Morgunblaðið - 05.01.1972, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JAN'OAR 1972
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveirtsson.
Ritstjórar Matthías Johannesson,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 15,00 kr. eintakið.
ÍSKYGGILEGAR HORFUR í
EFN AH AGSMÁLUM
ni
ÞANKAR OG ÞjÓÐLÍFSBRQT
Við erum alltaf að læra
EFTIR
VIGNI GUÐMUNDSSON
NÝLEGA er lokið ársþingi Landcsam-
bands hestamannafélaga og fjallaði það
um ýmiis vandamál hestamanna hérlend-
is, svo sem vandi er til.
Mér er kunmugt um að það fjallaði
m. a. um kröfur útJendinga til þess hvað
íslenzki hesturinn gæti gert og hversu
þjálfaður hann ætti að vera.
Ég minnist þess, að hafa verið eini fs-
lendingurinin af þeim, sem fóru á hesta-
mannamótið í Aegidiemberg í fyrra og
sem sá þar íslenzkum hestum riðið í
„Dressur“ eða skrautreið, við ga'tum
jafnvel kallað þetta fimleikareið. Ég
hafði ekki haft trú á, að íslenzki hest-
urinn myindi fella sig við svo fullkomnia
hlýðni, sem nauðsynleg er við þetta reið-
lag. En það var dásamleg uppgötvun að
sjá þarna, að hesturinin okkar getur
staðið jafnfætis Evrópuhestunum, sem
gjarna eru þjálfaðir til þessarar listar,
þótt ég neiti því ekki að það er skemimti-
legt að sjá kjötfjall, sem er kannski rúmt
tonn, dansa eins og listdanskonu Uetta
hef ég séð stórhestana í Evrópu gera og
oft verið fuirðu lostinn. íslenzki hestur-
inn hefir áVallt verið talinn talsvert sjálf-
stæður og með sjálfstæðustu hestastofn-
um, sem menn þekkja. Þess vegna datt
mér í hug, að hann yrði seínunminin til
kúnstreiðar. Bn einmitt af þessu sjáum
við hvað við getum mikið lært af
evrópska reiðsíkólanum, þessum gaimal-
reynda reiðsikóla, sem jafnvel enn
í dag byggir svo ákveðið á venjum gamla
riddaraskólans, að mér er tjáð, að reið-
skólagengnir menn fari aldrei á bak
nema vinistra megin, því Aður fyir hékk
sverðið þeim við vimstri mjöðm Alda-
gömul reynsla verður ekki lítilsvirt, þótt
við séum talsverðir stórbokkar í íslenzku
hestaimeninskunn'i.
En það er ekki einasta, að við getum
talsvert af grönnum okkar á meginiamd-
inu lært í hestaimennsku, það sýndi koma
Feldmanmsfeðga hér í vor, heldur eigum
við að auka við þá alla samvinmu á sviði
hestamenmsiku, einnig í ræktum hesta.
Við eigu/m að leyfa þeim að rækta ís-
lenzka hestinn. Ég hef lengi orðið var
við þanm hviimleiða misskilming, að þeiir
muni „slá okkur út“ í ræktun íslenzka
hestsinis. En ég spyr þá. Hvers konar
amlóðar erum við í ræktunarmálum? Það
er engin auglýsing betri fyrir íslenzka
hestinn erlendis, en að þar fairi fraim
ræktun hana. Og ef við erum ekki þeir
aumingjar að gefast upp við ræktun
hans hér, og viljum ekki, af fordild og
stónmenmisku, eiga gott samstarf við
granna okkar á meginlandinu og menm
hvar sem vera skal í heiminu.m, þá er
okkur ekkert sæmra en aðrir taki við
þessu hlutvenki okkar. Mér er ekki kunim-
ugt um að nokkur þjóðflokkur veraldar
einoki ræktun á gripum siínum Það
þykir fáránlegt að geta ekki keypt hvaða
gripi sem er og ræktað, em til upphafs
sínis eru þeir flestir sóttir. Vitnað er
stundum til Arahíuhestsins, að hanm sé
ekki sóttur lemgur til sinn.a upphaflegu
heimkynma. Það kanm vel að vera, en ég
tei nú að við teljumst talsvert framar
Aröbum í ræktuinarmálum, því uppruna-
legi Arabíuhesturinm er nú fyrst og
fremst meðal villtra þjóðflokka í ævin-
týralöndum, og lítt siðmenintuðum. Mér
hefir þó verið tjáð af þeim, sem heim-
sótt hafa þessa þjóðflokka, að yfir þesis-
um „orgimal" Araoíuhestum hvíli viss
þokki og þeir hafi til að bera hæfni,
sem Evrópu-ræktaði Anabíuhesturinm á
ekki til. Getur ekki svo farið að fok-
dýrra kynbótahesta verið leitað til þess-
ara eyðimerkurbarna í austri, þegar þeir
eru svo móttækilegir fyrir mennimgarvið-
skipti?
