Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972 íslenzkur námsmaður hlaut verðlaun í V-Berlín — Tók þátt í hugmyndasam- keppni um endurskipu- lagningu verzlunarhverfis Um miðjan október var ís- lenzkum stúdent, Transta Valssyni, veitt 3. verðlaim í hujfmyndasamkeppni, sem efnt var til í Vestur-Berlín. Trausti Valsson varð stúdent frá ME árið 1967 og hefur siðan stundað nám í húsagrerðarlist við Tækniskól ann í V.-Berlín. Hann hyggst ljúka námi næsta sumar. Hér fer á eftir stutt viðtal við Trausta Valsson. — Um hvað fjallaði þessi samkeppni, Trausti? — Hún fjailaði um endur- Skipulagningu á einu af þremur stærstu verzlunar- hverfum borgarinnar. Aðal- götu þessa hverfis átti að gera að göngugötu, sem verður sú fyrsta í þessari borg. Sú ákvörðun borgaryfirvalda að eftirláta götu þessa gang andi fólki var eflaust eina lausnin á því ógnarlega um- ferðaröngþveiti, sem þar ríkti. Þessi breyting verður samfara lagningu neðanjarð- arbrautar undir götuna. Jafn framt skipulagningu aðalgöt- unnar átti að gera tillögur um endurskipuiag o*g þróun aðliggjandi svæða. — Hvaða lausn hafðir þú fram að færa? — Þetta verkefni var skipulagsverkefni. Lausn- ir slíkra verkefna byggjast ekki á hugdettum, heldur á úrvinnslu upplýsinga. Það sem telja má helzta einkenni lausnar minnar er „heima- gata“ að baki verzlunarhúsa aðalgötunnar. Þessi „heima- gata" tengir ibúðar- og verzl unarhverfi. Við „heimagöt- una“ eru smáverzlajnir og inngangar íbúðarhúsanna. Göturnar liggja fimm metr- um ofar aðalgötu og elcki ætl aðar bilaumferð. Tengjast þær saman og sameinast aðal götu í upphækkunum, sem liggja ytör gatnamótum. — Var eitthvað nýstárlegt, sem lokkaði þig að þessu varkefni? — Jú, nýstárlegt var það, að þessir ólíku hlutar, verzl unargatan sjálf og aðliggj- andi svæði, áttu að tengjast og mynda eina heild. L5ff íbúa aðliggjandi svæða og það, sem gerist á verzl- unargötunni átti að grfpa hvað inn í annað og falla saman. Hér er reynt að sameina skipulag, húsagerð og þjóð- félagslega þætti. Þessi sam- tvinnun verksviða er mjög mikilvæg og á hana lögð vax andi áherzla, ekki eingöngu I húsagerðarlist, heldur einnig í öðrum greinum. Svona til að leggja áherzílu á þetta, má geta þess, að með verkefnis- ekki á hugdettum, heldur á lýsingunni fylgdi umffangs mikil úrvinnsla á þjóðfélags legum gögnum viðkomandi þessu hverfi. — Vannstu þetta verk- efni sem hluta aff þínu námi? — Þetta verkefni kem- ur að vísu hvergi fram sem einkunn eða próf og ekki unnið- í eða fyrir skólann. Háskólanámið er að miklu leyti fræðilegs eðlis, og því er það jafnan nauðsynlegt og freistandi að takast á við veruleikann og reyna að sam ræma hann fræðunum. — Eru slikar samkeppnir algengar, og er það algengt, að námsmenn taki þátt í þeim? — Það er varla hægt að segja, að svona keppnir séu algengar, því í þessari tveggja milljóna borg hafa verið þrjár keppnir á þessu ári. Þessi keppni var sú eina, sem opin var náimsmönnum sem hugmyndasamkeppni. í hinum tveim, eins og reynd ar flestum, er sigurvegara fal ið að sjá um framkvæmd verksins, en það er náms- mönnum ekki leyfilegt. — Þú hefur búið um nokk urt skeið i þessu hverfi. Hafði það áhrif á þátttöku þína? — Jú, reyndar. Þarna hef ég skeiðað fram og aftur við innkaup, og gat því varla hjá því farið, að einhverjar hug- myndir rykuðust upp í koll- inum á mér. Þessi þekking mín á aðstæðum auðveldaði mér mjög vinnu þessa um- fangsmikla verkefnis og gerði mér það kleift, að Ijúka því á þeim skamma tíma, sem til stefnu var. — Hvers virði er þér að Trausti Valsson við likan af verðlaunahugmynd sinni. hafa tekið þátt í slíkri sam- keppni og það með svo góð- um árangri? — Það eitt að taka þátt í sl'ikri keppni er mér mikils virði. 1 fyrsta skipti fæ ég tækiffæri til að ta'kast á við raunveruleikann, í stað þess að leyisa „heimadæmin“ frá skólanum. Þetta veitti mér einnig svolitla stnðfestingu á sjálfum mér við að sameina skólafræði, eigin hugmyndir og veruleika starfsins. Ein- mitt nú veita úrslitin mér uppörvun, þegar ég stend með annan fótinn í námi og hinn í starfi. Því ' verð- ur skrefið til starfs ekki eins hikandi. F. Huntly Woodcock fiskveiðiráðunautur í Grimsby látinn Á GAMLÁRSDAG andaðist að heimili sínu í Grimsby F. Hunt- ly Woodcock, fulltrúi íslenzka sendiráðsins í London í fiskimál- um, með búsetu í Grimsby. Woodcock var 72 áxa að aldri er hann lézt og hafði þá gegnt starfi sínu fyriir íslendinga í 21 ár. Fer útför hans fram í Grims- by í dag. Á stríðsárunum starfaði Wood- cock fyrir Mini3try of Food. Var haran aðalfulltrúi þeirrar stofn- unar í