Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1972
innan um alla þessa vitleysinga.
Hann sneri sér aftur að sög-
unni. — Það var Foxe-Macon, sem
sagði okkur af samdrætti frú
Linton og Thews, en hann hélt,
að það væri hr. Linton, sem
hefði framið morðið, til þess að
verja hana. Hann var nú næst-
um orðinn feigur sjálfur, fyrir
þennan kjafthátt sinn, af því að
Flóra hélt, að hann vissi allt um
þetta. Hann hafði verið með
Thews í ýmsum vafasömum fyr-
irtækjum, árum saman, og Flóra
vissi af því! Þegar Langmede
sagði henni, að það væri karl-
maður, sem hefði sagt frá þessu
ástarævintýri, ályktaði hún sem
svo, að Leonard væri sá likleg-
asti — og eini sem vissi um það.
Og þá hefði henni ekkert gagn
verið í að drepa Thews, ef Leon
ard vissi lika leyndarmálið. Hún
hugsaði, að sem félagi Thews,
mundi hann hafa þetta bréf, sem
henni tókst ekki að finna. Hann
vissi ekkert um bréfið. En hún
leitaði heima hjá honum, og ætl-
aði að drepa hann til þess að
láta hann þegja.
— Bréf ? sagði ég. — Var Flóra
þá líka að leita að bréfi?
— Það var nú einmitt allur
verkurinn, sagði Gordon. Það
var upphafið og endirinn og
ástæðan til þess, að þú, elskan
mín, fékkst ekki að dúsa i fang-
elsi. Það var morðið á
frú Payne, sem kom okkur á
sporið. Þú varst að sækjast eft-
ir bréfi, Flóra sömuieiðis og frú
Payne sömuleiðis.
— Voru þá þrjú bréf á ferð-
inni?
— Tvö. Nema þú viljir telja
þetta, sem Thews skrifaði þér.
En þú varst að sækjást eftir
þínu bréfi til Thews, en frú
Linton sóttist eftir — hinu, og
það gerði frú Payne líka, til
þess að komast eftir því, hver
hefði drepið ástmann henn-
ar. Þarna sérðu. Þið voruð þrjár
að beina athygli ykkar samtím-
is, að þessari óþekktu stærð og
fóruð svipað að allar. Frú Payne
rakst á Flóru og var drepin,
Flóra slapp og þú — náðir ekki
í það, sem þú varst að leita að.
Þú hefðir reynt aftur og Flóra
hefði líka reynt aftur og þá
hefðuð þið verið hér um bil viss
ar um að mætast.
—- Bíddu andartak, sagði ég.
Hvaða ástæðu hafði Flóra til að
drepa Marcellu, þó að hún ræk
ist á hana heima hjá Melchior?
Hún hefði getað gert einhverja
grein fyrir þangað komu sinni.
Marcella var nú þarna sjálf og
ekki hafði hún drepið Melchior.
Flóra hefði getað . . . Nema
kannski hún leggi það í vana
sinn að kála fólki ?
— Þú hleypur yfir sitt af
hverju, sagði Gordon. — Á þeim
tíma — að því er frekast verð-
ur vitað — hafði Flóra ekkert
að gera með morðið á Thews. Ef
frú Payne hefði komið að henni
að leita heima hjá honum, hefði
það sett hana í samband
við morðið. Og eins og fram kom,
þá hafði hún ekki neitt svigrúm
til að skálda neina sögu, því að
frú Payne sakaði hana beinlin-
is um morðið.
— En hvernig vissi hún það?
— Hún þurfti ekkert að vita
það. Þú verður að muna, að frú
Payne var ástfangin af Thews.
Og henni nægði það alveg, að
Flóra skyldi brjótast þarna inn
í ibúðina. Hún vissi að Flóra var
metorðagjörn kona, sem mundi
einskis svífast til að verja þjóð-
félagsstöðu sína. Hún skeytti
engu því, sem Flóra var að
stama út úr sér, heldur benti á
hana, sagði Flóra okkur, —
eins og dómari, benti á hana og
sagði: — Þú drapst hann! Það
veit ég nú. Og ég skal fara i lög-
regluna. Og Flóra sagði: — Nei,
bíddu, Marcella. Komdu aft-
ur. En frú Payne svaraði:
__ Nei, þú getur geymt alla
greinargerð handa lögreglunni.
Hún náði í hana við dyrnar. Frú
Payne var smávaxin óg krafta-
lítil, en Flóra hvorugt.
_ Ég stóð upp og gekk út að
Notið frístundirnar
Vélritunar- og
hraðritunarskóli
Vélritun — blindskrift, unpsetning og frá-
gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl.
Úrvals rafmagnsritvélar.
Dag- og kvöldtimar. Upplýsingar og inn-
ritun í sima 21768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — simi 21768.
Gullverðlaunahafi
The Business Educators’ Association
of Canada.
