Aðetoðarritetjóri Styrmir Gunnareeon.
Ritetjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundeaort.
Fróttaetjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Krietineaon.
Rltetjórn og afgreiðele Aðeletrseti 6. sími 10-100
Augfýsinger Aðalatræti 6, sími 22-4-80.
Atkrifurgjald 196,00 kr. fi ménuði hmaniende.
f lausaeölu 12,00 kr. eintakift.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
REYKJAVÍKURBORGAR
róunin í fjármálum Reykja
víkurborgar er ákaflega
eftirtektarverð. Samkvæmt
frumvarpi að fjárhagsáætlun
borgarinnar, sem lagt var
fram á fundi borgarstjórnar í
fyrrakvöld, mun fjárfesting
borgarsjóðs og borgarfyrir-
tækja aukast um nær 40% á
árinu 1972. Hins vegar hækka
rekstrargjöld borgarsjóðs að-
eins um 18%. Þessar tvær töl-
ur sýna, að þrátt fyrir sívax-
andi þjónustu Reykjavíkur-
borgar við borgarbúa, ekki
sízt á félagslega sviðinu,
hækkar hlutur verklegra
framkvæmda í heildarútgjöld
um borgarinnar og fyrir-
tækja hennar verulega.
Gert er ráð fyrir, að út-
svarsupphæðin hækki frá yf-
irstándandi ári um rúmlega
28% og aðstöðugjöldin sömu-
leiðis og er þessi áætlun
byggð á athugun Efnahags-
stofnunar og reynslu síðustu
ára. En jafnframt er að því
stefnt, að útsvörin verði lögð
á skv. sömu reglum og á yfir-
standandi ári, þrátt fyrir eðli-
lega breytingu á skattvísi-
tölu. Samkvæmt því ætti af-
sláttur að verða 6%.
í ræðu sinni fyrir frum-
varpi að fjárhagsáætlun borg-
aririnar, vakti Geir Hallgríms
son, borgarstjóri, athygli á
því, að fjárhagsáætlun þessi
er byggð á gildandi lögum
og kjarasamningum. Hins
vegar er Ijóst, að breytingar
verða á kjarasamningum á
næstunni og sagði borgar-
stjóri að meta yrði áhrif
þeirra á fjárhagsáætlunina,
. þegar þær lægju fyrir. Hitt
er öllu alvarlegra, að fyrir-
ætlanir ríkisstjórnarinnar
varðandi breytingar á tekju-
stofnum sveitarfélaga valda
verulegri óvissu við gerð og
meðferð fjárhagsáætlana fyr-
ir lok desembermánaðar. Rík-
isstjórnin hefur ekki leitað
samráðs við stærsta sveitar-
félag landsins, Reykjavíkur-
borg, varðandi breytingar
þær, sem hún hefur í hyggju
á tekjustofnum sveitarfélaga.
Einnig hefur mjög takmarkað
samráð verið haft við Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga
um þessi málefni. Eru þetta
furðuleg vinnubrögð og lofa
ekki góðu.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, vakti athygli á því í
ræðu sinni á fundi borgar-
stjórnar Reykjavíkur í fyrra-
dag, að erfitt væri að sjá,
hvernig lagabálkar um breyt-
ingar á skattalögum gætu
fengið sómasamlega meðferð
á Alþingi á þeim stutta tíma,
sem eftir er til jólaleyfis þing
manna. Á þeim tveimur vik-
um, sem eftir eru af þingtím-
anum þarf Alþingi að af-
greiða fjárlögin og væntan-
lega einnig tillögur ríkis-
stjórnarinnar um breytingar
á skattalögum, þar sem þær
hljóta að vera nátengdar af-
greiðslu fjárlaganna.
Fróðlegt er að bera saman
vinnubrögðin við gerð fjár-
hagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar, sem lögð er fram svo
sem vera ber á fyrri fundi
borgarstjórnar í desember og
ekkert að vanbúnaði af hálfu
borgarinnar að afgreiða hana
með löglegum hætti, og þær
starfsaðferðir, sem ríkisstjórn
in hefur tekið upp við af-
greiðslu fjárlaga á Alþingi, en
frumvarpið til fjárlaga næsta
árs er enn ekki komið til 2.
umræðu og mikið undirbún-
ingsstarf eftir. Er sýnt, að af-
greiðsla fjárlaganna er að
komast í eindaga.
11
íí
H
EFTIR
SIGRÚNU STEFÁNSDÓTTUR
Osló, 20. nóvember.
FYRIR nokkrum dögum byrjaði að
snjóa í Osló. Varla höfðu fyrstu snjó-
kornin hafnað á malbikinu, þegar fyrstu
Oslóbúamir voru komnir í sportsokkai
o g hnébuxur og búnir að spenna á sig
gönguskíðin, þ.e.a.s. þá tegundina, sem
notuð er I snjó. Ef til viU þykir mörg-
um þetta óþörf athugasemd, en svo er
ekki hér í Noregi. Norðmenn eiga nefni-
lega margar tegundir af skíðum. Sum
eru breið og þung og ætluð til notkun-
ar í þrekkum. Önnur eru mjó og létt
og ætluð til göngu. Og loks eru til skíði,
sem varla eru lengri en hálfur metri.