Það gefur auga leið, að hvemig sem
við hömumst við að rækta, og flytjum
aðeins út geldinga, þá gætum við ekki
mettað smáborg á meginlandinu á
næstu hundrað árum, ef verulegur áhugi
væri fyrir að kaupa þar íslenzka hesta.
Er. það er hins vegar lögmál gripavið-
skipta, að þau liggja alltaf í láginni, og
komast aldrei neitt áleiðis, nema rækt-
unin sé frjáls. Það er eins og andstæð-
ingar ræktunar íslenzkra hrossa erlemd-
is haldi, að hross tímgist eims og kanímur
eða grísir, eða jafnvel eins og grósku-
mesti fiðurfénaður.
Nei, góð samvimna á vegum ræktunar,
tamningar, hestamannamóta, vinaheim-
sókna og hvers konar samskipta, er það
sem við íslenzkir hestamenn eigum að
stefna að. Við erum ekkert of góðir til
að læra af öðrum og höfum löngum
verið gefnir fyrir það. Við erum heldur
ekkert of góðir til að kenma grönrum
okkar það sem við teljum okkur vita
um hestana okkar fram yfir þá.
Ef við ástundumi þetta verður hagur
okkar, er varðar hestamennsku, í einu og
öjIu mesitur. Við hljótum hagsæld cg
ánægju af þessum auiknu samskiptum,
sem margur góður drengurinm hefir nú
þegar lagt gjörva hönd að.
Einm af forystumönnum íslenzkra
hestamanma sagði við mig um daginm:
„Við spurðum Feldmanm að því hvað
hanm teldi eðlilega notkun, til þess
hestur gæti talizt í góðri þjálfun. Hanm
sagði: „Minmst tveir tímar á dag, an.nara
er hesturinm ekki vel þjálfaður.““ Ætli
mörgum okkar væri ekki hollt að hug-
leiða þetta, ef við ætlum að halda áfram
að keppa við nágranma okkar á Evrópu-
mótum? Hvað skyldu vera margir, sem
svo vel hafa þjálfað hesta sína á undan-
förmum árum, eða frá þeim tíma, er
hestar hættu að gegna hlutverki þarf-
asta þjónisimis? Nei, herrar minir og frúr,
við s'kulum rækta vel, þjálfa vel og vita
svo hvort við getum ekki staðið hverj-
um, sem er á sporði í hrossarækt.
Hverm skyldi hafa grumað það, að
boðnir yrðu í íslenzika stóðhesta margir
tugir, jafnvel yfir hundrað þúsundir
króna? Er það ekki líka nokkurt um-
hugsum,aref.ni um hvert stefnir og hvert
stefna ber?
íaoc:
-jaxzi
F’ngum dylst, að við upp-
haf nýs árs gætir veru-
legs kvíða og uggs hjá al-
menningi um þróun efna-
hagsmála á þessu ári. Til
þess liggja margar ástæður,
en þó fyrst og fremst þær,
að aðgerðir ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar á vett-
vangi efnahags- og atvinnu-
mála, það sem af er stjórn-
artíma hennar, hafa ekki
beinzt að því, að viðhalda
jafnvægi og festu í þjóðar-
búskapnum. Tæpast vill
nokkur sanngjarn maður
halda því fram, að ríkis-
stjórnin hafi af ráðnum hug
stefnt út í ófæru, en hitt er
ljóst, að yfirsýn skortir í
efnahagsmálum hjá þeim,
sem við stjórnvölinn standa
og það hefur haft ískyggileg-
ar afleiðingar.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, gerði
viðhorfin í efnahagsmálum
sérstaklega að umtalsefni í
áramótagrein sinni í Morg-
unblaðinu á gamlársdag.
Hann sagði m.a.: „Ríkisstjórn
in hefur hleypt meira lofti í
verðbólgublöðruna en nokk-
ur önnur á jafnskömmum
tíma. Engar kaupgjalds- eða
verðlagshömlur fá staðizt
slíka þenslu til lengdar. Við
þetta bætist, að verðlags-
hækkanir eru meiri í kring-
um okkur en áður. Þótt þetta
atriði vemdi að nokkru sam-
keppnisaðstöðuna út á við,
verður hvort tveggja til að
magna verðbólguna innan-
lands ekki sízt, þar sem
launasamningar eru bundnir
vísitölu. Missi fólk trúna á
verðgildi peninga er hætta
búin fyrir sparifjármyndun-
ina. Einkum er hætta á, að
fjármagnið leiti í farvegi,
sem ekki verða til beinnar
framleiðsluaukningar í þjóð-
félaginu. Hér fá yfirvöldin
litlu um ráðið, nema með
þeim þvingunarsparnaði, sem
á sér stað gegnum skatta-
kerfið. Trú sumra stjórnar-
sinna á því að geta stýrt at-
höfnum einstaklinganna eft-
ir leiðum, sem samræmast
óskum stjórnarinnar, en
liggja í öfuga átt við óskir
einstaklingana sjálfra, er gott
dæmi um skilningsleysi
þeirra á almennum hag-
stjórnaraðgerðum.“
Síðar í áramótagrein sinni
vakti Jóhann Hafstein at-
A fleiðingar af fumi og ráð-
leysi ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum eru nú að
koma fram í versnandi lífs-
kjörum almennings í landinu.