Nýtt raðhús
Til leigu 180 ferm. raðhús í Fossvogi.
Leigist með eða án húsgagna á tímabilinu
1. febrúar ’72 tii 1. ágúst ’72.
Upiilýsingar í síma 21864 eftir kí. 19.00.
LITAVER
Ævintýraland
VEGCFOÐUR
Á TVEIMUR HÆDUM
- 1001 UTUR -
Lítið við i LITAVERÍ
ÞAÐ BORGAR SIG.
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Reyndu að sleppa verzlunaraðferðum þeim, sem þú hefur tamið
þér ogr taka upp léttari umgeng:nisvenjur í framtíðinni.
Nautið, 20. april — 20. maí.
l*ú verður að g'efa þér nægilegan tíma til að vinna verkefnin,
sem framundan eru.
Tvíbtirarnir, 21. maí — 20. júni.
I»ótt þú sért störfum hlaðinn meðan aðrir skemmta sér, skaltu
láta þér fátt um finnast.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlfi.
Skemmtanalífið tók lengri tíma, en þú gerðir rúð fyrir, en þe-
betur skaltu vinna, er þú tekur til við á ný.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að vera ein og þú átt að þér, þótt það sé erfitt.
Mærin, 23. ágúst — 22. september.
Vegna þess að þú hefur sérstaka þörf fyrir hetri vinnuhrÖgð en
vant er, skaltu gæta þess að njóta nægilegrar hvildar.
Vogin, 23. september — 22. október.
I»ú skalt ekki gera ráð fyrir neinum sérstökum átökum í athafna
lifinu.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Byrjaðu verk J»ín siiemma vertu afiir nákvæmur í smáatriðum.
Bogmaðnrinn, 22. nóvember — 21. desember.
Iteyi»du að taka lilutiím alvarleffa, |»ðtt uramauið hafi verið »tll»
ráðatidi uudanfarið.
Steingeitin, 22. deseml»er — 19. jaruiar
Viiiáttaii er ekki sama iir- ást eða rómantik. Keyndu að taka hlut
iira eins or þeir eru, án þess að heimta meira.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
I’ólt þú viunir þér verkiu til friðar, breytir það eiitíti með útkom-
una.
FUkarnir, 19. fehriiar — 20. marz.
Reyudu að rýma til fyrir þeim sem lítils nieua sín n-r viiina
aukaverk tii að létta á iiðrum.
glugganum, leit út en sá ekkert
nema Marcellu samankipraða á
gólfinu hjá Melchior og ljósleita
trefilinn hertan að hálsinum á
henni. Ég fékk hroll og gekk
aftur að legubekknum og í arma
Gordons.
— Þú varst að segja mér, sagði
ég máttleysislega, — hvernig ég
hefði getað rekizt á hana Flóru.
— Morðingjann, leiðrétti
hann mig. — Við vissum vitan-
lega ekki þá, að hann væri
Flóra, enda þótt við hefðum
vandlega auga með henni . . .
Við vorum sannfærðir um sak-
leysi þitt — að minnsta kosti var
ég það og ég píndi Langmede
til að láta þig afskiptalausa, svo
að við gætum haft auga með þér
og vonað, að þú beindir okkur
að morðingjanum. Einhvern veg-
inn varð Flóra alltaf á undan
þér, — var fljótari að hugsa . . .
— Fljótari að hugsa! Ég þaut
upp. — Það var hún alls ekki.
Það vár alls ekki heimskan
í mér, sem tafði fyrir mér, bján-
inn þinn, heldur var það þessi
andskotans afskiptasemi þín og
eltingaleikur við mig.
Róleg, kelli mín! Við gerð-
um þetta í bezta tilgangi. Við
eltum þig og hleruðum í símann
og að lokum varðst þú sjálf til
þess að gefa okkur upp ástæð-
una hjá Flóru, með þínum eig-
in höndum.
— Höndum? sagði ég eins og
bjáni og horfði á þær, rétt eins
og ég væri hrædd um, að þær
færu að fljúga frá mér.
— Þegar þú skauzt þessum
tveimur bréfum undir hurðina
hjá mér — var þetta, sem var fest
við þitt bréf, frá Violet
frænku.
Þótt hann hefði nefnt borgar-
stjórann í New York, hefði ég
ekki orðið meira hissa.
— Grace Leigh hafði það með
höndum, hélt hann áfram. —
Hún hafði tekið það úr þessu
hólfi hjá bróður sínum, ásamt
þínu bréfi, einhvern tíma milli
morðanna á Thews og frú
Payne. Og hún var að kúga fé
út úr Flóru . . .
— En hvað í ósköpunum kom
Violet frænka þessu máli við?
— Löngu áður en þau Lintons-
Karlmaður óskast
Karlmaður óskast til starfa í sælgætisgerð.
Upplýsingar í sírna 14975 milli kl. 16,00—17.00 næstu daga.