Morgunblaðið - 05.01.1972, Blaðsíða 18
MÖKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1972
Dagmar Jóhannes-
dóttir — Kveðja
Fædd 3/3 1909, dáin 2/12 1971.
ÞEGAR Kristján Guðbjartsson
vinur minn sagði við mig: „Þú
ættir að koma með mér tái henn-
ar Döggu, þú hefðir ánægju að
koma til hennar, hún mundi
lita fyrir þig X spil,“ þá renndi
mig ekki í grun að þau kynni
sem urðu i ágúst 1967, mundu
leiða til traustrar og góðrar vin-
áttu sem aldrei har skugga á.
Dagmar tók okkur opnum örm-
um og hún reyndist mér frá
fyrstu kynnum og þar til yfir
iauk, sem góð móðir sem aldrei
er fullþakkað. Það er ekki hægt
annað en að virða og láta sér
þykja vænt um þá konu, sem
alltaf er boðin og búin að rétta
hönd sina fram til hjálpar og
hughreysta þá sem bágt eiga
eins og Dagmar gerði.
t
Jón Ingvarsson,
fyrrverandi vegaverkstjóri,
Selfossi,
sem lézt að Sólvangi 31. des.
Verður jarðsunginn frá Foss-
Vogskirkju föstudaginn 7. jan.
kl. 13.30.
Sveinbjörg Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson.
t
Eiginmaður minn,
Jónatan Jóhannesson,
húsasmiður frá Sigluvík á
Svalbarðsströnd,
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtud. 6. jan.
ld. 13,30.
Petrónella Bentsdóttir,
Efstasundi 71.
Þótt hún væri ekki auðug af
veraldargæðum, þá var hún rik
af kærleika en kærleikurinn fyr-
irgefur allt og kærleikurmn
umber allt. Enginn sem var
hjálpar þurfi kom að læstum
dyrum hjá henni og það var
margur.
Kristur sagði: „Það sem þér
gjörið einum af mínum minnstu
bræðrum það gjörið þér mér.“
Lífsferill hennar lá oft um
grýttan veg, en margan steininn
tók hún úr götu náungans. Hún
fómaði sér fyrir aðra.
Dagmar Jóhannesdóttir lifði
samkvæmt kenningunni: Það
sem þér viljið að aðrir menn
gjöri fyrir yður, það skuluð þér
og þeim gjöra. Þegar við
Kristján, vinur hennar og sonur
minn, sem hún sýndi alltaf svo
mikla hlýju, heimsóttum Dag-
mar eftir að hún lagðist á
sjúkrahús, þá sáum við hvert
stefndi og minningarnar
streymdu fram, gleði og sorg-
arstundir sem eru geymdar i
fjársjóði minninganna.
Guð geymi Dagmar Jóhannes-
dóttur.
Ég votta eftiriifandi ástvinum
mina dýpstu samúð.
Halldór Þ. Briem.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar
JÚUUS SIGURJÓNSSON,
Suðurgötu 51, Keflavík,
andaðist að heimili sínu að morgni 4. janúar.
Rósa Pálsdóttir og bömin.
t Móðir okkar
ANNA INGVARSDÓTTIR
Melteig 4, Akranesi,
sem lézt 27. desember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 6. jan. kl. 2 e.h.
Börn hinnar látnu.
t
Eiginkona mín
KRIST1N SIGTRYGGSDÓTTIR,
frá Framnesi,
siðar til heimilis Suðurbraut 5, Kópavogi sem andaðist í Land-
spítalanum 16. 12. s.l. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 7. janúar kl. 13,30.
Hallur Pálsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu
BJARGAR GUNNARSDÓTTUR
Bergþóra Bergþórsdóttir, Sigurður Gestsson,
Sverrir Bergþórsson, Sigurdís Þórarinsdóttir,
og bamaböm.
Jóna Pétursdóttir
— Kveðjí
Þann 12. nóvember var til
moldar borin Jóna Pétursdóttir
Austurgötu 38, Hafnarfirði.
Fundum okkar Jónu bar fyrst
saman, er ég var innan við ferm
ingu. Þá var hún ráðskona við
bát, er reri frá Hafnarhólmi við
Steingrimsfjörð. Hún var með
dreng með sér. En ég var send
með mjóik til þeirra. Það mun
hafa verið þeim munaður, sem
þurftu að spara. Drengurinn leit
hissa á mig er ég hellti. mjólk í
glas fyrir hann.
Jóna var tvigift. Fyrri mann
sinn missti hún í sjóinn, frá sex
drengjum, og sömu óveðursnótt
ina brann húsið þeirra með öll-
um þedrra eigum, til kaldra kola.
Þá var hún enn ung að árum.
Það hefur þurft kjark til að
horfast í augu við slíkt. Drengj
unum var komið á góð heimili,
nema einum, er hún hafði alltaf
með sér. Oftast var hún ráðskona
fyrir skipshafnir.
Jóna var sérstök skapstilling-
arkona. Hún bar ekki sinn innri
mann á borð fyrir fjöldann. Ég
átti eftir að kynnast henni nán-
ar, er ég giftist syni hennar
Gunnlauigi. Hún bar sérstaka
umhyiggju fyrir sinu fólM.
Þá fann ég fyrst, hvað hún var
göfug kona.
Eftir að hún giftist seinni
manni sínum, Ásgeiri, veit ég að
henni fór að liða vei. Með hon-
um fékk hún tryggt og gott heim
ili. Þau eignuðust þrjú börn,
tvo drengi og eina stúlku, sem
öll eru á lifi.