Grimsby. í starfi sinu hafði hann mikil afskipti af lönd- unum islenzku togaranna og annarra fiskiskipa þar í borg, Sýndi hann mikla lipurð og dugnað í srtarfi, Átti Þórarinn Ol- geirason, ræðismaður og umboðs- maður islenzku togaranna við landanir og afgreiðslu þeirra í Grimsby, náið samstarf við Woodcock á þeim árum og siðar. Þegair Ministry of Food hætti affskiptum af fisklöndunum, beitti Þórarinn sér fyrir því, að Woodcock var gerður að fulltrúa og trúnaðarmanni íslenzka sendi ráðsins í London, varðandi fisk- landanir í Bretlandi. Reyndist það heillarík ráð- stöfun, þvi að eftir þvi sem lengra leið frá stríðslokum, tóku brezkir útgerðarmenn og fiski- menn að amast meir og meir við löndunum íslenzkra fiskiskipa í brezkum höfnum. Var það þá ómetanlegt fyrir íslendinga að eiga slíka hauka í horni, sem þá Woodcock og Þórarin. f þorskastríðinu svonefnda, sem stóð í hálft þriðja ár, mun enginn maður hafa gert meira en Woodcock til þess að kynna málstað íslendinga í Bretlandi, með fyrirlestrum, blaðagreinum, viðtölum og fréttaflutningi. fslenzku ríkisstjóminni tókst vorið 1961 að binda endi á þorskastríðið og jafnframt að fá viðurkenningu brezku stjórnar- imnar á útfærslu landhelginnar frá árinu 1958 í 12 mílur og auk þess mikla útfærslu til viðbótar með breyttum grunnlínum. Með þessari breytingu varð Selvogs- grunn að mestu leyti og fleiri mikilvæg fiskimið, innan ís- lenzkrar landhelgi. Strax og spurðist um þennan samning gerðu yfirmenn á brezk- um togurum í Grimsby og Hull fyrirvaralaust verkfall og lögð- ust togararnir í höfn í þessum tveim mestu útgerðarbæjum Bretlands. Töldu yfirmennirnir að brezka F. Hmitly Woodcock. stjórnin hefði brugðizt þeim hrapallega í samningunum og kváðust þeir ekki myndu hefja veiðar að nýju nema leiðrétting fengist. Verkfallið í Hull var skammvinnt, en í Grimsby stóð það á annan mánuð, en endaði þó með fullum ósigri yfirmann- anna. Óhætt mun að fullyrða að það væri eingöngu að þakka Wood- cock og Þórarni Olgeirssyni, að þessi urðu endalokin, þar sem unnt hafði reynzt að landa fiski úr íslenzkum togurum í Grimsby fyrir þeirtra atbeina, þrátt fyrir verkfallið, vegna þess að verka- lýð9félögin á staðnum og hafnar- yfirvöldin studdu þá í deilunni. Woodcock sendi íslenzka sendi- ráðinu í London, Félagi isl. botn- vörpuskipaeigenda og fleiri ís- lenzkum aðilum vikulega greirv argóðar skýrslui’ um fiisklandanir i Grimsby og þróun sj ávarút- vegsimála þar og annars staðar í Bretlandi. Einnig sendi hann blaðaúrklippur og upplýsingar um markaðshorfur, sem komu að góðu gagni. Hann var óþreyt- andi í því að túlka málstað ís- lendinga i sjávarútvegsmálum fyrir öllum þeim, er hann náði til í Bretlandi. Þegar hann kynnti ísland á fundum, sýndi hann stundum myndir frá land- inu, en sjálfur var hann ágætur fyrirlesari og ljósmyndari. Woodcock kom nokkrum sinnum til íslands. Síðustu ferð- ina fór hann sl. sumar ásamt konu sinni, frú Violet, í boði Fé- lags isl. botnvörpuskipaeigenda. Var förin hin ánægjulegasta og þekn hjónum ágætlega fagnað af fjölmörgum vinum og kunn- ingjum. M.a. sátu þau boð borg- arstjórans í Reykjíuvik. Woodcock var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Ellu, eign- aðist hann þrjú börn, einn son og tvær dætur. önnur dætranna, Catherine, er kennari í félags- fræðum við háskóla í Califomíu. Síðari kona hans er Violet, áður forstöðukona elliheimilis í Grimsby. Lifir hún mann sinn. Báðar eiginkonur Woodcocks voru honum einkar saimhentar í hinum erilssömu störfum hans. Woodcock naut mikils traust* hjá samborgurum sínum. Átti hann m.a. sæti í bæjarstjórninni í Grimsby allt til dauðadags. F. Huntly Woodcock vair miikill trúmaður og mun hafa hugsað með gleði og trúartraustí til endurfundanna við ástvini sína í öðrum og betri heimi. Nú við leiðarlok minnast þeir, sem fylgdust með störfum Woodcocks fyrir íslenzkan sjáv- arútveg, starfa hans með þakk- læti um leið og þeir beina sani- úð simni til ekkju hana, ættingja og venzlamanma. Sveinn Benediktssoo. Röskur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn, þarf að hafa hjól. Upplýsingar í síma 17373 á skrifstofutíma. Einbýliskús óskost til leigu 5—6 herbergja einbýlishús óskast. Þrjú í heimili. Góð leiga í boði, Upplýsingar í síma 24543 eftir kl. 6 á kvöldin. TIL LEIGU Stór húseign við Skólavörðustíg til leigu Hentug fyrír féíaga- samtök, læknastofur, skrifstofur og því um líkt. Upplýsingar í síma 11873 frá kl 13 i dag, Háseta vantar á 160 tonna netabát frá Grindavík, Upplýsingar í síma (92)8098.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.