Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 4
t 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 ® 22*0*22- I RAUÐARÁRSTÍG 3lJ Vfflltm BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Swdifeftobifreið-YW 5 manna-V'W jvafwaga YW9fnamw-La«lrover 7maona BÍLALEI6A CAR RENTAL 21190 21188 Skodr LEIGAN UJÐBREKKU 44 - 46. SIMI 42600. Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið áiíka fyrir 4" J-M gierull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgai sig. Sendum um land allt — Ódýrari en aórir! jois - m mm glemllareinangriinin Jón Loftsson hf. § Ánægjuleg forysta íslendinga Undir þeirri fyrirsögn skrifar Jón Ólafsson: „Kæri Velvakandi! Viðbúið er, að rödd Islands hljómi ekki hátt á alþjóðavett- vangi, svo sem hjá Sameinuðu þjóðunum. Án þess að vera að láta of mikið á okkur bera, þurfum við samt að minna á okkur og helzt að búa til það állt meðal annarra þjóða, að við styðjum að framgangi allra góðra mála og leggjum sjálfir fram shk mál. Þess vegna þótti mér ánægju legt, að á síðasta allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna skyldl vera samþykkt sam- hljóða ályktun, sem isLenzka sendinefndin flutti um hættuna, er unglingum stafar af neyzlu hvers konar eitur-, ávana- og fíkniefna. 0 Ekki lyf heldur eitur Oddur Ólafsson, alþingis- maður, mælti fyrir ályktuninm, og hafi hann þökk fyrir. Segja má, að ályktunin sé hvatning og áskorun, sem lítið gildi hafi nema stórþjóðimar ýti á eftir innan Sameinuðu þjóðanna og í heimalöndum sínum. En mjög er það ánægjulegt, að Islend- ingar eigi heiðurinn af þvi að hafa bent á hættuna og skorað Til sölu LÓÐ UNDIR EINBÝLISHÚS TIL SÖLU í LAUGARÁSNL'M. TILBOÐ SENDIST MBL FYRIR FÖSTUDAG 7 JANÚAR MERKT: „LÓÐ — 777". Fiskiskip Höfum til sölu 45 og 75 tonna eikarbáta, ennfremur 140, 170, 190 og 250 tonna stélfiskiskíp til afhendingar strax. Höfum fjársterka kaupendur af 10, 12, 15, 25 og 55 tonna nýlegum bátum. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR, Austurstræti 10 A, sími 26560, kvöldsími 34879. Rafvirkjar, rafvélavirkjar Óskum að ráða rafvirkja eðá rafvélavirkja á rafmagnsverkstæði Áliðjuversins nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða tímabundna ráðningu fram til 31. ágúst 1972. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu, er bent á að hafa samband við starfsmannastjórai Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði Umsóknir óskast sendar eigi siðar én 10. janúar 1972 í póst- hólf 244, Hafnarfirði ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F Straumsvík. á alla að reyna að draga úr henni. Ekki kann ég við það, þegar talað er um eiturlyf, fíknilyf, ávanalyf o.s.frv. í þessu sam- bandi. Sum af þessum efnum eru notuð í viss lyf að læknis- ráði, blönduð og skömmtuð. En þegar þessi efni eru misnotuð, eru þau vitanlega ekki lengur lyf. Lyf er læknisdómur, en þegar þess er neytt í of miklu magni til þess að skemma lík- amann og eitra sálina, þá er það bara hvert annað eiturefni. Þetta ættu þeir að athuga, sem tala um þetta og skrifa. 0 Hvenær skellur eitur- aldan á íslands- ströndum? Já, þannig leyfi ég mér að spyrja í fullri alvöru. FuU- yrt er, að nú þegar sé mikið um það í skólunum, að börn og unglingar hafi eiturefni um hönd. En ég er því miður næst- um þvi viss um það, að ástandið á eftir að versna. Við erum oft seinir að taka við okkur hér á Islandi, og þess vegna á þessi eiturneyzlutízka eftir að flytj- ast hingað í auknum mæli. Ver- ið gæti, að þegar þessi tízku- alda fer að hjaðna og fjara út erlendis, þá verði hún í há- marki hér. Slikt hefur komið fyrir hér áður (að vísu í sak- lausum efnum, svo sem klæðn- aði, hártizku og fleiru). 0 Allir séu á verði Hér þurfa alfir uppalend- ur og aðrir, sem umgangast böm og unglinga, að vera vel á verði, Hér nefni ég helzt til foreidra, kennara, presta, æsku lýðsleiðitoga, æskulýðs-„stjöm- ur“ (söngvara, hljóðfæralelk- ara, Iþróttamenn o.s.frv.) og yfirleitt alla, sem kynni hafa af æskufólki. Skátar, sjálfboða- liðasveitir, KFUM og K-fólk og ótal aðrir aðiljar gætu auðveld- lega haft forystu um það að móta slíkt almenninigsáUt með- al ungs fólks, að neyzla eitur- efna sé ófin, ógeðsleg, úrelt að- ferð til þess að spilla likama og sál, sem glæpahyski erlend- hefur búið til í fjárgróða- skyni. Neyzla þessara eiturefna varð ekki geigvænlegt og al- þjóðlegt vandamál hjá æsku- fóllki, fyrr en alþjóðlegir glæpa- hringar ákváðu að koma þess- ari tízku á til þess að græða á henni, — og auðvitað skiptir þá engu máli, þótt þeir eyði- leggi líf milljóna æskumanna og leggi heimilisMf fjölskyldna þeirra jafnframt í rúst Jón Ölafsson." — Bæta má því við, að alls konar gervispekingar, gúrú- karlar, plat-félagsfræðingar og ruglukollar hafa lagt glæpa- mönnunum lið með þvi að hefja eiturneyzluna upp á eitt-1 hvert plan duUiyggju, stjórn- mála og nútámalegs lifs í aug- um æskufólks. Dugleg stúlka á aldrinum milli tvítugs og þritugs óskast á íslenzkt læknis- heimili í Bandaríkjunum. Gott kaup og ferðir borgaðar fram og til baka Umsókn ásamt meðmælum sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 10. janúar 1972 merkt: „2544". Afgreiðslustarf í sérverzlun Stúlka 20—45 ára, rösk og áreiðanleg, getur fengið atvinnu hálfan daginn við afgreiðslustörf i sérverzlun. Uppl. (sem verður svarað) um hvar unnið áður aldur, menntun og þ. h. sendist afgr. blaðsins merkt: „Afgreiðslu- störf í sérverzlun — 0778". Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður haldin í Tjamarbúð sunnu- daginn 9. janúar kl. 3—6 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir á Baldursgötu 39 miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn mitli kl 5 og 7. MIÐAR VERÐA EKKI SELDIR VIÐ INNGANGINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.