Hann var hinn trausti og góði
Jarðarför móður okkar,
Hróðnýjar Þorvaldsdóttur,
Háafelii,
fer fram frá Gilsbakkakirkju
laugardaginn 8. þ. m. kL 2
e.h.
Guðmnndur Hjálmarsson,
Þorvaldur Hjálmarsson.
[nnilega þakka ég öllum fyr-
ir auðsýnda samúð og vin-
ittu við andiát og útför móð-
ir minnar,
Úlfhildar Þorfinnsdóttur.
Leifur Magnússon.
maki, og sýndi það hvað gleggst,
er hún var farin að kröftum og
heilsu.
Þessar linur eru lltill þakk-
lætis- og virðingarvottur frá
okkur hjónum. Þú varst okkur
svo mikið, sem kjmntumst þér. 1
allri þinni baráttu fyrri ára,
varst þú ætið glöð, og sú gleði
var ekki á kostnað annarra,
hún bjó innra með þér.
Einu sinni fóruð þið með okk-
ur í sumarfrí. Ég gleymi ekki
hve glöð og þakklát, þú varst.
Það var hressandi að vera í ná-
vist þinni eins og ætíð.
Nú ertu horfin okkur, um
stundarsakir. Aldrei næsit í síð-
asta sinni, sannir Jesúvinir fá,
og minningar um góða konu
gleymast ekki. Farðu í friði, frið
ur Guðs þig blessi. Hafðu þökk
frá okkur öllum, sem eftir
stöndum hér á ströndfcmL
María Árnadóttir.
Skozk
mótmæli
FULLTRÚI Skozka þjóðernis-
sinnaflokksins á íslandi, Williain
McDouglas, hefur sent sambandi
skozkra togarasjónianna mót-
mæli gegn þeim viðtökum, sem
Jónas Árnason alþingismaður
lilaut í sjónvarpsþætti þeim, sem
var teltinn í Aberdeen nýlega.
1 mótmælunum segir að eftir
þetta viðtal geti skozkir togara-
sjómenn ekki vænzt þess að
þeim verði sýnd nokkur vægð.
....Um það hefur verið talsvert
rastt í Bretíandi að nýtt þorska-
stríð brjótist ÚL Ég vii taka það
skýrt fram, að íslendingar munu
ekki standa einir að þessu sinni.
Brezka stjómin hefur verið vör-
uð við því að vafldi verði svarað
með valdi. Ég get fuliyrt, að
Eniglendingar munu berjast á
tveimur vígstöðvun'um ... “ segir
meðal annars í bréfinu.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG trúi því, að Guð geti fyrirgefið syndir að fullu og öilu.
Nægir óskin um fyrirgefningru?
NEI, hún nægir ekki.
Óskin ein um fyrirg'efningu áorkar engu, ekki frekar
en óskin um bata læknar yður, ef þér leitið ekki lækn-
is. Svo einfalt er lífið ekki eins og þér hljótið að vita.
Guð hefur gert veginn til sáluhjálpar afar einfaldan,
en ekki fávíslegan. Kristur hefur komið því til vegar,
að þér getið frelsazt frá „ranglætisverkum“, og allt
er það af náð. Samt verður frelsandi trú að veita þessu
viðtöku á réttan hátt. Þér hafið syndgað. Syndir yð-
ar er ekki unnt að fyrirgefa, nema þér iðrizt þeirra —
og það er erfitt að iðrast, viðurkenna, að við höfum
gert það, sem illt er. Þér verðið að „veita Kristi við-
töku“. Þegar þér gerið það, eruð þér í raun og sann-
leika að játa, að þér séuð ófær um að frelsa yður sjálf-
ur, og það er ekki auðvelt. Það særir stolt okkar. Síð-
an ber yður að játa Krist opinberlega. Jesús sagði, að
þann, sem kannaðist við hann fyrir mönnunum, mundi
hann kannast við fyrir föður sínum á himnum.
Ég held, að allir menn yrðu hólpnir, ef einföld „ósk“
um fyrirgefningu væri allt, sem á þyrfti að halda. En
iðrun, trú og játning fylgir því að veita Kristi viðtöku.
Þetta eru engin gamanmál. Þér verðið að snúa yður
frá syndunum og trúa á Krist.
Gröfumaður
Gröfumaður með full réttindi á traktorsgröfu óskast.
nú þegar.
Upplýsingar hjá verkstjóra Seltjarnarneshrepps í síma 21180.
Iðnaðarhúsnœði
óskast til leigu nú þegar. Stærð 50—100 ferm.
Tilboð sendist blaðinu merkt: „iðnaðarhúsnæði — 780"
íbúð óskast
Erlendur lektor við Háskóla fslands vill taka á leigu litla íbúð
með húsgögnum frá 1. febrúar í 3—4 mánuði.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Broddason í sima 36211.
Vörubílar til sölu
M Benz 1418 '66 með aftaní- M Benz 1113 '65
vagni (sturtuvagn). Góð kjör. Ford 500 '66
Scania Vabis '66 (76) Bedford '63—'65
Bukkabíll. Góð kjör. Volvo '62 7 tonna
MAN '62 9 tonna Ford Transit '67
M Benz 338 '62 í toppstandi.
St. Paul sturtur og stálpalJar 17 fet
Upplýsingar i síma 52157.