Þau hafa hjól og eru notuð á malbiki.
1 þá þrjá mánuði, sem ég hef verið
hér í Osló, hef ég fariö allmikið í göngu-
ferðir mér til ánægju. Á ferðum þessum
hef ég oft skemmt mér við að horfa á
hjólaskíðamennina bruna fram og aftur
og þyrla upp haustlaufinu á götunum.
Voru menn þessir oftast í fullum her-
klæðum, í skíðaskóm, með skiðastafi, í
skíðastakk, hnébuxum og rósaprjónuð-
um hnésokkum. Vantaði ekkert nema
skíðagleraugun, sem mér slkilst að notuð
séu til hlífðar gegn snjófjúki og snjó-
birtu. Sennilega hefur það kostað skíða-
mennina mikla sjálfsafneitun að skilja
þessa hlif augnanna eftir heima á sól-
björtum haustdögunium. — Yfirleitt var
ég svo upptekin af því að horfa á hjóla-
skíðamennina í haustlaufinu, að ég tók
varla eftir öðrum stórum hóp Norð-
manna, sem stikaði fram hjá með ótrú-
legum hraða. Fólk þetta tók löng skref,
hallaði sér iítið eitt fram á göngunni og
sveiflaði höndunum griðarlega. Imynd-
aði ég mér að þetta væri ef til vill nýr
göngumáti. Göngumáti, sem trimm-sér-
fræðingar væru búnir að innleiða og
sannfæra almenning um að væri heilsu-
samlegri en gamli göngumátinn, sem
enn er notaður á Islandi að þvi er ég
bezt veit. Fyrsta hríðardaginn opnuðust
hins vegar augu min. Þá skildi ég hvers
vegna fólkið hafði gengið svona annar-
lega. Það var að halda við skíðahreyf-
ingunum eins og hjólaskíðamennimir.
1 Noregi er enginn maður með mönn-
um nema að hann eigi skíði og kunni
að ganga á þeim. Reyndar er ekki rétt
að segja að nóg sé að kunna að ganga
á skíðum. Hver Norðmaður verður ekki
aðeins að kunna listina, heldur lika að
vera góður í henni. Skíðakunnáttan er
eins konar stöðutákn í Noregi og gegnir
því svipuðu hlutverki og bíllinn í aug-
um Islendinga. Hjólaskíðin og göngu-
lagið sérkennilega eru nauðsynilegur
liður í þeirri eilífu baráttu að halda
virðingu sinni gagnvart náunganum.
Norðmaður, sem svitnar og blæs úr nös
í fyrstu skíðaferðinni í snjó á haustin,
fær samúðarfullt augnaráð frá þeim,
sem bruna fram hjá honum. Ot úr
augnaráði þeirra má lesa: — Aumingja
maðurinn. Sennilega á hann ekki langt
eftir. Eða þá: — Þessi er sennilega
einn af þessum auvirðitegu kyrrsetu-
mönnum.
1 skógunum umhverfis Oslóborg eru
ótal gangbrautir, sem gaman er að reika
um. Slikt er ekki mögulegt lengur, ef
maður á ekki skíði. Það fékk ég að
reyna sl. sunnudag. — Sunnudagamir
eru þeir dagar, sem hvað vinsælastir
eru til skíðaferða og var stöðugur bíla-
straumur út að skógarjaðrinum þar sem
skíðaferðin hófst. Fólk á öllum aldri
spennti á sig skíðin. Þarna var fjöl-
skyldufólk með smáböm í pokum á bak-
inu, hundavinir, sem létu hundana sina
draga sig, gamalmenni og stúdentar
með hippahár. Þar sem við hjónin vor-
um með son okkar í bakpoka að norsk-
um sið og í skíðabuxum og stökkum,
þóttumst við falla vel inn í heildar-
myndina. En sú var ekki raunin. Við
vorum nefnilega ekM á skíðum. Og það
gerði gæfumuninn. Skíðaleysið útilokaði
okkur frá þeim munaði að fá að ganga
á gangbrautunum. Við gerðum margar
tilraunir til þess að nota okkur braut-
imar, en vorum æ ofan í æ hrakin út
í brautarkantinn af skíðafólki, sem
þurfti að komast leiðar sinnar. Fengum
við ótal ónotaleg augnatillit og athuga-
semdir um að við eyðilegðum skíða-
brautina, þvældumst fyrir fólki og þar
fram eftir götimum. Kynntumst við
þarna alveg nýrri hlið á Norðmönnum,
ólíkri þeim vingjamlegu hliðum, sem
áður hafði verið snúið að okkur sem Is-
lendingum. — Endirinn á skógarferð-
inni þennan sunnudag varð sá, að við
létum okkur hverfa isnn í snjóskaflana
á milli trjánna og köfuðum ótroðinn
snjóinn upp í hné heim á leið. Renn-
sveitt af erfiðinu ræddum við um að
nauðsyntegt væri að koma því á fram-
færi við borgaryfirvöld að þau létu búa
til sérstök spjöld, þar sem á væri rituð
aðvörun til gangandá vegfarenda um að
hætta sér ekki inn á gangbrautimar í
skógunum eftir fyrstu snjókomuna á
haustin. Mætti gjaman koma þessum
skiltum fyrir við hliðina á g£ingbrautar-
skiltunum, sem fyrir eru í skógunum.