hygli á því, að um sam-
ræmda stefnu í efnahags-
málum hefur ekki verið að
ræða hjá núverandi ríkis-
stjórn, er hann sagði: „Til-
tektir ríkisstjórnarinnar hafa
einkennzt af ígripum hér og
þar án tillits til áhrifa að-
gerðanna á heildarstefnuna í
efnahagsmálum, sem enn
virðist ómótuð og eiga að
mæta afgangi. Þetta gerist á
þeim tíma, sem þróun at-
vinnulífs og viðskiptakjara
hefur verið mjög hagstæð.
Það veldur áhyggjum, að við-
horfin á vinnumarkaðinum
eru engan veginn lofleg og
verkfall á kaupskipaflotanum
hefur nú staðið um mánaðar-
tíma. Slíkt segir að sjálfsögðu
til sín í þjóðarbúskapnum,
þótt síðar verði.“
Engum blöðum er um það
að fletta að Jóhann Hafstein,
sem talar af mikilli reynslu
eftir margra ára störf við
stjórn landsins, hefur rétt
fyrir sér, þegar hann varar
þjóðina við horfum í efna-
hagsmálum eins og nú er
komið málum, enda er ljóst að
grein hans er rituð af velvilja
og sanngirni. Þau mistök,
sem vinstri stjórnin hefur
gert við stjórn efnahagsmála
það sem af er, eru því mið-
ur mjög alvarleg og hætt við,
að erfitt muni reynast að ná
tökum á þeim vandamálum,
sem stjórnaraðgerðir vinstri
stjórnarinnar hafa nú þegar
lagt grundvöllinn að. Þó
sjást þess nokkur merki, að
ráðherrarnir geri sér þess nú
gleggri grein en áður að
stefnt er í mikla ófæru. Um
áramótin viðurkenndi Ólafur
Jóhannesson, forsætisráð-
herra, að einn mesti vandi,
sem þjóðin -stæði nú frammi
fyrir, væri hættan á nýrri
verðbólgu. Ef þessi nýi skiln-
ingur ríkisstjórnarinnar verð-
ur til þess, að hún tekur á
efnahagsmálunum af meiri
festu og einurð en hingað til,
er vissulega vel farið og þá
getur hún vænzt þess, að
njóta til þess stuðnings allra
þeirra afla í þjóðfélaginu,
sem berjast vilja fyrir áfram-
haldandi framförum og batn-
andi lífskjörum almennings í
landinu. En í þessum efnum
duga ekki orðin ein. Verkin
verða að tala og eftir þeim
verkum er nú beðið.
I fyrradag varð stórfelld
hækkun á landbúnaðarafurð-
um, helztu lífsnauðsynjum
almennings, og er hér um að
ræða meiri stökkbreytingar
en orðið hafa um langa
hríð í verðlagi þessara
lífsnauðsynja. Hækkun á
ýmsum búvörum nemur allt
að 55% og stafar þetta
af því, að ríkisstjórnin
tók ákvörðun um að lækka
niðurgreiðslur á landbúnað-
arvörum um mörg hundruð
milljónir króna, til þess að
ná endum saman við fjár-
lagaafgreiðsluna, en öllum
er kunnugt, að afgreiðsla
fjárlaga fyrir árið 1972 var
með endemum.
Hið alvarlega við þessar
stórfelldu hækkanir á land-
búnaðarafurðum er þó fyrst
og fremst það, að launþegar
fá þessar hækkanir ekki
bættar upp í hækkaðri kaup-
gjaldsvísitölu. Ástæðan er sú,
að ríkisstjórnin hefur ákveð-
ið að falsa vísitöluna. Með
því að fella niður nefskatta,
lækkar vísitalan urh sem
nemur 4% í launum. Það
svigrúm, sem þarna myndast
í vísitölunni, notar ríkis-
stjórnin til þess að hækka
brýnustu lífsnauðsynjar al-
mennings. Hið rétta var auð-
vitað að taka nefskattana
alveg út úr vísitölugrundvell-
inum, en þá hefði engin
breyting orðið á vísitölunni,
þrátt fyrir niðurfellingu nef-
skatta, Vissulega ber að við-
urkenna að á undanförnum
árum hafa ríkisstjórnir jafn-
an reynt að haga aðgerðum
sínum í efnahagsmálum á
þann veg, að þær hefðu sem
minnst áhrif til hækkunar
á vísitölunni, en ekki hefur
fyrr verið gerð tilraun til að
koma aftan að fólki. Nú er
hins vegar reynt að leyna al-
menning þeirri staðreynd,
að með þessum vísitöluföls-
unum eru kjör launþega í
raun og veru rýrð um þau
4%, sem samið var um í
kjarasamningunum í desem-
berbyrjun að kæmu til út-
borgunar strax.
Stórfelld hækkun nauðsynjavara