Enn höfum við ekki frétt neitt um
námslán og á meðan það ástand varir,
hættum við okkur ekki inn í skóginn.
Ef niámsiánsupphæðin verður ekki undir
því marki, sem við gerum okkur vonir
um, munum við kaupa okkur skíði. Að
visu verða það bara ódýr skíði, en skiði
engu að síður. Ef til viil þykir einhverj-
um það munaður að fólk í námi sé að
kaupa sér skíði. En hér í Noregi er það
ekki munaður. Það er nauðsyn. Því ef
maður ætlar að búa í þessu ágæta landi
um tima og vill komast að hjarta Norð-
manna, þá liggur leiðin þangað á skið-
um.
n
■lh
Vaka gagnrýnir fjölmiðla
Leita aðstoðar
sálfræðinga
l/'aka, félag lýðræðissinnaðra
" stúdenta, birti í gær at-
hugasemd og gagnrýni á
fréttaflutning sumra fjöl-
miðla vegna hátíðahalda
. stúdenta 1. desember. í at-
hugasemd Vöku segir m. a.:
„Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta í Háskóla ís-
lands, átelur harðlega þá
fréttaþjónustu, sem fram
kom í kvöldfréttum sjón-
varpsins í gærkvöldi 1. des-
ember, Þegar þar var minnzt
á fuílveldisfagnað stúdenta í
hátíðasal háskólans, í Há-
skólabíói og á Hótel Sögu var
þess vendilega gætt að minn-
ast ekki einu orði á framlag
lýðræðissinnaðra stúdenta í
tilefni dagsins. Eins og til stóð
minntust lýðræðissinnaðir
stúdentar fullveldisins með
blaðaútgáfu og fjallaði blað-
ið, Stúdentablað Vöku, um
málefni dagsins, varnarmálin.
Vaka lætur í ljós andúð á
þessum atburði og er vissu-
lega leitt til þess að vita að
ekki megi kynna þetta mik-
ilvæga málefni frá fleiri
sjónarhornum en einu fyrir
landslýð.“
í athugasemdinni lætur
Vaka einnig í Ijós undrun
yfir því, að í frásögn útvarps-
ins af forystugrein Morgun-
blaðsins 2. desember sl. þar
sem fjallað var um viðtöl við
þingmenn í Vökublaði, hafi
ekki verið minnzt á viðtöl við
Jón Skaftason og Hannibal
Valdimarsson, sem gerð voru
að umtalsefni í þessari for-
ystugrein. Loks bendir Vaka
á, að í leiðara Þjóðviljans,
sem fjallaði um hátíðahöld
stúdenta var ekki minnzt
einu orði á framlag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta. Ekki verð-
ur annað séð en Vökumenn
hafi mikið til síns máls og er
skýringa þörf frá þeim, sem
hér eiga hlut að máli.
Moskvu, 29. nóv. — NTB
NÍU sovézkir borgarar hafa sent
fimmtu alþjóðaráðstefnu sálfræð
inga bréf og farið þess á leit að
hún reyni að fá sovézk yfirvöld
til að hætta að loka inni á geð-
veikraliælum það fólk, sem er á
öndverðum meiði við hana. Ráð
stefna þessi er haldin í Mexico
City, en vestrænir fréttamenn í
Moskvu hafa fengið afrit af bréf
inu.
Margir sovézkir botigarar, þar
á mieðal þekktir vísindamenn,
hafa kvartað yfir því að ef menh
séu ékki sammiála stjórnvöldum
landsins, séu þeir lokaðir innl á
geðveikrahælum, og reynt með
sálfræðilegum pyntingum og
heilaþvotti, jafnvel eiturlyfjagjöf
um, að „snúa þeim frá villu sína
vegar.“
f bréfinu til aálfræðinganna seg
ir m.a.: — Við erum sannfærð um
að ályktanir þingsins gætu hjálp
að til við að stöðva þann vairn
að fóik sé lagt inn á sjúkrahús
fyrir sinnisveika, án fratnbseri-
legrar ástæðu. Bréfið er undirrit
að af meðlimum hóps, sem bemst
fyrir mannréttindum í Sovétrikj
unum.